Tíminn - 24.01.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.01.1988, Blaðsíða 3
Sunnudagur 24. janúar 1988 Tíminn 3 Skjólborg bý&ur upp á 20 gistiherbergi í tveimur húsum eins og myndin hér að ofan sýnir. Ætlunin er a& bæta fjórum herbergjum við næsta sumar, sem þegar eru fokheld. í þeim enda hússins sem að okkur snýr er setustofa með sjónvarpi og lítill eldhúskrókur. (Tímamynd abó) Inngangurinn í minjasafn Emils Asgeirssonar lætur ekki mikið yfir sér, enda er það í gömlu fjósi. Þess má geta að Emil hefur einnig safnað gömlum heyvínnuvélum. (Timamynd ABÓ) Heimamenn bera ferðamönnum vel söguna og segja þá yfirleitt ganga snyrtilega um svæðið, enda telja þeir, að þar sem vel er gert við ferðamenn skili sér í betri umgengni. Undanfarin ár hefur ferðaþjónustan einkum verið fólgin í því að sjá ferðalöngum í föstum hópferðum á svokölluðum „gullhring" fyrir mat í hádeginu. En breyting hefur orðið þar á. þar sem fólk er farið að hafa meiri viðdvöl á staðnum, þannig að matsalan er einnig orðin nokkur á kvöldin. GLEFSUR ÚR GESTABÓK Gestabókin í Skjólborg gefur ef til vill besta vitnisburðinn um ánægju ferðamanna með staðinn og ná- grenni hans. Við skulum enda á nokkrum tilvitnunum í gestabókina: „Nafnið Skjólborg er í hugum undirritaðra staður hvíldar, kyrrðar og endurnýjunar. Hér er nánast allt sem glatt getur þreytta og hrjáða sál tímaleysingja nútíðar. Notalegur aðbúnaður, umhverfi og kyrrðin. Hér er hægt öðrum stöðum fremur að fara á stefnumót við sjálfan sig.... “ Á öðrum stað stendur; „Gistum hér í Skjólborg í fyrsta sinn og nutum dvalarinnar fullkomlega... Þetta er dvalarstaður sem hver og einn íslendingur getur verið stoltur af.“ Og að lokum Ijóð sem einn af gestum Skjólborgar ritaði í gesta- bókina. „Flæðir hugsun, fíýtur sál, flýði úr stórborginni, allir draumar öðlast mál inn í Skjólborginni. “ ABÓ Fulltrúar frá félagsstarfi eldri borgara saman komnir í anddyri félagsheimilisins, auk forstöðumanna ferðaþjónustunnar á Flúðum og fulltrúa Fer&askrifstofunnar Sögu. (Timamynd abó) Sundlaugin á Flú&um hefur nýlega verið endurbætt og afbragðs gufuba&i, hvíldarherbergi og Ijósabekk hefur verið komið fyrir. (Tímamynd ABÓ) Það kennir margra grasa í minjasafni Emils, sem dæmi má nefna stóran vefstól, söðla, saumavélar, taurullur og skilvindur. Fatan á miðri mynd er ekki öll sem hún sýnist, enda er þetta haglega útbúin músagildra. (Tímamynd abó) Vísnaþáttur. 13. þáttur Margri sveit er vegsemd veitt... Þátturinn hefst á þremur vísum eftir Harald frá Kambi. Flaskan mörgum leggur lið læknar dýpstu sárin. Hópur manna heldur við hana gegnum árin. Ég er lúinn, það er af því að þung er græna taskan. Svona getur sigið í svartada uðaflaskan. Haraldur er á því enn þó enginn geti séð það. Það eru frekar fáir menn sem fara betur með það. Ólafur Björnsson bjó nokkur ár í Stóra-Galtardal á Fellsströnd seint á síðustu öld. Hann var Húnvetningur að ætt og bjó áður á Hlaðhamri og víðar í Hrútafirði. Ólafur kvað svo um Fellsströnd: Margri sveit er vegsemd veitt veröíd gegnum þvera. Fellsströnd hefur fleira en eitt fagurt til að bera. Ólafur Pétursson, bóndi í Stóru-Tungu á Fellsströnd fyrstu áratugi þessarar aldar, kvað svo: Fellsströndin er frekar rýr þá farið er hana að meta. Hún er eins og ónýt kýr sem ekki fær að éta. Ólafur kvað svo um tvo sveitunga sína, sem fóru í einhvern leiðangur sennilega til að afla fylgis fyrir kosningar til Alþingis. Fóru á veiðar fyrir glóp fýstu að leiða stóran hóp. Gerðu neyðar gól og hróp Guðjón skreið, en Jónas hljóp. Þá er ófeðruð siglingavísa. Blær í voðum vekur fjör vellur froðan gráa. Þýtur gnoðin eins og ör yfir boða háa. Á þessari gömlu vísu veit ég engin deili. Beitir engi, treður tún trassafenginn kauði. Sofa lengi hann og hún hirðir enginn sauði. Ágúst Pétursson frá Klettakoti var eitt sin við vinnu á bæ einum, þegar bóndi úr sveitinni kom og leiddi kú undir naut eins og títt var fyrir tækniöld. Þá kvað Ágúst: Karlinn hnellinn kaus að fá klaufadrelli léðan. Á halamellu múlnum brá og mjakaði kellu héðan. Kristmundur Jónsson Giljalandi Haukadal. OLL VINNSLA PRENTVERKEFNA Við í Prentsmiðjunni Eddu tökum að okkur hönnun og vinnslu á stórum og smáum prentverkefnum. ■ PRENTSMIÐJANi Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.