Tíminn - 24.01.1988, Side 11
SAKAMÁL SA
VIÐBUIN/N
k1. 13 sunnudaginn 2 4, janúar!
Vertu
stillt/ur
- LENGST TIL HÆGRI!
Fylgstu með opnun nýju útvarpsstöðvarinnar,
Útvarps Rótar, — útvarpsins sem allir
t a I a u m e f t i r h e I g i !
rCtt
UTVARP Sími 62 36 10 (tvær línur)
Sunnudagur 24. janúar 1988
hún að honum. - Nú kemurðu með
mér heim.
Hann hélt bara áfram að hlæja.
- Ég held nú síður. Hér Iíður mér
vel og ég sit kyrr.
Lisa Booth fylgdist með og glotti
háðslega. Cherry fannst þetta svo
yfirgengilegt, að hún snerist á hæli
og fór.
t>á settist Lisa Booth sigri hrósandi
hjá Eugene. Hún taldi sig loksins
hafa fengið hann fyrir fullt og allt.
Þar skjátlaðist henni þó. Cherry
Haltermann gafst ekki svo auðveld-
lega upp.
Lisa var svo sigurviss, að hún
steingleymdi að læsa garðdyrunum.
Þannig komst Cherry óhindruð inn í
húsið, þegar hún kom aftur, þremur
tímum seinna.
Morðið
í þetta sinn var hún ekki óviðbúin
neinu. f hendinni hélt hún á 32
hlaupvíddar skammbyssu, sem
Eugene hafði gefið henni nokkrum
árum áður. Án þess að mæla orð frá
vörum, miðaði hún byssunni á Lisu
Booth, sem sat við hlið Eugenes í
sófanum og hleypti af. Eugene ork-
aði ekki að hafast neitt að og horfði
aðeins sljóum augum á Lisu grípa
sér fyrir brjóst og síga á hliðina.
Hann gerði sér alls enga grein fyrir
hvað var að gerast.
Loks rann þó raunveruleikinn
upp fyrir honum og hann taldi heppi-
legast að fara heim með konu sinni,
annars gæti hann átt á hættu að týna
h'finu iíka.
Nú hélt Cherry að bundinn væri
endi á óþolandi aðstæður, en þar
fór hún villt vegar. Hún gleymdi
nefnilega að gera ráð fyrir viðbrögð-
um manns síns. Þegar hann vaknaði
morguninn eftir, var hans fyrsta
hugsun sú, að nú hefði hann engan
lengur til að sjá sér fyrir heróíni.
Þegar svo Cherry krafðist þess að fá
að vita, hvað hefði átt sér stað milli
hans og Lisu Booth, neitaði hann að
svara. Hiklaust stóð hann upp, gekk
fram og hringdi til lögreglunnar.
Þegar lögreglumenn komu, sagði
hann þeim að kona sín hefði framið
morð og hvar líkið væri að finna.
Cherry sá að ekki stoðaði að neita
Lisa Booth var mjög hæfur
læknir, en ástin ruglaði hana (
ríminu.
og þegar farið var með hana til
yfirheyrslu á stöðinni, játaði hún allt
saman. - Ég skaut hana af því hún
var að taka manninn frá mér, sagði
hún grátandi og lýsti svo líðan sinni
undanfama mánuði.
Nú er hún ákærð fyrir morð að
yfirlögðu ráði og situr í gæsluvarð-
haldi, meðan þess er beðið að málið
verði tekið fyrir. Hún heldur því
fram að morðið hafi verið framið í
ofsareiði og lögfræðingur hennar
vonar að það hafi mildandi áhrif.
Eugene Haltermann, sem enn er
heróínsjúklingur, iðrast þess ekki að
framselja konu sína. - Hún er morð-
ingi og á skilið að sitja árum saman
í fangelsi, sagði hann við fréttamenn
nýlega.
Nú er það undir réttinum komið,
hversu mörg þau ár verða.