Tíminn - 29.01.1988, Síða 10
10 Tíminn
Föstudagur 29. janúar 1988
VETTVANGUR
lllllllllllllllllllllllll
Bjarni Einarsson:
Aurasparnaður, krónutap?
Við þetta bætist svo að „nær-
svæðið" Dalvík, Svarfaðardalur og
Ólafsfjörður er hluti af öðru fjöl-
mennasta héraði landsins, Eyja-
firði. Eins og fram kom hér að
framan bjuggu við þennan fjörð, á
svæðinu frá Olafsfirði í Hálshrepp,
um síðustu áramót tuttugu þúsund
manns, þar af á Akureyri 13819.
Akureyri er mikil þjónustumiðstöð
fyrir héraðið allt. Múlinn hefur
verið Ólafsfirðingum ákveðin
hindrun við að sækja þjónustu
þangað. Þetta sést m.a. á því að
meðalárdagsumferð sunnan Dal-
víkur og Svarfaðardals er rúmlega
þrefalt meiri en umferðin sunnan
Ólafsfjarðar. Múlagöngin munu
verða til þess að ferðum Ólafsfirð-
inga til Akureyrar mun fjölga mjög
mikið. Fjöldi Ólafsfirðinga hefur
flutt til Akureyrar undanfarin ár
og áratugi. Ferðum þessa fólks, og
reyndar annarra Akureyringa líka,
til Ólafsfjarðar mun fjölga mikið.
Ferð til Ölafsfjarðar verður þægi-
legur sunnudagsbíltúr án'ógnunar
fyrir lofthrædda.
Eftir fáein ár verður svo lagður
góður vegur yfir Lágheiði. Þá
kemst á nokkuð öruggt vegasam-
band á milii Eyjafjarðarbyggða
annarsvegar og Fljóta og Siglu-
fjarðar hinsvegar. Samskipti Sigl-
firðinga og Akureyringa eru þegar
orðin mikil og þau munu að sjálf-
sögðu aukast. Vegurinn um Lág-
heiðina opnar einnig góðan hring-
veg um Tröllaskaga sem mun verða
vinsæl ferðamannaleið.
Hér hef ég bent á nokkur atriði
sem eindregið benda til þess að
sama þróun verði á svæðinu Svarf-
aðardalur-Dalvík-Ólafsfjörður og
í Eyjafirði sem heild ogorðið hefur
annarsstaðar á landinu þar sem
vegasamgöngur hafa stórbatnað. í
framhaldi af þessu held ég því fram
að umferð um Ólafsfjarðarmúla
muni ekki vaxa hægt og bítandi
heldur muni hún taka stökk þegar
göngin verða opnuð. Vegagerðin
áætlar vöxt umferðarinnar eftir
umferðinni eins og hún hefur verið,
sjálfsagt með ríflegri prósentu-
aukningu á ári. Þessi umferð var
1986 (við Ólafsfjörð) 184 bílar á
dag m.v. heilt ár en 253 m.v.
sumarið. Aðalgallinn við vélrænan
framreikning er að þá er ekki tekið
tillit til þess að verið er að gera
byltingu í aðstöðu fólks til sam-
skipta. Talið er að einspora göng
geti án alvarlegra vandamála flutt
um 1000 bíla umferð á dag. Miðað
við ársdagsumferðina 1986 má hún
þá 5,4-faldast áður en vandræðin
koma í ljós. Ég spái því að þetta
gerist á fimm árum.
Einspora - tvíspora
Ákvörðunin um einspora göng
með útskotum er að sjálfsögðu
tekin til að spara peninga því
mannvirki eiga ekki að vera dýrari
en nauðsynlegt er. í venjulegri
vegagerð er áhætta við töku slíkrar
ákvörðunar venjulega lítil því til-
tölulega auðvelt er að breikka
vegi. En jarðgöng er illmögulegt
að breikka og ef menn ráðast í það
þýðir það lokun vegar í heilt ár
a.m.k. Ein elstujarðgöngíFæreyj-
um eru á Borðey og tengjaKlakks-
vík! við tvö nyrstu sveitarfélög
Færeyja, Hvannasund og Viðar-
eiði. Þessi göng eru einspora með
útskotum. Umferð um þessi göng
var komin yfir 1000 bíla á dag til
jafnaðar allt árið 1985, sem sam-
kvæmt minni eigin reynslu er langt
umfram það hámark sem slfk göng
geta flutt með sæmilegu móti. Þetta
veldur nú orðið miklum töfum og
talsverðri hættu, m.a. vegna loft-
mengunar í göngunum. Færeying-
ar telja hagkvæmara að gera ný
einspora göng við hlið þessara
ganga en að breikka þau, bæði
vegna beins kostnaðar og einnig
vegna hins, að ekki er hægt að loka
göngunum í langan tíma á meðan
breikkunin stendur yfir. Verður
það gert á næstu árum. Lokið var
við þessi göng 1967, fyrir um 20
árum. Miðað við verðlag í dag
hefði aukin breidd þessara ganga
kostað 30-40 m. kr. þegar þau
voru gerð en ný, jafnlöng göng
munu nú kosta um 200 milljónir.
Fyrir 20 árum var bílafjöldi í
Færeyjum sáralítill því vegakerfið
var þá varla til. Nú eiga Færeyingar
mikinn bílaflota þótt þeir séu enn
eftirbátar okkar á því sviði. Vegna
bílafæðar meginhluta þessa tíma-
bils fengu Færeyingar tiltölulega
langan afskriftatíma fyrir þessi ein-
spora göng. Samt er það áhugavert
reikningsdæmi hvort ákvörðunin
um einspora göng var rétt á sínum
tíma. En það athyglisverðasta við
þetta færeyska vandamál er, að á
Borðey og Viðey, sem samtengdar
eru með þessum jarðgöngum og
með brú, bjuggu um síðustu ára-
mót 5669 manns. Þar af voru íbúar
Klakksvíkur 4924 en íbúar sveitar-
félaganna handan ganganna voru
samtals 745. Miðað við þennan
íbúafjölda erumferðin í göngunum
orðin mjög mikil en svæðið er í
reynd allt orðið að einu samfélagi.
Fólk býr þar hvar sem er og sækir
vinnu hvert sem er. Þjónustustarf-
semin er mestöll í Klakksvík. Það
er athyglisvert fyrir okkur og mikið
umhugsunarefni fyrir Vegagerð
ríkisins og fyrír Ólafsfirðinga að
umferð á vegi sem tengir byggð
með 745 íbúa í Færeyjum við aðra
með tæplega fimm þúsund skuli
hafa svona milda umferð. Berið
þessar íbúatölur saman við íbúa-
tölurnar hér að framan. En þetta
er alls ekki einsdæmi í Færeyjum.
Á 20 árum hafa Færeyingar tengt
saman byggðir landsins þar sem
það er hægt, sem flestar voru álíka
einangraðar hvor frá annarri og
ýmsar byggðir fyrir vestan, norðan
og austan, með góðum vegum og
jarðgöngum þar sem þess þurfti.
Þar sem ekki hefur verið hægt að
leysa samgönguvandann með veg-
um hefur það verið gert með
ferjum og þyrlum. Við þetta hefur
orðið grundvallarbreyting á fær-
eysku samfélagi, sem Færeyingar
telja mjög mikilvæga enda er nú
unnið kappsamlega að því að ryðja
síðustu samgönguhindrununum úr
vegi.
Rétta aðferðin til að gera um-
ferðarspá fyrir Múlagöngin er að
byggja hana á athugunum á því
sem gerst hefur annarsstaðar, hér-
lendis sem erlendis, þegar raun-
verulegum og sálfræðilegum um-
ferðarhindrunum á milli nálægra
staða og innan meiriháttar þjón-
ustusvæða er rutt úr vegi. Dæmið
frá Færeyjum um 1073 bíla árs-
dagsumferð 1985 á milli 4900
manna þjónustukjarna og bak-
lands með 745 íbúa sannfærir mig
um að einsporagöngin í Múlanum
verði meiriháttar slys í mannvirkja-
gerð. í og með vegna vaxandi
athafna norðan færeysku ganga óx
umferðin um færeysku göngin úr
757 bílum á dag í 1073 frá 1984 til
1985 eða um tæp 42%. Ég er ekki
í vafa um að atvinnulífið á Ólafs-
firði eflist með bættum samgöng-
um. Stærsta nýja fyrirtækið norðan
ganganna í Færeyjum er stór seiða-
eldisstöð og á svæðinu er nýlegt
hótel. Hótel er á Ólafsfirði og þar
eru miklir möguleikar á vaxandi
fiskrækt og þar eru margir athafna-
menn sem munu notfæra sér bættar
aðstæður. Bættar samgöngur eru
eitt af skilyrðum dafnandi atvinnu-
lífs. Eina ástæðan, sem ég get séð
sem valdið geti því að Múlagöngin
nýtist ekki sem grundvöllur sam-
skipta og atvinnubyltingar sem
leiði til margföldunar á umferð, er
að vegurinn verði ekki mokaður í
Síöari grein:
hörðum vetrum nema eftir ein-
hverju gömlu mokstursplani einu
sinni eða tvisvar í viku. En það
verður dýr spamaður.
Hvað gerist í
einspora jarðgöngum?
Ég ók í gegnum hin margnefndu
göng í Færeyjum í júnímánuði
síðastliðnum. í fyrra skiptið vorum
við á ferðinni stuttu fyrir hádegi og
þá gekk ferðin snurðulaust. Einn
bíll beið utan ganganna þegar við
komum út. Á bakaleiðinni mættum
við þeim, sem voru að koma úr
vinnu í Klakksvík, og við urðum
að fara inn í meira en annað hvert
útskot. Á eftir okkur voru nokkrir
bílar, tveir sem voru í fylgd með
okkur og tveir eða þrír aðrir.
Göngin voru orðin full af útblæstri
og þótt við hefðum alla glugga
lokaða barst stybban inn í bílinn.
Því miður tók ég ekki tímann sem
við vorum inni í göngunum, allan
tímann að sjálfsögðu með vélina í
gangi. Mér fannst tíminn langur.
Nú vinna mun fleiri Viðareiðingar
og Hvannasundsmenn í Klakksvík
en Klakksvíkingar nyrðra. En þeg-
ar bæirnir eru því sem næst jafn-
stórir er líklegt að sú tala verði
jafnari. Hætt er við að sumum
finnist göngin löng ef t.d. 20 bílar
á suðurleið mæta 12 bílum á
norðurleið að morgni dags. En
eftir því sem þessar tölur hækka
verður ferðin erfiðari og tekur
lengri tíma. Samt mun þetta ganga
þótt leiðinlegt verði þangað til einn
þessara bíla tekur upp á því að bila
inni í göngunum miðjum því bílar
geta alveg eins bilað inni í jarð-
göngum eins og úti á opnum vegi.
Það þarf ekki mikið hugmyndaflug
til þess að gera sér í hugarlund
erfiðleikana þcgar bíll bilar í ein-
spora jarðgöngum á umferðar-
tíma.
Áskorun um
endurskoðun
Framkvæmdir á að undirbúa vel.
Áður en mannvirki er hannað ber
að kanna svo vel sem unnt er það
vandamál sem gerð þess á að leysa
og miða sfðan hönnunina við
niðurstöður þessarar könnunar.
Ákvörðun um einspora göng í
Ólafsfjarðarmúla byggist ekki á
fullnægjandi könnun á aðstæðum.
Nú vill svo vel til að ekki þarf að
eyða neinum tíma í umhönnun
þótt ákveðið verði að breyta til og
hafa göngin tvíspora. Það eina sem
gera þarf er að bjóða göngin út sem
slfk. En nú mun Vegagerð ríkisins
hafa ákveðið að gefa mönnum ekki
kost á að bjóða í tvíspora göng.
Lítill væri aukakostnaðurinn við
að biðja hvern og einn að senda inn
tvö tilboð, annað í einspora göng
en hitt í tvíspora. Þá fengist raun-
hæfur samanburður á kostnaði. Ég
á von á að munurinn verði um 50
m. kr. Betra er að byrja gröftinn
hálfu eða heilu ári seinna en að
gera ófullnægjandi mannvirki. Ég
vil því enda þessa grein með því að
skora á vegamálastjóra að óska
eftir tilboðum í bæði einspora og
tvíspora göng og láta gera umferð-
arspá fyrir göngin með hliðsjón af
því sem fram hefur komið hér að
framan.
TÓNLIST
Sprellfjörugir polkar og valsar
í heimi tónlistarinnar eru margar
vistarverur, engu síður en í Sjálf-
stæðisflokknum: allskonar æðri
tónlist, ýmiss konar jazz, margvísleg
dægurtónlist og allra handa „létt-
klassík“, svo það helsta sé nefnt, og
fæstir svo miklar alætur á tónlist að
þeir sækist eftir öllu þessu. Enda það
prúðbúna fólk með freyðivínsglas í
hönd, sem komið var saman í and-
dyri Háskólabíós á laugardaginn
(16. jan.) til að undirbúa sig undir
sína árlegu Vínartónleika, yfirleitt
ekki meðal gesta á fastatónleikum
Sinfóníuhljómsveitarinnar. En
þarna ríkti háleit Vínarstemmning,
allir miðar uppseldir fyrir löngu og
komust færri en vildu. Sá orðrómur
var á kreiki að stjórnandinn, Peter
Guth frá Vínarborg, væri undramað-
ur á þessu sviði. Sem reyndist alveg
hárrétt: Guth, sem er ítursnjali fiðl-
ari, hafði það af að lyfla hljómsveit-
inni á nýtt leikgleði- og getustig,
losna við „ísafoldarhljóminn" úr
strengjunum og koma öllum áheyr-
endum í gott skap. Sem er auðvitað
tilgangurinn með tónleikum sem
þessum (og raunar öllum tónleikum,
ef grannt er skoðað).
Engir Vínartónleikar eru full-
komnir án söngkonu, og þar kom
íturfljóðið Silvana Dussmann inn í
dæmið: ung Vínarsöngkona sem
greinilega kann og getur heilmikið
- skipti m.a. um kjól í hléi, sem mér
er kunnugt um að vinir Vínartónlist-
ar leggja mikið upp úr. Dussmann
kann að vísu að skorta nokkuð af
þeim fiðrildis—léttleika sem kannski
einkennir þessa músík mest - tónlist-
in var öll eftir Jóhann Strauss yngri,
nema einn vals í „frumútsetningu",
Vínargeð eftir J.S. eldri - en hún
gerði þetta mjög vel og af mikilli
kunnáttu. Heimurinn er að vísu
fullur af efnilegum og kunnáttufull-
um söngkonum, en Dussmann gæti
vel átt eftir að standa sig í alvöru-
meiri hlutverkum en þarna var feng-
ist við.
Stjórnandinn Guth kynnti hina
ýmsu ópusa, og forsvarsmenn í
hljómsveitinni, eftir því sem tilefni
Peter Guth.
gafst til, og í einni af inngangsræðum
stnum sagði hann að Jóhann Strauss
eldri hefði skapað beinlínis nýja
tegund af tónlist í völsum sínum og
polkum, að hluta til úr þeim efniviði
sem Vínartónskáldin Haydn,
Mozart, Beethoven og umfram allt
Schubert höfðu lagt til: Þeirri kynn-
ingu fylgdi áðurnefnt Vínargeð, vals
óp. 116 eftir J. S. eldri, flutt með
sömu hljóðfæraskipan og tíðkaðist á
Silvana Dussmann
dansstöðum í Vín á þeirri tíð, 2
fiðlum, lágfiðlu og bassa. Mjög
sjarmerandi.
Kvöldið áður hafði hljómsveitin
haft „generalprufu" uppi á Akranesi,
og hafði nú kór Akurnesinga með
sér suður, fagurradda og fullan söng-
gleði. Þetta var samsteypa Kirkju-
kórs Akraness (sem Jón Ólafur Sig-
urðsson stýrir) og kór Fjölbrauta-
skóla Akraness (stj. Jensína
Waage). Það var mikið klappað, og
aukalög og endurtekningar ekki
sparaðar. Það eina sem ég er hrædd-
ur um, vonandi ranglega, er að Peter
Guth festist í þessu Vínarhlutverki
eins og tréhesturinn Boskowsky
- hann var víst mjög efnilegur einu
sinni líka.
Hér voru greinilega menn að verki
sem kunna að setja upp „sýningu"
sem hrífur. Undir lokin kom
Kampavínspolkinn, þá Schwips-
Lied og loks polkinn Á veiðum, allt
eftir J. S. yngra: hérvoru leikbrellur
ekki sparaðar og má um það deila í
jafn bindindissömu þjóðfélagi og
voru hvort viðeigandi sé að söngkon-
an komi léttslagandi inn á sviðið
með kampavínsflösku í annarri
hendi og glas í hinni - og gefi
konsertmeistara 3svar sinnum í
staupinu og stjómandanum 2svar.
En svona em Vínarbúarvíst kátirog
glaðsinna. Tónleikunum lauk svo
með glæstum hætti: Dónárvalsinn
útsettum fyrir kór og hljómsveit.
Sig. St.