Tíminn - 10.02.1988, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 10. febrúar 1988
Tíminn 7
ræktunarsamningur og sleppingar.
Bændurnir hafa í raun ekkert að
gera við slíkan samning, þar sem
þeir eru í góðum samböndum við
fiskeldismenn og hafa við þá nokk-
urskonar vöruskipti.
Eftir nokkra daga var síðan haft
samband við okkur og gengið frá
málinu. Við vorum komnir með ána
á leigu.“
Rekinn úr SVFR
En það voru fleiri bréf sem voru
opnuð í kaffisamsætinu í Ásgarði
þennan dag. „Ég fékk eitt kort frá
Stangaveiðifélagi Reykjavíkur
(SVFR),“ segir Árni og hlær. „Pað
var ekki jólakort. Við vorum ný-
komnir inn, komum síðastir. Við
heilsuðum öllum og fórum að ræða
málin við þá sem mættir voru. Þá
vindur sér að mér Friðrik Þ. Stefáns-
son og segist vera með bréf til mín.
Menn setti hljóða og fylgdust með,
því ég reií það upp á staðnum og las.
f>á var þetta uppsagnarbréf frá
Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Ég
varð mjög hissa á þessu og Bolli og
Skúli urðu öskureiðir og þótti þetta
grófleg móðgun. Það má eiginlega
segja að ég hafi verið rekinn úr
félaginu á líkum, því þeir vissu
ekkert um það hvort ég væri á
einhverju tilboðinu eða ekki, því
ekki var búið að opna tilboðin þegar
mér var afhent bréfið. Eðlilegast
hefði mér þótt að fá bréfið í ábyrgð-
arpósti sent heim, en mér þótti
SVFR-menn ekki vandir að virðingu
sinni í þetta skiptið."
Er þetta ekki talsvert áfall fyrir
mann sem veiðir jafn mikið og þú?
„Vissulega. Þetta er svekkjandi.
Ég hef haft allt gott að segja um
SVFR og hef það reyndar enn. Mér
líkar vel við flesta menn í stjórn
félagsins og hef mikla trú á Jóni G.
Baldvinssyni sem formanni. Hins-
vegar er einn maður í stjórninni sem
mér líkar ekki við og býst við að
samstarfið milli hans og SVFR eigi
eftir að fara í hnút síðar meir.“
En máttir þú ekki vita að þér yrði
vikið af félagaskrá þegar þú bauðst
í Laxá samanber hina frægu tólftu
grein laga SVFR sem bannar félög-
um að bjóða í ár á móti félaginu?
„Jú, það er rétt. Ég viðurkenni að
þetta var klaufalegt hjá mér. Hrein-
legast og best hefði verið að segja sig
úr því fyrir ári. Pá hefði ég getað
starfað að mínum atvinnu- og áhuga-
málum í friði, en einhvernveginn er
þetta svona, mér þótti gaman að
vera í félaginu og kann vel við þá
sem í því eru,“ segir Árni. Hann
segir að sér finnist ekki mikil eftirsjá
í veiðimöguleikum þeim sem SVFR
býður uppá. „Jú og þó, það er þá
helst Norðurá sem ég kem til með að
sakna. Þá hef ég veitt mikið í
Stóru-Laxá. Ég tapa ekki miklu í
sambandi við veiðimöguleika, en
félagslegt tap er mikið.“
Veisla í Kjósinni
Árna þykir hafa verið vegið að sér
ómaklega þegar fréttabréf Stanga-
veiðifélags Reykjavíkur rangfærði
staðreyndir í sambandi við Laxá í
Kjós. í fréttabréfinu var ranglega
sagt að Árni hygðist fiölga stöngum
í Laxá úr tíu í tólf. Árni telur upp
fleira sem rangt reyndist í greininni.
„Að birta svona ranghermi í blaði,-
sem fer til um tvö þúsund laxveiði-
manna, er ekkert annað en rógur.
Mér finnst það alvarlegt mál þegar
þrír ungir menn taka sig saman og
hætta öllu sínu til að taka á ieigu á
vegna áhuga og ástríðu, að einstaka
menn í SVFR skuli ráðast á það
framtak og gera allt sem í þeirra
valdi stendur til að rífa það niður.“
Árni segir sig hafa verið tilneyddan
til að svara þcssu og því gaf veiðifé-
lagið Lax-á út fréttabréf þar sem
sannleikurinn var leiddur í ljós með
fyrirhugaðan stangafjölda í ánni í
sumar. „Við munum veiða með tíu
stöngum, ekki tólf eins og SVFR
greindi frá. Verðið hefur hækkað
lítið sem ekkert milli ára og við
ætlum ekki að okra á veiðimönnum
eins og sagt var í fréttabréfinu. Þá
bryddum við upp á nýjung, sem er
að stinga maðkahollum inn í flugu-
veiðitímann. Þá verður veisla í Kjós-
inni.“
Atvinnurógur
Er það rétt að á aðalfundi SVFR
hafi félagsmenn beinlínis verið
hvattir til að sniðganga Laxá?
„Ég var nú ekki á fundinum, en
eftir því sem mér skilst þá kom
formaður Landssambandsins, Rafn
Hafnfjörð, upp og hélt ræðu um 12.
greinina og lýsti hann því yfir að sér
þætti greinin óeðlileg og hún þyrfti
endurskoðunar við. Eg held að næst-
ur hafi stigið í pontu Þórólfur Hall-
dórsson og var hann æstur mjög og
ræddi um að skilyrðislaust ætti að
reka þá félagsmenn sem gerðu tilboð
í veiðiár á móti félaginu. Ég mótmæli
þessu ekki. Þetta eru lög félagsins.
Síðan skoraði hann á alla félags-
SVFR. „Við funduðum um málið,
Skúli, Bolli og ég. Við ákváðum að
vera ,dannaðir‘ í okkar framkomu
og láta Stangaveiðifélagið um grjót-
kastið. Við hyggjumst halda áfram
útgáfu fréttabréfs okkar og ekki láta
SVFR segja öðrum hvað við erum
að gera heldur ætlum við sjálfir að
segja frá því. Við ákváðum að svara
þeim ekkert. Við erum bara kurteisir
áhugamenn um stangaveiði og telj-
um þetta skítkast ekki svaravert.1'
Eliiðaár í
MosfeHssveit?
Eitt af því sem Árna dreymir um
og virðist vera að verða að veruleika
er að rækta upp skemmtilega á í
með hverju sumrinu sem líður og
bráðlega verði hún hinn fullkomni
veiðifélagi. Þó er viðbúið að Val-
gerður verði lítið við árbakkann í
sumar þar sem von er á litlum
veiðimanni um mitt sumar. Árni
segist spenntur, en þetta setti óvænt
strik í reikninginn hvað varðar veið-
ina. Árni var búinn að bóka dag í
„Ásunum“. Væntanlegur erfingi
hefur hinsvegar nú þegar það mikinn
áhuga á veiðiskap að hann mun að
öllum líkindum líta dagsins ljós þá
viku sem fyrirhugað var að veiða í
„Ásunum". „Þorgeir í Vinnufata-
búðinni ætlaði með mér í „Ásana“.
Ég hafði samband við hann og sagði
honum frá þessu og jafnframt að við
yrðum að hætta við túrinn. Þorgeir
Árni og Vala slappa af í stofunni. Málverkið yfir þeim er athyglisvert, þar hefur listamaðurinn snúið
við hlutvekunum. Laxinn leitar fórnarlamba og manneskjan er á undanhaldi. Tímamynd Cunnar
menn að kaupa ekki leyfi af þeim
mönnum sem hafa Laxá á leigu. Ég
er gáttaður á þessum manni að láta
þetta út úr sér. Ég þykist nú vita
undan hvaða rifjum þetta er runnið
en sé ekki ástæðu til að láta það
uppi. Ég varð mjög hissa þegar ég
frétti af þessari uppákomu.
Nokkru síðar kom út fréttabréf
SVFR og ég náði mér í blað vitandi
að eitthvað hlyti að standa í því um
skelminn Árna Baldursson, ég hafði
verið aðalefni blaðsins fram að því.
Þegar ég sá blaðið kastaði fyrst
tólfunum. Greint var frá því að Rafn
Hafnfjörð hefði farið í pontu og rætt
málefnalega um tólftu grein laga.
Punktur. Næst var greint frá því að
Þórólfur Halldórsson hefði tekið til
máls og greint frá því að hann hefði
talað um tólftu grein laga. Ekki
punktur. Rakið var ítarlega það sem
Þórólfur sagði og klykkt út með því
að vitna í áskorun hans til félags-
manna, um að kaupa ekki veiðileyfi
í Laxá í sumar. Þetta þykir mér
ósvífið, og hlýtur að teljast atvinnu-
rógur. Ég hef ekkert við yfirlýsingar
Þórólfs að athuga. Hann er félags-
maður og má segja sínar skoðanir
umbúðalaust. Glæpurinn er hinsveg-
ar meðhöndlunin sem þetta fékk í
fréttabréfi SVFR.“
Árni getur ekki annað en glott
þegar hann er spurður hvort ein-
hverjir af SVFR mönnum hafi keypt
leyfi. „Jú, jú. Blessaður vertu, þeir
eru fjölmargir sem hafa keypt leyfi.
Stangaveiðimenn í Reykjavík eru
uppistaðan í þeim markaði sem ég
horfi til.“ Hann segist mjög sáttur
við þá niðurstöðu og ítrekar að hann
beri ekki biturleika í brjósti til
nágrenni höfuðborgarsvæðisins.
Árni hefur reyndar þegar fundið ána
og hafið samningaviðræður við land-
eigendur, sem m.a. er Mosfellsbær.
Áin er Kaldakvísl í Mosfellssveit.
Þar hefur Árni hugsað sér að sleppa
miklu af seiðum og segist með sínum
áformum geta komið upp nokkurs-
konar Elliðaám Mosfellsbæjar. Nú
ku málið komið langt og jafnvel á
næsta ári segir Árni að gerlegt verði
að sleppa fyrstu seiðunum. Með því
yrði einn valkostur til viðbótar á
Stór-Reykjavíkursvæðinu fyrir
stangaveiðimenn. Árni sagðist sér-
staklega vilja geta bæjarstjórans í
Mosfellsbæ sem hefði unnið gott
starf í samningaviðræðum við aðra
landeigendur.
Árni segist sjá fram á það og
stefna að því að gera veiðileyfasölu
að atvinnu sinni og auðheyrt er á
honum að hann ætlar að helga sig
stangaveiðinni í framtíðinni. „Tíu
ára gamall draumur er að rætast.
Þetta er mín hugsjón, að rækta upp
ár og umgangast þær,“ segir Árni
um umsvif sín í laxveiðiheiminum.
Draumnum fylgir ástríða
Veiðiástríðuna kannast flestir
veiðimenn við og viðurkenna sem
strangan húsbónda, a.m.k. yfir
sumarmánuðina. Ekki er ólíklegt að
eiginkonur margra þeirra þekki
hann einnig og líkar sjálfsagt misvel.
Valgerður, sambýliskona Árna,
þekkir sannarlega jjann húsbónda
sem veiðiástríðan er. Hún hefur þó
ákveðið að ganga í lið með honum
frekar en berjast gegn honum. Árni
segir hana ,verða betri- veiðimann
hélt nú ekki. Hann sagði þetta ekki
mikið mál, ég skyldi bara hafa Völu
með mér og láta hana eiga á Blöndu-
ósi meðan við veiddum," sagði Árni
og hafði greinilega gaman af.
Hvernig var það með þig Árni,
valdirðu Völu með tilliti til
sportsins? Fannstu hana í einhverju
veiðihúsinu eða á einhverjum ár-
bakkanum?
„Nei, hún nennti aldrei í veiðitúra
þegar við kynntumst. Hún hafði
aldrei farið með foreldrum sínum.
Hinsvegar þegar við kynntumst þá
elti hún mig í veiðitúra um allt land.
Ástin var svo mikil." Það hlæja ekki
allir í herberginu. Valgerður tekur
orðið. „Þetta er ekki rétt. Við vorum
búin að vera saman í fjögur ár þegar
ég sá fram á að ég yrði a.m.k. að
prófa að fara með honum. Ég á langt
í land með að verða góður veiðimað-
ur og var einmitt að segja við Árna
um daginn að ég yrði að læra að
veiða af alvöru, annars nenni ég
þessu ekki. Hann verður bara að
kenna mér.“
Hvað er að þér Árni? Af hverju
kennirðu konunni ekki að veiða?
„Ætli ég sé ekki svona mikill
eiginhagsmunaseggur. Ég er þó all-
taf að bæta mig. Við förum saman í
fleiri og fleiri veiðitúra og hún er
sífellt meira og meira með stöngina
og þarf bara um tvö ár í að verða
góður veiðimaður."
Verða viðskiptin ofan á?
Aftur í alvöruna. Ertu ekki
hræddur um að ástríðan og veiði-
áhuginn verði undir nú þegar þú
stendur orðið í miiljóna viðskiptum
í kringum laxveiðina?
„Nei. Ekki hjá mér. Ég er svo
geggjaður stangaveiðimaður, að það
snýst allt í kringum veiðina." Val-
gerður kímir og samsinnir þessu.
„Vissulega snýst þetta einnig um
peninga en hugsunin á bak við þetta
er fyrst og fremst sú að fá að vasast
í þessu allan ársins hring. Ég kem
því alltaf þannig fyrir að ég get veitt
yfir sumartímann. Og það mun ég
geta þó svo ég sé með Laxá í Kjós
og fleiri ár. Frá því ég man eftir mér
hef ég tekið mér frí þrjá til fimm
mánuði á sumri í veiðiskap. Ég
myndi sleppa öllu þessu brölti ef ég
sæi fram á að ég yrði að hætta að
veiða því ég hefði svo mikið að
gera.“
Hvar ætlarðu að láta staðar
numið? Hvaða markmið hefurðu
sett þér? Mega menn búast við því
að verði veiðiá auglýst til leigu að þá
mæti Ámi Baldursson með tékkheft-
ið á lofti?
„Það sem gerist á næstunni er að
ég hætti að taka litlar ár á leigu. Ég
hef þegar tekið nokkrar slíkar á
leigu og ræktað upp. Ég hef bara
ekki orku í að keyra á milli lands-
hluta til að byggja upp um tíu ár,
byggja veiðihús við þær allar og
sleppa seiðum og annað sem þarf að
gera. Ég býst við að láta staðar
numið við þær sex ár sem ég hef nú
þegar og sækist frekar eftir stóru
ánum.“
Langar í Víðidalsá
Hvaða ár geta endanlega uppfyllt
drauminn? Hvaða ár myndu seðja
þig?
„Auðvitað langar mig í ár eins og
Laxá í Aðaldal og Selá í Vopnafirði,
en það er óraunhæfur möguleiki því
þessar ár eru í svo föstum skorðum.
Þar hefur myndast hefð og jafnvel
eignarhlutdeild einstaklinga sem
leigja árnar. Þetta breytist ekki á
næstu tveimur öldum. Hinsvegar
leyni ég því ekki að mínar uppá-
haldsár eru Selá og Laxá í Þing.
Víðidalsá er meiriháttar." Árni
hlær. „Þær ár sem ég vildi fá á leigu
eru m.a. Víðidalsá, Hrútafjarðará,
Miðfjarðará, Hofsá, en hún er bara
í of föstum skorðum. Ormarsá á
Sléttu er falleg á og ég segi hana vera
vasaútgáfu af Laxá í Þing.“
Muntu gera ráðstafanir til að taka
þessar ár á leigu?
„Já ég mun gera þær.“ Hinsvegar
segir Árni að hann ætli sér að fara
rólega í sakirnar og ekki ráðast á
forn vígi og skapa sér óvinsældir
með því.
Lifað hátt í laxveiðinni
Hefur þú ekki lifað hátt í laxveið-
inni með tilliti til aldurs?
„Jú, það má sjálfsagt segja það.
Ég veiði, grínlaust, níutíu daga á ári
og hef gert það síðustu árin. Hins-
vegar ætla ég ekki að veiða mikið í
sumar fyrir utan Kjósina. Ég ætla
tvisvar í Laxá í Aðaldal. Einu sinni
í Nes, sem ég tel fallegasta veiðistað
á landinu, ogeinusinni í Laxamýri.
Víðidalsá er ein af fáum ám á
landinu sem ég á eftir að veiða í og
mig langar óskaplega til að veiða
þar.“ Vala tekur eftir áhyggjusvip
sem færist yfir andlitið á Árna og
segir hlæjandi og hughreystandi í
senn. „Þú átt örugglega eftir að
komast í Víðidalsá, þú þarft ekki að
hafa áhyggjur af því.“
Það þarf að hafa gott skipulag á
hlutunum til að hafa yfirsýn yfir
pantaða veiðidaga, þegar menn
veiða allt sumarið. Það tekur tíma
að ganga þannig frá öllum endum að
ekkert rakni upp. Árni fórnaði
t.a.m. þremur dagbókum í fyrra,
þegar hann raðaði niður veiðidög-
um. Það var ekki fyrr en þriðja
dagbókin var opnuð að hægt var að
skrifa út endanlega útskrift af veiði-
dagskránni.
Þessi dagstund hjá Árna og Völu
hefur ekki verið laus við skipulagn-
ingu og þegar er veiðileyfasala
sumarsins langt komin. Árni segist
ánægður með viðtökurnar sem Kjós-
in hefur fengið og kvíðir ekki sumr-
inu en margir hafa spáð góðu lax-
vciðisumri. Hér verður skilið við
Árna en lesendur Veiðihornsins
munu geta fylgst með honum og
öðrum laxveiðimönnum í sumar.