Tíminn - 10.02.1988, Page 3

Tíminn - 10.02.1988, Page 3
Miðvikudagur 10. febrúar 1988 Tíminn 3 Sérstæö athöfn í tannlæknadeild: Teningum kastað um námsárangur í Tannlæknadcild Háskóla fs- lands reyndi í fyrsta skipti á reglu- gerðarákvæði um aft hlutkesti skyldi skera úr um hvort ncmandi fengi að ganga upp til vorprófs á fyrsta ári eða félli út. Þrír nemend- ur voru mcð hníljafna einkunn eftir janúarprófín og var þeim skipað að kasta upp tcningum um það hvert þeirra félli út. Að sögn Guðjóns Axelssonar deildarfor- seta eru menn furðu lostnir að sú staða kom upp að þrír nemendur . voru með nákvæmlega jafna mcða- leinkunn að loknuin janúarpróf- um. Nemandinn sem féll út lcitar nú réttar síns eins og kostur er með aðstoð lögfræðings. Hann vildi ekki láta nafns síns getið, né heldur vildi hann tjá sig á nokkurn hátt um málið. Tfminn hefur fyrir því heimildir að tuttugu nemendur hafi þreytt prófið, en aðeins nt'u náð tilskildri lágmarks einkunn. Af þessum níu átti að velja sjö nemendur, sam- kvæmt áralangri venju, til að halda áfram á fyrsta ári, en hinir neyðast til aö skrá sig að nýju á fyrsta ár í haust. Sjó af tuttugu áfram Það hefur lengi tíðkast að tak- marka fjölda þeirra sem stundað fá nani 1 Tannlæknadeild Háskólans og eru rökin fyrir því á þá leiö, aö ekki séu til nógu margir tannlækna- stólar við deildina til að fram geti farið verkieg kennsla síðar á náms- ferlinum. Að sögn Guðjóns Axels- sonar dcildarforscta er frá þessum takmörkunum gcngiö í reglugcrð háskólans í þeim kafla er varðar tannlæknadeildina. Þar er einnig sagt, að ef sú staða kemur upp að tveir cða fleiri nemendur fái sörnu einkunn skuli varpa um það hlut- kesti hver fær að halda áfram á fyrsta ári. Formlegt teningakast Athöfn þessi fór fram á föstudag í húsnæði tannlæknadeildar við Vatnsmýrarvcg. f veikindaforföll- um deildarforseta var það varafor- seti deildarinnar sem stýrði athöfn- inni að viðstöddum þcim þrcmur sem náðu sömu vegnu meðaleink- unn, auk vitna úr kennaraliði deild- arinnar. Fór athöfnin þannig fram að lesið var upp úr reglugeröinni það ákvæði er við átti og síðan var nemcndunum gert að taka við tening til að kasta honum upp. Teningurinn gekk á milli nemenda eftir öfugri stafrófsröð. Samkvæmt þeim tölum er tcningurinn sýndi var ncmendum síðan raðað form- lega í sæti sex til átta. Þeir nemend- ur, sem lentu í sjötta til sjöunda sæti fengu að halda áfram námi á fyrsta ári viö deildina, en þeim sem lenti í áttunda sætí var tilkynnt að liann væri fallinn á fyrsta ári, en jafnframt að honum væri heimilt að hefja nám að nýju við deildina næsta haust. Mun athöfnin hafa valdið lítillegu taugaáfalli meöal þrcmenninganna. Sá nemandi sem lenti í áttunda sæti mun hafa haft sambatid við lögfræðing tim leið og honum var tilkynnt um niðurstöður prófanna og áður en hann mætti í hlutkestið. Mun það hafa verið afráðið að hann freistaði gæfunnar og mætti cins og honum var reyndar fyrir- boðið af deiidarforseta. Hann leit- ar nú frekari rcttar síns, cnda er mikið í húfi. en vill ekki láta neilt eftir sér hafa í fjölmiðlum og virðir Tíminn það. Prófraunir Prófin, sem um er að ræða eru mjög crfið. eins og gefur aö skiija, en þar standa námsgreinarnar Al- menn efnafræöi og Inngangur að líffræöi og lífeöiisfræði uppúr hvað varöar hörku. Fyrirlestrar í báðum þessum greinum eru sóttir utan tannlæknadeildar og kemur íagiö ekki frekar við sögu tannlækna- námsað lokinni þessari úrtaksönn. Viðbrögð deildarforseta Harmaði Guðjón mjög að grtpa hafi þurft til þessa ákvæðis ogsagði hann að nú rcyndi á þetta ákvæði í fyrsta skipti síðan það var samþykkt. Þegar gengið var frá reglugerðinni var mikið um það rætt mcð hvað hætti skera ætti úr um mál af þessu tagi. Kom til greina, að sögn Guðjóns, að láta einkunn úr stúdentsprófi ráða, en í seinni tíð væru þau af það ólíkum toga að það mun ekki hafa komiö til greina. Þá hafi verið um það rætt hvort ekki ætti að iáta niöurstööur úr cinu próft ráða við siíka uppá- komu, en það hafí verið fellt á þcim forscndum að siíkt væri ekki nógu réttlátt. Núverandi fyrir- komulag með hlutkesti hafi á endanum orðið ofaná. Sagði Guð- jón ;iö þetta væri að sjálfsögðu mjög erfitt mál, en menn hefðu ekki lundið neina betri lausn til þessa, scm væri fullkomlega réttlát að mati dcildarmanrfa. KB Tcningunum kastað við hús tannlæknadeildar. Timamynd Pjetur Frumvarp um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga: Andstaða er fyrir austan Bæjarstjórnir Neskaupstaðar og Seyðisfjarðar hafa ályktað gegn frumvarpi til laga um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga, eins og það liggur nú fyrir Alþingi. Bæjarstjórnarmenn telja að ef þetta frumvarp verði samþykkt óbreytt á Alþingi, verði sveitarfélög- um ekki tryggt nægilegt fjármagn til að standa undir auknum verkefnum. Lagt er því til að afgreiðslu frum- varpsins verði frestað og það endur- unnið í samráði við sveitarstjórnar- menn og landshlutasamtök þeirra. Rúmlega 2000 fá húsnæðislán í ár: 8.720 umsóknir nú óafgreiddar í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Hjörleifs Guttormsson- ar um húsnæðismál kcmur fram að á sextán mánuðum, 1. scptember 1986 til .11. desember 1987, voru lagðar inn 12.230 umsóknir hjá Húsnæðisstofnun ríkisins vegna þeirra fjögurra lánaflokka sem skuldabréfakaup lífeyrissjóða og iðgjaldagreiðsiur umsækjenda ná til. Þar af liggja fyrir 11.740 um- sóknir um lán til nýbygginga og eldri íbúða. Fyrri hluta ián til nýbygginga og eldri íbúða voru veitt til 3020 umsækjcnda á árinu 1987. Því má ætla að hjá stofnuninni liggi nú fyrir 8720 óafgreiddar umsóknir vegna húsnæðiskaupa. Pá kemur einnig fram að sótt hefur verið um lán úr Byggingar- sjóði verkamanna til bygginga alls 949 íbúða, þó fullyrt sé í svarinu að sumar þeirra umsókna séu óraun- hæfar vegna fjölda Jbúða. í svari við hversu mörg lán verða afgrcidd á þessu ári kemur fram að gert er ráð fyrir að>fgreiða fyrri hluta láns til 2100 til 2300 íbúða. Peim umsækjcndum. sem eiga að fá þessi ián, hefur þcgar verið svarað, cn það eru þeir sem sóttu um fyrir Bdagmarsmánaðar 1987. Miðað við fjölda óafgreiddra umsókna samkvæmt svarinu, sem felur í sér óglöggar tölur, verða um 6500 umsækjendur að bíða til árs- ins 1989, en ekki liggja fyrir upplýs- ingar utrt fjármagn Byggingarsjóðs ríkisins á því ári. scm er að mestu leyti háð skuldabréfakaupum líf- eyríssjóðanna. Á þessu árt er áætlað að gera samninga um framkvæmdalán úr Byggingarsjóði verkamanna á yfir- standandi ári til byggingar 500 til 600 íbúða, cn skipting þeirra hefur ekki verið ákveðin. Þá er minnt á í svarinu að í lánsfjárlögum cr heimild tii að eyða 273 milljón kröna til að byggja kaupleiguíbúðir á þessu ári, en frumvarp um fyrirkomulag þcss máls hefur enn ckki verið afgreitt úrþingflokkum sjálfstæðis- manna og framsóknarmanna. PÆÓ \ Haukur Ingibergsson, framkvæmdastjóri Bifreiðaeftirlitsins: Myndbandið breytir ekki afstöðu okkar „Þetta myndband breytir engu um afstöðu okkar. Það breytir ekki efnisatriðum,“ sagði Haukur Ingi- bergsson, framkvæmdastjóri Bif- reiðaeftirlits ríkisins í samtali við Tímann, en eins og greint var frá í blaðinu í gær, hefur Ingvar Helga- son hf., umboðsaðili Subaru á íslandi, sent Bifreiðaeftirlitinu og Jóni Sigurðssyni, dómsmálaráð- herra, myndband, sem sýnir „flóð- abílana" svo kölluðu, á kafi í sjó í Drammen í Noregi í október, Aðspurður sagði Haukur, að sú staðreynd að lögfræðingurinn norski, sem vottaði að bílarnir hefðu ekki lent í sjóflóði, hefði dregið yfirlýsingar sínar til baka, skipti ekki máli, enda væri það ekki mikið atriði. Ekki reyndist unnt að fá sjón- armið Jóns Sigurðssonar, dóms- málaráðherra, í þessu máli, þar sem hann gat ekki svarað spurning- um blaðamanns, sökum anna. Júlíus Vífíll Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Ingvars Helgasonar hf., sagðist ekki skilja sjónarmið framkvæmdastjóra Bifreiðaeftir- litsins, og spurði: „Hvað þurfa þeir eiginlega að fá í hendurnar til að sannfærast?" Viðbrögð Margeirs Margeirs- sonar, eins fjórmenninganna sem flytja inn flóðabílana voru: „Þetta mál hefur verið þeim til vansa. Varðandi þennan lögfræð- ing, þá segi ég að við réðum aldrei lögfræðing til eins eða neins. Hann vann þarna að samningum og gaf okkur upplýsingar um þetta. Ég hef aldrei séð manninn, hef aðcins hringt í hann. Bílarnir rétt blotna í motturnar og búið er að mæla sýni af svæðinu. Ég vil stráknum ekkert illt (Júlíusi Vífli) og ég held að það væri best fyrir hann að málið væri þagað í hel.“ Flóðbílarnir eru nú allir komnir til landsins, og ef marka má orð framkvæmdastjóra Bifreiðaeftir- litsins, virðist stríðinu lokið. -SÓL FERMINGARVEISLUR Tilboð á hagstæðu verði Kransaterta - Jarðarberjaterta Parísarterta - Þýsk súkkulaðiterta Rjóma- eða marsipanterta 2 smákökutegundir Brauðterta - Snittur Verð pr. mann kr. 600,- Pantið tímanlega í síma 15355 - Kv.s. 43740 Gefum magnafslátt fyrir 40 manns z BRAUDSTOFAN ] z: MOSFELLSBAKARI I GLEAM MÉR E1 / ------*--- \ \-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.