Tíminn - 24.01.1988, Qupperneq 4
4 Tíminn
Sunnudagur 24. janúar 1988
Sunnudags-
LEIÐARI
Vandlifað
Það er sagt um aldamótakynslóðina að hún hafi trúað á
síbatnandi heim, aleflingu vísinda og allskonar framfara. Þótt
ekki verði annað sagt en vísindunum hafi skilað drjúgum
áfram og framfarir megi líta á næstum öllum sviðum, þá hefur
nú forsjóninni þóknast að koma því svo fyrir að mjög er
umdeilanlegt hvort heimurinn hafi batnað. í stað hvers vanda
sem leystur hefur verið er líkt og sprottið hafi upp tveir
vandar nýir eða þaðan af fleiri.
Rétt eina staðfestingu þessa má Iíta í nýlega út komnu riti
landlæknis, Ólafs Ólafssonar - „Mannvernd“. Nafnið velur
landlæknir til þess að vekja athygli á því að í mikilli skriðu af
mæltu máli og rituðu um náttúruvernd, hvalavernd o.s.frv.
er ekki annað að sjá sem lítilmagnar þessa velferðarþjóðfé-
lags okkar - sem við fullyrðum að sé - hafi margir orðið
grimmúðlega úti. í samfélagi blómgandi menningar og
vísindaiðkunar og „félagsmálapakka“ alls konar, hefur þeim
stórfjölgað sem sitja hnípnir í biðstofum lækna, haldnir
streitusjúkdómum, eða skýtur upp á félagsmálastofnun að
skæla út fátækrastyrk. Og enn virðist skýringarinnar að leita
í þeirri náttúru vandamála er menn halda sig hafa leyst að
æxla af sér ný, eins og í upphafi sagði.
Meðal athyglisverðustu niðurstaða í ritinu er sú - sem
landlæknir leggur fram eins og sannaða reglu í efna eða
eðlisfræði - „að snöggar breytingar á lífi fólks, hvort sem það
er vegna velmegunar eða fátæktar, geta haft örlagarík áhrif.
Lífsbaráttan í velferðarlöndum getur gengið mjög nærri fólki
og beinlínis verið sjiikdómsvaldandi.“
Enda kemur fram að samfara hratt vaxandi kaupmætti
hefur sala áfengis og tóbaks aukist verulega, tíðni hjónaskiln-
aða hefur aukist og fæðingum fækkað. Kvörtunum vegna
streitu meðal 30 - 44 ára hefur fjölgað um helming og skv.
hóprannsóknum Hjartaverndar mælist verulega hækkaður
blóðþrýstingur hin síðustu árin. Samfara aukinni streitu fylgir
hækkandi tíðni maga- og gigtarsjúkdóma og auknar fjarvistir
frá vinnu vegna veikinda.
Það reynast vera börn þeirrar kynslóðar sem líður svo mjög
fyrir hinn aukna kaupmátt er verða harðast úti samkvæmt
skýrslunni. Landlæknir fullyrðir að það sé mikill skaði hve fá
börn búi „við foreldralán“, sem um leið veldur því að 10 -
12% skólabarna á 12 ára aldri þjást af geðrænni veilu. Þessi
börn eru svo sjálfkjörnir „kandidatar" í þann flokk lítilmagna
er næstur kemur - ungs fólks sem efnir til heimilisstofnunar
af andlegum og efnalegum vanefnum. Nýir umkomuleysingj-
ar fæðast og það fjölgar í hópi einstæðra foreldra, sem var
fjórðungur allra barnafjölskyldna árið 1985 og fer vaxandi.
Svona lokast hringurinn.
Hóp einstæðra foreldra fylla einkum konur sem eru langt
að baki körlunum í launum meðan viðurkennt er að hvert
heimili verður að hafa tvær fyrirvinnur. Þær hafa fengið
rýmkaðan rétt á ýmsum sviðum til móts við karlana, en sú
lausn er galli blandin. Um leið hafa þær áunnið sér nýjar
hrellingar. Vinnudagur þeirra er hinn lengsti á Norðurlöndum
og streita 20% meiri en heimavinnandi húsmæðra - segir í
skýrslunni.
Það ætti að vera huggun harmi gegn að í „þenslunni“ hafa
íslendingar þó komið sér upp meira stofnanarými en nokkur
önnur Evrópuþjóð. En ekki telur landlæknir að vandinn
verði leystur þar. Hann bendir á að leysa verði húsnæðisvand-
ann, sem skapi óteljandi streituvandamál. Hann telur að
jafna verði launamun kvenna og karla, stórauka efnahagslega
og félagslega aðstoð við einstæða foreldra og gefa sérstakar
gætur að hag smábarnaforeldra og dagvistun.
Efalaust yrðu þetta spor í rétta átt og þegar þessu öllu hefur
verið kippt í liðinn ætti víst að vera komið velferðarþjóðfélag
á íslandi. En tæki þá ekki við óðari „þensla“ en nokkurn tíma
áður með flunkunýjum og enn óþekktum vandamálum? Færi
ekki blóðþrýstingur þjóðarinnar loks fullkomlega úr böndun-
um? Mundu nokkrir tolla í hjónabandi lengur, nema kannske
elstu prófastar og vígslubiskupar? Já, svona er nú vandlifað.
Tíniinn
Umsjon Helgarblaðs:
Atli Magnússon
Bergljót Davíösdóttir
Agnar Birgir Óskarsson
ERLEND MÁL
Dole getur orðið
frambjóðandi repúblikana
í forsetakosningunum
Sigur í Iowa myndi styrkja stöðu hans
MIKIÐ fjör er að færast í kosn-
ingabaráttuna í Bandaríkjunum,
en fyrsta prófkjör fer fram í Iowa
eftir rúmar tvær vikur eða 8. febr-
úar. Prófkjörið þar fer fram í
tveimur áföngum. Fyrst eru kosnir
fulltrúar á héraðsþing, sem kýs
síðan fulltrúa á fylkisþing, en það
kýs fulltrúana, sem fara á lands-
fund viðkomandi flokks, þar sem
frambjóðandinn í forsetakosning-
unum verður endanlega valinn. |
Kjör fulltrúanna á héraðsþingin
þykir skipta mestu máli og skera úr
um það, hvaða fulltrúa fylkisþingið
velur á landsfundinn.
Þótt fulltrúarnir frá Iowa á lands-
fundinn séu ekki margir vegna þess
að fylkið er fámennt og val þeirra
þyki ekki vísbending um stöðuna í
Bandaríkjunum almennt vegna
sérstöðu fylkisins hefur baráttan
um þá farið stöðugt harðnandi og
keppnin um þá aldrei verið meiri
ennú. Einkum hefur keppnin verið
hörð milli hinna mörgu frambjóð-
enda demókrata, en heldur hefur
dregið úr henni síðan Gary Hart
kom aftur til sögunnar, því að
hann þykir sigurviss þar, því Iowa
er nágrannafylki hans og hann átti
þar marga liðsmenn fyrr á árinu.
Hins vegar hefur keppnin milli
frambjóðenda repúblikana færst
stórlega í aukana og dregið að sér
mesta athygli. George Bush vara-
forseti vann þar prófkjörið 1980 og
hefur þótt sigurviss. Síðustu skoð-
anakannanir benda hins vegar til,
að Robert Dole öldungadeildar-
maður muni ganga með sigur af
hólmi.
ROBERT DOLE hefur sótt
kosningabaráttuna af miklu kappi
og fengið góðan liðsauka, þegar
Elisabet kona hans sagði af sér sem
samgönguráðherra í stjórn Reag-
ans til þess að taka fullan þátt í
baráttunni með manni sínum.
Dole hefur í kosningabaráttunni
að undanförnu tekið undir þann
orðróm, að Bush hafi ekki sagt
satt, þegar hann skýrði frá því, er
deilur hófust um vopnasöluna til
írans, að hann hefði lítið vitað um
málið og ekki haft afskipti af því.
Blaðið Washington Post uppíýsti
fyrir nokkru, að Bush hefði setið á
fundum, þar sem rætt hefði verið
um málið. Talið er að öldunga-
deildarmaður, sem á sæti í öryggis-
nefnd deildarinnar og er vinur
Doles hafi lekið þessu í blaðið.
Um skeið virtist þetta ætla að
valda Bush verulegum vandræð-
um. Hann taldi því rétt að svara í
síðustu viku nokkrum spurningum,
sem blaðamaður frá Washington
lagði fyrir hann. í svörum hans
kom fram, að hann hafi haft óljósa
vitneskju um vopnasöluna og látið
í ljós efasemdir um réttmæti
hennar. Hann neitaði hins vegar
að svara því, hvort hann hefði
skýrt Reagan forseta frá þessum
efasemdum sínum. Bush neitaði
að svara þessari spurningu sökum
þess, að öll viðtöl hans við forset-
ann væru trúnaðarmál. Hann tók
jafnframt fram, að hefði forsetinn
vitað alla málavexti, myndi hann
ekki hafa fallist á vopnasöluna.
Með þessum svörum Bush er
málinu engan veginn lokið, því að
vitað er, að hann hefur verið og
verður aftur kallaður fyrir dómar-
ann, sem hefur verið falin rann-
sókn málsins, Lawrence Walsh.
Dole mun því ekki hætta að krefj-
ast þess, að þetta mál verði upplýst
til fulls.
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON SKRIFAR
Bush gerir sér líka ljóst, að hann
verður að láta krók koma á móti
bragði. Hann hefur því krafist
þess, að allir þeir, sem gefa kost á
sér til framboðs fyrir repúblikana,
birti skattskýrslur sínar síðustu 10
árin. Óbeint er þessu beint gegn
Dole, en orðrómur gengur um, að
hann og kona hans hafi hagnast
mikið síðustu árin og séu komin í
tölu efnaðri milljónamæringa, en
raunar er Bush það líka vegna
olíugróða fyrr á árum.
Dole hefur lýst yfir því, að hann
hafi birt skattaframtöl í meira en
tuttugu ár, en efi ríkir um, að þar
hafi öll kurl komið til grafar.
Vafalítið er þetta mál ekki útrætt.
TAKIST DOLE að sigra í
Iowa virðist orðið ljóst, að hann er
orðinn aðalkeppinautur Bush um
forsetaframboðið fyrir repúblik-
ana. Raunar má segja, að hann sé
þegar orðinn það samkvæmt skoð-
anakönnunum. Sá þriði í röðinni
er Jack Kemp fulltrúadeildarþing-
maður, sem sækist eftir því að fá
stuðning hægri arms repúblikana,
en hann virðist þó ekki sigurvæn-
legur. Sama má segja um Alexand-
er Haig fyrrv. utanríkisráðherra,
en hann virðist fá daufar undirtekt-
ir.
Það forsetaefni, sem helst gæti
orðið Bush og Dole erfiður keppi-
nautur er Pat Robertson, einn af
þekktustu trúarpredikurum
Bandaríkjanna. Vikulega eru pre-
dikanir hans fluttar í 179 útvarps-
stöðvum. Hann kom mjög á óvart
á síðasta ári, þegar hann fékk
kjörna j afnmarga fulltrúa á héraðs-
þingin í Michigan og Bush. Það
styrkir Robertson að hann er lög-
fræðingur, sem hefur lokið prófi
við Yaleháskólann og að faðir hans
átti um skeið sæti í öldungadeild-
inni.
Margt bendir til, að Dole geti
orðið Bush erfiður keppinautur.
Dole er kominn af fátækum bænda-
ættum í Kansas, tókst með dugnaði
að ljúka læknisnámi, vann sér mik-
inn frama í síðari heimsstyrjöldinni
og særðist hættulega og hefur síðan
verið máttvana f annarri hendinni.
Hann hefur þótt snjall og óvæginn
ræðumaður. Hann var valinn vara-
forsetaefni repúblikana 1976, þeg-
ar Ford keppti við Carter, og valdi
Ford hann til framboðs með sér
vegna þess, að Dole naut stuðnings
hægri manna. Dole varð svo leið-
togi repúblikana í öldungadeild-
inni eftir að Reagan kom til valda
1981 og hefur þótt reynast vel í því
starfi. Hann er talinn hafa færst til
miðju, en nýtur þó áfram trausts
margra hægri manna. Fyrir nokkr-
um árum giftist hann konu, sem
nýtur mikils álits, og þykir líkleg til
að stuðla að pólitískum frama
hans. Þótt hann hafi stutt Reagan
vel, hefur hann viljað draga meira
úr fjárlagahallanum en forsetinn.
Dole þykir einbeittari en Bush og
getur það haft sitt að segja.
Hinn 16. febrúar fer fram beint
prófkjör í New Hampshire, sem
löngum hefur þótt veruleg vísbend-
ing. Miklu skiptir fyrir Bush að
sigra þar. Sama gildir um Hart, því
að hann vann þar óvæntan sigur
1980. Líklegasti sigurvegari demó-
krata þar var talinn Dukakis ríkis-
stjóri í Massachusetts, sem er ná-
grannaríki New Hampshire, þang-
að til Hart kom til sögu aftur.
1 byrjun mars fara svo fram
prófkjör í nær öllum Suðurríkjun-
um og fleiri fylkjum. Eftir það fara
þessi framboðsmál mjög að
skýrast.