Tíminn - 11.12.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.12.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Föstudagur 11. desember 1987 FRETTAYFIRLIT WASHINGTON - Við- skiptahalli Bandaríkjannajókst verulega í októbermánuði, fór upp í 17,63 milljarða dala og hefur aldrei verið meiri. Við- skiptahallinn í september var 14,08 milljarðar dala og hafði gefið góðar vonir um batnandi ástand alþjóðaviðskipta en hallinn sem tilkynnt var um gær virtist eyða öllum slíkum vonum. LUNDÚNIR - Bandaríkja- dalur lækkaði snarlega í verði gaanvart öðrum helstu gjald- miðlum heims eftir að fréttir um versnandi viðskiptahalla Bandaríkjanna voru birtar. Rétt eftir að fréttirnar bárust út lækkaði dalurinn um nærri tvö japönsk yen niður í 130,45 yen. Dalurinn féll einnig gagn- vart vestur-þýska markinu. BAHREIN - Herþotur iraka gerðu árás á íranskt olíuflutn- ingaskip í Persaflóanum og kveiktu eld í hinu fullhlaðna skipi. GAZA - ísraelskir hermenn skutu palestínskan ungling til bana er var einn þátttakenda í miklum mótmælum á Vestur- bakkanum og Gazasvæðinu. LUNDÚNIR - Breska flugfélagið British Airways til- kynnti um nýtt tilboð í British Caledonian flugfélagið sem rekið hefur verið með miklu tapi. Hið nýja tilboð British Airways fylgdi í kjölfarið á til- boði SAS flugfélagsins í British Caledonian. JÓHANNESARBORG- Öryggissveitir Suður-Afríku skutu fjóra skæruliða Afríska þjóðarráðsins til bana í hafnar- borginni Port Elizabeth við Ind- landshaf. MANILA - Lögreglan á Fil- ippseyjum sagoi að fjöldi sprengjutilræða og sprengju- hótana í höfuðborginni Manilu að undanförnu væri veruleg ógnun við öryggi þeirra sem koma til borgarinnar í næstu viku til að vera viðstaddir ráð- stefnu þjóða suðaustur Asíu. AÞENA - Að minnsta kosti tveir menn slösuðust alvarlega þegar sprengja sprakk í skrif- stofu viðskipta- og iðnaðarráðs Grikklands í Aþenu í gær. Verið var að kjósa nýja stjórn ráðsins þegar sprengian sprakk. Enginn lýsti ábyrgo á hendur sér vegna verknaðar- ins en vinstrisinnuð samtök hafa sagst hafa staðið að sprengjutilræðum í höfuðborg- inni á síðustu mánuðum. ÚTLÖND Þíða í Washington George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði í gær í sjónvarpsviðtali vestur í Washington að samskipti stórveldanna hefðu breyst til hins betra með fundi þeirra Ronald Reagans Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbatsjovs Sovétleiðtoga sem lauk í gær. Shultz varaði fólk við að dæma leiðtogafundinn eingöngu út frá raunverulegum samkomulögum en sagði að þótt engin slík yrðu að veruleika hefðu samskipti þjóðanna sannarlega tekið nýja stefnu. „Ég hvet til þess að við hættum að I mæna á fortíðina með bakið að framtíðinni," sagði Shultz og bætti við að framtíðin f samskiptum risa- veldanna yrði sannarlega öðruvísi. Peir Gorbatsjov og Reagan héldu síðasta fund sinn síðdegis í gær að íslenskum tíma og seint í gærkvöldi hélt Sovétleiðtoginn blaðamanna- fund áður en hann hélt ásamt konu sinni Rajsu á brott frá Washington. Reagan ávarpaði svo þjóð sína kl. 2 í nótt að íslenskum tíma. Fundur leiðtoganna í gær hófst einum og hálfum klukkutíma eftir áætlun til að gefa ráðgjöfum meiri tíma til að fjalla um ýmisleg atriði sem þeir Reagan og Gorbatsjov hafa rætt um á fundum sínum í Hvíta húsinu þessa vikuna. Hvorugur leiðtoganna virtist taka það nærri sér þótt fundinum hefði seinkað og Reagan sagði meira að segja einn góðan þegar hann tók á móti Sovétleiðtoganum, sagði þá að hann hefði haldið að Gorbatsjov væri farinn heim. Strax þegar fundinum lauk í gær- kvöldi að íslenskum tíma komu Reagan og Gorbatsjov út fyrir dyr Hvíta hússins og þar sagði Banda- ríkjaforsetinn, með Gorbatsjov brosandi við hlið sér, að fundur þeirra hefði verið mjög árangursrík- ur. Hann gaf í skyn að eitthvað hefði gengið í samkomulagsátt um helm- ingsfækkun langdrægra kjarnorku- vopna og sagði að fylgja þyrfti því Moskva: Tvíburar skírðir eftir Ron og Mikka Galína og Vyacheslav Sakhar- ov, hjónakorn í Moskvuborg, eignuðust tvíburasyni í vikunni og gáfu þeim nöfnin Mikhail og Ronald, til heiðurs Sovétleið- toganum og Bandaríkjaforsetan- um sem fundað hafa í Hvíta húsinu undanfarna daga. Þaö var Komsomolskaya Pravda, dagblað ungra kommún- ista, sem skýrði frá þessu í gær og sagði að tvíburarnir hefðu fæðst á þriðjudag eða þegar leiðtogarn- ir skrifuðu undir samkomulag um eyðingu meðaldrægra og skamm- drægari kjarnorkuvopna. „Við eru viss um að börnin okkar munu lifa í friðsælum heimi“, sögðu foreldrarnir í skeyti sem þau sendu þeim Ron- ald og Mikhail vestur til Washing- ton. Reuter/hb Reagan og Gorbatsjov: Þíða í Was- hington. eftir í afvopnunarmálum sem áunn- ist hefði á þessum fundum. Gorbatsjov talaði á eftir Reagan og var einnig mjög jákvæður þótt hann tæki fram að mikil vinna væri framundan ætti að takast að semja um helmingsfækkun langdrægra kjarnorkuvopna. Sovétleiðtoginn sagði að hann og Reagan hefðu rætt á hreinskilinn hátt um mörg vandam- ál heimsins og lýsti því yfir að hann vildi koma aftur til Bandaríkjanna og eiga þess þá kost að sjá meira af landinu og ræða við venjulega Bandaríkjamenn. Mjög líklegt þykir að leiðtogarn- ir hittist aftur á næsta ári og þá í Moskvu. Hafa maí og júní verið nefndir sem líklegir mánuðir. Reuter/hb Leiðtogafundurinn: Kaddafí finnst lítið til koma Muammar Kaddafí Líbýuleiðtoga finnst lítið til leiðtogafundarins í Washington koma og sagði í gær að smærri þjóðir yrðu að greiða fyrir samkomulag risaveldanna. „Sagan hefur kennt okkur að smærri þjóðir verða að gjalda þess þegar risaveldin ná einhverju sam- komulagi,“ sagði Kaddafí en gaf ekki nánari skýringar. Hann sagði þó að viðræður Gor- batsjovs Sovétleiðtoga og Reagans Bandaríkjaforseta í Washington hefðu ekki verið friðarviðræður heldur snúist um að eyða nokkrum vopnum sem hefðu verið hættuleg þeim sjálfum. Kaddafí sagði einnig að það væri barnalegt að fara fram á við stór- veldaleiðtogana að þeir reyndu að binda enda á Persaflóastríðið sem staðið hefur síðustu sjö árin. Slíkt gætu aðeins stríðsaðilarnir, stjórn- irnar í Baghdad og Teheran, gert. Reuter/hb Mannréttindamál á leiotogafundinum: „Þú ert ekki ákærandinn og ég er ekki sá ákærði“ Mikhail Gorbatsjov sagði í Was- hington í vikunni að hann væri orðinn þreyttur á gagnrýni Banda- ríkjamanna á mannréttindamál í landi sínu og kvaðst Sovétleiðtoginn hafa sagt Reagan forseta á fundi þeirra: „Þú ert ekki ákærandinn og ég er ekki sá seki“. Gorbatsjov sagði þetta á fundi sem hann átti í sovéska sendiráðinu með bandarískum ritstjórum og út- gefendum. Þar var hann spurður margra spurninga um mannréttinda- mál og svaraði að þjóð sín væri reiðubúin að hlusta á gagnrýni upp að ákveðnu marki. „Hvað siðferðislegan rétt hafa Bandaríkjamenn á því að setja sig í stöðu kennara. Hver hefur gefið þeim rétt til að kenna okkur siðferð- islegar skyldur," spurði Gorbatsjov. Sovétleiðtoginn kvartaði einnig undan umfjöllun bandarískra fjöl- miðla um land sitt og sagði að Sovétríkin hefðu gert góða hluti í mörgum málum en oft væri litið framhjá slíkum staðreyndum. Washington: í TUGTHÚSID AFTUR EFTIR HÓTUN f GARD G0RBATSJ0VS Lögreglan í Washington handtók mann í vikunni sem grunaður var um að hafa hringt í sovéska sendiráðið í borginni og hótað Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtoga öllu illu. Talsmaður lögreglunnar sagði að maðurinn hefði verið handtekinn í nágrenni sovéska sendiráðsins eftir að hringt hafði verið úr símaklefa í grenndinni. Sá handtekni heitir Jess Martin og var látinn laus úr fangelsi borgarinnar í síðasta mánuði. Reuter/hb Reuter/hb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.