Tíminn - 12.02.1988, Síða 8
8 Tíminn
Tímiim
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aöstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 400 prdálk-
sentimetri. \
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.-
Hvert stefnir
Alþýðuflokkurinn?
Menn hljóta að velta því fyrir sér hvort
Alþýðuflokkurinn sé að „spila sig út“ sem
félagshyggjuflokkur og verða markaðshyggj-
unni að bráð.
Ef marka má skrif Alþýðublaðsins á
miðvikudaginn, þar sem fjallað er um hænsna-
búskapinn í landinu, auk yfirlýsinga Jóns
Sigurðssonar viðskiptaráðherra um sama mál-
efni, er ekki annað sýnna en að Alþýðuflokk-
urinn hafi það að metnaðarmáli að vera
málsvari gamal-kapitalískrar milliliðastarf-
semi og leggi sig fram um að fjandskapast við
framleiðendur. Að Alþýðuflokkurinn undir
stjórn Jóns Sigurðssonar sé boðberi markaðs-
hyggju í vaxtamálum leynir sér alls ekki.
Þannig rekur hver sönnunin aðra um það að
Alþýðuflokkurinn hyllist til að skipa sér í
fylkingu þeirra þjóðfélagsafla sem hafa hreina
markaðshyggju að leiðarljósi, jafnt í peninga-
málum sem verslunarmálum.
Viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson, fer síð-
ur en svo dult með stefnu sína í vaxtamálum,
sem er einfaldlega sú, að vextir skuli vera
samningamál á peningamarkaðnum, óháðir
öllu eftirliti af opinberri hálfu. í augum Jóns
Sigurðssonar eru það eitt réttir vextir sem um
semst á markaðnum, alveg án tillits til þess
hvers konar „markaður“ íslenski peninga-
markaðurinn er. Viðskiptaráðherra skiptir
það engu máli í þessu sambandi, að íslenski
peningamarkaðurinn er ekki „opinn og frjáls“
heldur lokaður og með einokunaraðstöðu
gagnvart lántakendum. Viðskiptaráðherrann
hrekst því út í þá villu að vernda einokunar-
starfsemi í peningamálum í þeirri trú að hann
sé að halda uppi frjálsum viðskiptum.
Viðskiptaráðherra endurtekur í sífellu þá
setningu, að ekki sé hægt að lögbinda vexti eða
lækka þá með neins konar valdboði. Þó
bregður svo við, að í umræðum um vaxtamál
á Alþingi á þriðjudaginn segir viðskiptaráð-
herra, að ríkisstjórnin muni beita sér af alefli
fyrir lækkun vaxta, ef gerðir verði „skynsam-
legir kjarasamningar,“ eins og ráðherrann
orðar það, svo að verðbólgan minnkaði. Með
þessu er ráðherrann raunverulega að segja að
ríkisvaldið geti undir vissum kringumstæðum
gripið inn í vaxtamál, haft áhrif á hvað
lántakendur þurfa að greiða í vexti. Ef ríkis-
stjórnin ætlar að hafa slík áhrif, hvort heldur
verðbólga er meiri eða minni, þá hlýtur hún
að gera það með valdboði en ekki fortölum.
Föstudagur 12. febrúar 1988
UM LOFTIN
Mótmæli starfsmanna Flugleiöa
gegn því að Verslunarmannafélag
Reykjavíkur lciti hagstæöustu til-
boða erlendis í flugferðir fyrir fé-
tagsmenn sína hafa vakið athygli.
Þarna er um það að ræða að svo
virðist sem erlcnt flugfélag sé til-
liúið til að taka að sér að flytja
reykvíska verslunarmcnn út í
sumarlcyfi og hcim aftur fyrir lægra
gjald en Flugleiðir bjóða. Eftir þvi
sem ráða má af fréttum fjölmiðla
munar hér jafnvel töluverðum upp-
hæöum, scm dregur vitaskuld
drjúgt hjá launafólki. Gæti þessi
munur jafnvel þýtt að ýmsir komist
til útlanda í sumarfrí, sem ella yrðu
að sitja heima.
Þessu hafa starfsmcnn Flugleiða
mótmælt. Þeir benda réttilega á að
með þessu móti sé veríð að taka frá
þeim atvinnutækifæri. Þykir þeim
hart að þcirra eigið stéttarfélag
skuli hafa forgöngu um þetta, og
lái þcim raunar hvcr sem vill.
Verkalýösfélög cru nú einu sinni
ekki til þcss stofnuð að vinna gegn
hagsmunum félagsmanna sinna. \
Ijósi þess er hún kannski skiljanleg
hótun þeirra Flugleiðastarfsmanna
um að scgja sig úr VR og stofna sitt
eigiö stéttarfélag.
Samkeppnin
En að hinu er líka að gæta að á
herðum fyrirtækis á borð við Flug-
leiðir hvflir sú skylda að standa sig
i samkeppninni. Segja má að þetta
fyrírtæki hafi nánast einokunarað-
stöðu í fólksflutningum til og frá
landinu. Hér er þó ekki vcrið að
tala um cinokun sem þvingað sé
upp á landsmenn að óvilja þeirra,
heldur þvert á móti. Þjóðin licfur
; verið nokkuð sammála um það í
áranna rás að hér þyrfti að byggja
upp öfliigt innlent flugfélag. Lega
landsins er slík að öruggar sam-
göngur í lofti, til og frá landinu og
í höndum innlendra aðila, eru
okkur niikilvægar.
Af þcssari ástæðu er það vafa-
laust sem íslensk stjórnvöld hafa
jafnan leitast við það, með fullu
samþykki landsmanna, að standa
við bakið á Flugleiöum þegar að
þeint hefur kreppt. En á móti
kemur að Flugleiöafólk verður að
skilja að það verður sjálft að leggja
sig fram um að standa sig í sam-
keppninni. Ef upp kemur einstakt
tilvik, þar sem hópur fólks getur
fengiö ódýrari þjónustu annars
staðar, þá eru svör fyrirtækja í
viðskiptalífinu að gera betur og
bjóða a.m.k. jafngóð kjör og
keppinauturinn. Þcssu veröa Flug-
leiðir vitaskuld að sæta líkt og
önnur fyrírtæki, og skiptir þá engu
sá velvilji sem félagið vissulega
nýtur meðal landsmanna.
Ökuljósin
j Nú nálgast óðum sá tími að ný
umferðarlög taki gildi, og eitt af
ákvæðum þeirra er að nú skulu
allir ökumenn aka með full Ijós,
áríð um kríng og jafnt að nóttu sem
degi. Á það hefur verið bent að
það verður óneitanlega dálitið ank-
annalegt að þurfa kannski að aka
með fullum Ijósum hér niður
Laugaveginn í Reykjavík á hcið-
björtum júnídegi, og ijöldamörg
önnur tilvik iná finna þar sem
Ijósanotkunin er vægast sagt al-
gjörlega út í hött, ef ekki ankanna-
leg.
Ekki verður hér dregið úr því að
vafalaust er þessi ákvörðun nauö-
synleg og til bóta að bestu manna
yfirsýn. En hitt er annað mál að
það er alltaf neyðarbrauð að þurfa
að taka fram fyrir- hendurnar á
fólki, í þessu tilviki ökumönnum,
og skylda það til að fylgja ákveðn-
um reglum. Óneitanlega væri æski-
legra að geta haft Ijósanotkuninu
frjálsa áfram, þannig að fólki værí
sjálfu falið að meta það hvenær
nauðsynlegt er að nota Ijós og
hvenær ckki.
Ástæðan hér liggur hins vegar
trúlega í þeim landlæga ósið, sem
hér ríkir, að aka helst alltaf ívið
hraðar en þörf er á. Það er opinbert
leyndarmál að reglur um ökuhraða
eru hér ekki virtar nema að tak-
mörkuðu leyti. Ef með einhverjum
ráðum tækist að ná þjóðarsam-
stöðu um að minnka hraöann, þá
væri heldur ekki nauðsynlegt að
skikka menn nauðuga viljuga til að
aka með fuilum Ijósum niður
Laugaveginn um Jónsmessuleytið.
Garri.
VÍTTOG BREITT
flllllll!
Ahætta og óskhyggja
Hér á landi hefur verið stundað-
ur áhættubúskapur í 11 aldir og
treyst á guð og gæfuna hvort fólk
skrimti eða veslaðist upp af hor
þegar illa áraði. Hafís, eldgos,
gras- og fiskileysi ollu oft þungum
búsifjum og viðskiptakjörin voru
rysjótt eins og veðráttan. Samt
tókst kynslóðunum að tóra og hafa
skilað af sér hugumstórum og at-
hafnasömum uppum sem ávaxta
sitt pund með stórfelldum lántök-
um innan lands og utan og fjárfesta
í tækni og framkvæmdum og bjóða
náttúrufari og markaðslögmálum
birginn og kenna fjármagnskostn-
aði einum um þegar óskhyggju-
dæmin þeirra ganga ekki upp.
Nokkurra daga frost á Fróni
valda fiskeldisstöðvum miklu tjóni
og fjölmiðlar hamast hver í kapp
við annan að mála skrattann á
vegginn og nefna háar upphæðir
sem tapast vegna þess að eldisfisk-
ur króknar í kvíunum. Fyrir
Norðurlandi er rekís að nálgast
strendur og þegar er farið að spá
alls kyns tjóni og tekjumissi sem af
honum kann að leiða.
Samtímis berast fréttir um að
offramleiðslan á seiðum nemi
nokkrum milljónum.
Stærst, mest og dýrast á
Nordurlöndum
Mikið fjaðrafok er nú vegna
kjúklinga- og eggjaframleiðslu og
er eitthvert rugl þar á ferðinni milli
framboðs og verðlags. j
Fyrir örfáum árum kynntu stoltir
kjúklingaframleiðendur nýtt og
fullkomið sláturhús, gott ef ekki
hið stærsta og fullkomnasta á
Norðurlöndum, eða jafnvel víðar.
Undur færibandaslátrunarinnar
voru flutt heim í stofur fyrir tilstilli
sjónvarpsins og voru um tíma álíka
vinsælt fréttaefni og kviðristir hval-
ir eru um þessar mundir. Mjög dró
úr hænsnaáti vegna þessarar sér-
kennilegu kynningar. Síðar var
komið upp fullkomnustu eggja-
flokkunarverksmiðju á Norður-
löndum og gott er ef mannshöndin
átti þar hvergi að koma nærri, rétt
eins og í mikilvirkustu og full-
komnustu gosdrykkjaverksmiðju á
Norðurlöndum, sem nú kvað held-
ur aðgerðalítil.
Öll er þessi framleiðslugeta á
einhverjum misskilningi byggð og
af því stafar fjaðrafokið.
Refaræktin gengur skrykkjótt og
ætti engum að koma á óvart því
refarækt er áhættubúskapur og hef-
ur verið það lengi, lengi. Eftir-
spurnin og verðlagið er háð tísku-
sveiflum, og er það nú fyrst að
fréttast til Islands þegar það er
komið í mikla lægð. Verðlag á
minkaskinnum hefur aftur á móti
ávallt verið miklu stöðugra.
Torskilin lögmál
Útgerð og fiskvinnsla eru ein-
hverjar áhættusömustu atvinnu-
reinar sem um getur og hafa
slendingar ávallt búið við miklar
sveiflur í fiskveiðum og á mörkuð-
um. Síldin kemur og síldin fer og
jafnvel þegar hún kemur aftur er
markaðurinn horfinn og hún því
verðlaus. Ekki þarf lengi að glugga
í útgerðarsöguna til að sjá að þar
kemur krakk á krakk ofan og
guðdómleg góðæri inn á milli og
var margur mætur maðurinn millj-
ónamæringur eitt árið og þrota-
maður hið næsta. Réðu því ýmist
náttúru- eða markaðslögmál og
eru hvorutveggja álíka oft torskil-
in.
Tíðarfarið og hafísinn ættu ekki
að koma íslendingum á óvart né að
atvinnugreinar hljóti nokkurn skell
af þegar veður harðna og ísinn
leggst að.
Hitt er skrýtnara hvað mönnum
gengur illa að kalkúlera takmark-
aðan markað og haga fjárfesting-
um og framleiðslugetu í einhverju
samræmi við kaupgetu og eftir-
spurn.
Reyndur verslunarmaður segir í
viðskiptakálfi Moggans í gær, að
verslunarhúsnæði í Reykjavík sé
þegar orðið þrisvar sinnum meira
en þörf er á og að við borðum
ekkert meira þótt fleiri verslanir
selji okkur matinn.
Bendir margt til að verslunin sé
að verða mikil áhættugrein af svip-
aðri ástæðu og hænsnaræktin og
ropvatnsframleiðslan.
En þótt hafísinn leggist að, fisk-
urinn krókni og fjármagnskostnað-
urinn sligi alla offjárfestingu höld-
um við áfram að tóra og bíðum
vonglöð eftir næsta góðæri og kjar-
asamningunum haldgóðu.
OÓ