Tíminn - 03.11.1987, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 3. nóvember 1987 Tíminn 13
ÚTLÖND
Hátíðarhöld í tilefni sjötíu ára afmælis Októberbyltingarinnar:
SOVÉT LEIDTOGINN
FER BIL BEGGJA
Mikhuil Gorbatsjov leiðtogi Sovétríkjanna: Fór bil beggja í mikilvægrí ræðu.
FRÉTTAYFIRLIT
LUNDÚNIR — Bandaríkja-
dalur lækkaði er þriðja vika
kreppunnar á fjármálamörkuð-
um heims hófst í gær. Dollar-
inn virtist ætla að verða lægri
gagnvart vestur-þýska mark-
inu en nokkru sinni áður.
Hlutabréf hækkuðu aðeins í
verði á verðbréfamörkuðum í
Tokyo en í Lundúnum lækkuðu
; þau að nýju.
PEKÍNG — Tveir breskir I
kennarar í Tíbet fengu skipun
um að yfirgefa Kína. Voru þeir
bornir sökum um að hafa rekið ,.
bókasafn og grætt á því á
ólöglegan hátt og að auki
stundað kennslu án leyfis yfir-
valda.
DUBAI — Fljótandi traktors-
dekk olli usla í Persaflóanum í
gær eftir að flutningaskip, sem
leið átti framhjá, tilkynnti um
hugsanlegan tundurduflafund. '
Bresk freigáta kom á staðinn
og bjargaði dekkinu úr sjónum
um fimmtíu kílómetra frá
strönd Dubai.
BEIRÚT — Bardagamenn úr
hópi kristinna manna og músl-
ima skutu sprengjum á ibúðar-
hverfi i Beirút og skiptust á
skotum yfir grænu línuna svo-
kölluðu sem skiptir borginni
milli þessara hópa.
JERÚSALEM — Palest-
ínumenn á hinum hertekna
Vesturbakka og á Gazasvæð-
inu fóru í verkfall og söfnuðust
saman í mótmælagöngurtil að
mótmæla að sjötiu ár voru liðin
frá Balfour yfirlýsingunni þar
sem breska stjórnin lofaði gyð-
ingum landsvæði í Palestínu.
Allar búðir voru lokaðar í aust-
urhluta Jerúsalem þar sem ar-
abar búa og víða kom til átaka
milli ísraelskra hermanna og
mótmælenda.
DAMASCUS — Mahmoud
Zu'bi hinn nýi forsætisráðherra
Sýrlands lagði fram ráðherra-
lista sinn um helgina og eru 36
ráðherrar f nýju stjóminni.
BAHREIN — Ali Akbar Has-
hemi Rafsanjani forseti ír-
anska bingsins og helsti tals-
maður Iranstjórnar í hermálum
gagnrýndi Sameinuðu þjóðirn-
ar harðlega í ræðu sem hann
hélt í Teheran um helgina. Hin
hörðu orð Rafsanjanis hafa
komið stjórnarerindrekum til að
álíta að vonir um að Sþ geti
komið á vopnahléi í stríði Irana
og Iraka séu nánast engar.
JERÚSALEM — Jacques
Chirac forsætisráðherra
Frakklands, sem nú er í opin-
berri heimsókn í Israel, full-
vissaði l’sraelsmenn um að
Frakkar myndu ekki gleyma
ofsóknum nasista á hendur
gyðingum.
Mikhail Gorbatsjov leiðtogi Sov-
étríkjanna sagði í gær að Jósef Stalín
hefði gert mikil pólitísk mistök er
hann stjórnaði landinu en engu að
síður hefði lenínismanum verið
haldið á lofti undir forystu hans og
stefna og aðferðir hefðu verið
mótaðar á þessum upphafstímum
uppbyggingar sósíalismans.
Gorbatsjov talaði um Stalín í
ræðu sem hann hélt í gær á hátíðar-
fundi í Kreml. í>ar var minnst sjötíu
ára afmælis Októberbyltingarinnar
en hátíðarhöld verða í Sovétríkjun-
um í þessari viku til að minnast
byltingar bolsévíka árið 1917 og
stofnunar fyrsta kommúnistaríkisins
í heiminum.
Gorbatsjov fór bil beggja í þessari
ræðu sinni sem fréttaskýrendur víð-
ast hvar biðu með eftirvæntingu.
Sovétleiðtoginn hvatti til að „við-
kvæm mál“ í sögu landsins yrðu
skoðuð niður í kjölinn og tilkynnti
um skipan nefndar sem rannsaka á
glæpi er framdir voru í stjórnartíð
Stalíns og „klíku hans" eins og
komist er að orði í fréttabréfi APN.
Hann sagði að ofsóknir hefðu hafist
í stað löglegra aðgerða á tímum
Stalíns og nefndi í fyrsta sinn nöfn
Miklar breytingar áttu sér stað
þegar kosið var í æðstu valdastöður
innan kínverska kommúnistaflokks-
ins en þingi hans lauk í Pekíng um
helgina. Litið er á breytingamar sem
sigur fyrir umbótaöflin og Deng
Xiaoping leiðtoga landsins sem lengi
hefur viljað segja af sér embættum
til að koma yngri mönnum að.
Hinn 83 ára gamli Deng stóð við
orð sín og gekk jafnvel svo langt að
láta af sæti sínu í miðstjóm
flokksins. Hann tók marga aðra
gamlingja með sér úr miðstjóminni,
sem nú er skipuð 175 fulltrúum, og
virðist sem leiðin sé greið fyrir Zhao
Ziyang flokksformann að taka við af
Deng sem næsti leiðtogi Kína.
Fréttaskýrendur vom þó sammála
um að þrátt fyrir titlamissinn yrði
Deng áfram áhrifamesti stjórnmála-
maður landsins fram til dauðadags.
Hann heldur reyndar einni stöðu
sinni, verður áfram æðsti maður
hemaðamefndarinnar sem hefur al-
gjör yfirráð yfir her landsins.
Yngri menn og frjálslyndari vom
einnig kosnir í framkvæmdastjórn-
ina, sem er í raun innra ráðuneyti
flokksins, í lok þessa sögulega þings.
Þessir menn lærðu allt um kommún-
ismann í skólastofum en tilheyra
ekki hópi þeirra eldri er börðust
með Mao Tsetung og stofnuðu al-
þýðulýðveldið Kína.
„Það er fullt af mönnum er til-
heyra Nýja Kína, mönnum sem hafa
verið í forsvari fyrir tilraunir í efna-
hagsmálum og almennri stjórn-
sýslu," sagði einn vestrænn stjórnar-
erindreki í gær er hann var spurður
um hina nýkjörnu átján manna fram-
kvæmdastjórn flokksins.
sumra fómarlamba þessara ofsókna.
Jafnframt hrósaði hann þó Stalín
fyrir iðnvæðingu og samyrkjubú-
skap, stefnu sem Stalín þvingaði í
gegn og kostaði milljónir manna
frjálsræðið og lífið.
Gorbatsjov tók flokkslínuna þeg-
ar hann ræddi um stjórnartíð Nikíta
Krúshsjovs, hrósaði honum fyrir að
gagnrýna þvingunaraðferðir Stalíns
en sakaði hann jafnframt um lélega
stjómun.
Hann ræddi um perestrojka eða
endurskipulagninguna í Sovétríkj-
unum og fór þar líka bil beggja,
talaði um róttækar efnahagsbreyt-
ingar og aukið lýðræði en gagnrýndi
jafnframt þá sem væm ójxtlinmóðir:
„Við verðum að gera brögð and-
stæðinga endurskipulagningarinnar
að engu, aðgerðir þeirra sem tefja
fyrir henni og þeirra sem em afbrýði-
samir og óþolinmóðir," sagði Gor-
batsjov.
Sovétleiðtoginn ræddi um söguna,
endurskipulagninguna og þriðja
hluta ræðunnar kallaði hann „Hin
mikla Októberbylting og heimurinn
í dag“. Þar ræddi Gorbatsjov meðal
annars um afvopnunarmál og sagði
að Reykjavíkurfundur hans og Re-
í framkvæmdastjóminni em sjö
ný andlit og aðeins tveir koma úr
valdastofnunum hersins en þeir vom
fjórir í fyrri framkvæmdastjórn.
Deng gekk úr hinni valdamiklu
framkvæmdastjóm og tók með sér
sex gamla byltingamenn, þar á með-
al harðlínumanninn Deng Liqun,
fyrmm áróðursmálaforingja
flokksins.
Li Ruihan, 53 ára gamall borgar-
stjóri í iðnaðarborginni Tianjin, og
Yang Rudai, 63 ára gamall forystu-
maður kommúnistaflokksins í Sichu-
an héraði, eru dæmi um nýja menn
í framkvæmdastjóm flokksins. Báð-
ir hafa starfað að efnahagslegum
umbótum og Rudai var reyndar
náinn samstarfsmaður Zhao Ziyang
forsætisráðherra og flokksformanns.
Það sem kemur þó einna mest á
óvart er að Hu Yaobang fyrmrn
flokksformaður skyldi halda sæti
sínu í framkvæmdastjóm flokksins.
Hu þurfti að segja af sér í janúar-
mánuði eftir að mótmæli náms-
manna höfðu reitt harðlínumenn til
reiði og flestir töldu þá að úti væri
um framtíð þessa umbótasinnaða
manns innan flokksins. Kjör Hu
bendir þó til að svo sé alls ekki og
sýnir enn einu sinni að allt er hægt í
kínverskum stjórnmálum.
Frjálslyndari öflin em hins vegar
ekki í algjömm meirihluta innan
hinnar fimm manna stjórnarnefndar
flokksins. Þar situr að sjálfsögðu
Zhao Ziyang og er hann sá eini sem
sat í fyrri stjómarnefnd. Með honum
sitja nú Hu Qili sem er tengdur
umbótaöflunum og Li Peng,
menntaður í Sovétríkjunum og þykir
agans Bandaríkjaforseta hefði kom-
ið af stað umræðum um leiðir til að
draga úr fjölda langdrægra kjarn-
orkuvopna.
Vestrænir ráðamenn skoðuðu
ræðu Gorbatsjovs grannt í gær og
sagði Sir Geoffrey Howe utanríkis-
ráðherra Bretlands til að mynda að
ljóst væri að Sovétleiðtoginn þyrfti
íhaldssamari en þeir Zhao og Hu.
Qiao Shi og Yao Yilin eiga einnig
sæti í stjómarnefndinni en hvomgur
Hópur sænskra stjórnmálakvenna
klæðist stuttum pilsum þessa dagana
og kemur sér fyrir á götum Gauta-
borgar til að laða að karlpeninginn.
Ekki er þó hægt að eiga viðskipti við
konurnar því þær viðahafa vændis-
konutilburði sína einungis til að vara
menn við sjúkdómnum banvæna,
eyðni.
Það em einar fímmtán konur sem
standa í þessari „aukavinnu" en þær
eiga annaðhvort sæti í borgarráði
Gautaborgar ellegar sinna embættis-
störfum. Stúlkumar hófu herferð
þessa í síðustu viku og sagði talsmað-
ur þeirra Marianne Hallbert að þær
ætluðu sér að starfa í þessu gervi
næstu mánuðina.
Konumar hyggjast vara þá sem
leita eftir viðskiptum við hættunni á
að þeir nái sér í sjúkdóminn eyðni
með því að eiga við vændiskonur og
smiti jafnvel eiginkonur sínar.
að yfirvinna mikla andstöðu heima
fyrir til að koma umbótastefnu sinni
í framkvæmd. Howe sagði ennfrem-
ur að augljóst væri að Gorbatsjov
leitaði eftir betri samskiptum austurs
og vesturs og betra andrúmslofti í
alþjóðamálum almennt.
tengist umbótasinnum né harðlín-
umönnum.
„Aðferðir okkar ættu að halda
einhverjum mönnum frá götuvið-
skiptunum því þeir vita ekki nema
þeir hitti nágranna, vinnufélaga eða
systur þegar þeir leita eftir sambandi
við einhverja sem þeir halda að sé
vændiskona," sagði Hallbert en
minntist ekki á hvort sumir myndu
jafnvel hitta eiginkonu sína fyrir.
Talið er að viðskipti vændis-
kvenna í Gautaborg og manna sem
flestir eru giftir í góðum stöðum séu
blómleg og um sextíu milljónir
sænskra króna eða um fjögur hundr-
uð milljónir íslenskra króna skipti
um hendur í þessari atvinnugrein.
Barátta kvennanna í Gautaborg
er hluti af tveggja ára herferð
sænskra stjórnvalda til að koma í
veg fyrir að sjúkdómurinn eyðni
berist milli almennings og vændis-
kvenna.
Reuter/hb
hb/APN/Reuter
Þingi kínverska kommúnistaflokksins lauk í Pekíng
um helgina:
Yngt upp
í innviðum
Deng Xiaoping leiðtogi Kinverja: Hleypti yngrí mönnum að í valdastöður.
Reuter/hb
Svíþjóð:
Stjórnmálakonur
í stutt pils til
að vara við eyðni