Tíminn - 09.02.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.02.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 9. febrúar 1988 John 0‘Connor kardínáli dregur hring á fingur Alfred Jolson upp við háaltari Landakotskirkju, til merkis um að nú sé hann biskup kaþólskra manna á íslandi. Erkibiskuparnir J. Foley frá Róm og H. Lamaitre frá Kaupmannahöfn, fylgjast með. Vígður biskup Sr. Alfreð Jolson var á laugar- daginn vígður til að gegna embætti biskups Kaþólsku kirkjunnar á ís- landi. Vígslan fór fram við hátíð- lega athöfn í Dómkirkju Krists í Landakoti og var fjöldi presta og biskupa viðstaddur, auk erkibisk- upa og kardínálans frá New York sem stýrði vígslunni. Mikill fjöldi manna sótti vígslumessuna og var hver bekkur skipaður. Þar á meðal var forseti íslands, biskup Islands og frú, forsætisráðherra, kirkju- málaráðherra, utanríkisráðherra og forseti sameinaðs Alþingis. Kardínálinn, John O'Connor, stýrði athöfninni. Kom hann sér- staka ferð til landsins á laugardags- morgun og flaug aftur utan síðdegis sama dag. Sendiherra páfans var erkibiskupinn í Kaupmannahöfn, H. Lematre og erkibiskupinn J. Foley kom frá Róm. Sína fyrstu messu flutti nýi bisk- upinn svo á sunnudag í Landakot- skirkju að viðstöddu nokkru fjöl- menni. Það fylgir sögunni að Hall- dóri Laxness hafi þótt það mikið til koma um atburði þessa að hann hætti ekki á annað en að gista í bænum yfir helgina. KB Mikill fjöldi vígðra manna og leikra tók þátt í athöfninni. Hér er borið niður í ritnigarpróssesíu í fyrri hlutanum. Tímamyndir Pjetur Jóhann einn af níu bestu Það tókst hjá Jóhanni Hjartarsyni að sigra Viktor Kortsnoj í einvígi þeirra sem lauk á föstudagskvöldið var. Svo virtist sem hvorugur kepp- enda hefði nokkurn áhuga á jafntefli í 8.skákinni og þar með hraðskákar- úrslitum. Að mínu viti hefur Jóhann teflt þetta einvígi mun betur en Kortsnoj og í raun má segja að þetta einvígi hefði ekki átt að verða lengra en fimm skákir. Glæsilegt hjá Jóhanni og nú er hann í hóp með eigi ómerkari mönn- um en Karpov fyrrverandi heims- meistara, Jusupov, Short, Speel- man, Portisch, Timman og loks Spragget frá Kanada sem sigraði Sokolov í bráðabana. Allir þessir eiga möguleika á að skora á Kaspar- ov heimsmeistara. Fyrst þurfa þeir að berjast innbyrðis uns einn stendur eftir. Næsta umferð verður líklega í Puerto Rico í júlí. Þá tcflir Jóhann við Anatoly Karpov fyrrverandi heimsmeistara eftir úrskurði Cam- pomanes forseta FIDE. Skoðum nú þessa sögulegu skák. Hvftt: Viktor Kortsnoj Svart: Jóhann Hjartarson Katalónsk byrjun 1. d4-Rfó 2. c4-eó 3. g3-d5 4. Bg2-Be7 5. Rf3-0-0 6. 0-0-dxc4 7. Dc2 Það er líka algengt að leika 7.Da4- Bd7. 8. Dxc4-Bc6 o.s.frv. 7. -aó 8.a4 Hvítur vill ekki drepa strax á c4 vegna 8. -b5 9. Dc2-Bc6 8. -Bd7 9.Dxc4-Bc6 10. Bf4-a5 Leikið til að koma riddaranum í gagnið. Ef t.d 10. -Rbd7, þá gæti komið ll.a5 og riddarinn á engan reit og svartur stendur illa. 11. Rc3-Ra6 12. Hael!? Þetta er óvanalegur leikur í þess- ari stöðu. Venj ulega fer þessi hrókur á cl og hinn hrókurinn áel. Kannski hefur Kortsnoj óttast riddara svarts á a6 sem getur hoppað á b4 og ef Ólafur Helqi Árnason SKÁKSKÝRANDI hrókur hvíts væri á cl og el þá er hætta á gaffli á d3 ef drottning hvíts þarf að vt'kja sér undan. Hvítur ætlar ljóslega að leika e4. og fá þannig meira rými. 12. -Rb4 Flestir voru óánægðir með þennan leik og fannst Jóhann vera á villigöt- um. Jóhann hugsaði í rúmar 20 mínútur um þcnnan leik og fannst þetta besta áætlunin. Rólegri skák- menn hefðu leikið 12. -Bd5 13. e4-Rd7 14. Hal Valdar peðið á a4 ef svartur leikur Rb6 og setur þannig bæði á drottn- ingu hvíts og peðið. 14. -Bd6! Jóhann leikur besta leiknum. Ef hvítur drepur á d6 þá nær svartur sterku miðborði og ef hvítur leikur 15. e5-Be7 þá hefur svartur náð góðum tökum á d5 reitnum sem skiptir miklu máli í þessari stöðu. 15. Be3-Rc2 16. Bg5 16. -Rb6! Ef hvítur drepur 17. BxDa8 þá drepur svartur 17. -RxDc4 18. Hacl- Rc2e3 19. fxRe3-HaxBd8 ogsvartur hótar peði á e3 og b3. 17. Dd3-Rb4 Enn vinnur svartur leiki 18. De2-De8! Nú loksins forðar svartur drottningu sinni úr skotlínu biskupsins. Á e8 stendur hún mjög vel, þrýstir bæði á a4 og eftir f5 þá kemst hún í sóknina á kóngsvængnum. 19. b3-f5! Grefur undan valdi hvíts á d5 reitn- um. Þetta lítur glæsilega út en er langbesti leikurinn að ég held. 20. Hacl Loksins finnur hvítur rétta reitinn fyrir hrókinn. 20. -h6 21. Be3-Dh5! Nú lítur svarta staðan mjög vel út. Riddari hvíts á f3 er leppur. Svartur gæti e.t.v. leikið f4!?. Hótar einnig að drepa á e4 22. -fxe4. 22. d5??-fxe4 23. dxBc6-exRI3 Kortsnoj sat utan sviðs þegar þessi leikur birtist. Hann hugsaði sig nú nokkuð lengi um næsta leik án þess að fara upp á svið (e.t.v. í mótmæla- skyni), fór loks upp á svið en var ekki ánægður að sjá. Ekki gengur nú 24. Bxf3-DxBf3 25. DxDf3-HxDB 26. cxb7-Hb8 27. BxRb6-cxBb6 28. Rb5-Bc5 og hvítur er einfaldlega manni undir. 24. Ddl Eina leiðin til að halda manninum. Nú hefði líklega verið best hjá Jóhanni að leika 24. -Had8, því þá hótar hann að leika 25. -Bxg3 og hótar þá jafnt máti á h2 sem og drottningunni á dl. Eini leikurinn væri 25. Bd2-Rxc6 og svarta staðan er hartnær unnin. Jóhann valdi flækjunni leið. 24. -bxc6 25. BxRb6-cxBb6 26. DxBd6-fxBg2 27. Hfdl Kortsnoj hefur ekki áhuga á að leika 27. Dxe6t-Kh8 28. Hfdl-Hae8 og allir menn svarts taka þátt í sókninni. 27. -Df5 28. Dd2-Rd3 Þennan mann má ekki drepa vegna Dxf2t mát. E.t.v. var betra að leika 28. -Had8. Kortsnoj átti aðeins tvær mínútur á tólf leiki, en Jóhann 15 mínútur. 29. Hc2-Re5 Enn kom 29. -Had8 til greina. 30. De2 Vegna 30. Rf3t og fjölskyldugaffall. 30. -Had8 31. Kxg2-Rf3 32. HxHd8- HxHd8 Nú hótar svartur 33. -DxHc2 34.DxDc2-Relt og gaffall á drottn- ingu. 33. Hcl-Rd4 Glæsilegur reitur fyrir riddarann. 34. De3-e5 35. Hdl-Dc2! 36. h4 Hvað annað. Kortsnoj leikur því sem hendi er næst í tímahrakinu. 36. -Hf8! Nú er skákinni í raun lokið. Svartur hótar 37. -HB og riddari hvíts á c3 er dauðans matur. Kortsnoj sér ekki allt í stöðunni, enda tíminn mjög naumur. 37. Hcl?-Hxf2t 38. DxHf2-DxHcl. 39. Hvítur féll á tíma. Staða hvíts er gjörtöpuð. Svartur hótar riddara í stöðunni og einnig drottningarkaup- um með Dc2 Til hamingju Jóhann! Svo sannarlega verður spennandi að fylgjast með Jóhanni í næstu umferð þegar hann teflir við Anatoly Karp- ov fyrrverandi heimsmeistara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.