Tíminn - 16.12.1987, Page 16
f
JÓLABLAÐ
16 Tíminn
Heilagur
Nikulás
Hér er íslenskur jólasveinn að snæða sviðakjamma á leið sinni til
byggða. Eins og sjá má hefur hann með sér mysublöndu á flösku
sem sett er í ullarsokk. Það er greinilegt að þessi jólasveinn er undir
áhrifum frá hinum ameríska Santa Claus, þó svo hann haldi sig við
þjóðlega íslenska fæðu.
/
i r urn
Neskaupstað
sendir starfsfólki sínu og
viðskiptamönnum bestu óskir um
gleðileg jól og
farsœlt komandi ár
Pökkum gott samstarf á liðnum árum
ogjóla-
sveinarnir
En það átti eftir að draga ský
fyrir sólu hjá kristnum mönnum
í Litlu-Asíu því fylgismenn Mú-
hameðs lögðu hana smátt og
smátt undir sig. Því var það ekki
seinna vænna árið 1087 að ítalsk-
ir pílagrímar frelsuðu jarðnesk-
ar leifar Nikulásar úr klóm mús-
líma og fluttu þær til ítölsku
borgarinnar Bari. Þar hafa þær
legið í skríni síðan og gefa enn
af sér ilmandi smyrsl.
Nikulásardýrkun á
íslandi og í Rússlandi
Þegar Heilagur Nikulás var
heimtur úr klóm heiðingja
magnaðist dýrkun á honum um
allan helming. Var heilagur
Nikulás dýrkaður um allan hinn
kristna heim, bæði í hinum róm-
versk-kaþólska og í hinum grísk-
kaþólska. Hann var verndardýr-
lingur Rússlands alla tíð og voru
margir keisarar nefndir eftir
honum. Sem dæmi um dýrkun
Rússa á heilögum Nikulási er
orðtakið: „Ef Guð skyldi ein-
hverntíma deyja, þá myndum
við gera heilagan Nikulás að
Guði“.
En dýrkun á heilögum Niku-
lási var mikil hér á landi. Á
íslandi voru að minnsta kosti 44
Nikulásarkirkjur og mun Sæ-
mundur fróði hafa stofnað eina
slíka á Odda á sínum tíma.
Nikulás og púkinn
Nikulásardýrkun hélt áfram
að magnast og sá þáttur sem
sneri að börnum og vernd þeirra
Hinn dæmigerði ameríski Santa
Claus sem nú hefur fest sig í sessi
sem alþjóðlegur jólasveinn.
Hann er ekki mjög líkur þeim
heilaga Nikulási sem sjá má á
gríska íkoninum.
Hinir sönnu íslensku jóla-
sveinar þjóðtrúarinnar voru
sannarlega ekki eins og jól-
asveinarnir sem blasa við ís-
lenskum börnum í dag. Hinn
alþjóðlegi jólasveinn hefur haft
afgerandi áhrif á þá íslensku á
síðustu 70 árum. En hver er
þessi alþjóðlegi jólasveinn sem
hefur blandast þeim íslensku á
undanförnum áratugum?
Nikulás biskup
Fyrirmynd alþjóða jólasveins-
ins sem íklæddur er hárauðum
kirtli með sítt hvítt skegg kvað
vera Nikulás nokkur sem var
biskup í borginni Myra í suð-
vesturhluta Litlu-Asíu fyrir um
það bil 1700 árum. Þaðan mun
hin rauði kyrtill vera því bisk-
upskápan var rauð.
Nikulás biskup átti að hafa
verið sérstaklega góður biskup
og náði góðmennska hans út yfir
gröf og dáuða. Hann átti oft til
að koma sjómönnum í sjávar-
háska og börnum í nauð til
hjálpar. Því var hann fljótt tal-
inn sérstakur verndardýrlingur
sjómanna og barna.
Nikulásar-manna
Þegar Nikulás hafði verið
verndardýrlingur barna og sjó-
manna um nokkurt skeið upp-
götvuðu prelátar í Myra að úr
jarðneskum leifum Nikulásar
seitlaði vellyktandi vökvi, sem
þeir nefndu Nikulásar-manna.
Þessi vökvi var talinn geta veitt
bót á ótal sjúkdómum svo heil-
agur Nikulás varð drjúg tekju-
lind fyrir heimaborg sína.