Tíminn - 09.02.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.02.1988, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 9. febrúar 1988 Tíminn 5 Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, um fund sinn og C. William Verityjr., viðskiptaráðherra: MIKILVÆGARIFUNDUR EN ÉG GAT SÉD FYRIR Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra og föruneytl hans, áttu í gær fund með C. William Verity jr., viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, og kom fram á fundinum, að afstaða hins nýja viðskiptaráðherra til vísindaveiða fslendinga, er mjög frábrugðin af- stöðu forvera hans í starfí. Veríty lagði á það áherslu að vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins ynni á grundvelli vísindalegra rannsókna, en byggi ekki á tilfínningalegum grunni, og studdi þar með málstað Islendinga. „Fundurinn stóð í rúman klukkutíma og hann var mjög vin- samlegur. Við teljum að hann hafi verið ýkja gagnlegur og sagði við- skiptaráðherrann eftir að honum var lokið, að hann skildi málið miklu betur. Þá gaf hann sínum mönnum fyrirmæli um að þeir legðu allt sitt af mörkum til að endurskipuleggja störf vísinda- nefndarinnar, þannig að það mætti verða til þess að koma í veg fyrir árekstra á milli okkar í þessu máli, Halldór Ásgrímsson en það taldi hann mjög mikilvægt," sagði Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra í samtali við Tím- ann í gær, en hann er nú staddur ( Washington og fundaði í gær með C. William Verity jr., viðskipta- ráðherra Bandaríkjanna. Fundurinn er tilkominn vegna samkomulags sem gert var í Ott- awa á síðasta ári, en í því sam- komulagi kemur fram að íslending- ar fallast á að fylgja vísindalegri ráðgjöf vísindanefndar Alþjóða- hvalveiðiráðsins. í samkomulaginu er einnig tekið fram að unnið skuli að því að endurskipuleggja störf nefndarinnar, þannig að traust ríki milli þjóðanna, en vinnubrögð nefndarinnar hafa verið mikið gagnrýnd, og hefur endurskipu- lagningin verið eitt af aðalbaráttu- málum íslendinga innan Alþjóða- hvalveiðiráðsins. Ef marka má við- brögð Veritys, styðja Bandaríkja- menn nú hugmyndir Islendinga í þeim efnum. „Ég er mjög ánægður með þenn- an fund og tel að Verity hafi sýnt mikinn skilning á okkar málum. Eftir á að hyggja, var þessi fundur mikilvægari en ég gat séð fyrir. Og ég tel það mikilvægt að við gátum komið okkar sjónarmiðum á fram- færi við hann milliliðalaust," sagði Halldór. Þá var Ijóst að Verity hafði undirbúið sig vel undir þennan fund, því ekkert í málinu kom honum á óvart, og sagði Halidór að Verity hefði lagt á það áherslu, að fundin yrði skynsamleg lcið til lausnar þessu máli og að hann væri eindregið þeirrar skoðunar, að nýta ætti allar sjávarauðlindir, um leið og tryggt væri að eðlilegt jafnvægi héldist. Verity var einnig þeirrar skoðun- ar að nauðsynlegt væri að byggja ekki afstöðuna á tilfinningalegum rökum, heldur á vísindalegum. „Við vorum alveg sammála um það,“ sagði Halldór. Tillaga sem liggur fyrir á Banda- ríkjaþingi þess efnis að beita ís- lendinga og Japana efnahagsþving- unum vegna hvalveiða þeirra var ekki rædd á þessum fundi, og sagði Halldór að ekki hefði verið talin ástæða tii þess að ræða það mál á þessum fundi, enda væri málið á könnu utanríkisráðuneytisins. I för með Halidóri, eru þeir Hermann Sveinbjörnsson, aðstoð- armaður sjávarútvegsráðherra, Kjartan S. Júlíusson, deildarstjóri, Helgi Ágústsson, skrifstofustjóri, Guðmundur Eiríksson, þjóðrétt- arfræðingur og Jóhann Sigurjóns- son, sjávarlíffræðingur. Föruneyti ráðherranna tveggja funduðu síðan aftur t viðskipta- ráðuneytinu í Washington í gær- kveldi, en þegar síðast fréttist, var ekki búið að taka ákvörðun um hvort Halldór og Verity myndu hittast aftur í dag. -SÓL Framleiðslustiórnun í eggja- og kjúklingaframleiðslu utan daqskrár: HARDAR UMRÆDUR OG DEILDAR MEININGAR Karl Steinar Guðnason (A.Rn.) réðst harkalega gegn reglugerð þeirri sem landbúnaðarráðherra hef- ur gefið út og felur í sér framleið- slustýringu á eggja- og kjúklingafr- amleiðslu. En þessi reglugerð var gefin út að ósk framleiðenda, sem hafa samkvæmt búvörulögum fullan rétt til slíkrar stýringar. Karl Steinar var stórorður og sagði að hér væri um að ræða aðför að neytendum. Verðákvörðun 6 manna nefndarinnar væri gerræði og nú skiptu framleiðendur með sér framleiðslunni þannig að nýir fram- leiðendur kæmust ekki að í grein- inni. Fullyrti hann að óánægðir fram- leiðendur hefðu verið kúgaðir til hlýðni við beiðnina um reglugerð um framleiðslustýringu, m.a. með hótun um að misbeita opinberum sjóðum í þvf skyni. Skoraði hann á landbúnaðarráðherra að draga reglugerðina til baka, sérstaklega vegna viðkvæmrar stöðu ( kjara- samningum. Enda væri hér um að ræða brot á samþykktum ríkisstjórn- arinnar. Þá spurði hann hvort ríkis- stjórnin áformaði að greiða niður þessar landbúnaðarafurðir. Jón Helgason landbúnaðarráð- herra furðaði sig á því að þarna talaði þingmaður flokks sem legði áherslu á nauðsyn samdráttar í land- búnaðarframleiðslu, en vildi nú að eggja- og kjúklingaframleiðsla væri frjáls. Hér væri hins vegar um það að ræða að framleiðendur þessara vara hefðu nýtt sér rétt sinn sam- kvæmt búvörulögunum frá 1985 og óskað eftir framleiðslustýringu. Sagðist landbúnaðarráðherra ekki skilja að það væri hagur neytenda að ríkissjóður greiddi niður þá vöru, sem neytandinn vildi ekki kaupa. Það hlyti að vera eðlilegast að niður- greiðslur beindust að þeim vörum sem neytandinn vildi kaupa. Minnti ráðherra á að þrátt fyrir reglugerðina þá gilti nú það verð á eggjum og kjúklingum, sem frjálsa samkeppnin skóp. Varpaði ráðherra fram þeirri spurningu af hverju kaupmenn þyrftu að fá meira fyrir að selja Jón Helgason á Alþingi í gær innlenda vöru en innflutta vöru, mætti ekki bara lækka álagninguna. Geir H. Haarde (S.Rvk.) sagði það afturför að framleiðendur skuli í raun óska eftir kvótakerfi. Frjáls verðmyndun væri beggja hagur þeg- ar til lengri tíma væri litið. En nú væri leitað sömu verndar f krafti búvörulaganna og í hefðbundnum landbúnaði. Tilgangur heimildar- greinarinnar í búvörulögum væri greinilega að koma í veg fyrir að menn komist inn í greinina. Friðrik Sóphusson iðnaðarráð- herra sem svaraði fyrir Þorstein Pálsson forsætisráðherra sagði að reglugerðin hefði verið kynnt í ríkis- stjórninni. Forsætisráðherra hefði ekkert úrskurðarvald í þessu máli, heldur væri þetta alfarið í höndum landbúnaðarráðherra. Friðrik sagð- ist vona að hægt yrði að leita mark- aðslægari leiða til að leysa þessi vandamál. Núverandi búvörusamn- ingur væri hins vegar eðlilegur við ríkjandi aðstæður. Danfríður Skarphéðinsdóttir (Kvl.VI.) sagði nauðsynlegt að beita tfmabundinni framleiðslustýringu, bændur hefðu fjárfest í fuglabúum sem færu á hausinn ef egg og kjúkl- ingar yrðu fluttir inn. Minnti hún á að það vantaði heilbrigðiseftirlit með innfluttum vörum, en hættan væri þar mikil, t.d. væri salmonella mun útbreiddari í öðrum löndum en hér. Kvótakerfi væri víðar harðara en hér á landi og nefndi Kanada sem dæmi. Níels Árni Lund (F.Rn.) sagði að spurningin snerist um það hvort íslendingar ætluðu að framleiða sín- ar eigin landbúnaðarvörur eða flytja þær inn. Rakti Níels Árni síðan dæmi um hvernig kaupmenn nýttu sér þessar aðstæður til að hækka álagningarhlutfall sitt. Guðmundur G. Þórarinsson (F.Rvk.) sagðist vera algerlega and- vígur framleiðslustýringu í eggja- og kjúklingaframleiðslu, þó hún væri skiljanleg í hefðbundinni fram- leiðslu. Steingrímur J. Sigfússon (Ab.N.e.) efaðist eins og Guðmund- ur um að sömu rök giltu um fram- leiðslustýringu í þessari grein og í hefðbundnum landbúnaðargrein- um. Sagðist hann algerlega andvígur innflutningi á þessum vörum og taldi eðlilegast að heimildarákvæðinu í búvörulögunum yrði breytt. Stefán Valgeirsson (SJF.N.e.) sagði að landbúnaðarráðherra hefði ekkert getað annað gert samkvæmt lögum en að gefa út reglugerð. Heimildarákvæðið í lögunum væri þar að yfirlögðu ráði, því frjáls framleiðsla gengi ekki upp vegna sveiflna milli skorts og offramboðs. Pálmi Jónsson (S.N.v.) hvatti þingmenn til að halda ró sinni, þar sem einungis hefði það gerst að framleiðendur hefðu nýtt lagaheim- ild um framleiðslustjórnun. Rétta leiðin væri að breyta lögunum. Karl Steinar Guðnason sagði að málið hefði ekki verið borið upp í ríkisstjórninni. Þetta væri árás á neytendur og brigður við verkalýðs- hreyfinguna. Landbúnaðarráðherra sagði (s(n- um lokaorðum að þessi reglugerð væri ekki brigður við verkalýðs- hreyfinguna þar sem kjarasamning- ar, sem loforð fyrri ríkisstjórnar væru bundnir við, væru úr gildi fallnir. Endurgreiðsla væri sam- kvæmt lögum og færi eftir því tilefni sem framleiðslan gæfi til. Hvað yrði með verðþróun yrði að bíða ákvörð- un sex manna nefndarinnar og jafn- framt svokallaðrar fimm manna nefndar, sem ákvarðar heildverslun. Vitnaði hann til bréfs félags baka- rameistara þar sem fram kemur að erlendir aðilar líta á markaðinn á íslandi sem eins konar ruslmarkað, sem fara má inn án allrar ábyrgðar og sækja sér skjótfenginn ágóða. ÞÆÓ Kjúklingar, egg og kartöflur: Sexmanna- nefnd ákvarðar verd Verðlagsnefnd búvara, hin svokallaða sexmannanefnd, hef- ur ákveðið að verða við bón bænda um verðlagningu á eggjum, kjúklingum og og kart- öflum. Þrír neytendafulltrúar í nefndinni, Baldur Óskarsson, Gissur Pétursson og Margrét S. Einarsdóttir lögðu fram bókun á fundi sexmannanefndar sl. föstu- dag, þar sem þeir harma að bændur hafi óskað eftir því við sexmannanefnd að hún ákvarði verðið. Neytendafulltrúarnir segja þó í bókun sinni að sam- kvæmt 8. grein búvörulaga beri nefndinni að verða við ósk bænda um verðákvörðun á þessum vörum. óþh Ástráöur hjá Loðnunefnd: Loðnan óróleg „Það er eitthvað rjátl á henni núna, hún er óróleg eftir bræluna í nótt, en þetta lagast (kvöld. Það verður góð gusa, ef það verður veður,“ sagði Ástráður Ingvars- son, hjá Loðnunefnd í samtali við Tímann í gær. Lítil loðnuveiði hefur verið um helgina. Á föstudag veiddust 250 tonn, ekkert veiddist á laugardag og á sunnudag veiddu sex bátar rúm 3.000 tonn. I gær voru svo rúmlega 30 bátar á miðunum, undan Hvalbaksgrunni, og stóð loðnan þá mjög misdjúpt. Einn báturinn fyllti sig t.d. af Ioðnu sem hann fékk á 20 faðma dýpi, en báturinn við hliðina fann enga loðnu fyrr en á 60 föðmum. Veðurhorfur eru ágætar á mið- unum fyrir austan, og því má búast við að þeir fari að moka ‘henni inn aftur hvað úr hverju, ekki síst þegar að Ástráður held- ur sér í loðnuskyrtunni. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.