Tíminn - 06.01.1988, Page 3
Miðvikudagur 6. janúar 1988
Tíminn 3
„Tívolíbomba" austur ( Hveragerði:
Yfirtaka þrír skátar
rekstur Tívolísins?
Meirihlutaeign í Skemmtigarðinum hf., eða Tívolí í Hveragerði,
er nú til sölu og einnig húsin tvö sem eru í eigu sama manns, Ólafs
Ragnarssonar hæstaréttarlögmanns. Þrír af fimm eigendum
Kaupstefnunnar hf., hafa sameiginlega sýnt kaupunum áhuga og eru
viðræður hafnar við Ólafog aðra eigendurskemmtigarðsins. Þessir
þrír eru Tryggvi páll Friðriksson, framkvæmdastjóri Skipholts hf.,
Björn Herinannsson, framkvstj. Landssambands Hjálparsveita
skáta, og Þorsteinn Sigurðsson, viðskiptafræðingur, sem er kunnur
skáti líkt og hinir.
Eignir og skuldir
Eignir Skemmtigarðsins hf. eru
ekki aðrar en leiktækin, kaffihúsið
Tunglið og nokkur lítil hús. Skuldir
eru him vegar verulegar og því er
Ijóst ap ekki er verið að ræða um
mikið/annað en að yfirtaka rekstur-
inn, ef af kaupum verður. Stóru
húsin tvö, sem hýsa skemmtigarð-
inn/ eru í cinkaeign Ólafs Ragnars-
sopir og seljast því óháð sölu
Sjcemmtigarðsins hf. Þau eru þegar
k'omin á skrá fasteignasölu og er
oskað eftir tilboði, en hugsanlegt
éöluverð er ekki tilgreint. Vart mun
þó um lægri tölur að ræða en 45 - 60
milljónir fyrir húsin. enda eru þau
innan við ársgömul.
Ólafur vill út
Ólafur Ragnarsson hrl. sagði í
samtali við Tímann að hann hafi
eindreginn áhuga á að draga sig út
úr rekstri þessa hlutafélags og cign-
áraðild. Hann staðfesti að skátarnir
þrír væru meðal þeirra, sem rætt hafi
verið við, en aðrir aðilar hafi einnig
komið við sögu. Var hann ekki í
nokkrum vafa um að þeim gæti
gengið vel í rekstri Tívolísins og þeir
hefðu þegar reynslu í viðskiptum,
sem gætu nýst vel í rekstri Skcmmti-
garðsins hf.
Væntanlegir kaupendur
Tryggvi Páll Friðriksson, sem
hafði orð fyrir þremenningunum,
sagði að málin hafi verið rædd, en
ekki væri enn búið að taka neina
ákvörðun. T.d. væri ekki ákveðið
hvort þeir keyptu hluta fyrirtækisins,
eða allt, eða hvort aðeins yrði farið
út í að taka fyrirtækið á leigu til að
byrja með. Margt væri eftir að ræða,
ef af þessu verður og málið væri
frekar flókið. Bjóst hann við að
eitthvað færi þetta að skýrast í næstu
viku.
Annar af hugsanlegum kaupend-
um Tívolísins, Björn Hermannsson,
sagði að þeir hefðu miklar og ferskar
hugmyndir um það hvernig nýta
Opna nýir eigendur Tívolíið í Hverageröi í vor?
mætti húsin ogskemmtigarðinn. Þeir
hefðu nú þegar nokkra reynslu af
rekstri Kaupstcfnunnar hf., sem sér-
hæft hefur sig í sýningahaldi.
Rekstrarstaðan núna
Staða Skemmtigarðsins hf. cr afar
bágborin eins og stendur. Er talið að
of mikil fjárfesting hafi átt sér stað
miðað við eigin fé hlutafélagsins. Af
því leiði að tekið liafi verið of mikið
fc út úr rekstri garðsins til að greiða
niður fjármagnskostnað og hafi það
lcitt til mikilla vanskila. T.d. hefur
ekki fengist rckstrarlcyfi frá því í
nóvember sl. vegna vanskila á sölu-
skatti og það verður ekki vcitt fyrr
en þær skuldir eru að íullu greiddar
cða samið um greiðsluáætlun. Töldu
viðmælendur Tímans að ckki væri á
því nokkur vafi að góður rekstrar-
grundvöllur væri fyrir fyrirtæki af
þessu tagi. Pá væri landfræðileg
staösetning þess afar góð.
Pegar Tíminn hafði samband við
Sigurð Kárason, einn af minnihluta-
cigendum Skemmtigarösins hf. og
Hótcls Borgar, sagði hann að ekkert
hafi verið rætt um kaup cöa leigu og
ekkert hafi vcriö rætt um brcytingu
á eignaraðild yl'ir höfuö. Vildi hann
ekkcrt ræða niálið af þeim sökum.
Hins vegar hafði hann á orði að
Tívolíið yrði opnað í vor og aö vcrið
væri aö endurskipuleggja rekstur
þess frá grunni. KB
Alfreð Þorsteinsson í Byggingarnefnd aldraðra:
Aldraðir í Reykjavík
greiða milljón meira
Aldraðir í Reykjavík greiða að
jafnaði 1 milljón krónum meira fyrir
tveggja herbergja íbúðir sem tengd-
ar eru þjónustukjarna heldur en
Kópavogsbúar þurfa að greiða fyrir
samsvarandi þjónustuíbúðir.
Petta kemur fram í greinargerð
með tillögu sem Alfreð Þorsteinsson
fulltrúi Framsóknarflokksins í Bygg-
ingarnefnd aldraðra í Reykjavík hef-
ur lagt fyrir nefndina. Tillaga Al-
freðs miðar að því að borgarráð láti
fara fram könnun hlutlausra aðila á
byggingarkostnaði íbúða aldraðra í
Reykjavík, sérstaklega þó þeim þar
sem Reykjavíkurborg tengist fram-
kvæmdum mcð byggingu þjónust-
ukjarna á sínum vegum.
í greinargerð Alfreðs kemur fram
að verð á tveggja herbergja íbúðum
sem fyrirhugað er að reisa á svokall-
aðri BÚR-lóð og tengjast þjónustu-
kjarna sem Reykjavíkurborg mun
byggja á því svæði, er áætlað 4
milljónir króna. Hins vegar hafi
tveggja herbergja þjónustuíbúðir
aldraðra sem nýlega voru byggðar í
Kópavogi kostað um 3 milljónir
króna. Bendir Alfreð á að í íbúða-
blokk með 60 íbúðum, eins og
ráðgert er að reisa á BÚR-lóðinni,
geti skakkað40-60 milljónum króna.
Telur Alfreð hugsanlega skýringu
vera þá að allar framkvæmdir við
íbúðirnar í Kópavogi voru boðnar
út, en á BÚR-lóðinni hefur einu
byggingarfélagi verið úthlutað verk-
inu án útboðs.
Þá bendir Alfreð einnig á að það
sé fremurathyglisvert, aðfyrirhugað
er að sama byggingarlclag fái úthlut-
að án útboðs, verki við byggingu
þjónustukjarnans sem Reykjavíkur-
borg mun að fullu greiða. -HM
r >röstur
i bestur
Pröstur Árnason bætti enn einni
skrautfjöður í hatt íslenskrar skák-
sögu í gær, þegar hann sigraði á
Evrópumeistaramóti í skák, 16 ára
og yngri. Þröstur tapaði reyndar
síðustu skák sinni í gær, en náði þó
jafnmörgum vinningum og franskur
piltur. Pröstur var síðan úrskurðað-
ur sigurvegari, þar sem hann lagði
sterkari skákmenn að velli en
Frakkinn.
Guðríöur Lilja Grétarsdóttir tap-
aði skák sinni í gær og lenti í fjórða
sæti í kvennaflokki. óþh
Alþingi:
Söluskattslög afgreidd
Atkvæðagreiðsla um söluskattsfrumvarpið fór fram í neöri
deild Alþingis í gær, en um málið hafa verið langar umræður að
undanförnu. Frumvarpið var síðan sent aftur til efri deildar vegna
hreytinga á ákvæðinu um gildistöku laganna, en það felur í sér að
lögin taki þegar gildi. Nokkrar umræður urðu um málið í efri
deild, sérstaklega um niðurgreiðslur þær, sem draga eiga úr
áhrifum söluskattshækkunar á ýmis matvæli.
Talsvert varum breytingartillög-
ur við frumvarpið og fóru fram
mörg nafnaköll. Riðlaðist meiri-
hlutinn í nokkrum málum. Sérstak-
lega var það áberandi í atkvæðag-
reiðslu um breytingartillögu frá
Hreggviði Jónssyni (B.Rn.) um að
varahlutir, vélar og tæki til skipa
yrðu undanþegnir söluskatti, en í
frumvarpinu er að finna slíkt
ákvæði um flugvéiar. Ólafur Þ.
Þórðarson (F.Vf.), Guðmundur
G. Þórarinsson (F.Rv.) og Ragn-
hildur Helgadóttir (S.Rv.) greiddu
öll tillögu Hreggviðs atkvæði og
töldu undanþáguheimild fjármála-
ráðherra ekki nægjanlega trygg-
ingu fyrir að undanþágur til skipa
yrðu veittar, og töldu viljayfirlýs-
ingu Alþingis nauðsynlega. En
fjármálaráðherra taldi nægar heim-
ildir vera fyrir hendi og tillöguna
því óþarfa. Þá sat enn einn stjóm-
arliði, Guðni Ágústsson (F.Su.)
hjá við atkvæðagrciðsluna.
Þá riðlaðist stjórnarliöið í af-
stöðu sinni til ákvæðis, sem veitir
fjármálaráðherra heimild til að
undanþiggja afruglara söluskatti.
Ólafur Þ. Þórðarson og Guðni
Ágústsson greiddu tillögu Inga
Björns Albertssonar (B.VI.) um
afnám þeirrar heimildar atkvæði
sitt og Sighvatur Björgvinsson
(A. Vf.) og Eggert Haukdal (S.Su.)
sátu hjá. Fjármálaráðherra hefur
rökstutt þessa heimild sína með
því að undanþágan sé liður í
byggðastefnu.
Tvö önnur frumvörp urðu að
lögum eftir skamma'umræðu í efri
deild, lög um að færa Útflutnings-
ráð og veitingu útflutningsleyfa frá
viðskiptaráðuneyti til utanríkis-
ráðuneytis.
Stjómarandstaðan hefur gagn-
rýnt verkefnatilfærsluna mjög á
lagalegum forsendum og hefur
m.a. beðið Lagastofnun Háskóla
fslands um álitsgcrð um málið.
ÞÆÓ