Tíminn - 24.01.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Sunnudagur 24. janúar 1988
nnmnr
HS&9HÍ
n ri n iTi
nnn
ítiíti
Verð frá :
Trooper - bensín 2,3 Itr. Kr. 1.096.000,-
Trooper - diesel 2,8 Itr. tu. b. Kr. 1.358.000,-
ISUZU TROOPERer framleitldur af
fyrsta og elsta bílaframleiðanda
Japans.
ISUZU TROOPERer fjölhæfur og
sterkbyggöur ferðabíll meö gnaegö
rýmis t’yrir farþega og farangur,
þægilegurog sparneytinn fólksbíll í
borg og bæ.
ISUZU TROOPERer oröinn einn
vinsælasti innflutti jeppinn í
Bandaríkjunum og valinn einn af 10
bestu fjórhjóladrifsbílum þar í landi.
ISUZU TROOPERer án efa einn sá
traustasti á markaöinum í dag, enda
íramleiddur af
Styttri geröir fáanlegar um áramót.
□m
s
\
JL JL. dögunum
slógumst við í för meö
fulltrúum frá félögum
aldraðra á
suðvesturhorninu og var
ferðinni heitið að
Flúðum í
Hrunamannahr eppi.
Tilefni ferðarinnar var
að skoða þá aðstöðu
sem búið er að byggja
upp á Flúðum til að taka
við þeim aukna straum
ferðamanna sem leggur
leið sína á þennan stað.
frá sunnudegi til föstudags, þar sem
sérstök áhersla verður lögð á styttri
skoðunarferðir um nágrennið og að
þátttakendur komist í beina snert-
ingu við íbúa Hrunamannahrepps,
m.a. með heimsóknum á bæina.
í samtölum við fulltrúa frá Félags-
starfi aldraðra kom m.a. fram, „að
sú aðstaða og dagskrá sem nú væri
boðið upp á fyrir eldri borgara á
Flúðum hefði sárlega vantað. Fólk
hefur hingað til þurft að leita út fyrir
landsteinana til að fara á hótel og fá
þjónustu við sitt hæfi. Reykjavíkur-
borg hefur á sinni könnu níu félags-
miðstöðvar. Vinsælust er spila-
mennskan en einnig er hægt að fá
ýmsa þjónustu, t.d. er hægt að fara
í bað, fá handsnyrtingu, fótsnyrtingu
og hárgreiðslu. Einnig eru allskonar
námskeið í gangi svo sem tungumál
og leikfimi svo eitthvað sé nefnt.“
FJÖLBREYTT UMHVERFI
Flúðir hafa ekki eingöngu upp á
að bjóða vistlega gistiaðstöðu, held-
ur er einnig ótal skemmtilegra
gönguleiða og staða sem athyglisvert
er að skoða. Má þar m.a. nefna
fágætt minjasafn í eigu Emils Ás-
geirssonar. Stór og góð sundlaug er
á staðnum, með gufubaði, hvíldar-
herbergi og ljósabekk, og 9 holu
golfvöllur sem stendur til að stækka,
einnig er stórt hverasvæði skammt
frá.
Stutt er á alla fegurstu og sögu-
frægustu staði í Árnes- og Rangár-
vallasýslum, svo sem Gullfoss,
Geysi, Skálholt, Þjórsárdal, Laugar-
vatn, Þingvelli og fleiri áhugaverða
staði sem vert er að skoða.
í þeim þéttbýliskjarna sem þama
hefur myndast búa um 150 manns,
en heildarfjöldi íbúa í Hrunamanna-
hreppi er tæplega 500 manns. At-
vinnulífið á Flúðum er fjölbreytt, en
fyrir utan umfangsmikla ferða-
mannaþjónustu þá er stunduð þar
mikil gróðurhúsarækt, verslun, við-
gerðarverkstæði, banki og límtrés-
verksmiðja, svo dæmi séu tekin.
Hverju herbergi fylgir utisetlaug sem nýtur mikilla vinsælda hjá gestunum. Auk þess hefur hvert nerbergi sér forstofu, steypibað,
snyrtingu og ísskáp, svo dæmi séu tekin. (Timamynd abó)
KOMA AFTUR ÁR EFTIR
ÁR
Á sumrin eru það einkum erlendir
ferðamenn sem gista Flúðir, en einn-
ig hefur íslendingum sem leggja leið
sína að Flúðum farið stöðugt fjölg-
andi. Að sögn heimamanna hefur
nýtingin yfir vetrarmánuðina verið
allgóð, því staðurinn hefur notið
sífellt meiri vinsælda meðal einstakl-
inga og hópa sem koma ár eftir ár,
til að njóta sumar- og vetrardaga
fjarri ys og þys þéttbýlisins.
Síðastliðið haust hófst samstarf
Ferðaskrifstofunnar Sögu og Skjól-
borgar hf., en svo heitir hótelið á
staðnum, um markaðssetningu og
bókanir á gistiherbergjum og annarri
aðstöðu Skjólborgar að Flúðum.
Tilgangur þessa samstarfs, að sögn
forsvarsmanna fyrirtækjanna, er að
auka nýtingu gistirýmis Skjólborgar
allan ársins hring en það var stækkað
um 12 gistiherbergi í vor sem leið.
Áður hafði Skjólborg yfir að ráða 8
gistiherbergjum, sem reist voru fyrir
12 árum. í vor er síðan stefnt að því
að taka í notkun 4 herbergi til
viðbótar, þannig að í Skjólborg
verða fyrir hendi 24 gistiherbergi
næsta sumar, sem hvert um sig hýsir
2 gesti, auk þess sem hægt er að búa
um 1 til 2 aukarúm í hverju þeirra.
Herbergin eru hin vistlegustu, og
fylgir hverju þeirra heitur pottur,
sturta og salerni.
í Félagsheimili Hrunamanna er
rekin veitingasala, þar sem gestir
Skjólborgar og aðrir ferðamenn geta
keypt veitingar jafnt að sumri sem
vetri.
Á sumrin er skólahúsnæðið á
staðnum einnig tekið undir gistiað-
stöðu og bætast þá við 19 herbergi
sem eru misjöfn að stærð.
Fyrir tveim árum var opnað tjald-
stæði að Flúðum sem notið hefur
mikilla vinsælda og gestum þess
farið sífellt fjölgandi á þessum stutta
tíma.
SÉRSTAKAR HÓPFERÐIR
FYRIR ALDRAÐA
í febrúar, mars og apríl er boðið
upp á sérstakar hópferðir sem hafa
verið skipulagðar fyrir eldri borgara
og verða í umsjón Sigurbjargar
Hreiðarsdóttur, en hún hefur séð
um tómstundastarf eldri borgara í
Hrunamannahreppi. Um er að ræða
ferð sem stendur í fimm sólarhringa,
BÍLVANGUR Sf=
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
mmr
Msa-