Tíminn - 11.12.1987, Síða 2

Tíminn - 11.12.1987, Síða 2
2 Tíminn Föstudagur 11. desember 1987 Framganga stjórnarfrumvarpa hangir á bláþræði og málþóf í loftinu: Eitrað andrúmsloft setur mark á þingið Mikill hamagangur er nú á Alþingi. Ríkisstjórnin leggur fram hvert stórmálið á fætur öðru og stjórnarandstaðan gagnrýnir harðlega vinnubrögðin. Morgunfundur sameinaðs þings í gær fór mestan part í umræður um þingsköp, þar sem þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýndu harkalega skipulag eða öllu heldur skipulagsleysið á störfum Alþingis. Albert Guðmundsson (B.Rv.) var hvað harðorðastur og hótaði málþófi í þinginu með því að lesa upp úr Islendingasögunum í þingsal. Þá sagði hann að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar væri falsað skjal. Að loknum fyrirspurnartíma sarg- einaðs Alþingis voru settir á skamm”- ir fundir í deildum og þeim síðan frestað til klukkan fimm til að gefa nefndum tækifæri til að koma saman. Það vakti athygli að vart var fundarfært í efri deild þar sem þing- menn stjórnarandstöðunnar mættu ekki til fundar. Albert Guðmunds- son stóð þar utan dyra og gætti þess að þingmenn Borgaraflokksins í efri deild, þeir Guðmundur Ágústsson, Óli Þ. Guðbjartsson og Júlíus Sólnes gengju ekki til fundar. Á fundi efri deildar klukkan fimm hélt sama dramað áfram. Jón Bald- vin Hannibalsson fjármálaráðherra ætlaði að mæla fyrir þremur tengd- um frumvörpum, um söluskatt, vörugjald og tolla, í einni framsögu- ræðu og gerði það reyndar. Stjórnar- andstaðan var óhress með þessa framkvæmd og vildi fjalla um hvert mál fyrir sig. Eftir að fjármálaráð- herra hafði gengið á snið við tilmæli flokksbróður síns og forseta efri deildar, Karls Steinars Guðnasonar, um að flytja framsögu fyrir hverju máli, var fundi frestað og þingflokk- sformenn og forsetar funduðu um málið. Deildarfundir voru síðan boðaðir á ný klukkan hálf níu í efri deild og klukkan níu í neðri deild og var búist við næturfundum. Engir þingfundir verða á morgun, en nefndir funda og síðdegis þiggja þingmenn heimboð forseta íslands. Fundir verða síðan um eftirmiðdag- inn á laugardag. Þá verður önnur umræða um fjárlagafrumvarpið á mánudag, en fjárveitinganefnd skil- aði breytingartillögum sínum við frumvarpið í gær. Nú eru aðeins níu virkir starfsdag- ar eftir á Alþingi þannig að afgreið- sla mála verður að vera afar vel smurð, en miðað við gagnrýni stjórn- arandstöðunnar og umfang þeirra stjórnarfrumvarpa sem afgreiða þarf þá nálgast það kraftaverk ef tekst að ljúka nauðsynlegum þingstörfum. T.d. má nefna að einungis atkvæða- greiðsla um fjárlagafrumvarpið get- ur tekið fjórar klukkustundir. Virðist nú einungis tímaspursmál hvenær þolinmæði stjórnarand- stöðunnar brestur og markviss mál- þóf hefjast og í þeim málum bendir margt til að Borgaraflokksmenn ríði á vaðið. ÞÆÓ Frímerkjaheftin nýju með land- vættunum fjórum. Landvættirnir Póst og símamálastofnunin hefur nú gefið út hefti með 12 frímerkjum af fjórum gerðum að verðgildi 13 krónur hvert, en það er almennt burðargjald innan- lands og til Norðurlanda. Þessi útgáfa er nýjung í frí- merkjaútgáfu á Islandi þar sem ekki eru öll merkin eins í heftinu og hefti sem þessi hafa yfirleitt ekki verið gefin út. Nýtt hefti mun líta dagsins Ijós á næsta ári. Heftin hafa mælst vel fyrir, enda eru þau afar hentug í vasa eða veski. Þau eru til sölu í öllum pósthúsum og kosta 156 krónur. Myndefni frímerkjanna er prýða heftin eru landvættir í skjaldarmerki íslands: Dreki, gammur, griðungur og bergrisi. Ráðhúsbyggingin: Asinn kostar 420 þúsundir Asinn viö að koma upp ráðhúsinu við Tjörnina hefur nú þegar kostað skattgreiðendur í Reykjavík 420 þúsundir aukalega. Sam- kvæmt tillögu verkefnastjórnar um Ráðhús Reykjavíkur samþykkti borgarráð að taka næstlægsta tilboði í stálþil fyrir ráðhúsið þó tilboðið væri 420 þúsund krónum hærra en það lægsta. Eini munur tilboðsins, annar en verðmunurinn var sá að afhendingartími ódýrari stálþiljanna sem eru bresk, var lengri, 7-12 vikur í stað 3-5 vikna afhendingartíma hinna dýrari sem koma frá Þýskalandi. Borgarráð samþykkti að taka dýr- ara tilboðinu með þremur atkvæðum sjálfstæðismanna eftir að tillaga Sig- urjóns Péturssonar borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins, um að lægsta tilboðinu yrði tekið, var felld af sjálfstæðismönnum. Við afgreiðslu málsins bókaði Sigrún Magnúsdótt- ir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks- ins, að hún teldi óeðlilegt að lægsta tilboðinu hafi verið hafnað á þeim rökum einum að afgreiðslufrestur sé fáeinum vikum lengri. Taldi hún það dýrar vikur fyrir borgarsjóð. Þess má geta að samkvæmt reglu- gerðum Reykjavíkurborgar á Inn- kaupastofnun Reykjavíkurborgar að sjá um öll útboð og innkaup á vegum Reykjavíkurborgar, en sam- kvæmt tillögu borgarstjóra var sér- stakri verkefnastjórn falið að sjá um þau verkefni við byggingu ráðhúss- ins. - HM Bréf frá Jóni Hr. ritstjóri. í Tímanum í gær, 9. desember 1987, er á forsíðu stór fyrirsögn þar sem því er haldið fram að ég hafi brotið samning við Samband ísl. samvinnufélaga um sölu á hluta- bréfum ríkissjóðs í Útvegsbanka íslands hf. Þessari fullyrðingu yðar mótmæh ég kröftuglega. Enginn samningur hafði eða hefur verið gerður um þetta efni við Samband íslenskra samvinnufélaga og samstarfsfyrir- tæki þess. Tilboð Sambandsins og fyrirtækjanna þurfti sérstakt sam- þykki viðskiptaráðherra til þess að samningur gæti komist á og slíkt samþykki var ekki gefið. Af þeirri ástæðu er fullyrðing í blaði yðar í gær með öllu tilhæfu- laus og „stríðsfyrirsögn" á forsíðu blaðsins út í hött. Ég fer þess á leit að þér birtið þetta bréf í blaði yðar sem fyrst. Virðingarfyllst, Jón Sigurðsson. Jón Sigurðsson. Tímamynd Gunnar. Frá fundi S AFF á Hótel Sögu í gær. Félagsfundur Sambandsfiskframleiðenda ályktar, að: SAFF, SH og SIF ger i kröfu um raungengi Vandi flskvinnslunnar var til umræðu á Hótel Sögu í gær, þegar seinni dagur almenns félagsfundar Félags Sambandsfískframleiðenda fór fram. En fann fundurinn leið úr vandanum? „Við erum ekki með beina lausn. Við ætlum að setja okkur í samband við aðra hagsmunaaðila, SH og SÍF og fara í viðræður og móta stefnu í sameiningu. Við erum með ca 25% verðbólgu, lánskjaravísitalan hefur hækkað um 20% síðustu mánuði, krónan hefur hækkað, afurðaverð erlendis hækkaði nokkuð á árinu, en sú þróun virðist vera að snúast við, þó ekki stefni í verðhrun og sú fastgengisstefna sem við höfum búið við er ekki í takt við raungengi. Stjórnvöld tala um að borga ekki til baka uppsafnaðan söluskatt og setja á launaskatt. Við erum sem sagt að tala um gengisaðlögun,“ sagði Tryggvi Finnsson, formaður SAFF í samtali við Tímann í gær. Tryggvi sagði að ekki væri verið vinnuplagg fyrir stjórnina til að ræða að ræða um mikla gengislækkun, en það sem sameiginleg nefnd hags- munaaðila myndi ræða, væri hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að gengislækkunin færi beint út í verð- lagið, eins og gerst hefur svo oft áður. „Það er misgengi milli mynta og það vegur þyngst. Þegar dollarinn byrjaði að falla fyrir nokkru álitu margir að hér væri aðeins um að ræða loftbólu, en það er nú ljóst að svo er ekki. Við gerðum því n.k. leiðir til að komast út úr þessum vanda“ sagði Tryggvi. Ályktuninni, eða vinnuplagginu, var ekki dreift, en í samtali við Tímann, sagði Ámi Benediktsson, framkvæmdastjóri SAFF, að álykt- unin væri á þann veg, að: „Við erum mjög óhressir með afkomuna sem stafar af æðandi verð- bólgu með fastgengisstefnu. Stjórn- völd hafa enga stjórn á þessum málum og hafa frekar ýtt undir verðbólguna með ótímabærum ráð- stöfunum. Þetta getur ekki gengið. Hún fjallar líka um að samflot verði með SH og SÍF og Sambandi fiskvinnslustöðvanna um að gera kröfu til raungengis, sem hefur hækkað um 18% þegar að fast- gengisstefnan átti að standa, og gera kröfu um leiðréttingu,“ sagði Árni. Orðrétt segir svo að lokum í ályktun félagsfundar SAFF: „Treysti stjórnvöld sér ekki til að láta framboð og eftirspurn ákveða verð á gjaldeyri á sama hátt og annað íþjóðfélaginu, þá er nauðsyn- legt að miða gengisskrár við að grunnatvinnuvegirnir verði reknir með eðlilegum hagnaði.“ Fleiri atriði voru rædd á fundin- um, m.a. um að skuldbreytingalán framleiðenda við ríkissjóð verði lengd um þrjú ár til viðbótar, staða sölu- og framleiðslumála, flutn- ingamál og loks var rætt um hvað menn sáu á Sjávarútvegssýnigunni í Laugardalshöll og á sambærilegum sýningum erlendis, sem gæti bætt hag fiskvinnslunnar. -SÓL

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.