Tíminn - 29.01.1988, Page 20

Tíminn - 29.01.1988, Page 20
Sparisjóösvextir á tékkardkninga hávaxtakjörum SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Ókeypis þjónusta k v 686300 Timinn Tímiim Bakarar lofa Verðlagsstofnun að draga umframhækkun brauða til baka: Töpuðu orustunni en vinna þó verðstríðið Niðurstaðan í verðstríði Verð- lagsstofnunar og bakarameistara um brauðaverð verður væntan- lega sú - varðandi þá hlið sem að neyt- endum snýr - að mörg brauð muni nú lækka eitthvað lítillega í verði, en hækka að sama skapi aftur næstu vikur. Má því segja að Verðlagsstofnun hafi „unnið orustuna en tapað (verð)stríð- inu“. Landssamband bakarameist- ara lofaði Verðlagsstofnun í gær, að beina þeim tilmælum til fél- agsmanna sinna að draga til baka verðbreytingar á brauðum um- fram þau 10,4%, sem söluskatts- hækkunin gaf tilefni til - fremur en að láta Verðlagsstofnun skella á sig verðstöðvun og verðlags- höftum. Á móti fengu bakara- meistamir svo yfirlýsingu frá Verðlagsstofnun, um að þeirsem sýnt geti fram á þörf fyrir þessar hækkanir geti hækkað sín brauð aftur í samráði við stofnunina. Kannanir sem Landssamband bakarameistara hefur gert að undanförnu sýna, að þeirra mati, ótvírætt, að full ástæða hafi verið til þeirra verðhækkana sem flestir bakarameistarar gerðu samhliða nýju söluskattshækkuninni. Bakarameistarar eru bjartsýnir á að verðlagsstjóri sannfærist um það einnig. Á fréttamannafundi í gær var m.a. yfirlýsing frá Sveini bakara sem sýnir glöggt hvað um er að ræða. En Sveinn átti sem kunnugt er metið með 43% hækkun á fransbrauði milli desember og janúar s.l. Sveinn bendir á hinn bóginn á, að allt frá ágúst 1986 til desember 1987 hafi hann aðeins hækkað smásöluverð á brauðum um 14,6%. Þar innifalinn sé 10% söluskatturinn þann 1. ágúst s.l., þannig að bakarí hans hafí aðeins fengið 4,2% hækkun í sinn hlut á sama tíma og framfærsluvísitalan hækkaði um 30%. Þrátt fyrir umframhækkun þann 8. jan. s.l. háfi bakaríið á s.l. 17 mánuðum aðeins fengið tæplega 12% hækk- un í sinn hlut umfram 25% sölu- skattinn sem kom (í tvennu Iagi) á þessu tímabili. -HEI Skrifstofustjóri borgarverkfræðings um skyldur borgarinnar vegnaTjarnargötu 20: Er ekki skylt að tryggja aðgengi Vegna þess húsið að Tjarnargötu 20 var byggt áður en núverandi byggingarreglugerð var samþykkt þarf Reykjavíkurborg ekki að sjá til þess að aðgengi að ellimáladeild félagsmálastofnunar sem nýlega var flutt í húsið sé fært hreyfihömluðu fólki. Þetta er inntak umsagnar skrif- stofustjóra borgarverkfræðings um kæru Öryrkjabandalags Islands til byggingarnefndar Reykjavíkurborg- ar vegna flutnings ellimáladeildar félagsmálastofnunar að Tjarnargötu 20. Samkvæmt faglegri greinargerð sem Baldur Andrésson arkitekt gerði fyrir Öryrkjabandalagið full- nægir Tjarnargata 20 í engu þeim þörfum sem húsnæði þarf að full- nægja til að hreyfihamlaðir geti kom- ist um húsið, e« stór hluti þeirra sem eiga erindi við ellimáladeild er hreyfihamlaður. I ljósi þessa kærði Öryrkjabandalag íslands málsmeð- ferð borgaryfirvalda við flutning elli- máldeildar til byggingarnefndar Reykjavíkurborgar og fór fram á úrbætur. Á fundi byggingarnefndar í gær var umsögn skrifstofustjóra borgar- verkfræðings lögð fram og var niður- staða hans sú að mál þetta væri byggingarnefnd óviðkomandi. Telur skrifstofustjórinn að ekkert sé því til fyrirstöðu að flytja elliináladeildina í húsnæðið að Tjarnargötu 20 þrátt fyrir að Ijóst sé að það hús á langt í land með að fullnægja núverandi kröfum um aðgengi fyrir hreyfihaml- aða. Meirihluti byggingamefndar sam- þykkti umsögn skrifstofustjórans gegn atkvæðum minnihlutans. Því tók byggingarnefndin ekki afstöðu til kæpmnar. -HM Kortsnoj féll á tíma Jóhann vann Jóhann Hjartarson sigraði Kort- snoj í fjórðu einvígisskákinni í St. John í Kanada í gærkvöldi. Það ótrúlega gerðist að Kortsnoj féll á tíma í 34. leik og sögðu viðstaddir að svo virtist sem gömlu kempunni hafi verið brugðið þegar hann sá hvernig komið var. Skákin var gífurlega sviptingasöm einkum seinni hlutinn. Jóhann stýrði svörtu mönnunum og tefldi hann skákina af frufnleika allan tímann og kom Kortsnoj oft á óvart þannig að Kortsnoj notaði meiri tíma en hollt var. Hann lenti í miklu tímahraki, sem endaði með því aðhann féll á tíma. Jóhann er kominn með 3 vinn- inga og dugar því jafntefli (annarri hvorri skákinni sem eftir er til þess að vinna einvígið. Kortsnoj sem er baráttumaður í skákinni mun nú eflaust leggja allt í sölurnar til að vinna í síðustu skákunum. Verslunarskólinn flytur „Fame“ Á laugardag klukkan 14, gefst íslendingum kostur á að sjá flutt lög úr söngleiknum Fame á Hótel íslandi. Hér eru þó ekki á ferðinni upprunalegu söngvararnir, heldur munu nemendur og kór Verslunar- skóla íslands, undir stjórn Jóns Ólafssonar, endurflytja hluta af þessari sýningu, sem sett var saman í tilefni af 56. Nemendamóti skólans. Inn á milli atriða er síðan léttum gleði- og skemmtiatriðum skotið inn, en skemmtunin er samtals á annan tíma. Meðal laga sem flutt verða, eru lög eins og Body Electric, Red Light, Hot Lunch Jam, Dogs in the Yard og Is it O.K. if I call you mine? Þá syngur kórinn einnig létta rokksyrpu og eitt frægasta lagið úr söngleiknum Rocky Horr- or Picture Show, Time Warp. Nemendamót Verslunarskólans er ein viðamesta sýning sem fram- haldsskóli setur á laggirnar og hafa sýningar skólans hvarvetna vakið athygli og aðdáun þeirra sem séð hafa. Vakin skal athygli á því að aðeins verður þessi eina sýning. -SÓL Verðlagsráð frestar ákvörðun um verðlagningu olíuvara og ákveður nýtt ýsuverð: Ýsa lækkar um 8% Á fundi verðlagsráðs í gær var ákveðin 8% lækkun á ýsukílóinu. Hámarksverð á kíló er eftir lækkun krónur 280. Einnig var samþykkt að fela Verðlagsstofnun að beina þeim tilmælum til fisksala að þeir lækki aðrar fisktegundir samsvarandi. „Við höfum ástæður til að ætla að fisksalar muni fara eftir þessum tilmælum Verðlagsstofnunar. Við vitum um a.m.k. einn stóran aðila sem mun gera það, og trúlega fylgja þá hinir á eftir,“ sagði Georg Ólafs- son, verðlagsstjóri. Á þessum fundi Verðlagsráðs var, að beiðni formanns þess, ákveðið að fresta ákvörðun um endurskoðun á verðlagningu olíuvara til næsta fund- ar Verðlagsráðs, í næstu viku. Þeir tugir lítra bensíns, sem helg- arrúntar landsmanna gleypa, verða því á gamla verðinu um þessa helgi. óþh

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.