Tíminn - 29.01.1988, Qupperneq 8

Tíminn - 29.01.1988, Qupperneq 8
8 Tíminn Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 400 prdálk- sentimetri. Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.- Bodil Begtrup Bodil Begtrup var sendiherra Dana á íslandi í 7 ár, 1949-1956. Hún tók við embætti þegar enn var fjallað um uppgjör milli Dana og íslendinga um ýmis viðkvæm mál eftir aldalöng samskipti. íslendingum var lýðveldisstofnunin mikið al- vörumál. Þeir vildu hrein skipti við Dani um þau málefni, sem íslendinga varðaði mestu, til áherslu því að búskiptum væri lokið, að hvor þjóðin um sig hlyti það sem henni bar. Lokasamskipti Dana og íslendinga tókust með ágætum. Stjórnskipulegt samband þjóðanna heyrir sögunni til. Allt uppgjör sem af því leiddi er til lykta leitt. Drengileg afstaða Dana átti ómældan hlut að því hversu vel tókst til í þessu efni, svo að í minnum skal haft á íslandi. Bodil Begtrup lagði með sanni gott til þessara mála meðan hennar naut við í sendiherraembætti og með áhrifavaldi sínu eftir að starfi hennar lauk á íslandi. Hún tók sérstöku ástfóstri við ísland, vissi hvað íslendingum leið, skildi íslensk þjóðræknis- og sjálfstæðisviðhorf og virti þau. Til áherslu þessu mælti hún svo fyrir að jarðneskar leifar sínar skyldu hvíla í íslenskri mold. Legstaður hennar er nú í Skálholti. Hún mat það mest allra sinna verka í þágu þjóðar sinnar að hafa stuðlað að því að leiðir Dana og íslendinga skildi með sæmd. Á íslandi verður minning hennar ætíð í heiðri höfð. Slysavarnafélagið 60 ára Slysavarnafélag íslands heldur hátíðlegt 60 ára afmæli sitt í dag. Lað var stofnað 29. janúar 1928 til þess að sinna almennu slysavarnastarfi og björgunar- og hjálparstarfsemi, þegar hætta steðjar að. Saga Slysavarnafélagsins er mikil afrekssaga. Framlag þess til slysavarnamála á sjó og landi er ómetanlegt, svo að þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við félagið. Félagsleg uppbygging Slysavarnafélags íslands er eftirtektarverð. Félagið er í rauninni landssamband slysavarnadeilda og björgunarsveita sem starfa víðs- vegar um landið og halda uppi sinni eigin starfsemi undir yfirstjórn og með aðstoð heildarsamtakanna. Þessar slysavarnadeildir skiptast gjarnan í kvenna- deildir og karladeildir og á síðustu árum hefur unglingastarf aukist mjög á vegum samtakanna, þannig að nú eru þegar starfandi 11 unglingadeildir innan Slysavarnafélags íslands. Slysavarnafélagið hefur mjög sinnt því að koma upp skipbrotsmanna- skýlum sem finna má um allt land og á síðari árum beitt sér fyrir að koma upp ámóta skýlum við fjallvegi. Tilkynningaskylda sjómanna hefur verið verkefni félagsins í 20 ár og er nú lögbundin starfsemi, sem íslendingar eru frumkvöðlar að. Útbreiðslu- og kynningarstarfsemi er mikilvægt atriði hjá félaginu og eitt aðalbaráttumálið um þessar mundir er að koma upp fastri öryggisfræðslu fyrir sjómenn, eins konar skóla í slysavarnamálum. Blaðið sendir Slysavarnafélagi íslands bestu af- mæliskveðjur. Föstudagur 29. janúar 1988 GARRI Falin frjálshyggja Eins og tryggir Garralesendur muna vafalaust Ijallaöi pistillinn hér í fyrradag um efasemdir Guö- rúnar Helgadóttur alþingismanns um gildi sósíalískra kcnnisetninga í nútímaþjóðfélagi. Þar var vitnað í viötal við hana, scm biriist í Alþýðublaðinu s.l. laugardag, og þar sem fram kom að hún er farin að efast um að sá hefðbundni sósíalismi, sem hún og flokkur hcnnar aðhyllast, eigi raunveru- lega erindi til fólks nú á dögum. Morgunblaðiö er mikið á móti sósíalistum og pólitískum kenni- setningum þeirra eins og alþjóð er kunnugt. Svo sem kannski má telja eðlilegt tekur Staksteinahöfundur þess blaðs stóran hluta af þessari Garragrein upp og endurprentar hann í blaði sínu í gær. Það er honum að sjálfsögðu heimilt, enda viðtekið að blööin skýri hvert frá annars skoðunum. En aftur vekur það athygli að í þessari grein sleppir höfundur Staksteinapistilsins að geta um það sem sagði i þessuri sömu Garra- grein um frjálshyggjuna, þá stefnu sem hans eigið blað boðar hvað ákafast. Þar með reynir hann að fela frjálshyggjuna. Og er kannski líka skiljanlegt. Það sem gleymdist ( Garragreininni var nefnilega einnig getið um frjálshyggjuna. Þar var þess getið að vildu menn halda því fram að skrifræðiskerfi sósíalismans ætti erindi inn í vel- ferðarþjóðfélög Vesturlanda, þá væri það nák væmlegu sama hringa- vitleysan og að halda þvi fram að óheft frjálshyggja, þar með tuliö taumlaust leyfl manna til að græða á kostnað samborgara sinna og troða cndalaust af þeirn skóinn, væri þaðsem við ætti hér á landi. Þessu sleppir höfundur Stak- steinapistilsins hins vegar rækilega í tilvitnun sinni. Enda er sann- leikurinn vitaskuld sá að í frjáls- hyggjukenningum Morgunblaðsins er faiin nákvæmlega sams konar öfgastefna og í órum sanntrúaðra sósíalista. Eini munurinn er að þar eru öfgarnar til hægri, en hjá sósíalistunum til vinstri. Samkvæmt kenningum frjáls- hyggjunnar á allt atvinnulíf í land- inu að byggjast upp á frelsi ein- stakra manna til að nýta dugnuö sinn og hæfileika til fyrirtækja- rekstrar, og þá um leið til aö hagnast á því ef þeim tekst vel til i því efni. Þetta lítur vitaskuld ósköp vel út á pappímum, en hefur þó verulega stóra ágalla þegar betur er eftir gáð. Þetta innifelur nefnilega líka hitt að sá stóri hópur fólks, sem á sér aðrar hugsjónir í líflnu heldur en þá eina að moka saman sem mestu af peningum, er útsettur sem fjár- hagsleg fórnarlömb gróðaaflanna. Þetta þýðir með öðrum orðum einnig að samkvæmt kenningunni á beinlínis að siga fjárgróðaspekú- löntum á almenning þessa lands til að raka saman gróða á hans kostnað. Skynsemisstefnan Af þessum sökum er það að þegar atvinnumál íslensku þjóðar- innar eru skoðuö af kaldri skyn- semi þá verður útkoman óhjá- kvæmilega sú að það er ákaflega erfitt að hrífast, hvort heldur er af sósíalisma þeim, sem Alþýðu- bandalagið hefur um langt skeið boðað, eða frjálshyggjunni, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Morgun- blaðið boða hvað ákafast nú í seinni tíð. Hvort tveggja eru öfgar, sitt í hvora áttina. Þvert á móti hlýtur niðurstaðan að verða sú að í fámenninu og drcifbýlinu hér á íslandi sé skynsamlegast að einstaklingum sé gefið það olnbogarými sem þarf til þess að þeir geti komið fótunum vcl undir sjálfa sig og fjölskyldur sínar, en síður til þess að ganga svo langt að fjármagn þeirra fari að leyfa þeim að ráðskast með lífsaf- komu annarra. Þvert á móti sé það heillavænlegra að leysa atvinnu- málin á grundvelli frjálsra samtaka einstaklinganna. Þar hljóta samvinnufélögin svo að koma sterklega inn í myndina. Af starfi þeirra er mcir en aldar- löng reynsla hér á landi, og sú reynsla er i heildina tekið góð. I því rekstrarformi hefur ótrúlega víða tekist að sameina krafta einstakl- inganna til þess að lyfta grettistök- um í atvinnulegu tilliti til heilla og hagsbóta fyrir byggðarlög sín og landið allt. Þess vegna eru sam- vinnufélögin sú millileið á milli óheftrar frjálshyggju og glórulauss sósíalisma sem íslensku þjóðinni hefur í áranna rás reynst langtum farsælust til að tryggja jafnrétti, lýðræði og trygga afkomu þegn- anna í þessu iandi. Af þeim ástæð- um er hún sú skynsemisstefna sem best hentar við íslenskar aðstæður. Og mætti Staksteinahöfundur Morgunblaðsins gjarnan hafa þetta á bak við eyrað í framtíðinni. VÍTTOG BREITT Sjálfteknu valdi hnekkt George Bush, varaforseti, hefur átt erfitt uppdráttar í baráttunni um að ná útnefningu flokks síns til forsetaframboðs. Hann hefur þótt heldur litlaus stjórnmálamaður og ekki líklegur til að bíta frá sér þegar að honum er sótt. En veður skipuðust í lofti á svipstundu er Bush rak af sér slyðruorðið og þykir hagur hans hafa vænkast svo að hann á góða möguleika á að hljóta útnefningu og keppa um forsetaembættið í kosningum að hausti. Happ varaforsetans var að lenda í sjónvarpseinvígi og hafa þar betur. Hann átti þó ekki í höggi við pólitískan andstæðing né heldur keppinaut um útnefningu forseta- efnis Repúblikanaflokksins. Sá sem Bush saumaði að er víðkunnur sjónvarpsfréttamaður og orðhák- ur, sem í krafti stöðu sinnar ræður umræðuefni og jafnvel svörum og sjónarmiðum viðmælenda sinna og skrúfar fyrir þá þegar honum svo sýnist. Á háum stalli Það sem Bush gerði var að svara hans heilagleika fullum hálsi, gagn- rýna spurningar hans og minna síðan á veikan blett í starfsferli sjónvarpsmannsins og snéri vörn í sókn. Sjónvarpsdýrlingurinn brást hinn versti við, skellti fram síðustu spurningunni, tók ómakið af við- mælanda sínum og svaraði henni sjálfur og rauf síðan útsendingu. Bandarískir sjónvarpsáhorfend- ur eru ýmsu vanir af stórstjörnum sjónvarpa sem ávallt hafa tögl og hagldir í umræðunni. Þær ráða við hverja talað er, um hvað og tíma- lengd viðtala. Skoðanamyndun er að öllu jöfnu í þeirra höndum og stjórnmálamenn komnir upp á náð þeirra og miskunn. Fréttamenn af þessu tagi hugsa fyrst og fremst um að láta sitt eigið George Bush. ljós skína. Þeirra hlutverk er að koma viðmælendum sínum í bobba og leika sér síðan að þeim eins og köttur að mús. Því meiri bógar sem teknir eru á beinið, þeim um meira leggja fréttamenn á sig að salla þá niður og þykjast vel hafa gert er þeim tekst að eyðileggja framtíð og fyrirætlanir frægra viðmælenda sinna. Allt fer þetta fram undir yfirskini frjálsrar fréttamennsku og sann- leiksleitar. Margir eru farnir að efast um hvort það er hollt iýðræðinu að líða sjónvarpsstjörnum að setja sig á eins háan stall og j>ær gera og taka sér það pólitíska vald að geta nánast ráðið hverjir ná kosningu í æðstu embætti og hverjum kjós- endum er ráðlagt að hafna, þótt á óbeinan hátt sé. Stjórnmálaflokkum og -mönn- um er nauðsynlegt að koma sér á framfæri í fjölmiðlum. En það verður að gerast með siðlegum hætti og það er miður ef fjölmiðlar- ar gera sér leik að því að upphefja sjálfa sig með því að gera stjórn- málamenn að ginningarfíflum. Viðbrögðin í Bandaríkjunum vegna-þeirrar frammistöðu Bush, að kveða kjaftaskinn í kútinn og að sjónvarpsmaðurinn notaði aðstöðu sína til að ljúka viðtalinu á rudda- legan hátt sér í vil, sýna að fólk er búið að fá nóg af því sjálftekna valdi sem sjónvarp þar tekur sér til að hafa áhrif á pólitískan gang mála. Músin leyfði sér að hvæsa framan í köttinn. Tímahraki aflétt Maður er orðinn hálfleiður að sneiða að íslensku sjónvarpi fyrir vankanta sem þar er að finna, því margt er þar vel gert. Þessa dagana hefur fréttastof- unni lánast að slíta af sér fjötur sem fenginn er að láni frá útlönd- um. Skákskýringarnar á síðkvöld- um eru ekki settar í óþolandi tímahrak eins og siður hefur verið til þessa við svipuð tækifæri. Það er fylgst með miklum áhuga og spenningi með frammistöðu Jó- hanns Hjartarsonar í Kanada og umfjöllun um skákimar eru meira og betra fréttaefni en flest annað. Umfjöllun þeirra Jóns L. og Halls er með miklum ágætum og bæta þeir hvor annan upp með skemmti- legum athugasemdum og út- skýringum. En skákskýringin er aðalatriðið og er hún vel og liðlega framkvæmd. Einkum er þó þakkarvert að þeim félögum er gefinn sæmilega rúmur tírni til að fara yfir efnið. Það er mikil framför frá því sem áður tíðkaðist þegar einhver púki blés dagskrárstjórn því í brjóst að skákskýringar ættu að fara fram á hundavaði í tímaþröng. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.