Tíminn - 06.01.1988, Side 20

Tíminn - 06.01.1988, Side 20
Auglýsiiígadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Okeypis þjónusta SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. 086300 Timinn Tíminn Hlutabréf í islenska Myndverinu hf. til sölu: Leitað að kaupendum Samkvæmt heimildum Tímans hafa forráðamenn íslenska Myndversins hf. Krókhálsi 6, sem er annað tvegga fyrirtækja sem standa að Stöð 2, leitað fyrir sér að undanförnu með kaupendur að ; allt að 49% hlutabréfa í fyrirtækinu. Þessar sömu heimildir herma að Sambandi íslenskra samvinnufélaga hafi verið boðin hlutabréfín, en forráðamenn þess hafi enn ekki tekið afstöðu til kaupa á þeim. í samtali við Tímann vildi Ragn- ar Guðmundsson, framkvæmda- stjóri fslenska Myndversins hf. hvorki játa þessu eða neita. „Hvernig svarar maður svona fyrir- spurn blaðamanna, jú sennilega er rétt að segja að ég vilji engar upplýsingar um ntálið gefa,“ sagði Ragnar. Hann var inntur eftir því hvort rætt hefði verið um sölu 49% hlutabréfa í fyrirtækinu til Sam- bandsins. Og svarið var stutt og laggott; „Ég vil ekkert um málið tala, þetta er innanhússmál". íslenska Myndverið hf. er sjálf- stætt fyrirtæki og á það öll tæki og allan búnað sem notaður er við útsendingar Stöðvar 2. Auk þess vinnur fyrirtækið á sviði auglýs- inga- og myndbandagerðar fyrir aðra aðila. íslenska Myndverið hf. Tímamynd Pjelur er að stofni til fyrirtækið Texti hf. Hjá Myndverinu vinna nú nálægt 50 manns. Ragnar Guðmundsson og Vald- • imar Steinþórsson og konur þeirra eiga skráð 49% hlutafjár í íslenska Myndverinu. en íslenska sjón- varpsfélagið 51%. Skráð hlutafé fyrirtækisins nú er 7 milljónir króna en aðalfundur í febrúar mun taka formlega afstöðu til aukningar hlutafjár þess. Auk íslenska Myndversins hf. stendur íslenska sjónvarpsfélagið að Stöð 2. Litið er á þessi tvö fyrirtæki sem rekstrarlega heild og allar helstu framkvæmdir eru rædd- ar á sameiginlegum fundum for- svarsmanna fyrirtækjanna. t>að kom fram hjá Ragnari Guðntundssyni að fyrirtækið hafi lagt út í miklar fjárfestingar í tækjum við stofnun Stöðvar 2. Hann áætlaði að fjárfestingin hafi numið um 130 milljónum króna. Tæki Texta hf. voru melin á um 20 milljónir, þannig að heildar- verðmæti tækjabúnaðar fyrirtækis- ins er um 150 milljónir. Hann sagði að sumt af fjárfestingunni væri tekið á kaupleigu. „Þetta er sá nýi máti sem hefur verið notaður mikið í dag, þótt þessi viðskiptakjör séu að versna óðum, vegna laga um 30% bindingu á lánsfé innanlands. Þriggja prósenta, lántökugjald þyngir líka róðurinn,1' sagði Ragn- ar Guðmundsson. óþh Greiddi ekki skuldabréfin, en seldi sjálf vörurnar: Verslunin vildi ekki þiggja barnabætur „Ætli viö töpum ekki um 100 til 200 þúsund krónum á ári með þessu móti,“ sagði framkvæmdastjóri húsgagnaverslunar í Reykja- vík, sem í hverjum mánuði felur lögfræðingum verslunarinnar innheimtur fjölda skuldabréfa og víxla sem gjaldfalla. Úr þessari verslun var að fá dæmi um ósvífna viðskiptahætti þar sem viðskiptavinur gengur á rétt kaupmannsins. ÞUNGUR R0DUR í KVÓTAMÁLINU Fyrir tæpum þremur árum kom, kona ein í verslunina og keypti vörur á afborgunum fyrir nokkra tugi þús- unda króna. Skemmst er frá að segja að skuldabréfin voru ekki greidd á tilsettum tíma og innheimtuaðgerðir lögfræðinga báru engan árangur. Svo var að lokum komið að inn- heimtan svaraði ekki kostnaði og skuldin var afskrifuð. Upplýsingar fengust um að konan ætti engar eignir, - ekki einu sinni þær sem hún hafði keypt í húsgagnaversluninni! og sæti í Síðumúlafangelsi fyrir önnur brot. Húsgögnin hafði konan selt og veðsett. Hálfu öðru ári síðar, þegar hún hafði tekið út refsingu sína, heim- sótti hún þessa sömu verslun í fylgd bróður síns og vantaði hann húsgögn. Nú var rætt við annað afgreiðslufólk en í fyrra skiptið. Að sjálfsögðu lék hún sama leikinn, en bróðir hennar var einnig eignalaus og greiddi ekki sínar skuldir. Versl- unareigendur uppgötvuðu það of seint og féllu í sömu gryfjuna aftur. „Við treystum ekki mikið á van- skilaskrárnar," sagði framkvæmda- stjórinn. „Þær eru svo óáreiðanleg- ar. Stálheiðarlegt fólk hefur verið fært inn á vanskilaskrá, því að það hefur ábyrgst einhver bréf, sem hafa farið í vanskil." Bíræfni konunnar var svo kórón- uð fyrir tæpu ári þegar hún skipti við verslunina í þriðja sinn. Þá beitti hún sambýlismanni sínum fyrir sig við kaup á hjónarúmi. Sölumann grunaði, að ekki væri allt með felldu, og vildi tryggja sig með því að láta konuna, sem var í fylgd með honum, ábyrgjast bréfið. Það er hins vegar sjaldnast gert. En sami grautur er í sömu skál. Skuldabréf þeirra fór í vanskil og náðist ekki að innheimta nema hluta þess. Eftir þessa vanskilasögu mætti ætla að konan léti kyrrt liggja, en það er öðru nær. Næst þegar hún vildi kaupa í versluninni bauðst hún til að ávísa á barnabæturnar, sem hún fengi frá tryggingastofnun. Hér varð verslunareigendum nóg boðið og höfðu samband við viðkomandi banka, sem greiddi út bæturnar. En þetta þótti bankamönnum ekki nýjar fréttir. Hún hafði leikið þann leik við marga aðila að tryggja mönnum skilvísar greiðslur með því að þeir fengju greitt beint frá bankanum þann 10. hvers mánaðar. „Slíkt var dómgreindaleysið hjá henni,“ endar framkvæmdastjórinn. „Sem betur fer sjáum við þetta ekki oft, en það má segja að svona nokkuð gerist fjórum til fimm sinn- um á ári.“ þj Fjögur nefndarálit komu frá sjávarútvegsnefnd neðri deildar, þegar hún skilaði málinu til annarr- ar umræðu í neðri deild Alþingis í gær. Umræðu var frestað um kvöldmatarleytið og verður fram- haldið klukkan 10 árdegis. Kjartan Jóhannsson mælti fyrir áliti meiri hluta nefndarinnar, sem skipaður er auk Kjartans þeim Alexander Stefánssyni, Guðna Ágústssyni og Ólafi G. Einarssyni. Meiri hlutinn gerir breytingartil- lögur við þrjár greinar frumvarps- ins. Þar koma fram nokkrar breyt- ingartillögur við 10. grein frum- varpsins, trillubátagreinina svo- nefndu. I fyrsta lagi er lagt til að bann- dögum línu- og handfærabáta verði fækkað á sumar- og haustmánuð- um. í öðru lagi er lagt til að bátum, sem stunda færa- og línuveiðar, verði gefinn kostur á að sæta veiðitakmörkunum með aflahá- marki í stað banndaga eftir eigin vild. í þriðja lagi er gerð tillaga um að allar útgerðir sem hafa stundað þorsknetaveiðar á árunum 1986 og 1987 á bátum undir 6 lestum eigi kost á leyfi til slíkrarveiði áframí stað þess að einungis verði miðað við þá sem leyfi fengu til netaveiða á þessum tveimur áruni. Meiri hlutinn telur að drög að reglugerð um veiðar smábáta séu til mikilla bóta varðandi viðmiðun- arár, sem verður nú 90% meðaltals af veiðum tveggja betri áranna af þremur, í stað 90% meðaltals allra þriggja áranna í eldri lögum. Einn- ig vill meiri hlutinn breyta stærðar- flokkun báta á bilinu 10 - 50 lestir, því lítill stærðarmunur valdi allt of miklum mun í aflahámarki á þorsk. Þá vill meiri hlutinn að endur- skoðunarnefnd laganna sem lagt er til að stofnuð verði með bráða- birgðaákvæði fjalli m.a. sérstak- lega um með hvaða hætti unnt sé að taka tillit til byggðasjónarmiða við stjórn fiskveiða og úthlutun veiðiheimilda. Matthías Bjarnason formaður sjávarútvegsnefndar neðri deildar lagði fram eigin breytingartillögur, sem um flest eru í samræmi við tillögur Karvels Pálmasonar sem fram komu í efri deild. Hjörleifur Guttormsson, Hregg- viður Jónsson og Kristín Einars- dóttir gerðu síðan grein fyrir tillög- um sinna flokka áður en umræðu var frestað. Framhaldið verður erfitt, því meiri hluta stuðningur við frumvarpið eða einstök atriði þess getur hangið á einu atkvæði. ÞÆÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.