Tíminn - 06.01.1988, Qupperneq 8
8 Tíminn
Miðvikudagur 6. janúar 1988 .
Tímiim
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 400 prdálk-
sentimetri.
Verð í lausasötu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.-
I
I
Jákvætt almenningsálit
Skýrt hefur verið frá niðurstöðum skoðanakönn-
unar sem gerð var á vegum Gallupstofnunar á íslandi
í desember sl. um afstöðu almennings til fjögurra
íslenskra stórfyrirtækja, þ.e. Sambands ísl. sam-
vinnufélaga, Eimskipafélags íslands, Flugleiða og
íslenska álfélagsins. Könnun þessi var gerð að
tilhlutan Sambands ísl. samvinnufélaga.
Skoðanakannanir eru nútímaaðferðir til þess að
átta sig á almenningsálitinu í tilteknum atriðum
hverju sinni. Engum dylst að það er mjög nauðsyn-
legt þekkingaratriði í lýðræðislandi að fyrirtæki,
samtök og stofnanir sem vinna í almannaþágu geri
sér grein fyrir hvert sé álit þeirra og staða í hugum
fjöldans. Að þessu leyti eru skoðanakannanir til
góðs. Túlkun skoðanakannana lýtur þó ekki algild-
um lögmálum og skoðanakannanir eru ekki stjórn-
tæki í sjálfu sér, heldur hafa þær upplýsingagildi sem
verður að meta eins og hver önnur málsgögn í réttu
samhengi.
Það er ánægjulegt fyrir samvinnumenn hversu
Samband íslenskra samvinnufélaga kemur vel út úr
þessari skoðanakönnun um álit almennings á stórfyr-
irtækjum í landinu. Niðurstaðan sýnir að Samband
ísl. samvinnufélaga nýtur viðurkenningar sem traust
og þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki og ekkert sem
bendir til annars en að Sambandið haldi uppi stefnu
í viðskipta- og atvinnumálum sem almenningur er
sáttur við.
Samband ísl. samvinnufélaga er vissulega stórt og
umsvifamikið fyrirtæki. En það er um leið eitt af
elstu fyrirtækjum okkar unga Nútíma-Íslands. Saga
Sambandsins og kaupfélaganna tengist sjálf-
stjórnarbaráttu íslensku þjóðarinnar og er samofin
henni allt til þessa dags. An samvinnuhreyfingarinn-
ar væri ísland hvorki svo vel á vegi statt í verklegum
framförum né það velferðar- og lýðræðisþjóðfélag
sem það er, ef ekki hefði notið við hugsjóna
samvinnuhreyfingarinnar né hins mikla framtaks
sem einkennt hefur forystu samvinnufélaganna í
meira en 100 ár.
Skoðanakönnunin bendir til þess að almenningur
er sér þess meðvitandi að Samband ísl. samvinnufé-
laga er mikilvægur þáttur farsæls atvinnu- og við-
skiptalífs hér á landi. Slíku áliti hlýtur samvinnu-
hreyfingin að fagna.
Þótt þetta sé meginniðurstaðan, þá er ekki þar
með sagt að samvinnuhreyfingin eigi sér enga
andstæðinga og hafi ekki við neitt að berjast.
Samvinnufyrirtækin þurfa auðvitað að takast á við
þá samkeppni sem alltaf hlýtur að verða í frjálsu
viðskiptalífi, en einnig munu samvinnumenn þurfa
að heyja sitt hugsjónastríð og eiga í baráttu við aðrar
þjóðfélagskenningar og lífsskoðanir. Samvinnu-
menn eru ágætlega vopnum búnir í slíkri baráttu. Þar
geta þeir ekki síst teflt fram langri reynslu í lausn
vandasamra þjóðfélagsmála, eins og þau hefur borið
að á hverjum tíma, dugmikilli forystu einstakra
manna og framtakssemi um nýjungar í verslun og
atvinnuuppbyggingu á öllum sviðum.
Samvinnuhreyfingin er enn mjög virkt framfaraafl
í íslensku þjóðfélagi. Á því er ekkert lát.
GARRI II
lllllllllllllllllllliw
llllllllllllllllllllllllllllllllllll
Allir með strætó
í Morgunblaðinu sinu í gær las
Garri heldur uggvænlegar fréttir af
rekstri Strætisvagna Reykjavíkur.
Þar segir að samfara vaxandi bíla-
eign borgarbúa fækki farþegum
með strætó ár frá ári. Þar er m.a.
haft eftir forstjóra SVR að tekjur
af fargjöldum endist nú verr en hér
á árum áður þegar þær hafí farið
allt upp í 83% af rekstrarkostnaði.
Núna séu þær aðeins um 60%.
í ár segir þar að útgjöld SVR séu
áætluð 438,5 miljónir og að hlutur
tekna af fargjöldum verði 240 milj-
ónir. Á móti er svo gert ráð fyrir
að borgarsjóður greiði 190 miljónir
með rekstrinum og auk þess 56
miljónir til fjárfestinga, í vagna-
kaupum og nýrri skiptistöð í Mjodd
í Breiðholti.
Það kemur einnig fram í fréttinni
að 1985 hafi farþegar SVR verið
9,8 miljónir, 1986 hafi þcir verið
9,3 miljónir, en á nýliðnu ári hafi
fjöldi þeirra farið niður i 8,6 milj-
ónir.
Þægilegur ferðamáti
Nú vill svo til að Garri er tölu-
verður strætómaður og gerir ail-
mikið af því að nota vagnana.
Hann getur borið um það af eigin
reynslu að þegar inenn hafa einu
sinni lært á kerfið er sáraeinfalt og
raunar mjög þægilegt að fara allra
sinna ferða um Rcykjavík í strætó.
Þetta á ekki síst við á veturna
þegar færö er misjöfn, og þykir
honum þá raunar ólíkt þægilegra
að hoppa inn í upphitaöan vagn á
morgnana heldur en að fara að
eyða löngum stundum í það að
koma bílnuni i gang, skafa af
rúðunum og aka honum síðan af
stað köldum, oft á tíðum út í
leiðinlega færð og erfið akstursskil-
yröi.
En þó cr ýmsu ábótavant í
leiðakerfinu, og einna óþægilegast
er að enn skuli vanta ýmsar mikil-
vægar tcngingar á milli stórra og
fjölmennra borgarhverfa. Þar er
efst á blaði að samgöngur vagn-
anna á milli Breiðhoíts, Árbæjar-
hverfis og svæðisins í kringum
Kleppsveg eru langtífrá nægilega
greiðar, því að mestan hluta dags
útheimtir ferð á milli þessara staða
að fyrst sé farið langleiðina niður á
Hlemni með einum vagni og síðan
skipt þar yfir í annan. Ef Garri man
rétt var fyrir ekki mjög löngu bent
á þetta hér i Tímanum, en raunhæf-
ar úrbætur hafa samt látið á sér
standa.
Selja þarf þjónustuna
Það er vitaskuld ekki nema
ánægjuleg þróun aö bílaeign borg-
arbúa skuli vera orðin svo mikil að
fólk telji sig ekki almennt þurfa á
því að halda að nota vagnana. En
þó er að því að gæta að borgarbúar
þurfa að grciða fyrir rekstur þessar-
ar þjónustu, ef ekki í fargjöldum
þá í gegnum skatta sína til borgar-
innar. Og það er öllum í hag að hún
sé sem mest og best.
En hitt er annaö mál að það sem
hér er að gerast sýnist vera að
strætó hafi ekki staðið sig í sam-
keppninni við einkabilinn. Eor-
ráðamönnum SVR og borgarinnar
hefur ekki tekist nógu vel að bjóða
eftirsóknarverða þjónustu og að
markaðssetja hana með þeim hætti
að borgarbúar færi sér hana al-
mennt í nyt.
Það sem fyrirtæki úti á hinum
almenna markaði gera er að þau
keppast um að veita nákvæmlega
þá þjónustu sem fólk þarf á að
haida og sem það sækist eftir.
Síðan auglýsa þessi fyrirtæki þjón-
ustu sína og keppa innbyrðis uin
það að ná til sín sem flestum
viðskiptavinum.
Strætó á að vísu ekki í sam-
keppni við önnur fyrirtæki á sviði
almannaflutninga, en hann á í
harðri samkeppni við einkabílinn.
í þessari samkeppni þarf hann að
standa sig. Til þess að geta það þarf
hann meðal annars að bjóða eins
örar og tíðar ferðir á milli borgar-
hverfa og frekast er kostur, og
síðan þarf hann að sclja þessa
þjónustu. Til dæmis má minna á að
SVR selur auglýsingar bæði inni í
og utan á vögnunum. Hvernig væri
nú að taka sig aðeins á og auglýsa
þjónustuna svo sem í nokkrar vikur
á ári utan á sínum eigin vögnum?
Þar gæti til dæmis staðið: „Allir
með strætó!*1. Garri.
VÍTT OG BREITT
Guðinn í ósongatinu
Einhver merkasti spádómur sem
birtur hefur verið um athyglisverða
atburði ársins sem er að hefjast er
sá, að andlit popparans Michael
Jackson birtist í gatinu á ósonlag-
inu yfir Suðurheimskautinu. Þá
verður trúlega upplit á mörgæsun-
um.
Að venju hamast fjölmiðlar um
allan heim við að birta spádóma í
upphafi árs og sumir velja mann
ársins sem var að líða og er þar
dáfallegur söfnuður, ef allur væri
saman kominn, allt frá Gorbatsjov
upp í Pálma í Hagkaupi, sem er
slíkur töframaður í verslun að
græða á lágri álagningu.
Áramótaspádómarnir eru flestir
hver öðrum líkir. Völvur og spá-
menn sjá fyrir jarðhræringar ein-
hvern tíma á árinu, frægur maður
deyr og veðrið verður ýmist gott
eða vont. Sjávarafli eykst eða
minnkar og viðsjár verða með
mönnum og stjórnmálaflokkum
hér og hvar.
Rugl og blaður
Hvorki Seðlabankinn né Þjóð-
hagsstofnun hafa gefið út efna-
hagsspár í tilefni áramótanna, en
voru reyndar búin að spá þvers og
kruss skömmu fyrir áraskiptin og
ætti að duga í bili. Þjóðhagsstofnun
gaf að vísu út aðvörun um efna-
hagsþróun og er hún á þá leið að
verði gengið fellt leiði það til
aukinnar verðbólgu. Eins muni
launahækkanir verða verðbólgu-
valdandi. Ef kaupið hækkar og
gengið fellt mikið verður verð-
bólgustigið enn hærra en ef gengið
verður áfram reyrt fast og kaupið
ekki hækkað.
Þetta eru verðmætar upplýsingar
sem fela í sér þá spádóma að
margbölvuð verðbólgan muni enn
um sinn ríða húsum á þjóðarbúinu
sem góðærið hefur leikið svo grátt
að útlit er fyrir íslandsmet í við-
skiptahalla og skuldir hrannast upp
með meiri hraða en vinnulúinni
þjóð tekst að aura saman fyrir.
Ef góðærið fer ekki að taka enda
má allt eins búast við að allt
móverkið verði sett á hvínandi
hausinn.
Orsök og afleiðing
í upphafi ársins 1988 urðu merk
tíðindi sem engan spámann hafði
órað fyrir. Þá stundi Davíð Schev-
ing Thorsteinsson þungan í blaða-
viðtali yfir fjármagnskostnaði, sem
verið hefur að sliga fyrirtækið sem
hann veitir forstöðu, Sól hf.
í sjálfu sér þykir fæstum mikið
þótt framkvæmdamenn beri sig illa
undan okurvöxtum sem gleypa of-
fjárfestingar með húð og hári. En
Davíð er stjórnarformaður lána-
stofnunar sem hefur mikið umleik-
is og rekur m.a. dótturfyrirtæki
sem hefur gríðarleg umsvif í kaup-
leigu.
Það er eins og manni finnist að
hvað reki sig á annars horn þegar
stjórnarformaður ört vaxandi pen-
ingastofnunar festir sjálfan sig í
gildru offjárfestingar og kvartar
svo yfir fjármagnskostnaðinum,
sem er ekkert annað en það okur-
verð sem peningamaskínurnar
taka fyrir að lána út fé eða leigja.
Svona getur frelsið til að okra og
frelsið til að offjárfesta leikið hina
mætustu menn.
Þessu var sem sagt ekki spáð og
margt á eftir að koma í ljós sem
völvur og seiðskrattar hafa ekki
séð fyrir.
Merkileg var spáin sem Stöð 2
lét gera um stjórnmálaþróunina.
Stjörnuspámaður las skapferli
stjórnmálamanna út úr merki
þeirra og nálægð Satúrnusar.
Hvaða greind kerling sem er, án
allrar spádómsgáfu, hefði sem best
gert betur en himinhvolfarýnirinn.
En skemmtileg var spá nokkurra
stjómarandstöðuforkólfa um líf-
daga ríkisstjómarinnar og fram-
gang þjóðmálanna.
Þeir höfðu enga hugmynd um
hvernig nein mál mundu þróast og
vom sammála um að annað hvort
sæti stjórnin út árið eða að hún félli
á árinu. Basta.
Best er að spá engu, en hins
vegar væri meinalaust að menn
lærðu einhvern tíma að velta fyrir
sér orsök og afleiðingu og haga
gjörðum sínum samkvæmt því.
Það er víst til of mikils mælst og
þvf réttast að velja flóknar leiðir
dulfræða til að skoða framtíðina.
En hvað sem dulfræðum líður
hefur þó ameríska kvensan sem
spáir ásjónu poppguðsins í óson-
gatinu hugmyndaflug sem aðrar
völvur skortir. OÓ