Tíminn - 03.11.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.11.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Timinn MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: BirgirGuömundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Stjórnarsamstarfið Ritstjóri Alþýðublaðsins, Ingólfur Margeirsson, tekur sér fyrir hendur í grein sem hann ritar undir eigin nafni í blað sitt að hugleiða þá spurningu, hvort ríkisstjórn Porsteins Pálssonar sé að springa. Eftir langar bollaleggingar kemst greinarhöfund- ur að þeirri niðurstöðu að fátt bendi til þess að ríkisstjórnin sé að leysast upp. Hér verður ekki rakið langt mál höfundar til þess að leiða þessa niðurstöðu í ljós, aðeins tekið undir það með honum að ríkisstjórnin er síst að því komin að falla og óþarfi að vera með slíkar vangaveltur. Greinarhöfundur sýnir að vísu tilburði til þess að víkja að Framsóknarflokknum með orðum, sem gerast helst til trénuð og frasakennd, en á þó í pússi sínu það lofsyrði um Framsókn að flokkur- inn hafi „alltaf lagt mikið upp úr því að sýna ábyrgð í stjórnarsamstarfi“. Er vafamál að nokkur flokkur geti vænst betri einkunnar af stjórnmálaandstæð- ingi og má Framsóknarflokkurinn vel við una. í þessu felst sá dómur um Framsóknarflokkinn sem almenningur í landinu tekur undir, að flokkurinn leitist við að stuðla að festu í stjórnarfari. Ekki mun annars að vænta en að þeir þrír flokkar sem nú fara með ríkisstjórn muni í reynd vinna eftir þeirri reglu að festa ríki í stjórnarfarinu þannig að stjórnarsamstarfið geti enst út kjörtíma- bilið, enda er málefnasamningur ríkisstjórnarinnar við það miðaður. Með svo ítarlegum stjórnarsátt- mála er ekki tjaldað til einnar nætur. Fau atvik sem eiga að vera tilefni til hugleiðinga um stjórnarslit eru af því tagi sem hver kunnugur maður hlýtur að sjá að geta ekki skipt slíku máli eða verið svo afdrifarík. Ef hér er átt við fjárlagastefnuna, þá ríkir einhugur milli stjórnar- flokkanna um að afgreiða hallalaus fjárlög. Slík ákvörðun um markmið er mikils virði. Hitt þarf engan að undra þótt einhver ágreiningur komi upp um einstök framkvæmdaatriði í sambandi við það markmið eða menn deili um tiltekna útgjaldaliði í frumvarpi til fjárlaga. Sama má segja um húsnæðismálin. Pað er samkomulag um það milli stjórnarflokkanna að bæta ágalla sem kunna að vera á húsnæðislöggjöf- inni. Alþingi hefur málið til meðferðar og fram- gangur þess er í höndum þingsins. Ekki er til þess vitað að neinn ábyrgur maður í stjórnarliðinu hugsi sér að gera húsnæðismál að stjórnarslitamáli. Um ríkisstjórnina er það að segja að hún er rétt að stíga sín fyrstu spor. Stjórnin styðst við rífan meirihluta á Alþingi. Skoðanakannanir benda til þess að þjóðin vænti sér góðs af þessu stjórnarsam- starfi. Stjórnarandstaðan er sundruð og máttlaus. Hugleiðingar um stjórnarslit eiga engan rétt á sér. Fess háttar grufl lýsir engu nema málefnafátækt. Þriðjudagur 3. nóvember 1987 llllllll GARRi : ' Síldin og Sovétmenn Vafalaust hafa þær glatt margan landann, fréttirnar sem bárust fyrir helgina um aö búiö væri að ganga frá samningum við Sovétmenn um kaup á saltsíld. Ekki spillti fyrir að verðið reyndist mun hagstæðara en fyrirfram hafði verið búist við. Hér er um stærra mál að ræða en margir gera sér í fljótu bragði grein fyrir, vcgna þess hve gcysimikla þýðingu síldarsöltunin hefur fyrir atvinnulífið á þeim stöðum þar sem hún fer fram. Hitt er þó annar handleggur að þetta mál vekur ýmsar hugleiðing- ar. Þar á meðal um það hvort endilega sé sjálfgefið að menn úti f löndum cigi alltaf að kaupa af okkur þær vörur sem við þurfum hverju sinni að selja, og á því verði sem við þurfum að fá. Nú ætlar Garri í sjálfu sér ekki aö fara að taka upp hanskann fyrir sovétskipulagið eða stjórnmálin þar eystra. En fram hjá hinu verður þó trauðla gengið að samkvæmt fréttum bauðst Sovétmönnum að þessu sinni mun ódýrari saltsíld frá Kanadamönnum, og breytir þá litlu þótt það lága verð muni hafa verið til komið fyrir ríkisstyrki. Markaðsiögmálin Hitt skiptir meiru í þessu sam- bandi að við verðum vitaskuld að laga okkur eftir þeim hörðu lög- málum sem gilda á heimsmarkaðn- um allt í kringuin okkur. Og þau lögmál eru þannig að þar er ekki spurt hvað einhverjir einstaklingar eða fyrirtæki þeirra þurfi að selja, heldur hvað markaðurinn vilji kaupa og á hvaða verði. Af því leiðir svo aftur hitt að þar rcynir á hugkvæmni og getu fram- leiðcnda til að fínna þær vörur, scm markaðurinn vill hverju sinni kaupa, og framleiða þær með sem mestrí hagkvæmni. Hin hörðu markaðslögmál nútímans byggjast fyrst og síðast á því að sá sem reynist snjallastur í að fínna út hvað markaðurinn sækist eftir, hann situr uppi með mcsta hagnað- inn. Þeir sem á hinn bóginn gera ekki annað en að væla um það að enginn vilji kaupa af sér framleiðsl- una sitja pent og laglega eftir með sárt enniö og missa af strætis- vagninum. Útsjónarsemin Þetta er raunar skylt því sem rætt var í Tímabréfí hér í blaðinu á laugardaginn. Þar var vikið að því að bændur væru nú á ýmsum sviðum að sýna útsjónarsemi og framtak til þess að auka starfs- möguleika í sveitum sínum. Þar er ekki aðeins um að ræða loðdýra- rækt, fískeldi og ferðaþjónustu, heldur líka hluti eins og kornrækt, smáiðnað, kanínurækt, fullvinnslu æðardúns og fleira. Garri er þeirrar skoðunar að í þessu séu bændur á réttri leið. Og kannski þurfa menn að huga að þessari sömu útsjónarsemi víðar. Það dugar einfaldlega ekki að setjast niður og væla um það hvað allir séu vondir við mann ef illa gengur að selja einhverja fram- leiðsluvöru. Þá reynir á það hvort menn reynast þeir bógar að þeir geti sest niður og fundið út hvað hægt sé að nota til að skapa sér atvinnu f stað þess sem ekki selst lengur. Viðskiptalíf nútímans útheimtir þessa útsjónarsemi, og iíka annað, sem er auglýsingamennska og áróður fyrir vörunni sem hverju sinni er verið að selja. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá er þetta ein af hinum hörðu stað- reyndum viðskiptalífsins. Vörur seljast ekki sjálfkrafa nú á dögum, heldur verður að hafa fyrir þvi að selja þær. Það gildir bæði hér innanlands og úti á hinum stóra heimsmarkaði. Það tókst að selja sfldina að þessu sinni, og vonandi tekst það áfram. En hitt er annað mál að komi i Ijós að ekki sé lcngur markaður erlendis fyrir saltsíld á viðunandi verði þá er ekki nema eitt að gera, sem er að snúa sér að öðru. Þá reynir á útsjónarsemina, og það hvort fólki og fyrirtækjum tekst að breyta atvinnuháttum sin- um eftir því hvernig vindurinn blæs á markaðnum. Um annað er ekki að gera. Garri. llllllllllllllllllllllllll VÍTTOG BREITT !!!!!;lliii::" .ililiiiilili;. ' 'J:':1!" ý':;i!l;;: .1;!!l!!!!T ,;i|: | Endurskoðunarsinnar Endurskoðunarsinnar í Alþýðu- bandalagi og Sjálfstæðisflokki ger- ast nú háværir og stefna í sömu átt. Allaballar viðurkenna markaðinn sem “dreifingaraðila fyrir þjóðfél- agsleg gæði“ og Morgunblaðið vill að íhaldið endurskoði nú alla sína stefnu í anda breska stjórnmála- mannsins Richards Butler, sem var einn þeirra íhaldsmanna sem var- aði við að auðvaldið og markaðs- hyggjan fengi að leika lausurn hala án aðhalds stofnana ríkisins. Nú þegar Svavar Gestsson er að láta af flokksformennsku þykir honum tímabært að semja stjóm- málayfirlýsingu fyrir flokk sinn -og leggur á ráðin um að næsti formað- ur kasti allri stéttabaráttu fyrir róða, þjóðnýting og ríkisrekstur eru ekki lengur á dagskrá og að eignarlýðræði verði eitt af baráttu- málum flokksins. Alþýðubanda- lagið mun líta blandað hagkerfi mildum augum og markaðslögmál- in taka við af sögulegri þróun sósíalismans. Tímaskekkjur Svavar boðaði hinn nýja sið á fundi með flokksmönnum sínum í Moskó þar sem hann viðurkenndi að gömlu baráttumálin væru úr takt við tfmann. Því er stefnan endurskoðuð og færð í frjáls- hyggjulegri búning. Þetta mun vænlegastsa leiðin til að halda í fylgi og eitthvað verður að gera svo að Alþýðubandalagið koðni ekki niður í svosem ekki neitt. Tillaga að hinni nýju stefnu verð- ur lögð fyrir landsfundinn um næstu helgi. Það er því ljóst að ekki verður aðeins kosinn nýr for- maður með miklum bægslagangi, heldur fær sá nýjan flokk og nýja hugmyndafræði til að stýra eftir. Blaðamaður Tfmans spurði Svavar eitthvað á þá leið hvort nýja stefnuskráin væri nokkuð ann- að en flótti inn í miðjumoðið. Því var neitað og bætt við: „Við neitum því jafnframt að fhaldið hafi ein- hvern einkarétt á lýðræðinu, eins og það virðist sjálft halda." Þar hefur maður það. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ekkert einkaleyfi á að flagga markaðs- hyggjunni og útiloka aðra frá henni. Allaballar vilja og ætla líka að eiga hlutdeild að hugmynda- fræði frjálshyggjunnar og berjast um fylgi undir merkjum Iýðræðis- ins. Endurskoðunarsinnar eru greinilega á fullu í Alþýðubanda- laginu. Staðnað íhald En fleiri endurskoðunarsinnar eru einnig á ferð. Reykjavíkurbréf Mogga er fullt upp með ásakanir á Sjálfstæðisflokkinn, sem talinn er staðnaður og þurfi grundvallar- breytingar á ef hann á ekki að verða minni en Framsóknarflokk- urinn, eins og bréfritari hefur áhyggjur af eftir síðustu skoðana- könnun Hagvangs. Það sem helst má til varnar verða að mati Mogga, er endur- skoðun á starfi og stefnu flokksins. Er seilst aftur til afhroðs breska íhaldsflokksins í kosningunum 1945 til að fá samanburð á ástandi Sjálfstæðisflokksins núna. Þá var það að sá ágæti maður Butler endurskoðaði flokksstefnuna og aðlagaði hana breyttum tímum með ágætum árangri. Þótt Butler væri íhaldsmaður skildi hann að þjóðfélagið gekk ekki fyrir markaðsöflum einum saman og að fleiru þyrfti að hyggja en arðsemi og gróðahyggju. Listamenn Macmillan, sem síðar varð for- sætisráðherra, hélt merki Butlers og stefnu hans á lofti á sínum valdatíma. Hann var mikill and- stæðingur stefnu Thatchers allt fram í andlátið, og dró hvergi úr þegar hann lýsti til hvers ómenguð frjálshyggja mundi leiða. Höfundur Reykjavíkurbréfs minnist hvergi á Thatcher eða Reagan í hugrenningum sínum um endurskoðun íhaldsstefnunnar, heldur vísar til tímabils þegar breska íhaldið fékk allt að því manneskjulegan svip. Bréfritari fer mörgum orðum um afhroð Sjálfstæðisflokksins, stefnuleysi hans og skort á baráttu- málum og að orðið sé tímabært að hefja endurreisnarstarf. Hann minnist feimnislega á verðhrun á verðbréfamarkaði og að stjómleysi fjármagnsins kunni að vera varhugavert og er jafnvel imprað á að fasteignaverð hér á landi sé ekki alls kostar stöðugt. Þótt farið sé með efnið eins og köttur athafnar sig við heitan graut, er Morgunblaðið að vara íhaldið við taumlausri frjálshyggju og aðhaldslausum markaðsbúskap. Endurskoðunarsinnar á vinstri og hægri væng stjómmálanna em því að nálgast hvorir aðra og slá af þeim öfgum sem fæla frá þeim kjörfylgið. Mætast kannski ein- hvem tíma á miðri leið. En spurningin er hvort endur- skoðun gerir nokkra stoð í flokkum sem ekki eru annað en skoðana- flækja margra ólíkra sjónarmiða og lífsviðhorfa. Þeir Svavar Gestsson og Matthí- as Johannessen geta hins vegar gamnað sér við að búa til sína óskaflokka og slegist í hóp með Ólafi Ragnari, sem gert hefur stjómmál að list hins ómögulega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.