Tíminn - 29.01.1988, Side 12

Tíminn - 29.01.1988, Side 12
12 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT BEIRÚT - Sýrlenskar her- sveitir er leituðu að vestur- þýskum gísl réðust inn í stöðv- ar Hizbollah (flokks Guðs) sem nýtur stuðnings írana. Sýr- lendingarnir leituðu að Ralph Schray sem rænt var á mið- vikudag, greinileaa í þeim til-, gangi að reyna ao neyða vest- ur-þýsk stjórnvöld til að láta lausa tvo Líbana úr hópi shjíta, bræðurna Abbas Ali og Mo- hammed Ali Hamadi. LUNDÚNIR - Heilbrigðis- ráðherrar ríkja er samtals telja um 95% af fólksfjölda í heimin- um hvöttu til sameiginlegra aðgerðagegn hinum banvæna sjúkdóm eyðni. Þetta var fyrsta í alþjóðlega ráðstefnan þar sem fjallað var um leiðir í baráttunni . gegn eyðni. SAN JOSE - Skæruliðar í > Nicaragua og fulltrúar stjórnar Sandinista héldu fund í Costa Rica og voru þetta fyrstu við- ræðurnar þar sem aðilarnir tal- , ast beint við. Ekki var þó talið að deiluaðilar kæmust nær samkomulagi um að binda enda á borgarastríðið í Nicar- agua sem staðið hefur í sex ár. MOSKVA - Rúmlega hundrað gyðingar, sem leita eftir að fá að flytjast burt frá Sovétríkjunum, komu saman í Moskvu til að mótmæla hæga- gangi í meðferð umsókna sinna. Meðlimir alþjóðlegra mannréttindasamtaka voru viðstaddir mótmælaaðgerðirn- ar. BONN - Forráðamenn vest- ur-þýska bílafyrirtækisins Porsche sögðu lækkandi gengi dalsins hafa haft slæm áhrif á framgang fyrirtækisins í Bandaríkjunum. HAAG - Málverk eftir Vinc- ent van Gogh sem ekki hafði verið vitað um var uppgötvað á heimili aldraðar konu í bænum Groningen í norðurhluta Hollands. Málverkið var af manni með blómvönd og hafði hangið í stofu konunnar í mörg ár. SOFÍA - Todor Zhivkov, hinn 76 ára gamli leiðtogi Búlg- aríu, sagðist ætla að láta af starfi sínu sem formaður kom- múnistaflokksins einhvern tíma á næstu árum. Vestrænir stjórnarerindrekar sögðu þó að Zhivkov myndi halda áfram að gegna stöðu sinni þangað til einhver gangur væri kominn í umbótaáætlunina sem stjórn- völd hafa samið og ber keim af | glasnoststefnu Gorbatsjovs Sovétleiðtoga. MALIN, írlandi - Lögregl- an á írlandi fann mikið magn vopna á eyðilegri strönd á norðvesturhluta eyjunnar. Tal- ið er að vopnin hafi verið ætluð , írska lýðveldishernum. j ^ llllllllllllillllllllll ÚTLÖND ^ irl^ v!;' Föstudagur 29. janúar 1988 Garrí Kasparov gagnrýndur í sovésku dagblaði: „BARN BREYTINGA" KOMIÐ ÚT AF GLASNOSTVEGINUM Garry Kasparov heimsmeistari í skák var sakaður um tvöfalt siðgæði í grein sem birtist í sovésku blaði í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem heimsmeistarinn er opinberlega gagnrýndur á svo beinskeyttan hátt þar í landi. Greinin birtist í dagblaðinu Sovi- etsky Sport og var höfundur hennar Viktor Baturinsky fyrrum embættis- maður í sovéska skáksambandinu. Baturinsky fjallaði þar um bók Kasparovs „Barn breytinga" sem gefin var út í Vestur-Þýskalandi í síðasta mánuði og sagði að ummæli hans þar hefðu verið allt önnur en hann hefði látið frá sér fara í sovésk- um fjölmiðlum. Baturinsky sagði að í bókinni væri gefið í skyn að stjórn landsins sem ól hann upp og gaf honum tækifæri til að þroska óvenjulega hæfileika sína strax frá unga aldri hefði í raun verið á móti honum og reynt að hefta för hans. „Það er gefið í skyn að hann hefði þurft að stjórna baráttu gegn sov- ésku skákmafíunni (sem ég tilheyri) og guðföður hennar Karpov,“ sagði Baturinsky og vitnaði þar til Anatoly Karpovs fyrrum heimsmeistara. Hinn 24 ára gajnli Kasparov er þekktur fyrir hviklynda framkomu og að vera óhræddur að láta álit sitt í Ijós. Þar er hann ekki líkur helsta keppinaut sínum Karpov sem er þekktur fyrir rólega og jafnvel kald- lynda framkomu. Kasparov varð heimsmeistari árið 1985, sá yngsti til að ná þeim titli, og batt þar með enda á tíu ára veldi Karpovs. Hann varði síðan titil sinn í síðasta mánuði eftir jafnt og spenn- andi einvígi við Karpov sem fram fór í Sevillu á Spáni. Kasparov er einlægur stuðnings- maður Gorbatsjovs Sovétleiðtoga og breytinga þeirra sem hann hefur staðið fyrir. Skákmeistarinn ungi hefur þar af leiðandi ekki verið gagnrýndur í fjölmiðlum þótt þeir hafi reyndar frekar tekið afstöðu með hinum rólega Karpov. Eftir að einvíginu lauk í síðasta mánuði var Kasparov þó gert hátt undir höfði í fjölmiðlum þar eystra og birtu bæði Tass og Izvestia viðtöl við hann. í greininni í gær sakaði hinsvegar Baturinsky skákmeistarann unga um að halda sig ekki við glasnost eða opnunarstefnu Gorbatsjovs heldur skjóta langt yfir markið í gagnrýni sinni. „Þú getur rökrætt og gagnrýnt margt, þar á meðal skákstíla, en þú mátt ekki móðga, niðurlægja og búa mönnum til skoðanir," sagði Batur- insky um gagnrýni Kasparovs á Karpov og sovéska skáksambandið. hb Garrí Kasparov hefur verið mikið í sviðsljósinu í fjölmiðlum bæði austan tjalds og vestan Svíþjóð Lítil leynd yfir njósnum stórveldanna Talsmaður hersins í Svíþjóð sagði í gær að hermönnum hefði verið skipað að fylgjast með hvort sölumenn er færu húsa á milli í bæjum er væru hernaðarlega mikilvægir, væru erlendir njósn- arar eður ei. Þessi tilskipun kemur í kjölfar frétta um að njósnarar stórveld- anna væru orðnir það ósvífnir að þeir þættust vera málverkasalar eða annað álíka og fylgdust þann- ig með ferðum sænskra herja og embættismanna. „Það er ótrúlcgt hvað er njósn- að á augljósan hátt um okkur. Leyndin, sem stórveldin sýna venjulega, er bara ekki til staðar," sagði einn talsmanna sænska hersins fyrir stuttu. Hann bætti við að erindrekar stórveld- anna virtust beita svipuðum að- ferðum í Svíþjóð og þeir gerðu í sumum ríkjum þriðja heimsins. Sænsk stjórnvöld hafa af þessu áhyggjur enda vandamál á ferð. Þau vilja draga úr njósnum og hafa t.d. lagt til að ferðir grun- samlegra erlendra flutningabíla um landið verði takmarkaðar. Embættismenn í Svíþjóð segja að það sé furðu algcngt að njósn- arar hafist við í þessum farartækj- um með öll sín tól og tæki. hb Fyrrum samstarfsmaður Manúels António Noriega hershöfðingja og valdamesta manns í Panama hefur sakað hann um að ráða „algjöru glæpaveldi sem ekkert gefur eftir öðrum slíkum í heiminum.“ José Blandón, yfirmaður sendi- ráðsskrifstofu Panama í New York og tryggur stuðningsmaður Noriega þangað til nýlega, kom fram með ásakanirnar í síðustu viku. Hann ræddi þá við þingmenn í Washington og sagði Noriega reka starfsemi sem næði meðal annars yfir eiturlyfja- smygl, peningafölsun, vopnasölu og sölu á ólöglegum vegabréfum. Noriega hafði fengið Blandón til þess síðasta haust, eftir mikil mót- mæli í Panama, að semja áætlun sem gæti gert hershöfðingjanum kleift að láta af völdum á virðulegan hátt og án þess að þurfa að svara fyrir ásakanir um eiturlyfjasmygl og kosn- ingasvindl. Þegar til kom neitaði Noriega hinsvegar að samþykkja ráðagerðina og rak Blandón úr starfi Noriega yfirmaður hersins í Panama: Sakaður um að nota herinn og stunda glæpsamlegt athæfi í skjóli valds síns sínu. Þar mcð hafði Noriega eignast hættulegan óvin og bandarísk stjórn- völd hafa nú veitt Blandón og fjöl- skyldu hans vernd fyrir byssumönn- um herforingjans. Blandón gæti orð- ið mikilvægt vitni í réttarhöldum sem fram fara í Miami en þar er dómstóll að kanna ásakanir um að Noriega hafi tekið fé frá eiturlyfja- sölum í Miami fyrir að vernda smygl- ara er aðsetur höfðu í Panama. Dómararnir hafa verið heldur svartsýnir á það hingað til að nægar sannanir væru fyrir hendi til að hægt væri að bendla Noriega við þessa eiturlyfjaverslun. Blandón gæti hins- vegar komið fram með nýj ar sannan- ir, sérstaklega ef satt reynist að hann búi yfir skjölum og hljóðupptökum sem gætu rennt stoðum undir alvar- legar ásakanir lians. Time/hb ÚTLÖND ÚM3JÓN: Heimir BLAÐAMAÐUR

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.