Tíminn - 09.02.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 09.02.1988, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 9. febrúar 1988 Tíminn 19 llllllllllllllllllllll SPEGILL EKKI HOLLYWOODUPPELDI Áreiðanlega muna einhverjir enn eftir söngdúettinum Sonny & Cher. Nú er Cher orðin leikkona og að sögn nákominna enn ekki fullorðin. Það er þó önnur saga. Þessi fjallar um Sonny Bono, sem söng með Cher og var þá reyndar kvæntur henni líka. Saman eiga þau dótturina Chastity, sem er 19 ára um þessar mundir. Sonny verður faðir í þriðja sinn í apríl nk. Hann er nú 53 ára og segist aldrei hafa verið tilbúnari að eignast barn en einmitt núna. Hann fullvissar heiminn um að nýja barn- ið verði alið upp á rólegu ham- ingjuheimili í Palm Springs, fjarri yfirborðsmennskunni og glysinu í Hollywood. Hann ætlar li'ka að sjá um að barnið fái ekki alla hluti fyrirhafnarlaust upp í litlu hend- urnar. - Nú, þegar ég hef elst, er ég mörgum sinnum öruggari, segir Sonny, sem nú á veitingastaðinn Bono í Palm Springs. - Með aldri og reynslu hefur mér lærst, að margt það sem ég taldi eftirsóknar- verðast alls, er það hreint ekki. Ég met fjölskyldulífið mest af öllu nú orðið. Ég ætla svo sannarlega að taka allan þátt í uppeldi þessa barns. Eldra barn Sonnys er 28 ára dóttir, sem hann átti með fyrstu konu sinni. Síðan kemur áður- nefnd Chastity. Þriðja hjónaband hans, með Susie, var barnlaust. Fjórða eiginkonan er svo Mary, 26 ára, og verður þetta fyrsta barn hennar. Sonny heldur áfram: - Ég vil ekki að þessu barni verði fært allt upp í hendurnar. Það á að læra að gera hlutina sjálft og vinna síðan fyrir sér á eigin spýtur, í stað þess að fá allt gefins. Ég hef séð allt of mörg börn foreldra í skemmtanaútveginum vaxa upp í spillingu og dekri, með brenglað gildismat. Þau hafa slæmt af þessu og verða ófær um að takast á við venjulegt líf er þau stækka. Ég ætla að beita mér fyrir því að kenna barninu á heiminn, eins og hann raunverulega er og hvernig það á að bregðast við honum. Rætur eru mikilvægar börnum. Að alast upp í Beverly Hills eða Bel Air er afskaplega einmanalegt. Enginn hittir neinn, því þar leika böm sér ekki að bolta á götunum. Við ætlum að eiga heima í Palm Springs framvegis. Þar er heilbrigt, gullfallegt umhverfi fyrir börn. Barnið mitt fær að kynnast ná- grannabörnunum. Ég hlakka til að verða faðir, því nú er ég loks reiðubúinn til þess. 'M;. Sonny og Mary, fjórða kona hans, eiga von á bami í vor. Annað gæludýrið Flestir kannast við dúettinn „Pet Shop Boys“ eða strákana í gælu- dýrabúðinni, eins og þeir eru gj arn- an nefndir í Síbyljunum hér heima. Þeir eiga sér stóran aðdáendahóp hér sem víða annars staðar. Félag- arnir heita Neil Tennant og Chris Lowe. Við rákumst á sitt af hverju fróðlegu um Tennant í blaði nýlega og látum það koma hér. Hann heitir fullu nafni Neil Francis Tennant, er fæddur í Newcastle þann 10. júlí 1959 og því Krabbi. Hann er einhleypur og býr í London. Hann er um 180 sm á hæð og sem næst 72 kíló. Þess má líka geta, að hann hefur alveg einstaklega himinblá augu. Af fyrri störfum Tennants má nefna, að hann hefur ritstýrt mat- reiðslubókum og verið blaðamaður hjá fréttablaði um hljómplötuút- gáfu. Eftirlætisefni hans í sjónvarpi er sem nærri má geta poppþættir og vinsældalistar. Hann gengur oftast svartklæddur og borðar ít- alskan mat, þar sem hann kemst í hann. Bjór og iéttvín er það sem helst rennur niður í Tennant, en bjórinn segir hann að fari illa í sig, hann verði eins og draugur upp úr öðrum draug og stj arfur af þremur. Lesmálið eru helst poppblöðin og tómstundaiðjan er elda- mennska, svona þegar hann er ekki að laga til, því Tennant segir það nær sjúklegan ávana sinn, að vera alltaf að laga í kring um sig. Stundum tímir hann varla að elda, því hann þolir ekki eldhúsið öðru- vísi en tandurhreint og með hverj- um hlut á sínum stað. Það besta sem Tennant segir hafa komið fyrir sig, var að hitta Chris í hljómtækjaverslun á Kings Road. - Við vorum báðir að bíða, fórum að spjalla saman og upp- götvuðum, að við áttum meira en lítið sameiginlegt. Þar byrjuðum við. Tennant segir þá stefna að því að gera sem flestar góðar plötur og til þess hafi þeir feikinógan tíma. Aðstoð að handan Taryn Power: - Við pabbi tölum reglulega saman. Hann ráðleggur mér. Taryn Power, gullfalleg, 32 ára dóttir hins dáða leikara Tyrones Power, segir að andi framliðins föður síns hjálpi sér nú að reisa leikframann úr rústum að nýju. - Milli okkar pabba er alveg sérstakt samband, segir Tary n, sem allir spáðu glæstum frama fyrir 12 árum, þegar hún lék á móti Rich- ard Chamberlain í Greifanum af Monte Cristo. - Ég tala við hann, þegar ég vitja leiðis hans og það er alveg opið samband. Ég sé eftir að taka ekki því sem mér bauðst sem dóttur pabba, fyrir mörgum árum. Ég barðist gegn því öllu og hélt að móðurhlutverkið væri það eina rétta fyrir mig í lífinu. Nú veit ég að eitthvað vantar - framann. Nú reyni ég að fara í reynslutökur, þar sem ég mögulega get. Taryn lék í sex kvikmyndum, áður en hún dró sig í hlé og gerðist virkur þátttakandi í baráttu friðar- samtaka. Ein mynda hennar, Ma- Með föður sínum, Tyrone Power, skömmu fyrir lát hans 1958. ria, gerði það gott í Suður-Amer- íku og Evrópu og er ein af fimm best sóttu myndum allra tíma í Mexíkó. Nú hefur Taryn samið um að leika í hasarmynd í stíl við Indiana Jones í Mexíkó. Móðir Taryn, leik- og söngkon- an Linda Christian, skildi við Ty- rone, þegar Taryn var tveggja ára óg þremur árum síðar lést hann. Þó liðin séu 27 ár, fullyrðir Taryn, að hann hafi mikil áhrif haft á ákvörðun hennar um að reyna fyrir sér á nýjan leik. Hún kveðst alltaf hafa verið næm fyrir návist hans, en anda- læknir og miðill hafi komið sér í gott samband við hann fyrir mörg- um árum. - Það var afar notalegt og ég veit að pabbi gefur mér góð ráð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.