Tíminn - 06.01.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.01.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Miðvikudagur 6. janúar 1988 FRÉTTAYFIRLIT TEL AVIV — Israelskir her- menn skutu að minnsta kosti einn Palestínumann til bana og særðu sjö aðra í nýjum átökum á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu. JERÚSALEM — ísraelskir embættismenn lýstu yfir reiði sinni vegna ummæla David Mellors sem ferðast nú á veg- um breska utanríkisráðuneyt- isins um herteknu svæðin. Mellor gagniýndi Israelsstjórn harðlega fyrir stjórnun á þess- um svæðum. LUNDÚNIR — íranar hafa framlengt um fjóra mánuði her- skyldu allra þeirra sem kvaddir hafa verið í herinn. Þessar fréttir koma á sama tíma og' sögur eru á kreiki að Iranar hyggist hefja nýja stórsókn gegn Irökum. RABAT — Hassan Marokkó- konungur er veikur og hefur það sett spurningarmerki við hvort af sérstakri ráðstefnu þjóða Múhameðstrúarmanna verði. Þar er ætlað að ræða atburði síðustu vikna á her- teknu svæðunum, Gazasvæð- inu og Vesturbakkanum. RIYADH — Fahd konungur Saudi Arabíu hefur hætt við áform um að skattleggja tekjur útlendinga. Slíkurskatturhefur ekki veríð í gildi síðustu tólf ár og fréttir um að konungurinn hefði í hyggju að taka hann upp aftur urðu til þess að margir spáðu því að útlendir menn myndu flykkjast brott frá landinu. NAIRÓBI — Margrét Thatc- her forsætisráðherra Bretlands og Daniel Arap forseti Kenya urðu sammála um að verða ósammála varðandi hvaða stefnu ætti að taka gagnvart Suður-Afríku. Thatcher er á móti öllum viðskiptaþvingun- um en Arap og aðrir Afríku- leiðtogar vilja koma þeim á til að þvinga stjórn S-Afríku til að hverfa frá kynþáttaaðskilnað- arstefnu sinni. TOKYO — Fésýslumenn í Japan hvöttu forsætisráðherr- ann Noboru Takeshita til að leita leiða til að gera Bandaríkjadal stöðugari í verði á gjaldeyrismörkuðum þegar hann hittir Rónald Reagan Bandaríkjaforseta í Washing- ton í næstu viku. DÚSSELDORF, Vestur- Þýskalandi - Líbaninn Abbas Ali Hamadei neitaði að vera viðriðinn rán á tveimur Vestur- Þjóðverjum í Beirút þegar réttarhöldin hófust yfir honum og hvatti til þess að þeim sem enn er haldið í gíslingu yrði sleppt. ÚTLÖND Fréttabréf Amnesty Internationai: Þúsundir barna eru fórnarlömb pyndinga og morða Þúsundir barna, sum rétt nýfædd, eru fangelsuð, pynduð og drepin af stjórnvöldum víðsvegar um heim allan. Þetta kom fram í fréttabréfi mannréttindasamtakanna Amnesty International sem út kom í gær. Þar var sagt að sakleysi og varnarleysi virtist ekki vera nein vörn gegn misnotkun valds. Mannréttindasamtökin tiltóku átján lönd þar sem grundvallarréttindi barna eru þverbrotin og hvöttu sitt fólk til að beita sér fyrir því að pólitísku ofbeldi gagnvart börnum yrði hætt. Þá voru Sameinuðu þjóðirnar hvattar til að vinna betur að réttindum barna. Sum börn eru pynduð til að fá upp úr þeim upplýsingar eða til að neyða foreldra þeirra að tala. Önnur börn voru hreinlega drepin eins og fram kom í fréttabréfinu. Hermenn börðu hinn átta ára gamla Alberto Alarcon frá Ecuador illa og nærri drekktu honum með því að halda höfðinu í vatni, allt vegna þess að rifli hafði verið stolið frá þeim. Atburður þessi átti sér stað síðasta vor. Lögreglan í Tyrklandi pyndaði fjóra unga drengi frá suðausturhluta landsins, þar sem aðskilnaðarsinnar úr hópi kúrda láta mikið að sér kveða, með því að gefa þeim raf- magnsstuð í munninn. í Surinam var þriggja ára gamall drengur skotinn til bana í örmum móður sinnar í litlu þorpi. Atburður- inn átti sér stað árið 1986 og her- mennirnir sem skutu drenginn vildu víst upplýsingar út úr fólkinu. í Suður-Afríku er talið að ellefu þúsund blökkubörn hafi verið sett í fangelsi á árunum milli 1984 og 1986, sum þeirra allt niður í sjö ára gömul. Mörg þeirra máttu þola pyndingar ýmiskonar s.s. barsmíðar og svipuhögg auk þess sem sumum var gefið rafmagnslost. í ísrael hafa mörg börn Palestínu- manna á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu verið handtekin og sum sögðust hafa verið barin af ísraelsk- um hermönnum á meðan þeim var haldið föngnum. Mörg börn hreinlega hverfa eins og í Argentínu þar sent enn er ekki vitað um afdrif hundrað barna er hurfu í hinu svokallaða „skítuga stríði“ í lok síðasta áratugs. Börn eru fórnarlömb fjöldamorða víða um heim sem hersveitir fremja. Konur og börn voru t.d. í hópi þeirra rúmlega 200 manna sem her- sveitir Sýrlendinga drápu í Ifbönsku borginni Tripóli árið 1986 og sögðu vitni að sum fórnarlambanna hefðu verið skotin í höfuðið. í írak voru um 300 börn og unglingar handtekin árið 1985 og virtist sem ástæðan væri pólitískar gjörðir ættingja þeirra. Að minnsta kosti 29 þessara ungmenna hafa verið líflátin, sum með augun rifin út. Líkum sem skilað hefur verið til ættingja sýna að pyndingar áttu sér stað. Vestræn ríki eru ekki hvítþvegin í þessu sambandi. í Bandaríkjunum hafa ungmenni verið dæmd til dauða og tekin af lífi fyrir glæpi sem þau fröntdu þegar þau voru alit niður í fimmtán ára gömul. Börn í Pakistan, Bangladesh, írak, fran og á Barbados hafa einnig verið dæmd til dauða og tekin af lífi, sagði í fréttabréfi Amnesty Internat- ional um misnotkun ríkisstjórna á valdi sínu. hb Á bak við lás og slá: Þúsundir barna víða um heim eru fórnarlömb pyndinga og morða. Kína: Spilltir kommúnistar Þeim félögum innan kínverska kommúnistaflokksins sem ástunda svindl ýmiskonar hefur fjölgað frekar en hitt og spillingin veldur flokknum og fólkinu í landinu gífurlegum skaða. Þessu var haldið fram í Dagblaði alþýðunnar í gær sem sagði að meðal glæpamannanna væru sumir háttsettir menn innan flokksins. Blaðið sagði að rekja mætti suma glæpina til þeirra breytinga á efnahagslífi landsins sem unnið hefur verið að síðan árið 1979. lætur sig meiru skipta glæpi sem flokksmenn tengjast heldur en aðra glæpi,“ sagði í Dagblaði alþýðunnar. Spillingin hefur aukist hin síð- ustu ár og blaðið tiltók sem dæmi smygl, mútur, siðleysi, misnotkun valds. klíkuskap og uppljóstrun ríkisleyndarmála. Síðastnefnda atriðið er eftirtektarvert þvi þótt blöð í Kína birti oft fréttir um valdníðslu og spillingu hefur því sjaldan verið haldið fram að flokks- félagar létu af hendi skjöl er inni- héldu ríkisleyndarmál. Aganefnd flokksins sagði í októ- bermánuði að tæplega 152 þúsund flokksfélagar hefur verið reknir úr flokknum fyrir agabrot á árunum milli 1982 og 1986. Meðlimir flokksins telja 46 milljónir. Dagblað alþýðunnar sagði að í sumum héruðum hefði flokksvald- ið ekki tekið á augljósum glæpum í mörg ár. Blaðið hvatti heiðvirða embættismenn til að vera hugaða og berjast gegn spillinganetinu. Þá var þess einnig getið að hraða þyrfti umbótaáætlunum því óljós lög og reglugerðir gerðu svindlur- unurn kleift að notfæra sér smugur í þeim. Harðlínumenn innan kommún- istaflokksins hafa aftur á móti verið duglegir við að gagnrýna umbóta- stefnuna og einmitt bent á aukna spillingu scm afleiðingu hennar. hb Bandaríski gjaldmiðillinn hækkaði í verði á gjaldeyrismörkuðum í gær og nú bíða menn spenntir frétta af tölum yfir viðskipti Bandaríkjam- anna í nóvembermánuði. Fjármál og viðskipti: Seðla- bankar kaupa dali Bandaríkjadalur hækkaði nokkuð í verði gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum heims á gjaldeyrismörkuðum í gær og mátti rekja ástæðuna til mikilla dalakaupa seðlabanka helstu iðnaðarþjóðanna sem reyndar hófust strax í byrjun vikunnar. Hlutabréf hækkuðu einnig í verði en þrátt fyrir það bjuggust margir fésýslumenn ekki við að uppsveiflan myndi verða langlíf. Bandaríski gjaldmiðillinn var hæst skráður á 1,6155 mörk sem var fimm pfenningum hærra en á mánudag þegar dalurinn hafði aldrei verið lægri gagnvart vestur-þýska gjaldmiðlinum. Fésýslumenn vöruðu hins vegar við bjartsýni og sögðu að dökku hliðarnar á bandarísku efnahagslífi þ.á m. gífurlegur viðskiptahalli ættu eftir að þrýsta á lækkun gjaldmiðils- ins á nýjan leik. „Afskipti seðlabankanna hafa ekki læknað það slæma í Bandaríkj- unum en þau munu eins og vanalega kaupa mönnum tíma,“ sagði einn háttsettur fésýslumaður í bandarísk- um banka í Lundúnum. Aðrir voru þó bjartsýnari og margir efnahagssérfræðingar búast við að tölur yfir viðskipti Banda- ríkjamanna í nóvembermánuði, sem birtar verða um miðjan mánuðinn, sýni að viðskiptahallinn hafi minnk- að verulega frá methallanum í októ- ber er var 17,63 milljarðar dala. Það er víst að minnki viðskipta- hallinn svo einhverju nemi, samfara því að engar slæmar pólitískar fréttir berist frá Washington, mun slíkt styrkja menn í þeirri trú að dalurinn hafi lækkað nóg. Einn fésýslumaður í Lundúnum sagði að slíkar fréttir myndu jafnvel verða til þess að dalurinn hækkaði upp í 1,68 vestur- þýsk mörk. hb ÚTLÖND

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.