Tíminn - 24.01.1988, Blaðsíða 5
Sunnudagur 24. janúar 1988
Tíminn 5
Cliff Richard:
Astæður þess
að ég er
kvæntur
Cliff er 47 ára og allir
velta fyrir sér, hvers
vegna hann sé enn
ókvæntur. Hér
skýrir hann þaö í eitt
skiptið fyrir öll
Harla fátt er hægt að setja út á
hann. Meðan aðrir selja tónlist
sína á grundvelli sögusagna um
fíknilyf og svallveislur, selur Cliff
Richard bara tónlist og trúarbrögð.
Hann er söngvarinn sem talar um
dýrlinga í stað synda. Hann er
andvígur kynlífi utan hjónabands
og því mætti ætla að skírlífi væri
tilvalið til að halda sér ungum.
Cliff varð nýlega 47 ára, en lítur
aðeins út fyrir að vera 27. Svo
sannarlega er hann ekki dæmigerð
rokkstjarna, en honum geðjast vel
að því að vera eins konar „furðu-
fugl“ og hefur sínar ástæður.
- Ég kæri mig ekkert um að
heyra af uppátækjum söngstjarna
á sviði kynlífs og skemmtanalífs-
ins. Maður skyldi ætla að útilokað
væri að vera stjarna án alls þess,
segir hann. - Ég held alls ekki að
söngvarar þurfi að vera ábyrgðar-
laust fólk upp til hópa. Ég er það
ekki, enda hef ég axlað mína
ábyrgð. Margt fólk ætti að vera á
lífi, en er það ekki, vegna þess að
það flæktist í fíknilyfin og ljúfa
Íífið, sem allir halda að eigi að
fylgj a því að vera frægur söngvari.
Mér finnst ábyrgðarlaust að gefa
dægurlögum nöfn sem höfða til
kynlífs, á þessum eyðnitímum.
Þegar verið er að reka dýra upplýs-
ingaherferð gegn eyðni, koma
skyndilega fram lög með nöfnum
eins og til dæmis „I want your sex“.
Okkur vantar allra síst það nú á
síðustu eyðnitfmum.
Cliff er í útvegi, sem alltaf hefur
beinst að yngra fólki og hann er
satt að segja hissa á því að enn
skuli ungt fólk hlusta á sig. Raunar
hugsar hann iðulega um, hvort
hann ætti ekki að fara að hætta
þessu. Ekki þarf hann að hafa
áhyggjur, því lög hans komast enn
hátt á bresku vinsældalistana og
hann hefur átt rétt tæplega hundr-
að lög í 10. sæti eða ofar á 30 ára
ferli. Seinasta stóra platan hans
kom út f sumar og ber það viðeig-
andi nafn: „Almost Guaranteed".
(Næstum gulltryggt).
Nú er Cliff á hljómleikaferðalagi
um Evrópu og í desember kemur
hann fram á hverju kvöldi í viku í
menningarmiðstöðinni í Birming-
ham. Til að halda sér í formi
borðar hann hollan mat, leikur
tennis og gerir daglega nokkrar
æfingar. Hann heldur því fram, að
hann hafi engar áhyggjur af að
eldast. - Mig langar ekki til að líta
unglega út, ég vil bara líta vel út,
segir hann. - Auðvitað sjást hrukk-
urnar, þegar ég brosi og hlæ, en
mér er nákvæmlega sama. Það
skiptir engu, þó maður hafi poka
undir augunum. Rokkið spyr ekki
um það, heldur hvað maður gerir
á sviðinu og ég get gert margt þar
ennþá.
Hjá mörgum fer miður aldur og
hjónaband gjarnan saman, en ekki
hjá Cliff. Að vera makalaus þýðir
þó ekki að maður sé vinalaus.
- Mér sýnist að fólk eigi einn góðan
vin, en ég á marga, segir hann.
- Einu sinni fór ég allur í varnar-
stöðu og brást illa við, þegar ég var
spurður, hvenær ég ætlaði eigin-
lega að festa ráð mitt. Ég svaraði
sem svo að ég skildi þetta alls ekki,
fáir væru sennilega ánægðari en
einmitt ég, þrátt fyrir makaleysið.
En það er eins og allir telji sjálfsagt
að fólk giftist. Það á alls ekki við
alla. Sýna ekki kannanir, að eitt af .
hverjum þremur hjónaböndum
endar með skilnaði ? Ég kysi held-
ur að eiga milljón vini, en giftast
einu sinni og svo færi það í vaskinn,
segir hann fastmæltur.
Það er einmitt vegna virðingar
fyrir hjónabandinu, að Cliff vill
ekki láta draga sig inn í slíkt.
Einum tvisvar sinnum hefur víst
litlu munað að hann færi upp að
altarinu, en hætti við þegar til
kastanna kom.
- Oft fór ég út með stúlku og
hugsaði sem svo: Gæti ég lifað með
henni það sem eftir er ævinnar? Þá
sagði vinur minn að þetta væri röng
spurning. Ég ætti að hugsa: Gæti
ég lifað án hennar? Þangað til ég
svara neitandi, held ég áfram að
spyrja þannig. Ég held góðri vin-
áttu án þess að eiga á hættu að
leggja líf tveggja einstaklinga í
rúst.
Cliff staðhæfir að vera alls ekki
hræddur við hjónabandið. - Ég er
alveg reiðubúinn, ef að því skyldi
koma. Hann er þó einnig viðbúinn
því að kvænast aldrei, en viður-
kennir, að þegar hann var yngri,
hefði hann aldrei getað hugsað sér
þann möguleika.
- Félagar mt'nir í Shadows voru
allir að gifta sig og ég hugsaði mér
að ég yrði að gera slíkt hið sama,
fannst ég verða útundan á vissan
hátt. Nú orðið hugsa ég þannig, að
vissulega sé til fólk, sem aldrei
giftist, en lifi samt sem áður ágætu
lífi. Eigi maður ekki barn til að
arfleiða að peningunum sínum,
geta þeir runnið til annarra sem
manni þykir vænt um og eiga þá
skilið.
Fyrir nokkru virtist sem pipar-
sveinninn hefði fundið stúlkuna
sína, tennisstjörnuna Sue Barker,
en núna, þremur árum eftir að þau
hættu að sjást saman, viðurkennir
Cliff: - Sue var önnur af tveimur.
sem ég hélt að yrði kannske konan
mín. Mér leið vel með henni og við
fórum út saman í ein þrjú ár, en
komumst loks að þeirri niðurstöðu,
að þetta myndi ekki ganga.
Hann segir að þar hafi komið í
Ijós munurinn á að vera ástfanginn
og að elska. Sue notaði nánast
sama orðalag 1984, þegar hún var
spurð, hvers vegna sambandið
hefði slitnað. - Þegar maður er
ástfanginn, finnur maður æsandi,
yfirþyrmandi tilfinningu og er
ýmist á hæstu hæðum eða langt
niðri. Svo fylgja alls kyns kröfur á
báða bóga. Hins vegar, þegar mað-
ur elskar, er það laust við alla
eigingirni. Maður elskar vini sína
vegna þess að þar eru engar kröfur
gerðar.
Cliff heldur því fram, að hjóna-
band og jafnvel aðeins trúlofun,
setji fólki skorður, svo það verði
jafnvel að hætta að lifa fyrir sjálft
sig. - Slíkt höfðaði ekki til mín,
segir hann. - Ég var ekki undir það
búinn þá, að verða eitt með annarri
manneskju. Ég nýt frelsis míns.
Einu sinni spurði Sue mig, hvar ég
hefði verið tveimur kvöldum áður.
Hún var í uppnámi af því ég hafði
farið út með öðrum vinum, án þess
að segja henni frá því.
Þetta hef ég alltaf gert, ég hafði
aldrei spurt neinn leyfis til að fara
út með einhverjum, en skyndilega
fánnst mér hún hafa fullan rétt á að
spyrja. Við vorum ekki einu sinni
trúlofuð, bara saman. Vissulega
höfðum við sagst elska hvort
annað. En þegar kemur að hjóna-
bandi verða kröfurnar enn meiri
og maður missir bókstaflega allan
rétt til eigin lífs.
Ég vil ekki líta unglega út, bara vel eftir aldri.
Cliff viðurkennir að hafa búið í 20 ár með Bill Latham, en ekki
virðist allt eins og sumir vilja halda.
Þó Cliff neiti að svo sé, fær
maður ósjálfrátt á tilfinninguna,
að þetta sé ástæðan til að Cliff vilji
ekki kvænast, fremur hinu, að
hann hafi ekki fundið réttu stúlk-
una. Hann sé hræddur við að glata
sjálfstæði sínu.
Sem sannkristinn maður hefur
Cliff nú í 22 ár predikað að kynlíf
utan hjónabands sé óheilbrigt. Til-
koma eyðni hefur enn styrkt hann
í þeirri trú. - Eyðni hefur gert
meira fyrir siðferðið í þjóðfélag-
inu, en Guð hefur nokkurn tíma
megnað, segir hann. - Við erum þó
ekki að predika skírlífi, aðeins að
fordæma lauslæti. Guð sagði okkur
að eiga einn maka og þannig vil ég
að það sé.
Litlu munaði að tennisstjarnan Sue
Barker næði Cliff upp að altarinu
- en það varð ekki.
Ein af reglum trúarinnar fyrir
piparsveina er skírlífi. Það er
ekkert vandamál fyrir Cliff. - Auð-
vitað finnst mér margir hlutir erfið-
ir, en ástundun skírlífis er ekki
einn þeirra. Sækja þá engar slíkar
hugsanir á hann? Hann svarar blátt
áfram: - Ég myndi fremur vingast
við manneskju, sem mér finnst
kynferðislega aðlaðandi, heldur en
hugsa bara um slíkt. Með mína trú
yrði ég að kvænast, ef ég ætlaði að
ástunda kynlíf, eða sleppa því
alveg. Við þá sem vilja halda því
fram, að miðaldra, ókvæntur
maður hljóti að vera kynhverfur,
segir Cliff kuldalega: - Segið það
við páfann.
Ekki hefur farið hjá því undan-
farin ár, að slíkar sögur kæmust á
kreik, ekki aðeins af því Cliff er
miðaldra og ókvæntur, heldur
vegna þess að hann viðurkennir
fúslega, að búa með vini sínum.
Vinurinn er Bill nokkur Latham,
lærifaðir Cliffs í kristninni og þeir
hafa búið saman í meira en 20 ár.
- Ég bý með honum og móður hans
og allt gengur eins vel og hægt er.
Bill getur kvænst ef hann vill, hann
á vinkonu.
Mér er nákvæmlega sama nú
orðið, hvað fólk segir. Sjálfur veit
ég hvað er satt um mig og vinir
mínir líka. Ég ætla að lifa lífinu
eins og ég vil og hafa alla mína
hentisemi. Vinur er að dómi Cliffs
manneskja sem hægt er að sitja
með í herbergi og þurfa ekki að
tala við.
- Það merkir að manni líður vel
og þurfi ekki að hafa ofan af fyrir
neinum. Þannig gátum við Sue
setið, þó við töluðum endalaust
saman í síma. Svona vinátta er
mikils virði.
Þau Cliff kynntust fyrst, þegar
Sue fór á hljómleika hjá Shadows
1981. Síðan fór Cliff með henni og
bróður hennar til Kaupmanna-
hafnar, þar sem hún var að keppa
í tennis. Þá birtust fyrst myndir af
þeim saman. Blöðin fréttu af þessu
og óþægindin hófust.
- Það var ekki bara verið að taka
myndir, segir Cliff. - Það var verið
að spyrja okkur um hjónaband og
ég hafði ekki þekkt Sue nema í sex
vikur. Ég fór allur hjá mér. Við
töluðum um það sem við lásum um
okkur á prenti, en komum okkur
saman um að láta ekkert af því
hafa áhrif á vináttuna.
Athyglin var okkur ekki til góðs,
en það var samt ekki hennar vegna,
sem við hættum að vera saman.
Við reyndum það sem við gátum,
en ást okkar var bara ekki sú rétta.
Ég held að við hefðum gert mikil
mistök með því að gifta okkur. Við
erum ennþá góðir vinir, tölum
mikið saman í síma og leikum
tennis.
Cliff veit ekki, hvort hann hittir
einhvern tíma stúlku, sem hann
kvænist, en er alveg viss um, að
engin hefur orðið á vegi hans,
síðan hann var með Sue. Löngu
áður var hann hins vegar mikið
með dansmeynni Jackie Irvine,
sem svo giftist söngvaranum Adam
Faith.
- Hún vissi ekki einu sinni að ég
var að hugsa um hjónaband, segir
hann. í stað þess að biðja hennar,
fór hann til umboðsmanns síns í
leit að föðurlegum ráðum, enda
nýlega búinn að missa föður sinn.
- Ég vildi vita, hvort aðdáendur
snéru við mér baki, ef ég kvæntist.
Hann spurði, hvort það skipti máli
og sagði: Ef þú vilt kvænast, þá
gerðu það. Ef aðdáendur hverfa
þá, hafa þeir hvort sem er ekki
verið sannir. En þegar til kastanna
kom, var ég ekki viss, svo ég hætti
við.
Þegar Cliff var 24 ára og hafbi
nánast samviskubit af velgengni
sinni, fór hann að hugsa um trúmál.
í fyrstu var erfitt fyrir hann að
viðurkenna þetta. - Ég var rokk-
stjarna, átti allt sem mig langaði í
og naut vinsælda. Opinber áhugi á
trúmálum gæti rúið mig því öllu,
en ég tók stökkið og held að það sé
það skynsamlegasta sem ég hef
gert á ævinni.
Þá þurfti ég að kljást við sitt af
hverju. - í viðtali í poppriti sagði
blaðamaðurinn: - Veistu að fólk
hlær að þér á bak? Mér sárnaði, en
hugsaði eftir á, hvað mig varðaði
eiginlega um það. Væri það bara á
bak, væru það mér engin vandræði,
ég sæi engan hlæja.
Samkvæmt nýjum könnunum er
Cliff ennþá frægari sannkristinn'
maður en sjálfur páfinn. Ef til vill
mega báðir vel við una fyrir trú
sína.