Tíminn - 10.02.1988, Side 19
Miðvikudagur 10. febrúar 1988
Tíminn 19
Kannske er eins gott að virða vel
fyrir sér náungann lengst til vinstri,
því óvíst er að hann sjáist aftur í
eigin líki. Þetta er leikarinn Ron
Perlman, hinn myndarlegasti mað-
ur, sem undanfarið hefur fengið
þannig hlutverk, að enginn þekkir
hann.
í myndinni Nafni rósarinnar lék
hann vanskapaðan munk, sem sak-
aður var um ótal morð innan
klausturmúranna og tók það fjórar
klukkustundir í hvert sinn, að
koma honum í gervið. Þá var hann
orðinn að náunganum á miðmynd-
inni. í Fríðu ogdýrinu (The Beauty
and the Beast), sem við sjáum á
Stöð 2 á laugardögum, er Ron
falinn á bak við gervi dýrsins, veru
að nafni Vincent, sem hefst við
neðanjarðar í New York. Það er
útgáfan til hægri.
Ron lætur þetta lítið á sig fá. - f
mínum augum er mikilvægast fyrir
leikara að týna sjálfum sér í hlut-
verkinu, segir hann.
Þau Pam ?aðWbfeaV2urfu hiónin ‘
mon eru so f i
HoUywooo •
Nýt.ur
sin i a
Karl-kynbomban
Mark Harmon
M
I ark vakti fyrst at-
hygli sjónvarpsáhorfenda sem fal-
legi læknirinn dr. Caldwell í fram-
haldsmyndaflokknum ..St. Else-
where". Síðan lék hann í sjón-
varpsþáttunum „Hasarleikur"
(Moonlighting) á móti hinni fögru
Cybill Shepherd. Þar lék hann
ungan glæsilegan mann, sem kven-
hetjan (Cybill) varð ástfangin af.
Hann hefurjafnvelveriðtilnefndur
sem arftaki „stórsjarmörsins"
Dons Johnson í þáttunum „Miami
Vice“, en Don hefur þótt sá allra-
sætasti í Hollywood - og þótt víðar
væri leitað.
Blaðamaður, sem kom frá Eng-
landi til að eiga viðtal við Mark,
sagði síðar: „Ég hugsaði með sjálf-
um mér, að þetta væri bráðlaglegur
maður, en ekki neitt unglamb leng-
ur (Mark er 35 ára). mjög þægileg-
ur í framkomu. kurteisog hæversk-
ur, - en þcnna glæsileika og sjarma
sá ég ekki.
Síðan sá ég hann fyrir framan
myndatökuvélamar, og þá breytt-
ist maðurinn. Hann var töfrandi og
aðlaðandi og blátt áfram geislaði af
„sjarma".
Mark fæddist í Los Angcles,
sonur Toms Harmon, sem var
fótboltastjarna og íþróttafréttarit-
ari, en niamma hans var Elyse
Knox leikkona. Mark var góður í
íþróttum í háskólanum (University
of California), en sagðist þó aldrei
hafa haft áhuga á keppni. Honum
bauðst fljótlega eftir tvítugt að
leika sntáhlutverk í kvikmyndum,
fyrst í mynd með Jane Fonda og
síðan í sjónvarpsþáttunum St.
Elsewhere og þá kom frægðin
fljúgandi til hans.
Mark Harmon og leikkonan
Pam Dawber giftu sig fyrir einu ári
og eiga von á barni í vor. Þau
höfðu þekksl í nokkur ár og verið
góðir vinir, en allt í einu breyttist
sambandið. „Við viljum halda
einkalífi okkar utan við starfið, og
höfum forðast að taka „vinnuna
nteð heim". Við höfum aldrei unn-
ið saman og höfum ekki áhuga á
því,“ sagði kynbomban Mark, og
bætti þvf við, að hann hefði alltaf
hugsað sér að hjónabandið ætti að
duga allt lífið, og þvf hefði hann
beðið svona lengi með að gifta sig
- til 34 ára aldurs - þar til hann
fann réttu stúlkuna.
„Kynþokkafyllsti
karlmaður í heimi.“
“Ég hlæ að þessum titli, -
og konan mín hlær með
mér,“ segir leikarinn Mark
Harmon, en vinsælt
ameriskt leikarablað
sæmdi hann þessum
heiðurstitli um áramótin
Mark Harmon, sem dr. Caldwell í
St. Elsewhere. Kvennahjörtun slá
örar fyrir framan sjónvarpið,“ seg-
ir í kvnningu á þáttunum.