Tíminn - 03.11.1987, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 3. nóvember 1987
Hrapalleg mistök við björgunaræfingu um helgina:
Neyðarstofan rýmd
vegna manns sem
póttist sjúkur
Neyðarstofan á slysavarðsstofunni var rýmdvegna manns sem reyndist
heiibrigður.
Við sameiginlega björgunaræf-
ingu Slysavarnafélagsins, Lands-
samtaka hjálparsveita skáta og
Flugbjörgunarsveitarinnar sem
haldin var á laugardag urðu þau
hrapallegu mistök að björgunar-
sveitarmaður sem lék „dauðveikan
sjúkling með kafaraveiki" var
sendur á slysadeild Borgarspítal-
ans til skoðunar og meðferðar
öllum þar að óvörum. Láðist að|
hafa fyrirfram samband við yfir- ■
lækni deildarinnar eða annað
starfsfólk og olli koma þessa i
„sjúklings" miklum töfum við með-
ferð raunverulegra sjúklinga. í til-
kynningu til fjölmiðla vegna þessa
máls segir yfirlæknir slysadeildar, i
Gunnar Þór Jónsson, að yfirsjónin |
hefði getað haft enn afdrifaríkari
afleiðingar en raun varð á.
Skömmu eftir hádegi á laugar-
dag var sett á svið kafaraslys í
Hvalfirði þar sem kafari hafði stig-
ið of hratt úr djúpunum og fengið
kafaraveiki. Björgunarmenn fluttu
„sjúklinginn'" í bíl áleiðis til
Reykjavíkur. Aðeins 10 mínútum
fyrir komu á sjúkrahúsið var hringt
á slysadeild úr fjarskiptastöð og
tilkynnt að verið væri að koma
með mann „með alvarleg einkenni
köfunarveiki og hefði óhappið átt
sér stað við æfingu í Hvalfirði".
Tók leikinn alvarlega
Áætlunin var að segja svo frá að
hér væri um æfingatilfelli að ræða
en tókst ekki betur til en svo að
aðstoðardeildarhjúkrunarfræðing-
ur deildarinnar, sem var á vakt og
tók við skilaboðunum, skildi þau á
þann hátt að hér væri um raunveru-
legt slys að ræða, enda ekki óhugs-
andi að óhapp sem þetta gæti
komið fyrir við æfingu í Hvalfirði.
Þurfti vaktafandi læknir nú í
hasti að setja sig inn í einkenni og
meðferð kafaraveiki, sem er mjög
sjaldgæf og krefst óvenjulegrar og
sérhæfðrar meðferðar. Yfirlæknir
lýsir því svo, að læknir þessi hafi
orðið að hætta við þau verkefni
sem hann hafði á höndum, gera
bakvaktarlækni viðvart, auk þess
sem allir veikir sjúklingar sem voru
til meðferðar í neyðarstofu deildar-
innar þessa stundina voru fluttir
til, svo mætti taka við „köfunar-
sjúklingnum."
Leikið af innlifun
Nú tók við sjónarspil sem leikið
var af innlifun. Björgunarsveitar-
mennirnir sem komu með „sjúkl-
inginn“ höfðu að eigin sögn ekki
fengið fyrirmæli stjórnenda hve
langt æfingin skyldi ná. „Köfunar-
sjúklingurinn" lék þess vegna hlut-
verk sitt af mikilli sannfæringu
meðan læknar og hjúkrunarfólk
slysadeildar tóku af honum öll
nauðsynlegt próf og veittu honum
umfangsmikla meðferð, auk þess
sem náð var í sérstakan afþrýst-
ingskút sem er í eigu SVFI en í
geymslu deildarinnar.
Meðferð og rannsókn tóku all-
langan tíma og segir yfirlæknir að
forsprakki björgunarsveitarmanna
hafa þagað þunnu hljóði, þrátt
fyrir að augljóst væri að starfsfólkið
héldi að hér væri um raunveruleg
veikindi að ræða.
Yfirlæknir segir að ef samtímis
hefði komið inn alvarlega veikur
sjúklingur eða meiri háttar slys
borið að höndum hefðu afleiðingar
af rannsókn og meðferð þessa
gervisjúklings orðið enn alvarlegri
en raun varð á.
Ófrávíkjanleg regla
Tekið er sérstaklega fram að
samstarf við viðkomandi björgun-
arsveitir hafi ávallt verið gott en
hér hafi ófrávíkjanleg regla verið
brotin, sem sé að hafa yfirmenn
með í ráðum við æfingar, „einkum
og sér í lagi slysadeildar".
Gunnar Þór Jónsson, yfirlæknir
slysadeildar, telur sennilegt að ekki
hafi verið ætlunin að æfingin næði
jafn langt og raun ber vitni og hafi
orðið alvarleg mistök hjá stjórn-
endum æfingarinnar, sem hefðu
getað haft mjög alvarlegar af-
leiðingar í för með sér.
„Aðilar björgunaræfingarinnar
verða að fara í gegnum sitt skipulag
og upplýsingamiðlun til að finna þá
veiku hlekki sem orsökuðu mis-
skilninginn og mistök og tryggja að
slíkt geti ekki endurtekið sig í
framtíðinni,“ segir yfirlæknirinn.
Þj
Hannes Hafstein, SVFÍ:
Alvarlegt hvernig
þetta var sviðsett
„Ég frétti af þessum mistökum
þegar á laugardag og tek það fram
að ég lít þetta mál mjög alvarlegum
augum,“ sagði Hannes Hafstein,
skipherra og forstjóri slysavarnar-
félags íslands, um uppákomuna á
slysadeild Borgarspítalans á laug-
ardag. „Ég aflaði mér upplýsinga
um hvernig þetta hefði borið að
um leið og ég vissi af því og er enn
að kanna þetta mál.“
Hannes hafði sjálfur ekki séð
tilkynningu yfirlæknisins og vildi
ekkert segja um hana að svo
komnu. Hann hefði haft samband
við vakthafandi lækni á spítalanum
gagngert vegna þessa.
„Það er afar alvarlegt hvernig
strákarnir settu þetta á svið, það
fer ekkert á milli mála og á ekki að
koma fyrir. slysavarnafélagið hefur
átt mikið og gott samstarf við
slysavarðstofu Borgarspítalans um
langt árabil og ég harma að slíkt
komi upp á. Ég vona að menn séu
það skynsamir á báðum endum að
þetta verði ekki til þess að rýra
samstarfið.“ þj
Hannes Hafstein.
Tíminn 7
Ásta R. Jóhannesdóttir formaður utanríkismálanefndar Framsóknar-
flokksins verðurtil viðtals þriðjudaginn 3. nóv. n.k. kl. 10-12 í Nóatúni
21.
Framkvæmdanefnd L.F.K.
■■ Viðtalstími
borgarfulltrúa
k. ' < — Sigrún Magnúsdóttir er með viðtalstíma á þriðju-
dögum kl. 16.00-18.00.
V.. ^ÍijS Viðtalstímarnir eru á skrifstofu Framsóknarflokks-
J , ins að Nóatúni 21, síminn er 24480.
Framsóknarmenn Kópavogi
Aðalfundur Framsóknarfélags Kópavogs verður haldinn að Hamra-
borg 5, miðvikudaginn 4. nóvember kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing
3. önnur mál.
Nýir félagar eru hvattir til þess að hafa samband við skrifstofuna
Hamraborg 5, sími 41590.
Stjórnin
Kópavogsbúar Skrifstofa Framsóknarfélaganna, Hamraborg 5, 3. hæð er opin alla virka daga kl. 10-12, sími 41590. Opið hús alla miðvikudaga kl. 17-19. Starfsmaður: Einar Bollason Tökum höndum saman og hefjum öflugt vetrarstar Heitt á könnunni. frt 3 " 1.
Freyja Kópavogi
Aðalfundur Freyju félags framsóknarkvenna í Kópavogi verður
haldinn að Hamraborg 5, þriðjudaginn 3. nóvember kl. 20.30.
Að aðalfundarstörfum loknum mun Guðrún Jóhannsdóttir segja frá
landsþingi LFK.
Stjórnin.
Hafnfirðingar
Opið hús að Hverfisgötu 25, mánudaginn 16. nóvember kl. 20.30.
Dagskrá:
Starfið framundan - Bæjarmálin - Önnur mál - Kaffiveitingar
Stjórn Fulltrúaráðsins
Aðalfundur
Framsóknarfélags Miðneshrepps verður haldinn þriðjudaginn 3.
nóvember kl. 21.00 að Strandgötu 14, Sandgerði
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál
Stjórnin
Hörpukonur
Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi
Aðalfundur Hörpu verður haldinn þriðjudaginn 10. nóvember kl. 20.30
að Hverfisgötu 25, Hafnarfirði.
Stjórnin
Vesturland
Skrifstofa kjördæmissambandsins Brákarbraut 1, Borgarnesi verður
opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 13.00-17.00. Sími 71633
og sími utan skrifstofutíma 51275.
Stjórnin
Vesturland
Kjördæmisþing framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldið í
Ólafsvík laugardaginn 14. nóv. n.k. Nánar auglýst síðar.
Stjórnin