Tíminn - 07.11.1987, Blaðsíða 20
20 Tíminn
32. kjördæmisþing framsóknar-
félaganna í Norðurlandskjördæmi
eystra
veröur haldið í Hrafnagilsskóla Eyjafirði dagana 13. og 14. nóv. n.k.
og hefst kl. 20.30 á föstudagskvöld. Sérmál þingsins verða heilbrigð-
ismál.
Erindi flytja:
Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráðherra.
Sigurður Halldórsson, héraðslaeknir Kópaskeri.
Margrét Tómasdóttir, brautarstjóri við Háskólann á Akureyri.
Regína Sigurðardóttir, fulltrúi sjúkrahúss Húsavíkur.
Halldór Halldórsson, yfirlæknir Kristnesspítala.
Gestir þingsins:
Steingrímur Hermannsson, Sigurður Geirdal, Unnur Stefánsdóttir,
Gissur Pétursson.
Þinginu lýkur á laugardagskvöld með sameiginlegum kvöldverði og
dansleik á Hótel KEA.
Formenn eru hvattir til að tilkynna þátttöku til skrifstofu KFNE, sími
21180.
Þingið er oþið öllu framsóknarfólki.
Stjórn KFNE.
LFK viðtalstímar
Inga Þyrí Kjartansdóttir verður til viðtals, þriðjudaginn 10. nóvember
kl. 10-12 að Nóatúni 21.
Framkvæmdastjórn LFK
Miðstjórnarfundur SUF
Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna verður hald-
inn í Reykjavík laugardaginn 28. nóv. n.k.
Dagskrá nánar auglýst síðar.
Stjórnin.
Umhverfismál
Samband ungra framsóknarmanna boðar til umræðufundar um
umhverfismál, í Nóatúni 21 miðvikudaginn 11. nóv. 1987 kl. 20.00.
Framsögumaður verður Hermann Sveinbjörnsson aðstoðarmaður
sjávarútvegsráðherra.
Stjórnin.
Framsóknarfólk Sauðárkróki
Aðalfundur Framsóknarfélags Sauðárkróks verður haldinn að Suður-
götu 3, miðvikudaginn 11. nóv. kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
Auglýsing
frá landbúnaðarráðuneytinu
um innflutning jólatrjáa
Að gefnu tilefni vekur ráðuneytið athygli á því, að
samkvæmt 42. grein laga nr. 46/1985 er innflutn-
ingur jólatrjáa óheimill, nema með leyfi landbúnað-
arráðuneytisins.
Landbúnaðarráðuneytið,
5. nóvember 1987
A Bílbeltin Jf* hafa bjargað i)ðrnow>
lllllllllllllllllllllllillll DAGBÓK lllllllllllllllll
Neskirkja •
Félagsstarf aldraðra
Samverustund í dag, laugardag kl.
15:00. Bingó verður spilað.
Keflavíkurkirkja
Kristniboðsdagurinn. Sunnudagaskóli
kl. 11:00 . Munið skólabílinn. Guðsþjón-
usta kl. 14:00. Skúli Svavarsson kristni-
boði predikar. Tekið á móti framlögum
til kristniboðs. Sóknarprestur
Rangæingafélagið Reykjavík
Félagið heldur sitt árlega kaffisamsæti
fyrir eldri Rangæinga og aðra gesti í
safnaðarheimili Bústaðakirkju sunnudag-
inn 8. nóv. og hefst það eftir guðsþjónustu
í kirkjunni sem hefst kl. 14:00:
Félagsmenn eru beðnir að gefa kökur.
Félagsvist
Breiðfirðingafélagsins
Breiðfirðingafélagið verður með fé-
lagsvist í Sóknarsalnum, Skipholti 50 A
sunnudaginn 8. nóv. kl. 14:30.
Óháði söfnuðurinn
Samkoma verur í kirkju Óháða safnað-
arinskl. 15.00, sunnudag.
Dagskrá: Tónlist úr Vesturbænum. Séra
Gunnar Björnsson leikur á selló og Agnes
Löve á píanó. Ágústa Ágústdóttir sópran-
söngkona syngur.
Ingimar Sigurðsson járniðnaðarmaður
flytur hugleiðingu dagsins.
Ljóðaupplestur. Guðrún Þ. Sthepens-
cn leikkona les úr Ijóðuni Stefáns frá
Hvítadal.
Útleggingorðsins: HelgiS. Guðmunds-
son, fulltrúi.
Eftir samkomuna verður kaffisala í
safnaðarheimilinu Kirkjubæ.
Safnaðarstjórnin.
Kvenfélags Kópavogs
Fjáröflunardagurinn er á sunnudag kl.
15:00 í Félagsheimili Kópavogs. Selt
verður prjónles, kökur, happdrætti og
kaffi með rjómavöfflum. Allirvelkomnir.
Nefndin
Kvikmyndir i MÍR
Kvikmyndasýningar eru á hverjum
sunnudegi kl. 16:00 í bíósal MÍR, Vatns-
stíg 10. Sýndar eru þessa sunnudaga
sovéskar frétta- og fræðslumyndir. Að-
gangur er ókeypis og öllum heimill.
Safnaðarfélag
Ásprestakalls
Heldur flóamarkaö laugardaginn 7.
nóv. í félagsheimilinu viö Vesturbrún kl.
1 eftir hádegi. Margt góðra muna. Komiö
og gcrið góö kaup.
Árshátið Svarfdælinga
Samtök Svarfdælinga í Reykjavík og
nágrenni halda árshátíð sína í Félags-
heimilinu á Seltjarnarnesi laugardaginn
14. nóvember. Hátíðin hefst með ford-
rykkkl. 19:00ogborðhald hefstkl. 19:30.
Góð skemmtiatriði. Veislustjóri er Gunn-
laugur Snævarr.
Miðapantanir hjá Sólveigu Jónsdóttur
í síma 91-11005 laugardag 7. nóv. og
sunnud. 8. nóv. kl. 16:00-18:00.
Aðalfundur Norræna
félagsins í Garðabæ
veröur haldinn 10. nóv. n.k. kl. 20.30 í
Garöaskóla - kennarastofu - gengið inn
hjá Bókasafni að sunnanverðu.
Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf.
Kaffiveitingar.
Komið og kynnist betur félaginu og
þiggið með okkur kaffisopa og meðlæti.
Norræna félagið í Garðabæ hefur gefið
út nýtt jólakort. Myndina, sem er af
Garðakirkju, teiknaði Birgir Schiöth.
Neskirkja • Fræðslufundur
Fræðslufundur verður í safnaðarheimili
kirkjunnará morgun, sunnudagkl. 15:15.
Dr. Sigurður Örn Steingrímsson fjallar
um nokkra valda texta úr Gamla testa-
mcntinu. Umræður að erindi loknu.
Afmæliskaffi FUJ
Félag ungra jafnaðarmanna, FUJ í
Reykjavík, er 60 ára sunnudaginn 8. nóv.
Af því tilefni verður haldið sérstakt
afmæliskaffi í Hótel Holiday-Inn, sem
hefst kl. 15:00 á sunnudag.
FUJ í Reykjavík er elsta starfandi
stjórnmálahreyfing ungs fólks hér á landi.
Allir félagar, núverandi og fyrrverandi,
eru hvattir til að mæta í Holiday-Inn á
sunnudaginn. Stutt ávörp vcrða flutt og
boðið upp á skemmtidagskrá. Heiðursfé-
lagar verða útncfndir.Afmælisnefnd FUJ
Kvenfélag
Bústaðasóknar
Heldur fund í safnaðarheimili kirkjunnar
mánudagskvöld kl. 20:30. Snyrtifræðing-
ur kemur í heimsókn.
Tónleikar í
Saurbæjarkirkju
Kulbeinn Bjarnason flautuleikari og
Páll Eyjólfsson gítarleikari halda tónleika
í Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd á
morgun, sunnudaginn 8. nóv. Á efnisskrá
þeirra félaga eru ýmis verk frá síðustu 400
árum. Af höfundum má nefna Hándel,
Karlheinz Stockhausen og Atla Heimi
Sveinsson.
Þessir tónleikar eru þeir fýrstu af
fjórum, sem þeir Páll og Kolbeinn munu
efna til á vestanverðu landinu í nóvem-
ber.
Laugardagur 7. nóvember 1987
Sýning í Teppabúðinni,
Suðurlandsbraut 26
Astrid Ellingsen prjónahönnuður og
Bjarni Jónsson listmálari hafa opnað
stóra sýningu í húsakynnum Teppabúðar-
innar að Suðurlandsbraut 26 í Reykjavík.
Astrid sýnir handprjónaða módelkjóla úr
íslensku einbandi og peysur úr bómullar-
garni. f áratugi hannaði hún prjónavörur
fyrir Álafoss og prjónauppskriftir hennar
hafa komið í norsku kvennablöðunum
Alles og KK ásamt mörgum íslenskum
tímaritum.
Bjarni sýnir olíumálverk og vatnslita-
myndir. Efni margra myndanna er sótt f
sjósókn forfeðranna, aðra þætti þjóðhátta
og náttúru landsins. Hann hefur haldið
margar sýningar hér á landi og tekið þátt
í samsýningum erlendis. Árum saman
teiknaði hann í námsbækur, gerði bóka-
kápur, jólakort, teiknaði í Spegilinn o.fl.
I 26 ár vann hann að teikningum í hið
stóra ritverk Lúðvíks Kristjánssonar um
íslenska sjávarhætti. Hann teiknaði í
orðabók Menningarsjóðs, og einnig skýr-
ingarmyndir fyrir fræðslunámskeið fisk-
iðnaðarins o.fl.
Sýningin stendur til 8. nóv. og er opin
alla daga til kl. 22:00. Á sunnudag kl.
14:00-22:00.
Kvennadeild Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra
Basar og kaffisala
Basar og kaffisala Kvennadeildar
Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra verður
sunnudaginn 8. nóvember nk. og hefst kl.
14. Basarinn og kaffisalan verða að
Háaleitisbraut 11-13 en ekki Skipholti
50A eins og áður hafði verið ákveðið.
Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og
fatlaðra hefur frá upphafi unnið að fjár-
öflun til styrktar sumardvalarheimili fatl-
aðra barna í Reykjadal í Mosfellsbæ.
Basar Húsmæðra-
félags Reykjavíkur
Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur
sinn árlega basar á sunnud. 8. nóv. að
Hallveigarstöðum við Túngötu. Mikið
úrval af alls konar handavinnu, s.s.
sokkum, vettlingum, peysum, húfum,
jóladúkum, jólasvuntum, púðum, prjón-
uðum dýrum, ísaumuðum jóladúkum
o.fl. o.fl. og jólapokar fyrir börnin.
Allur ágóði af sölu basarmuna fer til
líknarmála.
Kökubasar
Fjórða árs nemar Kvennaskólans í
Reykjavík halda kökubasar í Blómavali
Sigtúni sunnudaginn 8. nóvember kl.
14.00, til söfnunar á námsferð til Grikk-
lands vorið 1988.
Frumsýning Alþýðuleikhússins
í Hlaðvarpanum
Alþýðuleikhúsið frumsýnir tvo einþátt-
unga eftir Harold Pinter, Einskonar Al-
aska og Kveðjuskál, í Hlaðvarpanum í
dag, laugard. 7. nóv kl. 16:00. Uppselt.
Með hlutverk fara: Arnar Jónsson,
Margrét Ákadóttir, María Sigurðardótl-
ir, Þór Tuliníus og Þröstur Guðbjartsson.
Leikstjóri er Inga Bjarnason.
Sýningar verða 10 talsins og síðasta
sýning þann 29. nóv. nk.
Sýningar á Eru tígrisdýr í Kongó?
verða í veitingahúsinu ( Kvosinni laugar-
dag og sunnudag kl. 13:00. Innifalið í
verði er léttur hádegisverður og kaffi.
Gallerí Svart á hvítu:
Sýning Margrétar
Ámadóttur Auðuns
í dag, laugard. 7. nóv. kl. 14:00 verður
opnuð sýning á verkum Margrétar Árn-
adóttur Áuðuns í Gallerí Svart á hvítu við
Óðinstorg.
Margrét er fædd í Reykjavík 1952.
Hún stundaði nám við Myndlista- og
handíðaskóla íslands 1970-'74 og við
Ecolc des Beaux Arts í Toulouse og París
1974-’79.
Margrét hefur tekið þátt í nokkrum
samsýningum hér heima og erlendis.
Þetta er fyrsta einkasýning hennar í
Reykjavík, en áður hefur hún haldið
einkasýningu í Slunkaríki á Isafirði.
Myndirnar eru unnar í olíu og acryi á
striga. Gallerí Svart á hvítu er opið alla
daga nema mánudaga kl. 14:00-18:00.
Síðasti sýningardagur er 22. nóvember.
Bjöm Birnir sýnir
á Kjarvalsstóðum
í dag, laugard. 7. nóvember opnar
Björn Birnir málverkasýningu á Kjarvals-
stöðum. Björn er fæddur 1932. Hann
lauk kennaraprófi frá MHl 1952. Björn
hefur haldið einkaksýningar áður hér á
landi, m.a. á Kjarvalsstöðum 1980. Hann
hefur cinnig sýnt erlendis. Sýningunni
lýkur 22. nóvember.
Nýr meðlimur
í Gallerí Grjót
Páll Guðmundsson frá Húsafelli hefur
bæst í hóp listamanna í Gallerí Grjóti og
sýnir hann þar höggmyndir sínar. Páll er
fæddur 1959. Hann stundaði nám í Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands á árunum
1977-1981 og lauk þaðan prófi úr málara-
deild. Árið 1985- 86 dvaldi Páll í Þýska-
landi og lagði stund á höggmyndalist við
Listaháskólann í Köln. Aðalkennari Páls
þar var prófessor Karl Burzeff.
Páll hefur haldið 10 einkasýningar á
höggmyndum og málverkum, þar af 8 á
Islandi og 2 í Þýskalandi. Listasafn ís-
lands og Listasafnið í Borgarnesi eiga
verk eftir hann auk fleiri opinberra stofn-
ana. Heimili Páls er á Húsafelli og sækir
hann efniviðinn í verk sín, rautt og blátt
grjót, í gil ofan við bæinn.
Nú er samsýning í „Grjótinu" með Pál
í forgrunni. Órn Þorsteinsson teflir þar
fram nýjum höggmyndum ásamt cldri
verkum úrgrágrýti ogáli. Ófeigur Björns-
son sýnir nýja veggmynd úr brenndu
jámi, Ragnheiður Jónsdóttir grafíkverk,
en Jónína Guðnadóttir og Magnús Tóm-
asson gefa sýningunni lit, og sýnir Magnús
ný olíumálverk.
Tónlistarhátíð
i Háskólabíói
í dag, laugard. 7. nóv. kl. 14:00 verða
tónleikar í Háskólabíói. Þar koma fram
erlendir kórar, tveir norskir kórar og einn
danskur, og svo Álafosskórinn, stjórn-
andi Páll Helgason, Lúðrasveitverkalýðs-
ins, stjórnandi Ellert Karlsson, RARIK-
kórinn, stjórnandi Violetta Smidova,
Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur,
stjórnandi Guðjón Böðvar Jónsson.
Kynnir verður Jón Múli Árnason. A<>-
gangur í Háskólabíó er ókeypis.
Leikhúsið
í kirkjunni:
Síðustu sýningar á leikritinu um
Kaj Munk í Hallgrímskirkju
Mjög góð aðsókn hefur verið að sýning-
um á leikritinu um Kaj Munk, sem sýnt
er í Hallgrímskirkju. En nú fersýningum
senn að fækka. Verða aðeins örfáar
sýningar í viðbót.
Næstu sýningar verða sunnud. 8. nóv.
kl. 16:00 og á mánudagskvöldið 9. nóv.
kl. 20:30. Miðasala er hjá Eymundsson
og við innganginn í kirkjunni. Einnig er
hægt að panta miða í símsvara allan
sólarhringinn í síma 14455.
Listsýning frá
Hvítarússlandi
í húsakynnum MÍR, Vatnsstíg 10,
stendur nú yfir sýning á myndlist og
listmunum frá Sovétlýðveldinu Hvítar-
ússlandi.
Sýningin að Vatnsstíg 10 er opin virka
daga kl. 17:00-18:30, en á laugardögum
ogsunnudögum kl. 14:00-18:00. Aðgang-
ur er ókeypis.
Sunnudagsferð
Útivistar 8. nóv.
Kl. 13:00 Ósmelur - Hvalfjaröareyri.
Létt ganga á strönd Hvalfjaröar. Bagga-
lútartíndir. Brottförfrá BSÍ, bensínsölu.
Sunnudagsferð
F.í. 8. nóv.
Vogar - Vogastapi - Njarðvík. Ekið
suður í Voga og gengið þaðan. Létt
gönguferð fyrir alla. Fararstjóri Hjálmar
Guðmundsson. Farið veröurfrá Umferð-
armiðstöðinni að austanverðu. Farmiðar
við bíl (600 kr.).
Ferðafélag íslands