Tíminn - 09.02.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.02.1988, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 9. febrúar 1988 Tíminn 7 „Friðrik Ólafsson vann einvígið," vitnaði Jóhann Hjartarson í Kortsnoj og hló og tók utan um hjálparhellu sína. Friðrik Ólafsson, Jóhann Hjartarson og kona hans, Jónína Ingvadóttir, í flugstöðinni í gærmorgun. (Tíminn: Pjeiur) Jóhann Hjartarson mun þegar búa sig undir einvígi við Karpov: Lófatak svo undir tók í flugstöðinni Sigurgleði ríkti í Leifsstöð snemma morguns í gær þegar Jóhann Hjartarson, stórmeistari, kom heim eftir frækna för til Kanada, þar sem hann lagði að velli stórveldi í skákinni, Viktor Kortsnoj, í æsispennandi úrslitaskák á föstudagskvöld. Jóhann Hjartarson átti 25 ára afmæli í gær og var skálað í kampavíni fyrir honum í flugvélinni á leiðinni frá Boston. Jóhanni var fagnað sem þjóðhetju, þegar hann steig á land. Eiginkona hans og foreldrar biðu hans við landganginn og menntamálaráðherra afhenti honum blóm við komuna. Þar voru að auki æðstu menn innan Skáksambands íslands og urmull fréttamanna. Þegar Jóhann hafði gengið landganginn á enda tók undir í flugstöðinni af kröftugu lófataki allra viðstaddra, starfsfólks í Leifsstöð og árrisulla ferðalanga. Hvarvetna í Leifsstöð stóð fólk á fætur þegar Jóhann gekk hjá og klappaði honum lof í lófa. Lófataki linnti ekki fyrr en Jóhann Hjartarson og fylgdarlið höfðu búið um sig í litlu herbergi inn af aðalsal flugstöðvar- byggingarinnar, þar sem mennta- málaráðherra færði honum ham- ingjuóskir ríkisstjórnarinnar og flutti honum þær fréttir, að götur og torg hefðu nánast verið auð, þegar hann tefldi síðustu skákina á föstu- dagskvöld. En hvernig líst sigurvegaranum á hólmgöngu gegn Anatoly Karpov? „Den tid, den sorg. Það verður á brattann að sækja,“ sagði Jóhann. Hann hefur einu sinni áður teflt við Karpov og endaði viðureignin með jafntefli eftirmiklarþrengingar. „Ég get ekki sagt að Karpov sé minn óskaandstæðingur.“ Jóhann sagði að hann mætti verðugum andstæðingi í Karpov, sem ekki notfærði sérbrögð líkt og Kortsnoj, en hann taldi ólíklegt að fallist yrði á, að einvígi við hann yrði teflt á íslandi, líkt og Campomanes, forseti FIDE, hefur ýjað að. „Það er óraunhæft. Karpov samþykkir ekki að tefla á mínum heimavelli,“ fullyrðir stórmeistar- inn. Inntur eftir því hvers konar skák- maður Jóhann sjálfur væri sagði hann það vera sjálfsagt og eðlilegt að bera virðingu fyrir andstæðingi sínum. Hann sagðist ekki hatast við mótherja sína, en hann gerði allt sem í sínu valdi stæði til að bera þá ofurliði á taflborðinu. Einvígið við Karpov á að fara fram í júlímánuði. Enn sem fyrr, gegn Kortsnoj, spá spekingar Jó- hanni tapi. Jóhann undirbjó sig lengi fyrir einvígið gegn Kortsnoj og þakkaði hann Margeiri Péturssyni alla aðstoð þá ófáu mánuði og sagði Margeir og Friðrik Ólafsson ómiss- andi við næsta einvígi. Þá vildi hann koma á framfæri þakklæti við ríkis- stjórnina, Skáksamband íslands, Búnaðarbankann og aðrar stofnanir, sem hafa veitt honum ómetanlegan stuðning. „Undirbúningur undir einvígið við Karpov hefst þegar á næstu dögum," sagði Jóhann Hjartarson, sem þrátt fyrir fyrri ummæli mun ekki láta þeim degi sem hann mætir Karpov nægja sína þjáningu. Því næst lyfti hann sigursæll glasi með félaga sínum Friðriki Ólafssyni, sem hefur tekið skáksóttina á ný. Ekki er ólíklegt að honum verði gert fært að aðstoða Jóhann að sama skapi næst. þj Einvígi Jóhanns við Karpov: Allir vilja styðja Jóhann Fjöldi fyrirtækja höfðu samband við Skáksamband Islands í morgun og báðu um að sér yrði sendir gíróseðlar svo hægt væri að greiða inn á reikning Skáksambandsins til að styrkja Jóhann Hjartarson í ein- víginu við Anatoly ÍCarpov sem að öllum líkindum fer fram á Puerto Rico í júlímánuði. Var greinilegt að starfsfólk á vinnustöðum hefur heit- ið á Jóhann í einvíginu við Kortsnoj,þar sem hann sigraði svo glæsilega. Ríkið og Reykjavíkurborg hyggj- ast einnig veita Skáksambandi ls- lands fjárstuðning til að mæta kostn- aði sem óhjákvæmilega mun fylgja einvígi Jóhanns og Karpovs. Þá mun Tíminn innan tíðar afhenda Skák- sambandi íslands þá fjármuni sem fyrirtæki og einstaklingar hétu á Jóhann í söfnunarátaki sem Tíminn stóð fyrir í kjölfar fréttar sinnar um að nýtt einvígi Jóhanns gæti stefnt fjárhag Skáksambandsins í hættu ef ekki fengist aukið fjármagn til starf- semi sambandsins. Það var Birgir ísleifur Gunnarsson sem kynnti áform ríkisstjórnarinnar um fjárstuðning, þegar hann tók á móti Jóhanni og fylgdarliði hans á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun. Davíð Oddsson borgarstjóri til- kynnti stuðning borgarinnar í sam- tali við fjölmiðla í gærmorgun. Eins og áður segir mun Jóhann mæta hinum feiknasterka Anatoly Karpov, sem var aðeins hársbreidd frá því að endurheimta heimsmeist- aratitilinn í skák nú í haust, þegar hann náði jöfnu í einvíginu um heimsmeistaratitilinn við heims- meistarann Garrí Kasparov. Önnur einvígi verða á milli Eng- lendinganna Short og Speelman, Ungverjans Portisch og Hollend- ingsins Timmans, Sovétmannsins Jusupov og Kanadamannsins Sprag- gets. -HM Til hamingju, Jóhann! Fréttastofa APN í Reykjavík náði sambandi við Anatólí Karpov í dag og bað heimsmeistarinn fyrr- verandi fyrir innilegar hamingju- óskir til Jóhanns Hjartarsonar - í tilefni af hinum stórkostlega sigri í St. John og svo í tilefni af 25 ára afmælinu. Karpov óskaði Jóhanni áframhaldandi sigra í skákíþrótt- inni og velfarnaðar í einkalífi. Hann lagði áherslu á að það væri sér gleðiefni að mæta hinum unga íslenska skákmeistara á hinum friðsama „orrustuvelli“-skákborð- inu, en hér væri á ferðinni fulltrúi lands, sem hefði skipulagt hinn sögulega leiðtogafund haustið 1986, en þann fund kallaði Míkhaíl Gorbatsjov „undanfara kjarnorku- vopnalauss heims". Heimsmeistarinn fyrrverandi bað einnig fyrir bestu kveðjur og heillaóskir til íslensku þjóðarinnar, en hún væri kunn öllum sem hefði áhuga á skákfþróttinni. Reykjavík, 8. febrúar, 1988.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.