Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1988næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Tíminn - 24.01.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.01.1988, Blaðsíða 7
Sunnudagur 24. janúar 1988 Tíminn 7 sem var, þegar Þórbergur bjó þar. Búið er að byggja við það og garður- inn sem var sunnan við húsið hefur fengið nýtt hlutverk, orðinn að bíla- stæði. Þegar húsinu var breytt í verslunarhúsnæði var framhlið þess breytt í samræmi við þarfir verslun- arinnar, og búið er að ioka fyrir gaflgluggann þar sem Þórbergur horfði út yfir Faxaflóann og Snæ- fellsjökul, enda mun útsýnið nú í dag ekki vera nema til næstu húsa. Það var mikill söknuður sem gagn- tók Þórberg þegar hann flutti úr Bergshúsi 14. maí 1913. Hann hafði fengið lánaðan lítinn handvagn, „... sem daprasti maður á öllu íslandi var að þera út á aleigu sína.“, eins og hann kemst að orði í Ofvitanum. „Þegar því var lokið, þá kvaddi ég Baðstofuna og húsgögnin í Baðstof- unni og gluggann yfir þurrkloftinu og fólkið í húsinu og dróst af stað með búsióðina á vagninum upp Skólavörðustíg og suður Bergstaða- stræti. En þegar ég var kominn suður á móts við Bergstaði, nam ég snöggvast staðar, lét vagnkjálkana síga niður á götuna, snéri mér við og mændi heim að Bergshúsi, sem nú var rétt að hverfa bak við húsið á Bergstöðum. Aldrei hafði Bergshús verið svona yndislega fagurt, svona dapurlega heillandi, svona angur- blítt og einmana. Það var eins og niður af endilöngu þakskegginu drypu höfug tár, og gluggarnir störðu á móti mér eins og augu, sem aldrei framar líta glaðan dag í lífinu. Það er ég viss um, að það hefur aldrei verið byggt eins næmt hús á jörðinni og Bergshús." Samkvæmt skipulagi sem sam- þykkt var 1986 af borgaryfirvöldum er fyrirhugað að í framtíðinni verði byggt á þessari lóð nýtt hús upp á fjórar hæðir. Reiknað er með að á jarðhæð verði verslunarhúsnæði, en á efri hæðunum verði skrifstofur og/eða íbúðir. ABÓ Þakglugginn var stjörnuturn Þórbergs í fjóra vetur. Undir þakskegginu má sjá skilti sem á er grafið Bergshús. Ekki er nákvæmlega vitað hvenær það var sett upp, en líklegt er að það hafi verið á meðan Bergur bjó i húsinu á fyrstu áratugum aldarinnar. ISLENDINGUM HÆTTIR TIL AÐ GANGA OF LANGT EINS OG TRÖLLUNUM - segir Baltasar, en sýningu hans á Kjarvalsstöðum lýkur nú um helgina Nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum sýning Baltasar B. Sampers, eða aðeins Baltasars, en undir því nafni er hann öllum kunnur. Sýningin var opnuð þann 9. sl. og stendur til annars kvölds, sunnudagskvölds. Jafnframt er sýning á hestamyndum eftir hann í Gallerí Borg og er þeim valinn staður þar, vegna þess að þær myndir þóttu ekki falla að inntaki sýningarinnar á Kjarvalsstöðum. Það er í rauninni af tvöföldu tilefni að Baltasar heldur sýningu sína núna. Hann er nýlega orðinn fimmtugur og svo er hitt að hann hefur nú búið á Islandi í 25 ár. Fjögur ár eru liðin frá síðustu sýningu listamannsins og mun mörgum þykja sem athyglisverðra nýjunga gæti í myndum hans hér frá því sem var og við spyrjum hann hvað liggi þar að baki. „Jú, það er af því að eftir að hafa búið 25 ár á íslandi finnst mér ég hafa öðlast dálítinn rétt til þess að horfa ekki aðeins á ytra borð hlutanna, heldur að gægjast líka eftir því sem er fyrir innan, en það er svo með alla hluti að þeir hafa sína ytri skel og svo annað sem innra býr og ekki liggur jafn mikið í augum uppi. Ég þykist hafa gert ytra borði íslands nokkuð góð skil, því ég hef ferðast mikið um landið á hestum og kynnst fjölda íslenskra bænda og séð marga fallega staði. En þegar menn eldast, þá breyt- ist margt og landið líka. Það er eins og í hjónabandinu, menn sjá kon- una sína ( öðru ljósi en áður eftir áratuga hjónaband. Ég hef upplif- að innra borð lands og þjóðar, hef safnað reynslu og sögum sem for- tíðinni tengjast í poka tilfinning- anna, uns hann er orðinn fullur og út úr honum flóir og þá er kominn tími til þess að vinna úr þessu. Þótt ég vilji ekki halda því fram að þessi úrvinnsla sé alveg fullkomin, þá má ekki iíta á myndir mínar héma sem eintómt þjóðsagnaefni - í þeim eru aðallega tilfinningar mínar. Það vona ég að þeim skiljist sem sjá sýninguna. En ég er á móti því að útskýra myndir mínar, þær verða sjálfar að fá að segja sitt. Jú, það má vera rétt hjá þér að í þeim sumum sé að finna ógn - og það er allt í lagi. Hér eru margar myndir af tröllum og þótt tröllin séu þekkt að vinfestu og tryggð, þá eru þau líka djörf og ganga oft of langt - alveg eins og mér finnst svo ríkt í íslendingum. Þeir eiga til að þjóta upp á fjöll og frjósa þar í hel, eins og tröllin verða að steini! í þessum myndum má sjá tröllin sem eru að átta sig óvænt á því að þau eru að deyja - en eru enn ekki dauð. Einn listamaður benti mér á að ójafnvægið sýndi að þau eru líkt og í miðju falli sínu en ekki enn þá komin niður. Kannske er þetta íslendingurinn sem hefur gengið of langt og er að átta sig á þvt. Þú spyrð um kynni mín af ís- lenskum listamönnum. Því er til að svara að mér hefur reynst að ís- lenskir listamenn séu ákaflega dulir og erfitt að komast í náið samband við þá. Og það sem mér finnst þeir einnig eiga sameiginlegt er það hve viðkvæmir þeir eru. Um leið eru þeir dirfskufullir, og það finnst mér raunar að öll þjóðin sé. Þetta held ég að séu einkenni á eyþjóð- um og þetta má m.a. líka finna hjá Mallorcabúum. Eyþjóðum er líka mjög gjarnt að sækja mikið til þess sem er að gerast á meginlandinu og þær eru fljótar að tileinka sér Baltasar hjá verkum sínum í vestursal Kjarvalsstaða. Tímamynd Pjetur ýmsar nýjungar og tískustefnur, hvort sem er í myndlist eða öðru. Ég var fljótur að átta mig á því er ég fyrst kom hingað til lands að hér var heil kynslóð listamanna sem var mjög háð Parísartískunni og sú tíska átti hér marga spámenn og Messíasa. Þessir menn urðu á vegi manns í fjölda stofnana og höfðu áhrif á það sem var að gerast í list. Afstaða þeirra var hörð eða „arrogant," eins og ég gæti orðað það, „koloniölsk" afstaða - menn höfðu andúð á þeim sem ekki voru á sömu línu. Þessi áhrifagirni gagn- vart frönsku línunni í myndlist var og er sambærileg við anglosaxism- ann sem fylgt hefur sjónvarpinu. Menn einblíndu á París, þótt það væru Kataloníumennimir Picasso, Miro og Dali, sem voru að gera merkustu hlutina á þessum tíma! Svipað hefur síðar gerst með menn sem lært hafa í Þýskalandi. Þeir hafa orðið nokkurs konar harð- línumenn. Þetta finnst mér vera synd. Það ætti að vera kosturinn við það að búa á eyju að þar er opið til allra átta. Það eru forréttindi sem ég vildi að menn notfærðu sér hér á landi. Ég vildi að menn sæktu til Ameríku, Afríku og S.-Ameríku. Það yrði miklu meiri hvatning fyrir íslenska listsköpun.

x

Tíminn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8459
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
17873
Gefið út:
1917-1996
Myndað til:
28.08.1996
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 18. Tölublað (24.01.1988)
https://timarit.is/issue/280111

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

18. Tölublað (24.01.1988)

Aðgerðir: