Tíminn - 09.02.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.02.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 9. febrúar 1988 Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrí mur G íslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, " íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:, Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 400 prdálk- sentimetri. \ Verð i lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.- Steypufúskið Fyrirlestur Hákonar Ólafssonar, forstöðu- manns Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðar- ins, á „steypudaginn“, sem haldinn var í fyrri viku, verður ekki skilinn nema á einn veg: Að smíði steyptra íbúðarhúsa á íslandi sé fúsk í stórum stfl. Sérstaklega tók Hákon það fram að þetta steypufúsk væri algengt þegar um væri að ræða hús sem byggð væru án þess að verkin væru boðin út. Sagðist forstöðumanni Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins svo frá, að hönnuðir húsa láti oftast við það sitja að ákveða svonefndan lágmarksstyrkleika og vísi þá í úreltar staðalfor- skriftir, þar sem vantar flest grundvallaratriði er varðar endingu steinsteypunnar. Þannig hefur verið látið nægja að fylgja viðmiðunarreglum um styrkleika, sem ekki hefur verið formlega breytt í íslenskum staðli, þótt allir viti að þessar reglur standast ekki viðurkenndar kröfur um endingu steypunnar. Þá gaf Hákon Ólafsson það fyllilega í skyn, sem hlýtur að vekja mikla furðu, að hönnuðir íbúðar- húsa gerðu sér lítið far um að búa steypuna þannig að hún væri varin fyrir alkalískemmdum. Við þessi fúskaravinnubrögð á vegum verk- fræðinganna bætist síðan steypugerðin sjálf og vinnustaðafúskið, sem verkstjórarnir og iðnaðar- mennirnir hafa um hönd. Segir forstöðumaður Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins að allt eftirlit með framleiðslu steypunnar og með- ferð hennar á byggingarstað sé afar lítið. Nánast sé ekkert fylgst með niðurlagningu steypunnar né að hún hljóti þá aðhlynningu sem nauðsyn krefji. Telur hann að það sem mest á bjáti í smíði steinsteypuhúsa sé framleiðsla og niðurlagning steypunnar og aðhlynning að henni meðan hún er ný. Athyglisvert er það sem fram kom í máli Hákonar Ólafssonar, að mikill munur er á vinnubrögðum við steinsteypubyggingar eftir því hverjar þær eru og hverjir eiga hlut að þeim. Eru viðhöfð allt önnur vinnubrögð við smíði stórfram- kvæmda á vegum hins opinbera en þegar einstak- lingar eiga í hlut. Niðurstaða sérstakrar könnunar leiðir í ljós að mjög er vandað til steypufram- leiðslu og steypuvinnu þegar um er að ræða brýr, virkjanir og hafnir og þá ekkert til sparað að steypan sé rétt blönduð og endingarmikil og þannig að verki staðið að sú stefna fái notið sín í reynd. í orðum forstöðumanns Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins felst alvarleg viðvörun við fúski í húsbyggingum. Sýnist hér á ferðinni málefni, sem stjórnvöld eiga að láta til sín taka í fullri alvöru og verðugt verkefni fyrir Neytenda- samtökin, þegar þeim gefst tími til frá ýfingum sínum við hænsnabúin. GARRI Vörn fyrir foringjann Leiðari heigarblaðs Alþýðu- blaðsins var að þessu sinni ein saman vörn fyrir foringja flokksins, Jón Buldvin Hannibalsson. Blaðið ber sig aumlega undan árásum sem hann hafi orðið að þola vegna matarskattsins svo nefnda, og segir orðrctt: „Einhverjar mögnuðustu póli- tísku ofsóknir síðustu ára á íslandi eru árásirnar á Jón Baldrin Hanni- balsson fjármálaráðherra sem fylgt hafa í kjölfar skattkerfishreyting- anna. Einföldun og rangfærslur staðreynda hafa einkennt herópin. Sagan hefur hins vegar kennt fólki að pólitískar ofsóknir byggjast ávallt á blindu og vanþekkingu. Aðförin að fjármálaráðherra er engin undantekning frá þeirri reglu. Tilgangur og markmið skatt- kerfísbreytinganna hefur verið stórlega affluttur eða haldið kyrfí- lega leyndum í fjölmiðlum og póli- tískri umræðu. Söluskattur á mat- væli er nú orðið að einu allsherjar víghrópi án þess að nein skynsemi fái þar komið nærri: Jón Baldvin Hannibalsson er úthrópaður sem óvinur alþýðuheimilanna númer eitt í þessari pólitísku ofsóknarlotu og hefur mátt sitja undir rógi, svívirðingum og skætingi. Móður- sýkin hefur verið svo mikil, að svo virðist sem enginn hafí kynnt sér útgjaldaliðina á fjárlögum eðu hvert þeir peningar fara sem ríkið aflar sér nú með nýju og traustu tckjuöflunarkerfi. Það virðist einn- ig vera svo, að fæstir geri sér grein fyrirþví að Jón Baldvin Hannibals- son er ekki ríkisstjórn íslands, einn og sér þótt hann sé óneitanlega einn röggsamasti, hugmyndaríkasti og skörulegasti ráðherra ríkis- stjórnar Þorsteins Pá!ssonar.“ Jón Baldvin á Alþingi nú á dögun- um: Er hann ofsóttur? Hávaðasamur ráðherra Síðan heldur blaðið áfram og tínir til rök fyrir því að matar- skatturinn sé þrátt fyrir allt íslensk- um alþýðuheimilum til verulegra hagsbóta. Og gerist þess víst ekki þörf að ræða það mál nánar á þessum vettvangi. En hitt er annar handleggur að því fer fjarri að menn séu almennt á einu máli með Alþýðublaðinu um að Jón Baldvin sé „óneitanlega einn röggsamasti, hugmyndaríkasti og skörulegasti ráðherra'* í ríkisstjórninni. Þar er foringjadýrkunin á þeim bæ svo sannarlega hlaupin út í öfgar. En hins vegar fer ekki á milli mála að nefndur ráðherra er einn hávaðasamasti stjórnmálamaður þjóðarinnar nú um stundir. Væri settur á hann desibelmælir mætti meir en segja Garra að hann gæti framleitt hljómmagn á við meðal rokkgrúppu. Og ef Alþýðublaðið ætlast til þess að menn hér á Tímanum taki áburð um pólitískar ofsóknir gagn- vart formanni þeirra til sín þá er það út í loftið. Hér á Tímanum nýtur Jón Baldvin óskiptrar virð- ingar, þótt að visu sé það ekki fyrír að vera „einn röggsamasti, hug- myndaríkasti og skörulcgasti" ráð- herra núverandi ríkisstjómar. Leiðinleg aðstaða Líka hlýtur það að vera heldur leiðinleg aðstaða fyrir stjórnendur flokksblaðs að verða í sífellu að taka upp hanskann fyrir leiðtoga sinn. Lífrænn stjómmáiaflokkur einkennist nefnilega af því að vera í sókn fyrir málefni sín, og að þar marki baráttugleðin stefnuna. Ef menn aftur á móti era sífellt í því að láta keyra sig upp að vegg, þá hlýtur eitthvað að vera að. Það leiðir hugann að þeirri jafnaðar- stefnu og kerfisbundnu miðstýr- ingu á öllum þáttum þjóðarbúsins sem Alþýðuflokkurinn berst fyrir. Það skyldi þó ekki vera að ein- hverjir brestir væru farnir að koma í átrúnaðinn meðal flokksmanna, að ekki sé talað um það traust sem almenningur í landinu ber til flokksins? Flokksmálgagn í eilífri varnar- stöðu fyrir hávaðasaman formann er eiginlega í heldur óskemmtilegrí aðstöðu. Þá er ólíkt skemmtilegra . að tala fyrir málstað flokks sem nýtur traustra leiðtoga og aimennr- ar virðingar meðal þjóðarínnar. Garri VÍTT OG BREITT TVÍÞŒTT AFREK Oft hefur maður á tilfinningunni að það sé illa samstæð þjóð sem byggir langa strandlengju fslands umhverfis mestu og hrjóstrugustu eyðimörk Evrópu. Þó koma þær stundir að þjóðarsálin nær sam- hljómi sem gerir hana að einni heild og tengir þeim böndum sem að öðru jöfnu mættu vera betur hnýtt. Það er hjóm eitt að frammistaða Jóhanns Hjartarsonar í Kanada sé góð landkynning sem selur fisk, farmiða og gistingu, miðað við það afrek að sameina sundurleita þjóð að einu marki, að sigra Kortsnoj. Öllum fannst okkur við eiga ofur- lítinn hlut að þeim átökum sem skákmeistarinn ungi háði, hans sigrar féllu okkur líka í skaut og þegar á móti blés dvínaði sigurvím- an án ásakana um að okkar maður hafi ekki staðið sig nægilega vel og enn síður að hann hafi brugðist. Samkenndin með Jóhanni var svo rík á meðan hann háði hildi sína að tap eða vinningur voru einnig okk- ar hlutskipti og við engan að sakast á hvorn veginn sem fór. Átök og rifrildi Betur færi ef íslendingum tækist að stilla saman hugi sína og krafta á fleiri sviðum en að eignast hlut- deild að snilldartöktum afreksm- anna og deila með þeim sigurgleði, en slíkt ber síst að vanmeta eigi að síður. En oft er eins og þjóðin geti aldrei setið á sátts höfði við sjálfa sig og þurfi að skapa sér djúpstæð ágreiningsefni og kljúfa sig í ótal fylkingar út og suður og standa í sífelldum átökum um flesta hluti milli himins og jarðar. Harðar vinnudeilur standa nú yfir og hótanir eru uppi um enn meiri átök sem gætu allt eins hleypt öllu í bál og brand á svokölluðum vinnumarkaði. Ekki er spurt að leikslokum heldur otar hver stnum tota til að knésetja einhverja and- stæðinga og sáttfýsi er vægast sagt af skornum skammti. Prósentan er rifrildisefnið að venju. Hvorki má byggja hús né rífa hús án undangengis stórrifrildis um hvernig standa á að fram- kvæmdum eða hvort yfirleitt á að framkvæma nokkuð. Deilt er har- kalega á um hvort ný hverfi á að reisa hér eða þar og hvernig það á að vera í laginu. Rifrildið um útdeilingu fjár- magns til nýtra hluta sem óþarfra er viðvarandi. Landsbyggð og þétt- býli sitja aldrei á sátts höfði um hvemig byggðaþróun æxlast og ganga klögumálin á víxl. Deilt er um raforkuver og hitaveitur, vega- gerð og flugvelli, menntakerfi og heilbrigðisþjónustu, eignarhald á bönkum og um hvort stunda eigi landbúnað eða leggja hann niður og njóta erlendra niðurgreiðslna á innfluttum matvörum. Skattamál eru eilífðardeiluefni og rifist er endalaust um hvort verðlag er hátt eða lágt. Rifist er um orkuverð og varnarmál, fiskveiðikvóta og tak- mörkun á búvöruframleiðslu, jafn- rétti og hvor þeirra Hamlet eða grafarinn hélt á hauskúpunni. Svona má nær endalaust telja því íslendingar sýnast aldrei geta náð samstöðu um eitt eða neitt og sífélldar málamiðlanir leiða til þess að ekkert ágreiningsefni er á enda kljáð og allir óánægðir með þær lausnir sem menn að lokum neyð- ast til að sættast á. Sameiginlegt stolt Það er því ekki lítils virði þegar svona kergjufull og ósamstæð þjóð nær að sameinast um hugðarefni sem enginn ágreiningur er um og áhuginn beinist allur að einu marki. Vafalaust munu einhverjir þakka nálægð fjölmiðlunar hve mikill áhugi og einhugur ríkti þegar Jóhann Hjartarson gekk í gegnum sína ströngu raun. En það er hvergi nærri hálfursannleikur. Það eru fjölmiðlarnir sem nutu góðs af sigurgöngu meistarans og þess mikla áhuga sem fólkið í landinu hafði á hvernig honum vegnaði, en ekki að þeir hafi skapað þá sam- kennd sem ríkti meðan á einvíginu stóð og enn býr að. Margir glæsilegir skákmenn og frábær frammistaða þeirra hafa gert skáklistina að almenningseign á íslandi og þeir sem ekki kunna mannganginn eru jafn stoltir af Jóhanni og hinum skákmeisturun- um og þeir sem eitthvað þykjast kunna fyrir sér í listinni. í því liggur það afrek þeirra að fylkja öllum landsmönnum að baki sér og gefa þeim hlutdeild að velgengn- inni. ÖÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.