Fréttablaðið - 23.02.2009, Page 6
6 23. febrúar 2009 MÁNUDAGUR
■ Sendið
umboðsmanni
neytenda
ábendingar eða
sparnaðarráð
á neytendur@
frettabladid.is
DR. GUNNI
neytendur@
frettabladid.is
SVEITARSTJÓRNARMÁL Þrír af fjór-
um samflokksmanna Jónmundar
Guðmarssonar, bæjarstjóra Sel-
tjarnarness, í bæjarstjórn greiddu
atkvæði gegn tillögu hans um að
veita Rauða ljóninu rekstrarleyfi
á Eiðistorgi þar í bæ.
Lögreglustjóri á höfuðborgar-
svæðinu fór fram á að bæjar-
stjórnin veitti umsögn um hugsan-
legt rekstrarleyfi. Bæjarstjórinn
lagði fram tillögu um að leyfið
yrði veitt að uppfylltum fjórum
skilyrðum. Afgreiðslu var frestað
fram á næsta fund sem var 11.
febrúar en þá lagði Guðrún Helga
Brynleifsdóttir frá Neslistanum
tillögu um að rekstrarleyfið yrði
ekki veitt. Samflokksmaður Guð-
rúnar Helgu og þrír samflokks-
menn Jónmundar greiddu atkvæði
með tillögu hennar.
„Það er hreinlega sögulegt að
svona nokkuð gerist á Nesinu,“
segir Guðrún Helga Brynleifs-
dóttir, fulltrúi Neslistans, sem er
í minnihluta bæjarstjórnar Sel-
tjarnarness. „Þetta veikir vissu-
lega hans stöðu. En þetta er einn-
ig óskiljanleg málsmeðferð hjá
honum því annaðhvort á að hafna
umsókn eða verða við henni. Það
að breyta henni eins og bæjar-
stjórinn gerði þótti mér afar und-
arlegt.“ Hún segir enn fremur
að það hafi í hennar huga verið
óhugsandi að heimila rekstur
skemmtistaðar sem er opinn til
þrjú að nóttu í húsnæðinu á Eið-
istorgi sem er einnig íbúðarhús-
næði.
„Ég lít alls ekki svo á að þetta
veiki mína stöðu,“ segir Jón-
mundur. „Þetta er eitt af þeim
málum sem fylgir ekki neinni
flokkslínu þannig að bæjarfull-
trúar hafa einfaldlega sína skoð-
un á því alveg óháð því hvort þeir
eru í meiri- eða minnihluta.“ Hann
segir enn síður nokkuð athuga-
vert við það að skilyrði séu sett
fyrir því að heimild fáist sam-
þykkt. „Það sjáum við til dæmis í
Reykjavík þar sem borgarráð og
slökkvilið setja skilyrði fyrir slík-
um veitingum,“ segir hann. „Mér
fannst einfaldlega, sem talsmanni
athafnafrelsis, ekki stætt á öðru
en að leyfa umsækjanda að spreyta
sig og til að tryggja að það væri
með viðunandi hætti lagði ég fram
þessi skilyrði. Ég taldi, og reynd-
ar fleiri bæjarbúar, að þannig væri
hægt að tryggja að þessi starfsemi,
sem margir bæjarbúar hafa sakn-
að, auðgaði mannlífið á ný en í sátt
við íbúa á svæðinu.“
Guðrún Helga segir ekki loku
fyrir það skotið að viðhorf gagn-
vart starfseminni yrði annað ef
afgreiðslutími yrði styttur.
jse@frettabladid.is
Ljón á vegi Rauða
ljónsins á Nesinu
Samflokksmenn bæjarstjóra Seltjarnarness lögðust gegn tillögu hans um að
veita Rauða ljóninu rekstrarleyfi á Eiðistorgi. Mál óháð flokkslínum segir bæj-
arstjórinn. Ekki er loku fyrir það skotið að Rauða ljónið verði opnað að nýju.
GUÐRÚN HELGA
BRYNLEIFSDÓTTIR
JÓNMUNDUR
GUÐMARSSON
FRÁ EIÐISTORGI Útlit er fyrir að Eiðistorg verði ljónalaust enn um sinn en bæjarstjóri segir marga hafa saknað þess rauða.
„Tuttugu prósent af raforkunotkun heim-
ila fer í lýsingu. Með því að skipta út gló-
perum fyrir sparperur, slökkva á eftir sér
og nota málningu í ljósum lit má draga
verulega úr raforkunotkun til lýsingar.
Sparperur nota einungis fjórðung
þeirrar orku sem glóperur þurfa til
að gefa sama ljósstyrk. Ef öllum
perum á íslenskum heimilum yrði
skipt út og spar perur teknar í
notkun, sparast sem sam-
svarar einni 20MW virkjun,“
segir á Náttúra.is. Aðal-
steinn Sigurgeirs son í
Borgarnesi ætlaði að fá sér
sparperu. Hann skrifar:
„Ég fór í Húsasmiðjuna í
Borgarnesi í leit að einni slíkri.
Fann spar peru, E-27 Philips
Essential, 18 wött. Verðið á
henni var 1.427 kr. og ég hætti
við að kaupa hana, fannst hún
of dýr. Fór svo í Bónus í Borgar-
nesi til að kaupa í matinn og sá
þar nákvæmlega sömu peru á 398
kr. Verðmunurinn „aðeins“ 1.029 kr.
(358%)!“
Þetta segir okkur að vilji maður byrja
að spara með því að nota sparperur,
borgar sig að skoða fyrst hvar maður fær
ódýrustu sparperurnar!
Neytendur: Ekki sama hvar varan er keypt
Sparnaður með sparperum
SPARPERA Af þeirri tegund sem Aðalsteinn fékk
ódýrast í Bónus.
Auglýsingasími
– Mest lesið
Er rétt að friðlýsa Ísland fyrir
kjarnorku og umferð kjarnorku-
vopna?
Já 91,8%
Nei 8,2%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Notaðir þú fæðubótarefni á
síðasta ári?
Segðu þína skoðun á visir.is
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur
dæmt Ásmund Jespersen, fyrr-
verandi varaformann vélhjóla-
klúbbsins Sniglanna, í fjögurra
mánaða óskilorðsbundið fangelsi
fyrir stórhættulegan ofsaakstur.
Ásmundur flúði lögreglu ásamt
félaga sínum á ríflega tvöföld-
um hámarkshraða á Suðurlands-
vegi sumarið 2007. Ofsaaksturinn
leiddi til alvarlegs slyss.
Héraðsdómur hafði áður dæmt
Ásmund í átta mánaða skilorðs-
bundið fangelsi fyrir brotið. Þá
var hann sakfelldur fyrir að hafa
ekið svo ógætilega að hann hefði
ekki getað komið í veg fyrir það
að aka yfir höfuð félaga síns
þegar sá féll í götuna. Slysið
varð til þess að félagi Ásmundar
örkumlaðist.
Hæstiréttur sýknar Ásmund
hins vegar af þeim ákærulið. Ekki
sé nægilega ljóst hvort Ásmund-
ur ók yfir félaga sinn, og því ekki
heldur hvort líkamstjón hans
megi rekja beint til þess. Maður-
inn er bundinn í hjólastól til lífs-
tíðar eftir slysið.
Ásmundur hafði áður misst
ökuréttindi fyrir ofsaakstur. Í eitt
skipti var hann með þrettán ára
farþega aftan á hjólinu. Í því ljósi
þótti Hæstarétti ekki tilefni til að
skilorðsbinda refsinguna.
Þá staðfesti Hæstiréttur einnig
ákvörðun héraðsdóms þess efnis
að hjól Ásmundar skyldi gert upp-
tækt til lögreglu. - sh
Hæstiréttur dæmir vélhjólamann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur:
Fyrrum leiðtogi Sniglanna í fangelsi
AF SLYSSTAÐ Umræða um ofsaakstur
vélhjólamanna var í hámæli í samfélag-
inu þegar slysið varð. MYND/STÖÐ 2
FINNLAND Konum í finnska hern-
um hefur fækkað og því vantar
konur í herinn. Jyri Häkämies,
varnarmálaráðherra Finnlands,
stefnir að því að kalla allar konur
í herinn og hefur sett starfshóp
til að undirbúa lagabreytingu.
„Ég tel að það eigi ekki bara að
vera karlar í hernum heldur líka
konur þó að konurnar megi velja
um það hvort þær gegni herþjón-
ustu eða ekki,“ segir Häkämies
við finnska dagblaðið Hufvud-
stadsbladet. Hann vill ekki neyða
konur í herþjónustu. „Mörgum
konum þætti það undarlegt. Ég
vil ekki að við söfnum konunum
saman í lögreglubíl.“ - ghs
Finnski herinn:
Herþjónusta
kvenna aukin
KJÖRKASSINN