Tíminn - 10.02.1988, Side 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 10. febrúar 1988
Pípureykingar minnkuðu um fjórðung í fyrra og yfir helming á s.l. 3 árum:
PÚAD Á PÍPUNA
Sala á píputóbaki hefur hrapað
niður ár frá ári allan þennan áratug
og sfðast um nær fjórðung á milli
áranna 1986 og 1987. Sala reyk-
tóbaks var 44,9 tonn 1980, dottin
niður í 23,2 tonn 1986 og áfram
niður í 18,3 tonn í fyrra. Haldi
pípureykingar áfram að minnka
með svipuðum hraða verða pípu-
reykingamenn líklega áður en
langt um líður álíka sjaldgæfir og
þeir sem nú tyggja skro. Slíkir eru
nú orðnir sárafáir því sala á munn-
tóbaki var aðeins rúm 47 kíló í
fyrra. Neftóbaksnotkun var um
12,5 tonn í fyrra sem var nokkur
aukning frá árinu áður, en þá hafði
hún hins vegar minnkað verulega
frá árinu 1984. Sala á vindlum
hefur verið nokkuð svipuð, milli 14
og 15 milljón stykki allan þennan
áratug.
Einhverjir þeirra sem hættu við
pípuna virðast hafa hallað sér að
sígarettunum í staðinn. Því eftir
samdrátt sígaarettusölu á árunum
1985 og 1986 varð aftur nokkur
aukning á árinu 1987, eða sem
svaraði 1 pakka á hvern íslending
yfir 15 ára aldri. Alls voru seldar
rúmlega 22 milljónir pakka af síga-
rettum á árinu sem leið, eða sem
svarar 120,5 pökkum á hvern
landsmann 15 ára og eldri, að
meðaltali. Pessi skammtur var um
115 pakkar árið 1980,121 (álíka og
í fyrra) árið 1981, komst hæst í 127
pakka árið 1984, minnkaði síðan
niður í 119,5 pakka árið 1986 en
jókst síðan aftur um einn pakka í
fyrra, sem fyrr segir.
Miðað við núverandi verð á
sígarettum borga landsmenn sam-
tals um 3.045 milljónir króna fyrir
22ja milljóna pakka ársreykingar.
Það svarar til um 16.620 kr. fyrir
hvern landsmann 15 ára og eldri að
meðaltali, eða rúmlega 45 þús. kr.
að meðaltali á hverja fjölskyldu af
sömu stærð og vísitölufjölskyldan.
Til samanburðar má nefna, að
orkukostnaður (upphitun og
rafmagn) í vísitölugrundvellinum
er aðeins heldur hærri upphæð,
eða um 48 þús. kr. á ári miðað við
núverandi verðlag. Má því áætla
að reykjarsvælan (sígarettur og
annað reyktóbak) kosti þjóðina
álíka mikið í beinum útgjöldum og
allt rafmagn og hiti til heimilanna.
Athyglivert er í þessu sambandi
að engum fréttum hefur farið af
mótmælum (ekki einu sinni les-
endabréf í blöðum) þótt verð
tóbaks hafi hækkað um 207% síðan
árið 1984. Aftur á móti hefur mikið
gengið á vegna þeirrar 50% verð-
hækkunar sem orðið hefur á orku-
kostnaði heimilanna á sama tíma.
Á heimilum reykingamanna kemur
þó t.d. 10% hækkun á tóbaksverði
mun þyngra við pyngjuna en sam-
svarandi hækkun hitaveitu og
rafmagns. - HEI
Fjarhagsaætlun Reykjavikur 1988:
Aukið framlag
til aldraðra
ekki samþykkt
Úrbætur í málefnum aldraðra, meirihlutinn ætlar í það verk. Þá
barna og unglinga áttu ekki upp á lagði stjórnarandstaðan til að á árinu
pallborðið hjá borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokksins þegar atkvæða-
greiðsla fór fram um ályktunartillög-
ur stjórnarandstöðunnar í borgar-
stjórn aðfaranótt föstudags, þegar
fjárhagsáætlun fyrir borgarsjóð
Reykjavíkur árið 1988 var
samþykkt. Eins og skýrt var frá í
Tímanum á laugardag skapar frestun
framkvæmda við ráðhús og færslu
Hringbrautar auk nokkurs sparnað-
ar í borgarkerfinu og að hætt verði
við byggingu veitingahúss á Öskju-
hlíð, svigrúm fyrir að veita 600
milljónum í verkefni sem nýtast
öldruðum, börnum og unglingum,
en stjórnarandstaðan taldi að þeir
hópar væru mjög afskiptir í fjárhags-
áætlun meirihlutans,
Stjórnarandstaðan lagði til að á
þessu ári færu 66,5 milljónir króna
til sjúkraálmu aldraðra við Borgar-
spítalann í stað 1,6 milljóna sem
Rannsókn
á umfram-
kostnaði
Mælt var fyrir þingsályktunar-
tillögu um að Alþingi kjósi rann-
sóknarnefnd skipaða 9 alþingis-
mönnum til þess að gera sérstaka
athugun á því hverjir skuli sæta
ábyrgð á umframkostnaði við
byggingu flugstöðvar á Keflavík-
urflugvelli. Tillagan er flutt af
þingmönnum Alþýðubandalags-
ins.
Er sérstaklega lagt til að þing-
nefndin kanni ábyrgð Matthíasar
Á. Mathiesen þáverandi utanrík-
isráðherra og Þorsteins Pálssonar
þáverandi fjármálaráðherra á
hversu framkvæmdin fór fram úr
kostnaðaráætlun. Þá er spurt um
ábyrgð formann byggingarnefnd-
ar, byggingarstjóra, einstakra
byggingarnefndarmanna, hönn-
uða og framkvæmdafyrirtækja.
Sagði Steingrímur J. Sigfússon
að ekki væri hægt að láta hér
staðar numið. Tillögunni var síð-
an vísað til utanríkisnefndar.
ÞÆÓ
yrði hannað og hafin bygging á nýju
hjúkrunarheimili fyrir aldraða svo
hægt væri að taka það í notkun í
ársbyrjun 1990. Þá lagði stjórnar-
andstaðan til að keyptar yrðu leigu-
íbúðir, þar af 12 sem leigðar yrðu til
aldraðra. Öllum þessum tillögum
var vísað frá þrátt fyrir þá neyð sem
ríkir í málefnum aldraðra. Tillögu
stjórnarandstöðunnar um að keypt
yrði hús undir sambýli aldraðra var
vísað til byggingarnefndar aldraðra.
Þá vísaði meirihlutinn einnig frá
tillögum um að 160 milljónum yrði
varið til byggingar dagvistarheimila
á árinu 1988, en eftir hugmyndum
sjálfstæðismanna mun aðeins eitt
dagvistarheimili opna á þessu ári.
Um síðustu áramót voru rúmlega
1900 börn á biðlista eftir dagvistun-
arplássi. Sömu leið fór tillaga um
sérstakt átak í viðhaldi skólahúsnæð-
is, en til er áætlun um framkvæmd
viðhalds sem borgarstjórn hyggst
ekki fara eftir.
Tillaga um að 46 milljónum yrði
varið til heilsugæslustöðvar við
Hraunberg svo ljúka megi byggingu
hennar á þessu ári var einnig vísað
frá, þrátt fyrir orð borgarstjóra við
afgreiðslu fjárhagsáætlunar síðasta
árs þegar hann sagði að „með því
framlagi sem fjárhagsáætlun borgar-
innar gerir nú (1987), má gera stöð-
ina fokhelda á þessu ári (1987) og
opna hana árið 1988.
Tillaga um að keypt verði hús í
Grafarvogi undir æskulýðsstarf var
felld, en tillögum um félagsmiðstöð
í Seljahverfi, unglingahús í miðbæ
Reykjavíkur, sundlaug í Árbæ og að
sköpuð yrði aðstaða til skautaiðkana
í borginni var vísað til íþrótta- og
tómstundaráðs.
Þá var tillaga Framsóknarflokks-
ins um átak í trjárækt við stofnanir
Reykjavíkurborgar felld. Sömu leið
fór tillaga Alþýðuflokks um stórauk-
ið framlag til Samtaka áhugafólks
um unglingavandamálið, en auk
Bjarna P. Magnússonar borgarfull-
trúa Alþýðuflokksins greiddi aðeins
Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi
Framsóknarflokksins atkvæði með
þeirri tillögu.
Þá var tillaga Framsóknarflokks-
ins um að húsaleiga sem íþróttafélög
greiða borginni fyrir afnot af íþrótta-
húsum, yrði endurgreidd að fullu
eins og gert er í nágrannasveitarfé-
lögunum, einnig felld. -HM
Plastið í fjörunni bar kveðjur frá ýmsum landshlutum. Viljum við hafa landið okkar svona?
Náttúruspjöll:
Ótrúlegt magn af
plasti á fjörum
Að undanförnu hefur gífurlegt
magn af plasti rekið á fjörur við
sunnanverðan Steingrímsgjörð og
víðar við Húnaflóa. Síðustu vikur
hafa norðlægar vindáttir verið ríkj-
andi á þessum slóðum, en við þær
aðstæður er þarna jafnan land-
burður af plasti.
Sl. sumar áttu sjónvarpsmenn,
með Ómar Ragnarsson ( broddi
fylkingar, leið um fjörur við innan-
verðan Húnaflóa. Hjá þeim vakn-
aði þá sú spuming, hvort strendur
landsins væru e.t.v. ekki eins hrein-
ar og af hafði verið látið. f fram-
haldi af þessu var plastmengun við
botn Bitrufjarðar tekin til um-
fjöllunar í fréttatíma sjónvarps.
Kom þar m.a. fram, að landslög
leyfðu ekki losun plastefna í sjó,
en eftirliti með þessu væri greini-
legá ábótavant.
Þrátt fyrir ágæta umfjöllun sjón-
varpsins um plastmengun á fjörum,
virðast einhverjir halda áfram að
fleygja plasti í sjó. Fréttaritari
Tímans á Hólmavík átti leið um
fjöruna við bæinn Húsavík við
sunnanverðan Steingrímsfjörð,
föstudaginn 5. febrúar sl. Plast-
magnið í fjörunni var með ólíkind-
um, og að sögn ábúenda í Húsavík
hafði mest af plastinu borist á land
í norðan strekkingi daginn áður.
Túngirðingin í Húsavík liggur
meðfram sjónum fyrir ofan fjöru-
kambinn. Neðri hluti girðingarinn-
ar var allur þakinn plasti, en nokk-
uð af því var komið undir snjó,
sem lagst hafði að girðingunni um
nóttina. Efst í flæðarmálinu var
önnur rönd af plasti, sumt hálfgraf-
ið í sandinn, annað á leið upp að
girðingunni undan vindinum. Állra
mest virtist þó vera af plasti í
sjónum skammt frá landi. Sjórinn
var nánast „þungur“ af plasti sem
maraði f hálfu kafi.
En hvaðan kemur allt þetta
plast? Þegar plastið var skoðað,
kenndi þar margra grasa. Einna
mest bar á innkaupapokum frá
verslunum víða um land, jafnt frá
Reykjavík, þéttbýlisstöðum á
Vestfjörðum og við Húnaflóa.
Einnig var nokkuð um stærri poka,
m.a. stóra svarta ruslapoka. Loks
sást allmikið af ýmiss konar um-
búðum, m.a. utan af samlokum,
skyndihamborgurum, varahlutum,
mjólkurvörum o.m.fl. Sumt af
þessu var mjög nýlegt, en annað
hafði greinilega velkst lengi í
sjónum.
Ljóst er að miklu af plastinu,
sem rekur á fjörur við Húnaflóa,
hefur verið fleygt í hafið af bátum.
Það er þó ekki einhlítt, því að sumt
af plastinu í fjörunni við Húsavík
mátti greinilega rekja til byggingar-
iðnaðarins. Til dæmis bar talsvert
á plastumbúðum utan af steinull til
einangrunar.
Niðurstaðan úr fjöruferð frétta-
ritarans er þessi:
1. Plastmengun í Húnaflóa er
ótrúlega mikil. Þrátt fyrir þá um-
ræðu, sem átt hefur sér stað að
undanfömu, halda einhverjir
áfram að fleygja plasti í sjóinn.
Magnið virðist jafnvel fara vax-
andi.
2. Plastið, sem berst á land,
staðnæmist ekki allt í fjörunni.
Sumt af því festist í girðingum
nálægt sjó, annað fýkur lengra inn
í landið og spillir þar gróðri og
náttúrufegurð.
3. Margt bændafólk sem býr við
sjóinn, leggur gífurlega vinnu í að
tína plast af fjörum. Þess em mörg
dæmi, að vikuvinna við slíka
hreinsun hafi að engu orðið á einni
nóttu í álandsvindi. Ofan á þessa
miklu vinnu bætist allt það tjón og
þau óþægindi sem plastmengunin
veldur. Þess em dæmi að plastið
sligi girðingar, og plastdræsur með-
fram vegum eru hvorki heima-
mönnum né ferðamönnum til
ánægju og augnayndis.
4. Brýna nauðsyn ber til að
stöðva losun á plasti í sjó. Hér þarfy
að koma til samstillt átak allra sem
hlut eiga að máli.
Stefán Gíslason.