Tíminn - 16.12.1987, Page 14
14 Tíminn
JÓLABLAÐ
23 e j í e t> n í n g
tii
b e t 3 U « n Hf e
e 11 c r
ðrtmle 2?ocl)iffe
6 p r o g.
2ÍÍ
^ciftian 3vaff.
■Sjebenþattti, 1811.
5n>!t p« Jjof&o-gfjanfcfet: <£(f)u6ot&eé Sítfag,
3. 9t. Z f)*t le.
Titilblaðið á fyrsta stóra verkinu sem Rasmus Rask gaf út um rannsóknir
sínar á íslensku.
Undersögelse
o m
det gamle Nordiske
e 11 e r
Islandske Sprogs
Oprindelse.
Et af dct Kongeligc Danske Videnskabers*
Selskab kronet Prisskrift,
f o rfa tte t
n í
1P. K. Kask,
Andcn Bibliothekar ved Kjöbenhavni Universittts-Bibliothek.
Kjöbenhavn.
Paa cien Gyldendalske Boglinndlings Forlog.
Trykt hos H. F. Popp.
18 18’
Þannig lítur út titilblaðið á riti því sem Rasmus Rask vann til verðlauna fyrir.
Myndin er af eintaki sem áður var í eigu m.a. P.K. Thorsen og Ole Widding
en er nú á Nordisk Institut í háskólanum í Odense.
Rask
ferðum Rasks og því urðu von-
brigðin mikil þegar fyrsta ritið
sem hann gaf út eftir heimkom-
una var „Spansk Sproglære",
1824. Reyndar er ekki annað að
sjá en að hann hafi því sem næst
misst áhugann á „því asíska“
árum saman enda varð hann
ekki var við hvatningu eða
stuðning til að sýsla með það.
Þegar 1814 var hann orðinn
undirbókavörður við háskóla-
bókasafnið og þeirri stöðu hélt
hann líka í þessari löngu fjar-
veru, og 1818 fékk hann líka
prófessorstitil. Þegar hann kom
aftur heim var honum veittur til
bráðabirgða árlegursmástyrkur.
Eftir að hann hafði afþakkað
bókavarðarstarf í Edinborg 1826
var hann útnefndur sem auka-
prófessor í bókmenntasögu með
asískar bókmenntir sem sérgre-
in. En þetta starf svaraði engan
veginn til óska hans og launin
voru svo léleg að hann var
tilneyddur að stunda stunda-
kennslu áfran. 1829 varð hann
bókavörður við háskólabóka-
safnið og loks 1831 prófessor í
austurlandamálum, en þá var
hann þegar orðinn svo veik-
burða að hann áleit sjálfur, með
réttu, að það væri um seinan.
Beinn árangur af ferðum
Rasks var m.a. hin merkilega
ritgerð „Om Zendsprogets og
Zendavestas Ælde og Ægthed"
(prentuð 1826, þar sem hann
m.a. kemur fram með tíma-
mótaframlag til að lesa úr pers-
nesku kílskriftinni. Þar að auki
birti hann opinberlega málfræði
margra mála, í þeim tilgangi að
beita við hana að sumu leyti
hinu rétta málfræðikerfi að hans
mati, og að öðru leyti dönskum
fagorðum, má þar nefna frísiska
(1825), ítalska (1827), danska (á
ensku 1830), lappneskaog enska
málfræði, auk „Kortfattet Vejl-
edning til det oldnordiske eller
gamle islandske Sprog“ (1832).
Þar að auki hafði hann undirbú-
ið margar aðrar. Hann var fyrsti
formaður norræna fornritafé-
lagsins (1825-27) og vann þar
mikið starf, skrifaði sjálfur að
mestu leyti tímarit þess
„Hermod“ (1825-26) og hafði
sjálfur umsjón með textanum að
ýmsum útgáfum félagsins á forn-
sögum. Það sem átti stærstan
hluta af hug hans var baráttan
fyrir þeim endurbótum á danskri
réttritun sem hann gerði skýra
grein fyrir í riti sínu „Forsög til
en videnskabelig dansk Ret-
skrivningslære" (1826). Hann
rak þessa baráttu sína af slíkum
ákafa og þvermóðsku að smám
saman einangraðist hann, og sú
einangrun, auk ýmiss annars
andstreymis og of mikillar vinnu
braut niður líkamlega og and-
lega heilsu hans.
Bjartari tímar virtust
framundan þegar hann loks var
gerður prófessor en langvarandi
brjóstsjúkdómur hafði unnið
bug á kröftum hans og hann dó
aðeins 45 ára gamall.
í huga dansks almennings er
Rasmus Kristján Rask líklega
þekktastur sem maðurinn sem
kunni ótrúlega mörg tungumál.
Sú skoðun er þó ákaflega yfir-
borðsleg og villandi. Hann hafði
að vísu litast um í heimi tungu-
málanna víðar en flestir aðrir en
hann leit á þau fremur eins og
raunvísindamaður á lögmál
náttúrunnar. Því er honum í
mun annars vegar að finna hið
eðlilega kerfi, sem ræður mál-
fræðilegri byggingu hvers máls
og hins vegar að raða málum í
hópa, ættartengsl, og hve náin
þau eru, með samanburði þeirra
á milli. Það sem hann afrekaði á
þessu sviði með snilligáfu sinni,
þrátt fyrir að efniviðurinn væri
af skornum skammti, gerir það
að verkum að hann ber höfuð og
herðar yfir samtímamenn, og þá
ekki bara varðandi þekkingu á
indóevrópskum málum heldur
ekki síður öðrum málafylking-
um. En fyrst og fremst tilheyrði
hjarta hans Norðurlöndunum og
norrænu málunum, einkum og
sér í lagi íslensku, sem alltaf
skipaði aðalrúmið í rannsóknum
hans og kannski er hans besta
verk að hafa lagt grunninn að
norrænum málvísindum. Þessi
ást Rasks á Norðurlöndum og
móðurmálinu hefur sett svip
sinn á allar hans gerðir, og þó að
verk hans hafi í tiltölulega smá-
um stíl gripið beint inn í þróun
vísindanna á heimsvísu en aftur
á móti í stórum stíl með millilið
(J. Grimm sem að miklu leyti
hefur byggt á Rask) er stór hluti
ástæðunnar sú að hann með
ákaflega fáum undantekningum
vildi eingöngu skrifa þau á
dönsku. Því að, eins og stendur
á minningarsteini sem settur var
upp á fæðingarstað hans í
Brændekilde: „Sit Fædreland
skylder man alt, hvad man kan
udrette“.
Rasmus Kristian Rask hvílir í
Assistenskirkjugarðinum í
Kaupmannahöfn.
(Byggt á Salomonsens Konversations
Leksikon, önnur útgáfa, 1925)
Kaupfélag
V-Húnvetninga
Hvammstanga
óskar öllum
gleðilegra jóla
°g gœfu á komandi ári
Þakkar viðskiptamönnum
sínum og starfsfólki
gott samstarf
á liðnum árum
Minningarsteinn var settur upp um Rask á
fæðingarstað hans í Brændekilde 1887. Þar
stendur:
Sproggranskeren
Rasmus Kristian Rask
Fedtes í Brændekilde 22. nóv. 1787
Dede í Kjebenhavn 14. nóv. 1832
Fædrelandet skylder man alt hvað man kan
udrette