Tíminn - 07.11.1987, Qupperneq 15

Tíminn - 07.11.1987, Qupperneq 15
Laugardagur 7. nóvember 1987 Tíminn 15 Ingólfur Davíösson: Hver var hinn ósýnilegi? Bergþóra Pálsdóttir (sitjandi) og yngsta dóttir hennar María stendur hjá Á síðari hluta 19. aldar var fjórbýli á Hólum í Eyjafirði. Á höfuðbýlinu var skáli mikill úr torfi og grjóti, seni stendur enn. Þar voru haldnar samkomur og var skálinn þá tjaldaður innan. Merki- legar útskornar fjalir voru þar lengi. Á einu býlinu Hólakoti bjuggu lengi Jón Ólafsson frá Syðstu-Grund í Blönduhlíð og Bergþóra Pálsdótáir frá Leyningi í Eyjafirði. Þá var skógur meiri í Leyningshólum en nú og náði alveg að vatninu. Ríðandi menn gátu teygt svipuskaftið upp í trjálimið, að sögn Bergþóru. Hún var fíngerð kona, dökkhærð og móeygð. „Það er prýði að Bergþóru í Hólakoti hvar sem er“ var haft eftir presti sóknarinnar. Bergþóra var nærfærin og var stundum sótt til sængurkvenna, þó ólærð væri. Eitt sinn var hún á heimleið á köldu vetrarkvöldi. Snjór lá á jörð og tungl óð í skýjum. Skyndilega heyrist henni einhver koma á eftir sér, lítur við en sér engan. Það marraði í snjón- um og stundum dró fyrir tunglið. Nú heyrir hún greinilega fótatak á eftir sér, en engan var að sjá fremur en áður. Bergþóra herðir nú gönguna, en það gerir sá ósýni- legi einnig. Loks verður hún hrædd og fer að hlaupa, hrindir opinni bæjardyrahurðinni og snarast laf- móð inn. Þá er dauðaþögn, komið framyfir dagsetur. Bergþóra kastar mæðinni, róast og fer að leysa af sér skóna, íslenska leðurskó. Sér hún þá að stór skóbót hefur losnað og slegist til þegar hún gekk. Hafa skellirnir aukist þegar hún fór að hlaupa. Skyldi ekki rótin að sumum draugasögum vera svipuð þessari? Á myndinni situr Bergþóra Páls- dóttir, en yngsta dóttir hennar María Jónsdóttir stendur hjá. Myndin mun tekin um 1890. Hrærekur konungur á Kálfskinni Ólafur dýri, síðar kallaður helgi, Noregskonungur, átti í ófriði við bandalag smákonunga og náði þeim á sitt vald með brögðum. Foringi smákónganna Hrærekur af Heiðmörk var frændi Ólafs. Lét konungur blinda Hrærek og hafði hann í haldi við hirð sína. Þótti þó ekki öruggt að hafa hann í nábýli til lengdar, og sendi hann til íslands til varðveislu hjá höfðingjum. Var Hrærekur með Þorgilsi Árasyni á Reykhólum einn vetur og annan með Guðmundi ríka á Möðruvöll- um. En Hræreki leiddist hjá höfð- ingjunum og fékk Guðmundur honum þá vist á litlum bæ, erheitir á Kálfskinni (á Árskógsströnd), og var þar fátt hjóna. Þar var Hrærek- ur hinn þriðja vetur, og sagði hann svo, að síðan er hann lét af konung- dómi, að hann hefði þar verið svo, að honum hefði best þótt, því að þar var hann af öllum mest metinn. Eftir um sumarið fékk Hrærekur sótt þá er hann leiddi til bana. Svo er sagt, að sá einn konungur hvílir á íslandi. Enn er til örnefnið Hræ- rekshaugur í Kálfskinni. Mörgum þykir Kálfskinn ein- kennilegt bæjarnafn og hefur verið leitað ýmissa skýringa. Kálfskinn er til sem bæjarnafn í Noregi á fleirum en einum stað. Knut Hams- un nefnir bæi „pá Kalvskinet“. Kálfskinn var fyrrum dýrmæt vara við handritagerð, en varla er bæj ar- nafnið af því dregið. Margur gam- all maður hefur gengiðá kálfskinn- skóm á æskuárum sínum. Skýring nafnsins mun liggja á gjaldeyris- og verðlagssviðinu, samkvæmt norsk- um heimildum og sænskum. Jarðir eða jarðapartar voru stundum metnir á ákveðinn fjölda kálf- skinna. Var t.d. sagt: Hann á þrjú kálfskinn í jörðinni. Hvað skyldi litla býlið forna Kálfskinn hafa verið metið á mörg kálfskinn, þegar Hrærekur dvaldi þar á söguöld? Kannski hefur bóndinn keypt jarðnæðið, metið á fáein kálfskinn! Seinna varð Kálfskinn stór jörð og skipt í tvennt Syðra- og Ytra- Kálfskinn og loks einnig Hátún. Nú er vel byggt á öllum Kálfskinns- bæjunum og búið að rækta mikið. Bæirnir standa á tungu fram úr Kötlufjalli en lágt, flatt mýrlendi fyrir neðan brekkumar. Jósep í Hillnakoti var dugnaðar sjómaður og kona hans Helga hetjukvenmaður. Einu sinni, í heldur slæmu veðurútliti, vildi Helga senda tvö börn niður í Rauðuvík, einhverra erinda. En Jósep bannaði, og sagði Helga svo frá: „Hann Jósep minn stóð með augun í bakkanum og sagði si svona: Dreptu ekki börnin kona, farðu heldur sjálf. “ Jósepi hefur ekki litist á hríðarbakkann í norðr- inu. Eftir lát Jóseps, bjó Helga með börnum sínum í Hillnakoti og loks mörg ár ein. Hún var gestrisin og ' vildi öllum gott gera - og gerði sér engan mannamun. Þá oft kölluð Helga í Hillnakofa. Gerði Sigur- steinn Magnússon kennari fagurt Ijóð um hana. Vegurinn lá um bæ hennar og kom margt gesta, eink- um ferðamanna á vetrum. Hillna- kot var helsti viðkomustaður milli Fagraskógar og Kálfskinns og oft erfið, snjóþung leið á milli og hríðarbyljir tíðir. Og ekki brást að Helga hafði kaffi á könnunni. Einu sinni las gestur einn dæmi- sögur upphátt meðan sumir sátu við spil. Hafði gesturinn jafnt hug á lestrinum og spilamennskunni, og varð að orði að sögn gárunganna „Jesús sagði við sína lærisveina - Sláðu út spaða Gústa! Ég sá Helgu fyrst er foreldrar mínir fluttu búferlum frá Reistará út í Hámundarstaði vorið 1909. Mynd mun ekki til af Helgu. Helga í Hillnakoti (Brot úr kvæði Sigursteins Magnússonar 1952) Sæi hún fara þargesti við garð, gekk hún í veg fyrir alla, kvaddi með hlýju og brosandi bauð í bæinn sem þá var að falla. Þá gekk hún um beina með gleði, er skein sem geisli á hrukkóttu enni. Að njóta með öðrum og veita þeim vel það var ekki uppgerð hjá henni. í sárustu fátækt þá braut hún sitt brauð og bar fyrir svanga og kalda. En laun hennar voru að geta sinn gest glaðari burtu séð halda. Og værí á kuldi og votviðratfð að vosklæðum byrjaði að gæta, og kæmi þar einhver með skrámaða skó, skyldi þá laga og bæta. Þá lagði hún með varúð á vélina sokk, og vettling fékk margur að láni. Hún hlúði að öllum - já, hvort sem það var hreppstjórinn eða hann Stjáni. Og blessunarorða í barnslegri trú hún bað sínum hverfandi gesti. Eg veit ekki nokkum, er gangandi gaf göfugra veganesti. En hljótt er nú orðið um Hillnakot, og Helga er löngu dáin. I veggjum, er áður veittu þar skjól vaxa nú kuldastráin. Steinamir veðrast i mjúka mold, og mennimir njóta og gleyma, en hlýlegar munu þó minningar enn margar um kotið sveima. Frá Tækniskóla íslands Um nám sem hefst í janúar 1988. Rekstrardeild: a) S1, fyrsta önn af níu á námsbraut í iðnaðar- tæknifræði; þriðju önn (S3) lýkur með náms- stiginu iðnrekstrarfræðingur. í S1 er fullskip- að. b) S3S, ein viðbótarönn fyrir iðnfræðinga, útvegs- tækna o.fl. til lokaprófs í iðnrekstrarfræði. c) S4, fjórða önn af níu s.br. a). Þessi nýjung er auglýst með fyrirvara um heimild í næstu fjárlögum. d) í samvinnu við rafmagnsdeild og í samráði við Rafmagnseftirlit ríkisins er áætlað kvöldnám sem dreift verður á tvær annir til löggildingar fyrir rafverktaka. Á haustönn 1988 er áætlað að bjóða þessa menntun í dagskóla og Ijúka henni á einni önn. í frumgreinadeild er hægt að hefja nám eða koma inn á síðari stig á fjögurra anna námsbraut til raungreinadeildarprófs. Fullnægjandi umsóknir þurfa að berast skrifstofu skólans (s. 91-84933) að Höfðabakka 9, 112 Reykjavík, fyrir 23. nóv. n.k. Nemendur komi til viðtals 6. jan. en reglubundin kennsla hefst fimmtudag 7. jan. 1988. Rektor. Atvinnuauglýsing Þrjár stöður á Veðurstofu íslands eru lausar til umsóknar. 1. Staða deildarstjóra við snjóflóðavarnir. Umsækjandi þarf að hafa „Master" próf í veðurfræði eða jarðeðlisfræði eða samsvar- andi menntun. 2. Staða fulltrúa á skrifstofu Veðurstofunnar. Umsækjandi þarf að hafa góða íslenskukunn- áttu og æfingu í vélritun. Kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli æskileg. 3. Staða rannsóknarmanns hjá Veðurstofunni á Keflavíkurflugvelli. Umsækjandi þarf að hafa lokið samræmdu prófi eða samsvarandi menntun. Búseta í Keflavík eða Njarðvíkum áskilin. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist samgönguráðuneytinu fyrir 20. nóvember 1987. Veðurstofa íslands. Samkeppni um gerð umhverfis-listaverks á torgi við Borgarleikhús Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar minnir á að skila ber tillögum í samkeppninni til trúnaðar- manns dómnefndar, Ólafs Jenssonar, Bygginga- þjónustunni, Hallveigarstíg 1, í síðasta lagi mánudaginn 16. nóv. n.k. kl. 18.00. Allar nánari upplýsingar veitir trúnaðarmaður í síma 29266. Kópavogur Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Reykjanessvæði leitar eftir hentugu húsnæði fyrir sambýli í Kópavogi. Tilboð óskast send eignadeild fjármálaráðuneytis- ins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 18. nóvember 1987.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.