Tíminn - 07.11.1987, Blaðsíða 23

Tíminn - 07.11.1987, Blaðsíða 23
Laugardagur 7. nóvember 1987 Tíminn 23 Hoffmenn framtíðarinnar Hoffmenn á Jake’ L*'sa heldur Hér veifar Cybill til Ijósmyndara um leið og bíllinn renndi af stað frá sjúkrahúsinu. Frá brúðkaupinu: Þau Cybill og Bruce Oppenheim giftu sig í japönskum sloppum og skáluðu í kampavíni. Cybill Shepherd (í sjónvarpsþáttunum „Hasarleikur") fæddi tvíbura .okt. fHér ‘ji « ÞautZ\T,eÍkarikenZíZrkíUf^ybUl egar Cybill Shepherd og Bruce Oppenheim, kírópraktor eða hnykklæknir, gengu í hjónaband s.l. vor lýstu þau því yfir að þau ættu von á barni. Og til að staðfesta fréttina þá voru tveir litlir barnavagnar sem skreyting á brúðkaupsborðinu, - ég geng nefnilega með tvíbura ! sagði Cybill hin ánægðasta. Stjórnendur sjónvarpsþáttanna „Moonlighting" - eða Hasarleikur, eins og þættirnir eru kallaðir á íslensku, voru ekki sáttir við að hætta upptöku, og það var reynt að breyta söguþræðinum þannig að söguhetjan „Maddie“ - sem Cybill leikur - væri barnshafandi. En það gekk ekki vel í sumar fyrir leikkonuna að standa við sína samninga. Hún var alltaf meira og minna lasin og mest hrædd um að börnin fæddust fyrir tímann. Cybill varð að taka sér barns- burðarfrí strax í júní, en börnin fæddust ekki fyrr en í byrjun október. Það var löng og erfið fæðing þegar tvíburarnir komu í heiminn. Bruce, eiginmaður Cybill, var auð- vitað viðstaddur og hann tók upp á myndband þegar börnin fæddust. Foreldrar Cybill voru líka viðstödd fæðinguna og Clementine, 8 ára dóttir Cybill frá fyrra hjónabandi, beið spennt á sjúkrahúsinu og fékk að sjá börnin alveg nýfædd. Dóttirin fæddist fyrst. Hún var rúmar 11 merkur og pabbinn, sem er læknislærður, tók á móti henni. Sonurinn fæddist stuttu síðar og var stærri. Hann var um 14 merkur. Clementine hrópaði upp yfir sig:“Mikið á ég fallegan bróður og systur. Ó, mamma, hvað við eigum gott!“ Allir voru svo ánægðir og hlógu og grétu í einu, að sögn föðurins. Cybill fór heim á 4. degi, og þau ætluðu að reyna að snúa á blaða- mennina og ljósmyndarana sem biðu stanslaust við sjúkrahúsið. Fengin var kona sem í fljótu bragði líktist Cybill til að fara út um aðaldyrnar með sólgleraugu og tvö burðarrúm og út í bíl sem beið, - en sjálf fór Cybill og maður hennar bakdyramegin með börnin út í annan bíl. En einhverjir ljós- myndararnir voru það naskir að þeir sáu til þeirra og náðu mynd þegar þau voru að renna af stað. Cybill veifaði til þeirra brosandi út að eyrum. Cybill var orðin mjög þung á sér og leið illa mestallan meðgöngutím- ann. „Níu mánaða martröð er lokið með gleði- og hamingju- stund“, sagði hún eftir erfíða fæð- ingu tvíburanna USTIN Hoffman er aUtaf jafn strákslegur, þó hann sé kominn á sextugsaldur- inn og bráðum getur hann kallað sig sex bama föður. Synd væri að segja að Dustin líktist hinni sígildu kvikmyndahetju, hann er aðeins 168 sm hár, með allt of stórt nef, andUt eins og ógróið hraun og siginaxla eins og flaska, að eigin sögn. Hvað skyldi það svo gera til, þegar heildin er einkar aðlaðandi og hæfileikarn- ir ótvíræðir? Hann hefur gott skipulag á öllum hlutum, bæði í starfi og einkalífi, þó til skilnaðar kæmi frá dansmeynni Anne Byrne eftir langt og oftast gott hjónaband. Fyrir átti hún dótturina Karinu, sem Dustin ættleiddi seinna. Saman áttu Dustin og Anne síðan Jenny, sem nú er 17 ára. Sam- bandið við dæturnar er prýðilegt, þó Dustin hafi kvænst aftur fyrir sjö árum. Sú heitir Lisa Gott- segen og er nær 20 árum yngri en Dustin. Þau eiga von á fjórða barni sínu, en fyrir eru Rebecca, Jake og Maxwell. Lisa og Dustin eru einkar heimakær og vita vel að þau njóta lífsgæða, sem fáum auðnast. Þess vegna gefa þau hluta tekna sinna illa stöddum börnum. Dustin veit svo sem hvað það er að vera einmana og fátækur. Það var ekki fyrr en í menntaskóla, að dömurnar komu auga á þennan feimna náunga, sem enn á erfitt með að skilja, að hann eigi nóg til hnífs og skeiðar og rúmlega það. - Börnin eru framtíð okkar og það mikilvægasta í lífinu, segir hann. - Ég hlakka óskaplega til að verða faðir einu sinni enn og hefði ekkert á móti því að gera eins og Chaplin. Hann var kvænt- ur í 35 ár og eignaðist átta börn...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.