Tíminn - 12.02.1988, Side 5
Föstudagur 12. febrúar 1988
Tíminn 5
Óttást að siglingaleiðir kunni að lokast norður fyrir land á næstu dögum:
ísinn æðir nær landi
sjómílu á klukkustund
Hafís undan Norðurlandi hefur
ekki orðið meiri né þéttari frá því
síðla vetrar árið 1979. Þá voru og
miklir kuldar, sem báru þann
ávöxt, að þingmenn stofnuðu haf-
ís- og harðærisnefndir og ýmislegt
fleira í sambandi við það. Árið
1988 er nýtt hafísár, en ástandið
minnir á það sem ríkti fyrir níu
árum. „ís við ísland er f raun
afbrigðilegt fyrirbæri,“ sagði dr.
Þór Jakobsson, haffsfræðingur, í
samtali við Tímann f gær, eftir
fyrsta könnunarflug Landhelgis-
gæslunnar meðfram ísröndinni.
Gæslan varð m.a. að lóðsa skip úr
íshrönglinu, en stakir stórir jakar
eru á reki skammt undan landi og
ísspangir austan til og norður af
Eyjafirði. Könnunarflugið sóttist
seint og var erfitt, en skyggni var
vfða slæmt vegna éljagangs. Flogið
var meðan birta leyfði.
Tilkynningaskyldan sagði seint í
gærkvöld að ekki væri ástæða til að
óttast um neinn bát, sem væri á
siglingu í nágrenni hafíssins. Skips-
tjórnarmenn væru á varðbergi og
héldu skipum sínum í hæfilegri
fjarlægð. Dr. Þór Jakobsson sagði
að ísinn væri afar varhugaverður
og hafði Tilkynningaskyldan því
við að bæta að jakarnir kæmu illa
eða alls ekki fram á ratsjám og
sæjust varla í rökkrinu.
Hvass vindur hefur blásið í allan
gærdag og er talið að hann haldi
áfram að reka hafísinn nær landi.
Búist er við að siglingaleiðir norður
fyrir land geti lokast að verulegu
leyti. Grímseyingar eru nú þegar
innlyksa, en bátar komast ekki úr
höfn.
„Þetta er fs, sem hefur myndast
á hafi og er kominn norðan að.
Þess vegna er ekki að búast við
neinum borgarísjökum. Hafísinn
er sléttur og sést illa,“ sagði dr.
Þór. „Fyrr í vetur var óhemju
mikill ís á breiddargráðu á móts
við Skorysbysund og Jan Mayen.
Þar hafa verið miklir kuldar. Það
sem nú hefur gerst, er að lægð
hefur stöðvast austur af Jan Mayen
og sömu vindar þess vegna blásið
dögum saman. Norðan- og norð-
vestanátt hefur verið ríkjandi
undanfarið og rekið ísinn suður á
bóginn. Hann staðnæmist við
ísland, sem er líkt og þröskuldur í
vegi hans.“
Svo kaldur er vindurinn að á
íslandshafi myndast mikill nýr ís til
viðbótar við gamla hafísinn, sem
berst norðan að. Meginísjaðarinn
var á 67 Vi breiddargráðu norður í
gær, en færist nær landi sem nemur
einni sjómílu á klukkustund. Spáð
er áframhaldandi norðanátt fram
yfir helgi. Það er því hætt við að
hafísinn verði kominn ískyggilega
nálægt Norðurlandi innan fárra
sólarhringa. Það er óttast að hann
verði landfastur við Melrakka-
sléttu þegar í dag eða nótt, en
þangað átti hann ófarnar um 20
Óendanleg ísbreiðan tcygir sig til
norðurs. Mikil nýmyndun íss á sér
stað undan ströndum landsins og
bætist við þá ógn af hafís, sem
rekur að fslandi frá Jan Mayen.
Hér verður enginn fískur veiddur í
bráð. (Tíminn: Pjetur)
sjómílur í gær. Kl. 15:04 tilkynnti
flugvél Landhelgisgæslu að
skammt væri þar til sigling lokaðist
við Rauðanúp. Ein ísspöng náði að
landi kl. 15:00 í gæren a.m.k. þrjár
misbreiðar spangir var að sjá 5 til
6 sjómílur norðaustur af Raufar-
höfn.
„Það er helst í kring um Mel-
rakkasléttu sem siglingaleiðir lok-
ast á næstunni," sagði dr. Þór.
Hann sagði að alls staðar fyrir
norðan land yrði að sigla með
varúð, en hann byggist við að leiðir
norður af Hornströndum héldust
opnar. Um kl. 17:30 tilkynnti Esj-
an á leið inn Skagafjörð að íshrafl
væri talsvert inn að Drangey, og
sæist það illa í ratsjá og væri
hættulegt skipum. „Þegar ísinn
færist að landi, þarf ekki mikið til
að siglingaleiðir lokist. fsinn hrúg-
ast upp við strendur landsins. Jafn-
vel þótt hann virðist gisinn úti fyrir
landi getur það breyst skjótt þegar
ísinn staðnæmist við land. Þá þétt-
ist hann fljótt. Þess vegna er stór-
varasamt að vera á siglingu í ísnum
og full ástæða til þess að vara við
því. Það er aldrei að vita hvað
hann kann að þokast nærri. Hann
er nú þegar mjög nálægt landi.“
þj
Jakar umhverfis Grímsey. Þeir eru stórvarasamir, en koma illa fram á ratsjá og sjást ekki í
rökkri, því að ísinn er sléttur. (Tíminn: Pjetur)
Myndin var tekin í könnunarflugi með Landhelgisgæslu í gær. Hafísinn æðir nær landi sem
nemur einni sjómílu á klukkustund. Hann er mjög þéttur, svo sem sjá má, og óttast er að
siglingaleiðir norður fyrir land lokist á næstu dögum. (Tíminn: Pjeiur)
Grímseyingarumgirtir hafís
Frá Hafliða Guðmundssyni, Grímsey:
Grímsey er nú umlukin ís að
austanverðu og lokaðist höfnin síð-
degis í gær. Skömmu áður, eða um
hádegið sluppu allir bátar út, nema
þrír, og var þeim siglt til Akureyr-
ar. Er þetta gert vegna lélegrar
hafnaraðstöðu í Grímsey og hættu
á að bátarnir brotni þegar kemur
að því að ísinn gengur til baka, en
þá er höfnin opin. Nú sem stendur
er skyggnið afar lélegt í eýnni og
því er ekki gott að sjá nema stutt
út á spangirnar. Óhemju magn er
nú sagt vera fyrir norðan Grímsey
og allt er það samhangandi við
hafísinn á Jan Mayen svæðinu.
Telja menn að mikill ís eigi eftir að
leggjast enn að Grímsey og telja
heimamenn að þetta geti verið
upphaf að langri stöðvun á vetrar-
vertíð.
Afar léleg aflabrögð hafa verið í
Grímsey undanfarna mánuði og
tala menn um að sjórinn hafi
hreinlega verið dauður í allt haust.
Ekki skar janúar sig úr að ráði. f
ár fiskaðist um 56 tonn en í sama
mánuði í fyrra náði aflinn þó
ríflega 190 tonnum.
Nóg er af vistum í Grímsey til að
minnsta kosti tveggja vikna, en
helst er það mjólkin sem gengur á.
f þessari kuldatíð hefur það tvfveg-
is gengið yfir að ekki hafa borist
vistir í vikutíma í senn og var þá
gengið ansi nærri mjólkurvistum
handa yngri kynslóðinni. Þótti
mönnum það verst.
Eins og áður segir hafa menn
litlar áhyggjur af ísnum sem er á
leiðinni inn, samanborið við það
þegar ísinn gengur til baka. Höfnin
er illa opin í suður og er reynslan
sú að þykkur ísinn hreinlega þjóti
inn hafnarmynnið. Þarf ekki að
tíunda það hverjar afleiðingarnar
geta orðið fyrir mannvirki og þá
báta sem eftir verða í eynni, þó svo
að reynt verði að taka þá upp.
Hér í Grímsey eru menn reyndar
ýmsu vanir og ekki er mjög langt
síðan hvítabirnir gerðu vart við sig
í kjölfar hafísa. fsinn vestan
Grímseyjar er að vísu ekki enn
orðinn manngengur, en síðast þeg-
ar hvítabjörn lét til sín sjást, var
aðeins krap eitt lagst að landi enda
syndir hann langar vegalengdir.
Að fenginni reynslu eru eldri eyja-
•skeggjar farnir að líta oftar en oft
áður í átt að byssum sínum þó að
þeir voni auðvitað að þeir þurfi
ekki að grípa til þeirra.