Fréttablaðið - 23.02.2009, Side 12

Fréttablaðið - 23.02.2009, Side 12
 23. febrúar 2009 MÁNUDAGUR LEIKKONAN DAKOTA FANNING ER 15 ÁRA „Ég lærði ung að tilhæfulaust umtal um aðra getur sært þá sem um er rætt. Oprah Win- frey kenndi mér að breyta eigin sársauka í vísdóm og það hef ég síðan tileinkað mér, því róg- burður er andstyggilegur.“ Foreldrar barnastjörnunnar Dakotu Fanning fluttu sér- staklega til Los Angeles til að reyna á leikframa dótt- ur sinnar. Hún sló í gegn mót Sean Penn í I am Sam árið 2001 og hefur síðan leikið með hverri stórstjörnunni á fætur annarri í margfrægum myndum. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Ágústu Jónsdóttur Jaðarsbraut 11, Akranesi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á sjúkrahúsi Akraness fyrir einstaka umhyggjusemi. Kjartan Sigurðsson Guðrún Skarphéðinsdóttir Steingrímur Sigurðsson Þórdís Alfreðsdóttir Magnús Sigurðsson Svanhildur Skarphéðinsdóttir Hulda Sigurðardóttir Þorsteinn Pétursson Eygló Anna Sigurðardóttir Karl Birgir Þórðarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, Sigbjörn Gunnarsson sveitarstjóri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 15. febrúar. Útför hans verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, mánudaginn 23. febrúar, klukkan 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Jakobs Jakobssonar hjá Knattspyrnufélagi Akureyrar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja efnilegt íþróttafólk á Akureyri. Guðbjörg Þorvaldsdóttir Guðrún Sigbjörnsdóttir Hildur Björk Sigbjörnsdóttir Stefán Geir Árnason Guðrún Ýr Sigbjörnsdóttir Magnús Jónsson Þorvaldur Makan Sigbjörnsson Katrín Jónsdóttir Rósa María Sigbjörnsdóttir Björn Þór Sigbjörnsson Ástríður Þórðardóttir Afabörnin Jökull Starri, Sölvi, Egill Darri, Hrafnhildur Ýr, Eva María og Auður Ýr. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Skúli Sigurðsson bóndi, Gemlufalli, Dýrafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði, miðvikudag- inn 18. febrúar. Jarðarförin fer fram laugardaginn 28. febrúar frá Mýrarkirkju kl. 14.00. Ragnhildur Jóna Jónsdóttir Elísabet Skúladóttir Jón Skúlason Elsa María Thompson Guðný Ágústa Skúladóttir Ólafur Kristján Skúlason Ragnheiður Halla Ingadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Kær bróðir okkar og frændi, Ragnar Jón Magnússon fyrrverandi flugvélstjóri frá Laugahvoli, Vesturgötu 12, Reykjavík, lést 7. febrúar sl. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 26. febrúar kl.15.00. Guðbjörg Magnúsdóttir Thorarensen Anna María Danielsen og aðrir aðstandendur. Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur, Róbert Daði Friðriksson, lést föstudaginn 13. febrúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. G. Margrét Óskarsdóttir Friðrik Pétur Magnússon Jóna Fanney Friðriksdóttir Hjörtur Karl Einarsson Þórarinn Friðriksson Elva Ósk Wiium Unnur Munda Friðriksdóttir Hilmar Þór Hannesson María Björk Traustadóttir Ólafur Bragi Ásgeirsson Trausti Hermannsson Sólveig Ólafsdóttir og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jakobína Jónsdóttir kennari, Hrafnistu Reykjavík, sem lést á Hrafnistu laugardaginn 14. febrúar, verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 24. febrúar kl. 15.00. Jón Þorvaldsson Guðbjörg Jónsdóttir Baldur Þór Þorvaldsson Katrín Þorvaldsdóttir Ingibjörg Rósa Þorvaldsdóttir barnabörn og fjölskyldur þeirra. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Gyða Hansdóttir, Háaleitisbraut 36, Reykjavík, sem lést 10. febrúar sl. hefur verið jarðsungin í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða fyrir góða umönnun og hlýju. Hans Wium Ólafsson Eyjólfur Ólafsson Kirstine Ólafsson Magdalena Margrét Ólafsdóttir Kristján Ásgeirsson Guðrún Gyða Ólafsdóttir Kjartan Sigurðsson barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, systir, mágkona og frænka, Elín Áróra Jónsdóttir Asparfelli 8, Reykjavík, sem lést á Landspítala Hringbraut laugardaginn 14. febrúar verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Bjarni Guðmundur Gissurarsson Jón Svavar Jónasson Kolbrún Ósk Óskarsdóttir Ásthildur Jónasdóttir Jónbjörn Björnsson Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir Sturla Már Jónasson Kristín Fjeldsted Jónas Jónasson Gabríela Medina barnabörn og barnabarnabörn Margrét Halla Jónsdóttir Hörður Skarphéðinsson Ásthildur Jónsdóttir Svanhildur Jónsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Kristín Sigurðardóttir fyrrverandi bankastarfsmaður Stekkjarbergi 10, Hafnarfirði, lést mánudaginn 16. febrúar á líknardeild LSH Kópavogi. Hún verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 25. febrúar kl. 13.00. Gunnar Þór Júlíusson Júlíus Þór Gunnarsson Thelma Björk Árnadóttir Alex Már Júlíusson Birkir Óli Júlíusson timamot@frettabladid.is „Jú, ég held að fólki þyki vænt um Brynju og í viku hverri koma margir inn úr dyrunum til að segja hvað þeim þyki gott að við séum enn hér,“ segir Brynjólfur Björnsson, framkvæmda- stjóri verslunarinnar Brynju, sem á þessu ári fagnar 90 ára afmæli sínu. „Ömmubróðir minn, Guðmundur Jónsson, stofnaði Brynju í nóvem- ber 1919, starfrækti búðina fyrstu tíu árin í bakhúsi við Laugaveg 24, en flutti 1929 hingað á Laugaveg 29, þar sem búðin hefur verið opin í áttatíu ár. Pabbi keypti svo Brynju 1953 og sjálf- ur kom ég hingað 1964 og tók einn við rekstrinum þegar pabbi dó 1993,“ segir Brynjólfur í elstu byggingarvöruversl- un höfuðstaðarins. „Þrátt fyrir stórmarkaði hefur allt- af gengið vel, enda við verið á ann- arri línu. Upp á síðkastið hefur líka komið í ljós að við erum hagstæð- ari í verði og fáum mikil viðskipti út á það,“ segir Brynjólfur sem finnst alltaf jafn gaman að mæta til vinnu því við Laugaveg sé alltaf líf og fjör. „Því leiðist manni ekki í mínútu, enda mikið af gamalgrónum viðskiptavinum sem gaman er að hafa samskipti við,“ segir Brynjólfur sem hefur alltaf verið heppinn með starfsfólk og verslað með vandaða vöru; margt sem fæst hvergi annars staðar. „Áður unnu menn hér í sextíu ár, en það var fyrir þá tíð þegar fólk skipti ört um starf. Ég held það sé ekki manneskjunni hollt því fólk verð- ur ekkert ánægðara. Góður vinnustað- ur og góðir vinnufélagar verða alltaf dýrmætari en meiri fjárvon hinum megin við hólinn,“ segir Brynjólfur sem eftir uppstigningardag ætlar utan í afmælisferð með starfsfólki sínu. „Þá verður brotið blað í sögu Brynju því við ætlum að loka föstudag og laugardag. Það hefur aldrei gerst í sögunni fyrr.“ thordis@frettabladid.is JÁRNVÖRUVERSLUNIN BRYNJA VIÐ LAUGAVEG: FAGNAR 90. STARFSÁRI SÍNU Góðir vinnufélagar dýrmætir OPIÐ Í 90 ÁR Brynjólfur Björnsson hefur staðið vakt- ina í Brynju í 45 ár. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Walt Disney frumsýndi teiknimyndina um spýtustrákinn Gosa þennan dag fyrir 69 árum. Myndin var önnur í röðinni af hreyfð- um teiknimyndum hans og frumsýnd í nokkrum RKO Radio Pict- ures-kvikmyndahúsunum á sama tíma. Handritið byggði Disney á sögu Carlo Collodis eftir að hafa áður sent frá sér teiknimyndina um Mjallhvíti og dvergana sjö, sem naut gífurlegra vinsælda. Sagan segir frá spýtustrák sem blá heilladís lofar lífi drengs af holdi og blóði ef hann aðeins temur sér að vera hugrakkur, sann- sögull og ósjálfselskur. Margar persónur úr sögu Collodis áttu að koma fyrir í upprunalegri mynd í teiknimynd Disneys, en útkoman varð önnur þegar framleiðandi Disneys var óánægður með verkið og heimtaði að sagan yrði upphugsuð á ný og persón- urnar allar endurskapaðar. Flestir gagnrýnendur mátu Gosa strax sem listaverk sem enn jók á hróður Walts Disney sem teiknimyndagerðarmanns. ÞETTA GERÐIST: 23. FEBRÚAR 1940 Walt Disney frumsýnir Gosa

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.