Tíminn - 03.11.1987, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 3. nóvember 1987
Tíminn 3
BíLVAMGURsf
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
Helgin var ekki frábrugðin öðrum
helgum í Keflavík. Lögreglan þar
sagði að hefði verið fremur rólegt,
fyllirí og rall að vísu eins og gengur,
en þaðan var ekki að fá nein stór-
kostleg tíðindi. „Lað voru einhverjir
bílar skemmdir og rúður brotnar svo
sem ætíð,“ sagði lögreglumaður í
Keflavík.
Hins vegar var brotist inn í verka-
mannabústað í Grindavík, sem átti
að afhenda nýjum eigendum í vik-
unni. í>ar vareinhverjum verkfærum
stolið en mesta tjónið voru þó
skemmdir sem innbrotsþjófur vann
á húsinu. Skrúfað hafði verið frá
heitu vatni í eldhúsi og tappi settur
í vaskinn og óðu menn því vatn í
ökkla þegar að var komið. Rann-
sóknarlögreglan sagði ekki vafamál
að þarna væri vísvitandi verið að
skemma eignir. Varð því ekki af
afhendingu hússins í þetta sinn, en
eldhúsinnrétting, teppi og fleira er
sumt skemmt og annað ónýtt.
Talið er að kosti a.m.k. hálfa
milljón króna að koma verkamanna-
bústaðnum í samt lag á ný. þj
ustu bílakaupin
1988 eru í
Chevrolet Monza.
VerÖ frá kr. 536.000.-
FYRSTU SENDINGAR
VÆNTANLEGAR
FLJÓTLEGA.
Gagnkvœm
tillitssemi allra vegfar^.
enda bætir umferðlna.
UMFHOftfi A
™________X
Með nýjum árgerðum eykst
úrvalið af hinum glæsilegu
Chevrolet Monza bílum,
og margar skemmtilegar
endurbætur og nýjungar
koma fram.
Unglingur mjög illa slasaður:
Harður árekstur
við skellinöðru
Harður árekstur varð milli skelli-
nöðru og bifreiðar í Hafnarfirði á
föstudag. Bifreiðin sveigði í veg fyrir
vélhjólið á Hringbraut, sem lenti
framan á bifreiðinni. Ökumaður
Braust inn í
verkamannabústað:
Vann stór-
skemmdirá
leiðinni út
bifreiðar slapp ómeiddur en öku-
maður hjólsins, 15 ára ungur piltur,
er töluvert slasaður og liggur á
Landspítalanum eftir að gert var að
sárum hans á Borgarspítalanum.
Samkvæmt lýsingu rannsóknar-
lögreglu er hann m.a. handarbrot-
inn, viðbeinsbrotinn, ökklabrotinn,
ristarbrotinn, farinn úr mjaðmalið
og með skurð á höfði.
Rigning var og lélegt skyggni þeg-
ar slysið varð, en engin hálka. Öku-
tæki bæði eru mikið skemmd, skell-
inaðran sennilega ónýt.
þj
Óspektir á Lækjartorgi:
Tveir lögregluþjónar
sendir á slysadeild
Tveir vakthafandi lögregluþjón-
ar enduðu á slysadeildinni á föstu-
dagskvöld eftir að hafa lent í
ryskingum við unglinga, sem virt-
ust ætla að hafa betur í krafti
fjöldans, en málið endaði þó með
því að tveir unglingar voru settir í
fangageymslur.
Óeirðimar hófust þegar lög-
regluþjónarnir hugðust hafa af-
skipti af ölvuðum unglingi, sem
firrtist við afskiptasemina og kall-
aði á lið sér til hjálpar. Það var eins
og við manninn mælt, að hópur
unglinga hugðist liðsinna þjáninga-
bróður sínum.
Málin enduðu þó betur en á
horfðist í fyrstu, þótt lögregluþjón-
arnir hefðu verið sendir á slysa-
deild. f annan var saumað, hinn
fékk glóðarauga, og báðir mörðust
þeir nokkuð. -SÓL
Hollustu-
verndin
kannar
varnarorð
Ekkert bendir til að fram-
leiðendur og innflytjendur
þvottaefnis fyrir uppþvottavélar
séu vísvitandi að dreifa van-
merktum vömm í verslanir hér á
landi. Hollustuvernd ríkisins tók
sig til dagana 22. og 23. október
og athugaði íslenskar vamaðar-
merkingar á umbúðum þessara
efna og kom í ljós að af 14
vörutegundum úr 17 verslunum
vom varnaðarmerkingar á ís-
lensku á níu vömtegundum.
Fjögur vömmerki vom ómerkt
í einni verslun. í tveimur af
þessum tilvikum var um að ræða
eldri vörur af lager og önnur
þessara vömtegunda er ekki leng-
ur flutt inn til landsins.
Ein vörutegund var vanmerkt í
tveimur verslunum, en í báðum
tilfellum vom umbúðir þó að
hluta merktar.
Alls var um að ræða 96 athug-
anir og var athugasemd gerð í
aðeins 6 tilvikum.