Tíminn - 24.01.1988, Qupperneq 12

Tíminn - 24.01.1988, Qupperneq 12
12 Tíminn Sunnudagur 24. janúar 1988 - rætt við Hörð ✓ Agústsson, listmálara, um áratuga rannsóknir hans á íslenskri húsagerðarsögu íslenskan menningararf dettur mönnum óhjákvæmilega fyrst í hug hinn gamli bókmenntaarfur. Fáir leiða hugann að því umhverfi sem hlaut að vera til staðar svo aðrar eins bókmenntir gætu orðið til og hlýtur einnig að vera þáttur menningararfs okkar. Það umhverfi hlýtur að hafa verið ekki síður glæsilegt en sjálfar sögurnar og málið sem þær eru ritaðar á. ísland á sér nefnilega sögu merkrar byggingarlistar, þótt hið forgengilega byggingarefni og veðrátta landsins hafí orðið til þess að svo miklu minna af þessu sér stað en skyldi. Þó leynist margt athyglisvert og stórkostlegt á síðum þessarar sögu - sem fyrst nú er að komast á blað - og er afrakstur fádæma vinnu og áratuga rannsókna, sem einkum einn maður hefur staðið að, en hann er Hörður Ágústsson, listmálari og fyrrum skólastjóri Myndlista og handíðaskóla íslands. I þessu viðtali er rætt við Hörð um þessi efni og við spyrjum fyrst hvað hafí leitt athygli hans að þessum málum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.