Tíminn - 07.11.1987, Qupperneq 3
Laugardagur 7. nóvember 1987
Tíminn 3
Gamla fjölskylduhugtakiö - hjón og börn þeirra - aö deyja út?
Um 80% frumburða
áttu ógifta móður
Heimsmeistaraeinvígíð:
Jafntefli
Tíundu skák heimsmeistaraein-
vígisins lauk meö jafntefli í Sevilla í
gærkvöldi. Garry Kasparov og Ana-
toly Karpov eru því jafnir sem fyrr,
nú með 5 vinninga hvor. Þeir hafa
báðir unnið tvær skákir og gert 6
jafntefli. Meistararnir sömdu um
jafntefli að loknum 20 leikjum í
gærkvöldi. -HÁ
Hreiðurfær
greiðslu-
Bæjarfógetaembættið í Hafn-
arfirði hefur veitt Hreiðri hf,
eiganda fuglasláturhúss ísfugls
greiðslustöðvun í fjóra mánuði,
frá og með 4. nóvember.
Á meðan á greiðslustöðvun
stendur, er meiningin að endur-
skipuleggja rekstur félagsins og
auka hlutafé þess og breyta
skammtfmaskuldum í langtíma-
skuldir eða hlutafé.
Af alls 1.455 frumburðum sem
litu dagsins ljós árið 1986 voru það
aðeins 310 sem áttu foreldra í
hjónabandi, eða aðeins um fimmta
hvert barn, en 1.145 sem áttu ógifta
foreldra. Af alls 3.908 börnum sem
fæddust á síðasta ári var innan við
helmingur sem átti foreldra í
hjónabandi, samkvæmt skýrslum
Hagstofunnar. Hlutfall ógiftra for-
eldra hefur farið hraðvaxandi síð-
ustu áratugi, þannig að með sömu
þróun sýnist stefna í það að gamla
fjölskyldugerðin, hjón og börn
þeirra fari að verða sjaldgæf áður
en langt um líður.
Á hinn bóginn varð nánast
stökkbreyting á milli áranna 1985
og 1986 hvað varðar fjölskylduað-
stæður þeirra ógiftu kvenna sem
voru að eignast sitt fyrsta barn.
Árið 1985 var nærri helmingur
þeirra (501) einar á báti, en ári síð-
ar lækkar hlutfall einstæðra mæðra
(274) niður í tæpan fjórðung.
Einhverjum kynni að detta í hug
að að fóstureyðingar ættu þarna
hlut að máli, en svo virðist þó ekki
vera. í fyrsta lagi voru frumburðir
bæði giftra og ógiftra kvenna held-
ur fleiri í fyrra en árið áður. Og í
öðru lagi fækkaði þá fóstureyðing-
um annað árið í röð - voru 683 og
hafa ekki verið færri síðan árið
1982.
Frumburðir fæddir á síðasta ári
voru nær jafn margir og að meðal-
tali á árunum 1966-1970. Breyting-
ar á fjölskyldustöðu foreldra þeirra
eru hins vegar mjög verulegar. Á
seinni helmingi 7. áratugarins má
segja að reglan hafi verið að annað-
hvort voru mæðurnar giftar (37%)
eða einstæðar mæður, en í þeirri
stöðu voru þá 44% þeirra kvenna
sem áttu sín fyrstu börn. Aðeins
tæplega 19% frumburða áttu for-
eldra í óvígðri sambúð. Á síðasta
ári var það hins vegar orðið lang
algengasta formið, eða 60%, að-
eins um 21% foreldranna var í
hjónabandi og tæplega 19% frum-
burðanna voru börn einstæðra
mæðra. Sem áður greinir varð þó
lang stærsta breytingin í þessa átt á
síðasta einu ári.
En það er ekki bara hjúskapar-
staða foreldra frumburðanna sem
hefur stórlega breyst. Á síðari
hluta 7. áratugarins áttu yfir 70%
allra fæddra barna foreldra í hjóna-
bandi. Það hlutfall lækkaði í 55%
að meðaltali á árunum 1981-1985
og niður í 49% í fyrra. Hlutfall
óvígðrar sambúðar hækkaði aftur á
rnóti úr 12% á fyrsta tímabilinu, í
29% að meðaltali framan af þess-
um áratugog upp í 42% í fyrra. Um
18% af öllum börnum áttu ein-
stæða móður síðari hluta 7. ára-
tugarins og raunar fór það hlutfall
upp í 21% að meðaltali á árunum
1971-75, lækkaði síðan í um 16%
framan af þessum áratug og datt
svo niður í 9% á síðasta ári.
Rúmlega 400 færri börn fæddust
í fy'rra en að meðaaltali á árunum
1966-70. Hlutfall fæðinga í fyrra
var um 70 börn á hverjar 1.000 kon-
ur á aldrinum 15-44 ára, en það
hlutfall var 108 börn á fyrrnefnda
tímabilinu og 130 börn að meðal-
tali á árunum 1961-65, en á þeim
árum kom „pillan“ til sögunnar.
Fólksfjölgunarhlutfallið hefur ver-
ið undir núllinu siðustu 2 árin, sem
þýðir að íslendingum fer að fækka
áður en langt um líður ef svo heldur
áfram.
Eins og af áðurgreindu má ráða
hefur hjónabandið farið mjög hall-
oka á undanförnum áruni, án þcss
þó að fólk virðist hafa minni áhuga
á að búa saman, nema að síður sé.
Franian af 8. áratugnum voru
hjónavígslur að meðaltali 1.730 á
ári, en hefur síðan stöðugt farið
fækkandi, niður í 1.230 í fyrra. Þar
af fækkaði konum sem voru að gift-
ast í fyrsta sinn úr 1.530 niður í
1.030 í fyrra. Á sama tíma hefurár-
legum lögskilnuðum fjölgað úr 344
upp í 543, en fækkaði að vísu aftur í
fyrra niður í 498, eða nær sömu tölu
og árið 1983. -HEI
Landsfundur Alþýðubandalags vill áfram einn varaformann:
Voru hugsandi yfir
öllum gulu miðunum
Landsfundur í fullum gangi. Össur Skarphéðinsson ræðir við Svavar Gestsson
undir Ijögur augu. Tímamynd: Pjctur
brauðsgerðarinnar'í gær. Enda ekki
seinna vænna fyrir menn að gera upp
hug sinn varðandi formannskjör.
Frambjóðendurnir Ólafur Ragnar
og Sigríður sögðust bæði vera von-
góð um úrslit kosninganna. Ólafur
Ragnar sagði að línur væru verulega
teknar að skýrast en vildi ekki tjá sig
um það hvort hann teldi sig hafa
unna biðstöðu. „Það verður bara að
koma í Ijós,“ sagði hann. Sigríður
sagði það ljóst að kosningin yrði
mjög tvísýn og engan veginn væri
hægt fyrirfram að spá í spilin.
Viðmælendum Tímans úr hópi
landsfundarfulltrúa bar öllum saman
um aðekki mætti milli sjáhvor hefði
betur í formannskjörinu. „Jafntefli
eins og er,“ varð einum að orði en
annar taldi að línur skýrðust ekki
fyrr en með kvöldinu eða í fyrramál-
ið.
Varaformannskjör
Jafn mikilóvissaríkirmeð kjörva-
raformannsins. Mönnum ber þó
saman um að líklegustu kandidat-
arnir séu nú sem fyrr þau Helgi Selj-
an og Svanfríður Jónasdóttir. Þröst-
ur Ólafsson hefur og verið nefndur í
þessu sambandi, en mönnum þykir
hann nú heldur ólíklegur kandidat.
En eitt er víst í þessari flóknu sáp-
uóperu; kosinn verður nýr formaður
Alþýðubandalagsins kl. 10 f.h. í dag
og síðan kl. 14 munu landsfundarf-
ulltrúar kjósa nýja stjórn og fram-
kvæmdastjórn flokksins. Þangað til
er mönnum ráðlagt að halda ró sinni.
óþh
Sveinn Einarsson formaður skólanefndar Leiklistarskólans tekur á móti
gjöfinni til skólans úr hendi Dóru Guðbjartsdóttur. Tímamynd: Pjetur
Leiklistarskólinn:
Gjöf I minn-
ingu Guðbjarts
Leiklistarskólanum var í gær færð
að gjöf peningaupphæð. Gjöfin er
gefin í minningu Guðbjarts Ólafs-
sonar. Guðbjartur hefði orðið fer-
tugur í gær, en hann dó ungur að
árum, aðeins 19 ára gamall. Hann
hafði þá ákveðið að hefja nám í
Leiklistarskólanum og var búinn að
undirbúa nám sitt þar með því að
sækja leiklistarskóla Ævars Kvaran.
Guðbjartur var sonur hjónanna
Dóru Guðbjartsdóttur og Ólafs heit-
ins Jóhannessonar fyrrverandi for-
sætisráðherra.
Það voru móðir Guðbjarts, Dóra
Guðbjartsdóttir og systur hans,
Kristrún og Dóra Ólafsdætur sem
gáfu skólanum þessa gjöf, sem notuð
verður til kaupa á upptökutækjum
fyrir myndbönd.
Þess má geta að árið 1967 kom út
ljóðabók með ljóðum eftir
Guðbjart. Bókin heitir Vor, en það
var Andrés Kristjánsson sem safnaði
ljóðunum saman til útgáfu.
ABS
Allaballið hélt áfram á landsfund-
inum í gær. Framan af degi ræddu
menn lagabreytingar fram og aftur
en síðan var liði deilt í 11 starfshópa,
hvar fjallað var um stjórnmálaálykt-
un flokksins og hin ýmsu þjóðmál.
Kosningu um lagabreytingar var
beðið með hvað mestri eftirvæntingu
og ekki síst örlögum þeirrar laga-
breytingar sem kvað á um gjörbylt-
ingu á fyrirkomulagi flokksforystu.
Sú tillaga gerði m.a. ráð fyrirfjölgun
varaformanna flokksins úr 1 og upp í
2 eða 3.
Fundurinn samþykkti að vísa öll-
um lagabreytingum til sérstakrar
laganefndar sem ætlað er að skila
áliti sínu eða tillögum til næsta lands-
fundar. Þar með er Ijóst að eftir há-
degi í dag kjósa alþýðubandalags-
menn einn varaformann sem fyrr og
sú skipan mála verður fram að næsta
landsfundi, eftir tvö ár.
Það vakti nokkra athygli hve
mjótt varð á munum í atkvæða-
greiðslu um þá tillögu að eftirláta
laganefnd umfjöllun um breytt fyrir-
komulag á forystu flokksins, þ.m.t.
fjölgun varaformanna. Samþykkir
voru 120 en 96 voru á móti.
Gulu miðarnir
Það ætlaði ekki að ganga and-
skotalaust að greiða atkvæði um áð-
urnefndar lagabreytingartiliögur. í
rúman klukkutíma mátti gefa að líta
langa biðröð alþýðubandalags-
manna um salarkynni Rúgbrauðs-
gerðarinnar. Þeir biðu ekki eftir
brauðum eins og tíðkast sumstaðar
fyrir austan. Nei, beðið var eftir litl-
um saklausum bréfsneplum sem
mönnum var síðan gert að bregða á
loft í atkvæðagreiðslu. Með þessu
var verið að fyrirbyggja að óbreyttir
sakleysingjar af götunni gætu með
sínu atkvæði gripið inn í dramatíska
atburðarrás í flokknum.
Plottað í hverju horni
Mikið leynimakk og nef í nef viðræð-
ur voru í öllum skúmaskotum Rúg-
Þrasakista í Skógafossi
Það þurfti ekki mikið brageyra
til að sjá að vísukornið um Þrasa-
kistu í Skógafossi sem birtist í
Tímanum í gær var ekki alveg eins
og það átti að vera. í stað orðsins
„nóga“ slæddist orðið „góða“. Vís-
an er rétt á þessa leið:
Prasakista auðug er
undir fossi Skóga
hver sem þangað fyrstur fer
finnur auðlegð nóga.
Svo er nú það og biður blaða-
maður velvirðingar á þessum mis-
tökum sem slæddust inn í textann.
-HM