Tíminn - 03.11.1987, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 3. nóvember 1987
Tíminn 9
VETTVANGUR
lll!lll!l
Ólafur Dýrmundsson:
Ný viðhorf á beitarmálum
Horfur eru á að enn létti veru-
lega á afréttarlöndum ekki aðeins
vegna fækkunar heldur einnig
vegna styttingar á beitartíma.
bændur eru hvattir til að flýta
göngum til að koma dilkum fyrr til
slátrunar og sjást nú þegar merki
slíkrar þróunar. Fækkun fjár og
fjárbænda leiðir trúlega til þess að æ
fíeira sauðfé verði í heimalöndum
sumarlangt, en nú gengur vart
meir en helmingur sauðfjár
landsmanna í afréttum. Ósennilegt
er að stóðhrossabeit aukist í afrétt-
um. Á nokkrum gróðurvinjum í
hálendinu er álag vegna beitar
ferðahesta of mikið, sérstaklega
þegar stórir hópar fara um, og
brýnt er fyrir hestamönnum að
taka með sér fóður í slíkar ferðir
og treysta ekki á beitina. Hvað
aðra beit varðar ganga nautgripir
að mestu á ræktuðu landi og ekki
eru líkur á að geitum fjölgi, en þær
eru mjög fáar og ganga í heima-
löndum. Engu skal spáð um gæsa-
og álftabeit en þær ganga sumsstað-
ar nærri landi og reynslan sýnir að
þeir aðilar sem vinna að gróður-
vernd eru mótfallnir því að hrein-
dýrin dreifist út fyrir Austurland.
Ýmiss konar gróðurskemmdir af
völdum hreindýra eru þekktar þar,
m.a. á lerkiskógum og á fléttu-
gróðri, og verstu beitarskemmdir
sem ég hef séð í úthaga voru af
völdum vetrarbeitar hreindýra í
Berufirði.
Raunhæfar úrbætur
Þótt víða megi greina úrbætur í
meðferð beitilanda má margt betur
fara. Jafnframt ber að meta að
verðleikum það sem vel er gert.
Áfram verður haldið á þeirri braut
og svigrúm er fyrir frekari gróður-
verndaraðgerðir á komandi árum
innan ramma núgildandi laga.
Æskilegt er að opinber afskipti
verði sem minnst og reynslan sýnir
að gróðurvernd verður að byggjast
á góðu samstarfi hlutaðeigandi
stofnana, gróðurverndarnefnda og
bænda.
Það sem skiptir mestu máli er að
stilla fjölda beitarfénaðar í hóf, að
fækka þar sem land er ofsetið. Þær
breytingar sem nú eru að verða á
búskaparháttum stuðla að þeirri
þróun. Við skulum þó ætíð minnast
þess að málið er ekki aðeins hag-
fræðilegt heldur einnig félagslegt
og varðar búsetu í sveitum og
eignar- og afnotarétt á landi. í
beitarmálum eru engar einfaldar
lausnir. Þetta eru oftast viðkvæm
mál og breytingar hægfara.
Að tvennu ætla ég að víkja
sérstaklega sem oft ber á góma
þegar rætt er um bætta beitarhætti,
þ.e.a.s. beitarþolsmat og ítölu ann-
ars vegar og girðingar og friðun
hins vegar.
Mat á beitarþoli
Itala er þekkt frá fornu fari því
að um hana eru ákvæði í Grágas,
elstu lögbók íslendinga. Ákvarð-
aður er tiltekinn fjöldi beitargripa
á ákveðnu svæði í ákveðinn tíma
og er nú í gildi ítala á nokkrum
stöðum á landinu samkvæmt
ákvæðum afréttarlaga. Itölu má
gera fyrir heimalönd jafnframt sem
afrétti og skal leggja til grundvallar
niðurstöður beitarþolsrannsókna
frá Rannsóknarstofnun landbún-
aðarins eftir því sem við verður
komið. Mikið liggur fyrir af gögn-
um frá Rannsóknarstofnun land-
búnaðarins sem varðar beitarþol
svo sem gróðurkort, mælingar á
uppskeru gróðurlenda og niður-
stöðu viðtækra beitartilrauna.
Þessi gögn nýtast þó ekki sem
skyldi, m.a. vegna þess að mikil
skekkja virðist vera í mati á
útreiknuðu beitarþoli.
Tökum Biskupstungnaafrétt
sem dæmi en þar er mikill uppblást-
ur á köflum. Árið 1969 fengu
bændur í Biskupstungnahreppi í
hendur frá Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins þær upplýsingar að
reiknað beitarþol væri rúmlega
1.35 milljón nýtanlegar fóðurein-
ingar sem nemur um 9.000 ærgilda
beit þann tíma sem féð er í afrétt-
um. Þetta töldu bændurnir jafn-
gilda ítölu, sem í sjálfu sér er
misskilningur, en þar sem þeir
vildu stuðla að gróðurbótum lögðu
þeir sérstakt gjald á afréttarféð og
fóru út í uppgræðsluframkvæmdir
neðarlega í afréttinum í samvinnu
við Landgræðslu ríkisins. Sú fram-
kvæmd hefur tekist vel og hafa
verið græddir upp um 400 hektarar
(4 ferkílómetrar) á ógirtu landi
sem gefa mikla beit. Árið 1980
hættu þeir upprekstri hrossa, en
þau höfðu verið í girðingu í Hvít-
árnesi. Afréttarfénu hefur fækkað
stöðugt og í sumar fóru 2800 ær-
gildi í Biskupstungnaafrétt. Bænd-
urnir telja sig hafa verið langt
innan ítölumarka um árabil og
þeim finnst landið mun minna bitið
en það var fyrir 20 árum.
En þá víkur sögunni aftur til
Rannsóknastofnunar landbúnað-
arins. Þaðan hefur komið það álit
síðustu árin, bæði í ræðu og riti, að
friða þurfi Biskupstungnaafrétt
fyrir beit. Þetta álit var undirstrik-
að í fréttaþætti í ríkisútvarpinu
skömmu eftir moldviðrið í sumar
og höfðað til skynsemi bænda í
Biskupstungum. Sömu aðilar sem
tilkynntu bændum að afrétturinn
hefði beitarþol fyrir 9.000 ærgildi
árin 1969 boða nú alfriðun þegar
beitarálagið er komið niður í 2800
ærgildi. Hvorki hafa beitarþols-
tölurnar frá 1969 verið dregnar til
baka né þeim breytt. „Er þá reikn-
aða beitarþolið einskis virði?“
spyrja bændurnir. Lái þeim hver
sem vill.
Hér er því miðurekki um eins-
dæmi að ræða. Með bréfi til
stjómar Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins dags. 16. júlí s.l.
hefi ég farið fram á alhliða úttekt
og endurskoðun á aðferðum og,
útreikningum á beitarþoli úthag,a.
Ég el þá von í brjósti að í fram'a'ð-
inni verði unnt að ákvarða beitar-
þol úthaga með mun meivi ná-
kvæmni en hingað til og má í því
sambandi minna á ályktun 60.
Búnaðarþings frá 15. ágúst s.l. um
gerð jarðabókar o.fl.. Þá kemur
betur í ljós hvar ítölu er þörf og
unnt verður að samræma beitina
betur landskostum. Þó ég telji
nokkuð skorta á fræðilegan grund-
völl ítölugerðar stendur það von-
andi til bóta og ég álít ítölu færa
leið.
Lausaganga minnkar
Girðingar og friðun eru lausnar-
orð sumra sem láta sig gróðurmál
varða. Hvað bændur áhrærir má
reikna með að þeir leggi fremur í
girðingaframkvæmdir í heimalönd-
um en í afréttum. Girðingar eru
dýrar, bæði uppsetning og viðhald
og vart er við því að búast að
bæitdur leggi út í stórfelldar girð-
ingaframkvæmdir á næstu árum.
Rafgirðingar eru að vísu ódýrari
en það skiptir ekki sköpum að
mínum dómi. Nú þegar eiga upp-
rekstrarfélögin fullt í fangi með að
viðhalda afréttargirðingum sínum
og hólfun afrétta tel ég nær undan-
tekningarlaust óarðbæra og jafnvel
til bölvunar. Sé um ofbeit að ræða
er raunhæfasta aðgerðin að draga
úr beitarálagi með því að stytta
beitartímann og fækka fénaði á
landinu. Við erum nú þegar á
þeirri braut eins og áður var vikið
að.
Þótt afgirt heimalönd verði
væntanlega nýtt í æ ríkari mæli til
beitar tel ég algerlega óraunhæft
að reikna með því í fyrirsjáanlegri
framtíð að bændur haldi öllu búfé
í girðingarhólfum. Bann gegn
lausagöngu kemur helst til greina í
þéttbýlum sveitum og í kaupstöð-
um og kauptúnum og nágrenni
þeirra. Til dæmis hefur verið í gildi
bann gegn lausagöngu búfjár á
Suðurnesjum í réttan áratug. Um
þessar mundir er slík skipan að
festast í sessi á öllu höfuðborgar-
svæðinu, þ.e.a.s. frá Hafnarfirði til
Kjalarness neðan samfelldrar
vörslugirðingar sem skilur á milli
mest allrar byggðar og ræktunar-
lands annars vegar og fjalllendis og
heiða hins vegar. Þetta eru hinar
þarflegustu framkvæmdir. Nú þeg-
ar er í gildi bann gegn lausagöngu
hrossa í mörgum sveitum, en sums-
staðar gengur þó illa að framfylgja
því einkum að vetrarlagi.
Beit og skógrækt
Nú þegar eru stór svæði friðuð
fyrir beit einkum á vegum Land-
græðslu ríkisins og Skógræktar
ríkisins og Náttúruverndarráðs og
væntanlega munu slíkar fram-
kvæmdir halda áfram eftir því sem
þörf krefur og fjárveitingar leyfa.
Meðal bænda er töluverður áhugi
á nytjaskógrækt, gjarnan í tengsl-
um við hefðbundinn búskap. Þar
er um langtíma fjárfestingu að
ræða en ekki er tiltækt nægilegt
fjármagn til átaks á þessu sviði. I
ákveðnum tilvikum kemur til
greina að beita sauðfé og öðru búfé
í skóg að sumarlagi, og ég tel það
afskaplega slæman og úreltan mál-
flutning þegar búfjárrækt og skóg-
rækt er stillt upp sem andstæðum.
Breyting frá hjarðbúskap til rækt-
unarbúskapar gerir það að verkum
að þessar tvær greinar landbúnaðar
geta dafnað hlið við hlið. Á Bret-
landseyjum er nú talað um Agro-
Forestry þegar bændur búa áfram
á jörðum sínum með búfé eftir
aðstæðum og rækta nytjaskóg á
völdum spildum í stað þess að láta
stórtæk skógræktarumsvif fækka
byggðum býlum.
Á réttri leið
Ég tel ástæðu til bjartsýni í
gróðurverndarmálum á komandi
árum. Framfarirnar munu ráðast
mjög af veðráttunni. Veðurfars-
fræðingar hafa bent á að hugsan-
lega hlýniloftslagsamfara aukningu
kolsýrulofts (C02) á jörðinni. En
við þurfum samt að vera við öllu
búin og gera ráð fyrir áföllum af
völdum harðinda svo að ekki sé
minnst á hættu á kólnandi veðri
vegna áhrifa eldgosa eða kjarn-
orkusprenginga. Við getum þó
treyst því að með bættum beitar-
háttum batnar meðferð landsins.
Við erum á réttri leið.
Skreiðardeild Sambandsins
f ékk 10% hærra verð en
aðrir útflytjendur 1986
Nokkur umræða hefur orðið
undanfarið um skreiðarmál og hafa
viðskipti skreiðardeildar Sam-
bandsins dregist inn í þá umræðu
og verið gerð tortryggileg.
Því hefur verið haldið fram að
skreiðardeildin væri að selja skreið
til Nígeríu á lægra verði en aðrir
útflytjendur. Samkvæmt verslun-
arskýrslum fyrir árið 1986 seldi
skreiðardeild Sambandsins skreið
það ár fyrir 10% hærra verð en
aðrir útflytjendur. Staðreyndin er
sú að skreiðardeild Sambandsins
hefur fengið hæstá ntögulega verð
á hverjum tíma, miðað við að fá
fullar tryggingar fyrir greiðslunni.
Þetta er ákaflega mikilvægt atriði
þegar þessi mál eru skoðuð.
Nóg af kaupendum með
engar greiðslutryggingar
Það hefur verið nóg af kaupend-
um á skreið undanfarin tvö ár, sem
boðið hafa gott verð og jafnvel
ágætt verð, en þá hafa greiðslu-
tryggingar ekkiverið í lagi eða alls
engar. Talað hefur verið um að
lágt markaðsverð í Nfgeríu sé
skreiðardeild Sambandsins að
kenna. Þetta er algjör firra!
Verð á Nígeríumarkaði ræðst af
framboði og eftirspurn og það sjá
allir sem vilja sjá, að þegar verið er
að senda stóra farma, 30-60 þúsund
pakka, á þennan viðkvæma
markað, þar sem neyslan er ekki
nema 12-15 þúsund pakkar á mán-
uði, að slíkt leiðir ekki til hækkun-
ar á verði. Þessi skreið hefur síðan
legið í vikur eða mánuði í misjafn-
lega ásigkomnum vöruhúsum,
safnað á sig kostnaði og vöxtum og
þar að auki rýrnað úr hófi fram.
Skreiðardeild Sambandsins hefur
leitast við að senda skreið í smá-
skömmtum inn á þennan markað.
Til viðbótar má nefna, að þegar
kaupendur í Nígeríu eru með
skreið á milli handanna, sem þeir
þurfa ekki að standa skil á fyrr en
þeim hentar og á því verði sem
þeim þóknast að greiða, þá er þeim
enginn akkur í því að ná hæsta
verði.
Allttal um undirboð er
marklaust þar til
aðrir skila greiðslum
Síðan í iok september 1986 hafa
ekki verið nein vandkvæði á því að
fá staðfestar bankaábyrgðir fyrir
útflutning til Nígeríu. Frá þeim
tíma og til dagsins í dag hefur
skreiðardeild Sambandsins selt á
milli 50 og 60 þúsund pakka af
skreið gegn áðurnefndum ábyrgð-
um. Þessi skreið hefur verið send í
smáum skömmtum í gámum í
gegnum Evrópu og hefur selst
jafnóðum og hún hefur komið á
markaðinn.
Framleiðendur sem selt hafa í
gegnum skreiðardeild Sambands-
ins fá sína vöru greidda nokkrum
mánuðum eftir að varan fer frá
landinu. Endanlegt verð til fram-
leiðenda er það verð sern hæft er
til samanburðar og fyrr en endan-
legar greiðslur hafa borist fyrir alla
skreið sem farin er frá landinu, er
út f hött að tala um undirboð.
Greiðslustaðan hjá
skreiðardeild
Sú stefna skreiðardeildar Sam-
bandsins að selja aðeins gegn bestu
fáanlegum tryggingum hefur leitt
til þess að öll skreið sem seld var
til ársloka 1985 er að fullu greidd.
95% af sölu deildarinnar 1986 eru
að fullu greidd og greiðslur fyrir
sölur á þessu ári hafa skilað sér
nokkrum mánuðum eftir afskipun.
Þessa dagana er verið að afreikna
um 25 millj. kr. til framleiðenda
fyrir skreið sem send var héðan í
júlí á þessu ári.
F.h. skreiðardeildar
Sambandsins
. Ragnar Sigurjónsson.