Tíminn - 12.02.1988, Page 3
Föstudagur 12. febrúar 1988
Tíminn 3
Slys og ytri orsakir ástæða 70% dauðsfalla hjá ungum karlmönnum:
Dauðsföll tíðari meðal
ungra manna en kvenna
Slys og aðrar ytri orsakir eru
ástæðan fyrir dauða um og yfir 70%
allra drengja og ungra karlmanna
sem týndu lífi á árunum 1981-86,
oftast vegna umferðarslysa eða
sjálfsvíga. Af alls 353 drengjum og
körlum 1-34 ára sem dóu á árunum
1981-1986 létust 254 af völdum slysa
og annarra ytri orsaka en „aðeins"
99 vegna allra sjúkdóma samanlagt.
Virðist þetta gefa til kynna að leita
þurfi eða leggja áherslu á aðra þætti
til björgunar fleiri mannslífa en t.d.
fjölgun eða fullkomnari sjúkrastofn-
anir. Slys og aðrar ytri orsakir voru
orsökin fyrir dauða yfir 10% allra
karla sem dóu á þessum árum, eða
alls 543 karlmanna. Þar af voru 176
sjálfsmorð, morð og annað ofbeldi.
Framangreindar tölur er að finna
í tölum Hagstofunnar um manna-
dauða hér á landi á árunum 1981-
1986. Alls létust á þeim árum 5.321
karl og 4.408 konur.
„Mannfórnir“
Af þeim 543 körlum sem létust af
völdum ytri orsaka var af hátt í
helmingurinn (220) ungir menn, þ.e.
15-34 ára. Dauðsföll kvenna af sömu
orsökum voru alls 208 á þessu tíma-
bili, eða hlutfallslega yfir en helm-
ingi færri en í hópi karla. Sömuleiðis
er sá munur milli kynjanna að meira
en helmingur þessara 208 kvenna
var kominn yfír 60 ára aldur, en
aðeins innan við fjórðungur karl-
anna hafði náð þeim aldri.
Alls 191 sjálfsmorð
og 12 morð
Algengustu ytri orsakir þessara
751 dauðsfalla voru: Flutningaslys
272, þar af 145 umferðarslys (101
karl), 91 á vatni eða sjó og 28 í
flugslysum. Alls 191 létust vegna
sjálfsmorðs eða sjálfsáverka (þ.a.
146 karlar), 35 vegna áverka sem
ekki er vitað hvort stafaði af slysi
eða ásetningi og 12 vegna mann-
dráps af ásettu ráði annars manns.
Af þessum samtals 238 látnum vegna
ofbeldis voru 176 karlar og 62 konur.
Þá létust 107 vegna slysafalls, 26
vegna slysaeitrunar, 11 vegna elds-
voða og 97 vegna ýmissa - þar af 7
vegna óhappa við læknismeðferð,
óeðlilegra viðbragða sjúklings eða
síðkominna fylgimeina og 4 vegna
lyfja er ollu meini við lækningar.
Aalgengustu afleiðingar ofan-
greindra ofbeldisverka og slysa (sem
drógu fólk til dauða) voru beinbrot
185, höfuðkúpubrot og innvortis
áverkar 142, aðrir áverkar 229 og
eitranir í 135 tilfellum.
Frá 45 ára aldri deyr
helmingur karla úr
hjartasjúkdómum
Það er ekki fyrr en eftir 45 ára
aldur að fleiri karlar deyja af völdum
sjúkdóma heldur en framangreindra
ytri orsaka, en þá taka hjartasjúk-
dómarnir við sem helsta dánarorsök.
Af þeim 332 körlum sem létust á
aldrinum 45-54 ára dó tæplega helm-
ingurinn, eða 141, vegna hjartasjúk-
dóma eða annarra sjúkdóma í blóð-
rásarfærum, samanborið við aðeins
29 af alls 159 konum sem létust á
sama aldri. Eftir 55 ára aldur eru
blóðrásarsjúkdómarnirorsök um 54-
57% allra dauðsfalla meðal karla.
Þriðjungurinn náði
ekki 65 ára aldri
Tæplega þriðjungur allra karla
sem létust (1.632) var undir 65 ára
aldri og voru þeir tvöfalt fleiri en
konur á sama aldri. Ríflega
þriðjungur þeirra dó af völdum
hjarta- og æðasjúkdóma, ríflega
fjórðungurinn vegna ytri orsaka,
rúmlega fimmti hluti vegna krabba-
meins og aðeins 10% vegna allra
annarra sjúkdóma, auk þeirra sem
dóu á 1. ári.
Konurnar miklu lífseigari
Konurnar eru stórum lífseigari en
karlarnir frá því eins árs aldri er náð
og allt þar til þær verða að láta
undan „elli kerlingu'* eftir hálfní-
rætt, en nær þriðjungur hafði náð
þeim aldri fyrir andlátið. „Aðeins"
rúmlega 800 konur létust undir 65
ára aldri á þessum 6 árum. Hátt í
helming þeirra lagði krabbameinið
að velli, sem er álíka fjöldi og meðal
karlanna á sama aldri. Um fjórum
sinnum færri konur dóu hins vegar
úr hjartasjúkdómum (158) og slysum
og öðrum ytri orsökum á svo
„góðum" aldri. Það er ekki fyrr en
eftir 75 ára aldurinn - um 20 árum
síðar en hjá körlunum - að hjarta-
og æðasjúkdómarnir eru orðnir or-
sök yfir helmings dauðsfalla meðal
kvenna.
Enginn fær lengur
að deyja úr elli
í þessu sambandi sýnist ástæða til
að vekja athygli á, að í skýrslum fær
ekki lengur nokkur maður einfald-
lega að deyja úr elli. Gefist hjartað
upp - þó það hafi slegið eins og
klukka í brjósti einhvers á 2. öld -
skal það skjalfest sem sjúkdómur
þegar kemur að skýrslugerðinni.
HEI
Benedikt Blöndal
hæstaréttardómari
Forseti íslands hefur samkvæmt
tillögu dómsmálaráðherra skipað
Benedikt Blöndal, hæstaréttarlög-
mann, til að vera dómari í Hæstarétti
íslands frá og með deginum í gær að
telja.
Alls sóttu níu lögfræðingar um
stöðuna, en í samræmi við 5. gr.l.
um Hæstarétt íslands óskaði dóms-
málaráðherra eftir umsögn Hæsta-
réttar um dómaraefnin. Hæstiréttir
lagði til að skipaður yrði einhver
einn úr hópi þeirra Benedikts, Hjart-
ar Torfasonar og Sveins Snorrason-
ar, en talið er að starfsreynsla þeirra
komi Hæstarétti að mestu gagni við
núverandi aðstæður. Allir umsækj-
endur fullnægðu þó skilyrðum laga
til að gegna embætti hæstaréttar-
dómara.
Þj
Erling Aspelund
til Sambandsins
Erling Aspelund hefur verið ráð-
inn fulltrúi forstjóra Sambandsins.
Hann tekurtilstarfa 15. febrúarn.k.
Hlutverk Erlings í fyrstunni verð-
ur m.a. að skipuleggja starfsmennt-
un í tengslum við hin nýju tölvukerfi
Sambandsins. Jafnframt mun hann
vinna að skipulagningu á þjálfun og
fræðslu starfsfólks með auknu nám-
skeiðahaldi í tengslum við Sam-
vinnuskólann í Bifröst. Loks mun
Erling vinna að nýjum stöðlum í
starfsmannamálum, hafa umsjón
með gerð starfslýsinga og fram-
kvæmd frammistöðumats.
Erling, sem er fæddur 28. febrúar
1937, hefur sl. þrjátíu ár starfað hjá
Loftleiðum og síðar Flugleiðum og
hefur auk þess verið mjög virkur í
félagsmálum ýmiss konar. Hann er
kvæntur Kolbrúnu Þórhallsdóttur og
eiga þau fjögur börn.
Margir fisksalar en fáar matvörubúðir lækkuðu fiskverðið:
Fiskur 10-17% ódýr-
ari í fiskbúðunum
Fiskinn sinn, a.m.k. annan en
ýsu, skyldi fólk jafnaðarlega kaupa
hjá fisksölunum frekar en í stór-
mörkuðum og öðrum matvöru-
verslunum, sem algengt er að selji
hvert kíló á 40-80 krónum hærra
verði, eða 10-17% dýrari að meðal-
tali. Algengasta verð á stórlúðu í
sneiðum var t.d. á bilinu 380-390
kr. hjá fisksölunum en á bilinu
450-490 kr. í matvöruverslunum.
Ódýrust fékkst lúðan þó á 370 kr.
en dýrust á 525 kr., sem er 155 kr.
munur á kílói. M.a.s. ýsuhakkið
var að meðaltali um 5% ódýrara
hjá fisksölunum. Þeir sem kaupa
annan fisk en ýsu ættu að gæta vel
að sér, því mjög mikill munur, eða
44-67%, var á lægsta og hæsta
verði sömu fisktegunda milli ein-
stakra fiskseljenda.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í nýrri könnun Verðlags-
stofnunar á fiskverði hjá 21 fisksala
og 11 matvöruverslunum í kjölfar
8% lækkunar á hámarksverði á ýsu
þann 29. janúar og tilmæla til
fiskseljenda um að lækka einnig
verð annarra fisktegunda. Niður-
staðan er í fyrsta lagi sú að verð ýsu
og ýsuflaka lækkaði sumstaðar
nokkuð niður fyrir hið nýja há-
marksverð. Ýsuhakkkið lækkuðu
nær allir fisksalarnir en aðeins
þriðjungur matvöruverslananna í
könnuninni.
ítarlegur verðsamanburður milli
allra verslananna var gerður á 5
fisktegundum: Rauðsprettuflök-
um, stórlúðu, ýsuhakki, reyktri
ýsu og saltfiskflökum. Margir fisk-
salanna höfðu í febrúar (auk ýsu-
hakksins) lækkað verð þessara
„frjálsu" fisktegunda, gjarnan um
2-8%, en fáar matvörubúðirnar,
að Fjarðarkaupi undanskildu, sem
sýndi 6-27% verðlækkun á þeim 3
tegundum sem þar var hægt að
bera saman.
Eftir lækkunina var meðalverð
þessara 5 fisktegunda á bilinu 317
kr. til 365 kr. hjá þeim 12 fisksölum
sem áttu þær allar. í sex matvöru-
búðum var meðalverðið frá 349 kr.
til 406 kr. á hvert kíló. Lægsta
meðalverðið fisksalanna var á Rán-
argötu 15 og hjá Sæbjörgu en
hæsta í Sævali á Frakkastíg og
Hafrúnu í Skipholti. Af matvöru-
búðunum virtist Hólagarður með
hæsta verðið.
- HEI
Lægsta og hæsta verð í könnun 2. febrúar
Lægsta Hæsta Mismunur
Heil ýsa1) verð verð í prósentum
148 160 8,1%
Ýsuflök með roði2) 273 280 2,6%
Rauðsprettuflök 220 360 63,6%
Stórlúða í sneiðum 365 525 43,8%
Vsuhakk 248 359 44,8%
Reykt ýsa 298 458 53,7%
Saltfiskflök, útvötnuð 250 418 67,2%
" Hámarksveri er 159 kr./kg HamarksverS er 280 kr./kg