Tíminn - 09.02.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.02.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 9. febrúar 1988 Kaupmenn vildu söluskatt af búðarkössum niðurfelldan: Innsiglaðir kassar í verslanir 1. maí Fjármálaráðherra mun gefa út reglugerð, þar sem söluskattsskyldum aðilum er gert skylt, frá og með 1. maí nk., að hafa sérstaka innsiglaða búðarkassa á afgreiðslustað. Þessu lýsti ráðherra yfír í umræðum um efnahagsmál á Alþingi á fímmtudag. Þar með er komið í höfn mikið baráttumál Ólafs Þ. Þórðarsonar (F.Vf), en hann hefur lengi krafíst virkara eftirlits með söluskattsskilum verslana og Qármagnsstreymi innan þeirra og talið þessa tegund búðarkassa eina áhrifaríkustu leiðina til að hindra söluskattssvik. Kassar þessir verða skrásettir og eiga að tryggja innheimtumönnum ríkissjóðs aðgang að innsigluðum strimlum í búðarkössunum, þar sem hægt er að athuga hvort innkoma er í samræmi við skattskil. Magnús Finnsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna, sagði að kaupmönnum þætti reglu- gerð fjármálaráðherra eðlileg, eftir að komið var til móts við þá með færri undanþágum og einni flatri söluskattsprósentu á alla vöru, en þeir væru undrandi á að ráðuneytið hefði ekki orðið við beiðni samtak- anna um, að fella niður söluskatt af þeim búðarkössum, sem nú er skylt að nota. Þar að auki gat Magnús þess að söluskattsprósent- an væri hærri, en Kaupmannasam- tökin töldu að nægði eftir breyting- una. „Við hefðum talið eðlilegt, þar sem svona stór hluti af heildartekj- um ríkisins er innheimtur af smá- söluversluninni, að hún a.m.k. fengi þá umbun að söluskattur og aðflutningsgjöld af þessum kössum yrðu felld niður. Það þættu ekki mikil innheimtulaun fyrir alla þessu fúlgu, sem færð er ríkinu, en við þessu var ekki orðið.“ Lárus Ögmundsson, deildar- stjóri tekjudeildar fjármálaráðu- neytis, sagði að ekki væri nauðsyn- legt að skipta öllum búðarkössum út. Peir kassar sem flestar stærri og miðlungsverslanir hefðu keypt á undanförnum árum uppfylltu skil- yrði sem reglugerðin setti. Hugsan- lega má einnig breyta eldri búðar- kössum, svo þeir henti nýju fyrir- komulagi. Um niðurfellingu á söluskatti á búðarkössum, sagði Lárus, að þess bæri að geta að tollar á kössunum hefðu lækkað verulega um áramótin. „Eigum við þá ekki að fella niður söluskatt af bókhaldsvélum og tölvum, ef kaupmenn nota þær við skráningu, sem myndar síðan upplýsingastofn til að leggja skatt á? Hvar eigum við að draga mörkin? Allir kassar sem voru til í landinu voru hátoll- aðir og með söluskatti. Þá má langflesta nota áfram, eftir að reglugerðin verður sett. Ber að endurgreiða skattinn af þeim? Búðarkassar hafa augljóst hags- munalegt gildi fyrir verslunarmenn til innra eftirlits, en eru ekki aðeins til skattaeftirlits. Þetta hygg ég að sé ástæðan fyrir því að söluskattur var ekki felldur niður.“ ÞJ/þÆÓ Bandarískur fræöimaöur heldur fyrirlestur í Odda í dag: Utanríkis- málastefna Reagans- stjórnar í dag, þriðjudaginn 8. febrúar mun dr. Robert Harkavy, prófessor í stjórnmálafræðum við fylkisháskól- ann í Pennsylvaníu í Bandaríkjun- um halda fyrirlestur í boði Félagsvís- indadeildar Háskóla íslands. Efni fyrirlestrarins er utanríkis- málastefna Reagansstjórnarinnar. Prófessor Harkavy hefur stundað rannsóknir á sviði bandarískra utan- ríkismála, afvopnunarmála og vopnasölu og hefur hann skrifað fjölda greina og bóka um þessi svið alþjóðamála. Fyrirlesturinn, sem fluttur verður á ensku, er öllum opinn og verður hann í stofu 101 í Odda kl: 17:00 í dag. SLÓÍ GEGN Hér er á ferðinni BMW M3 sem sópað hefur að sér hverjum verð- launum af öðrum í aksturskeppnum síðasta árs í Evrópu og víðar. Binda þeir BMW- menn enda mikla vonir! við gripinn og hyggjast ná góðum árangri þetta árið líka. í hinum ýmsu keppnum náði Roberto Ravaglia: t.d. fernum fyrstu verðlaunum, sjö öðrum verðlaunum og sex þriðju verðlaunum. Þessi góði árangur gerði honum kleift að verða einn í fyrsta sæti í World Touring Car Championship á M3 í fyrra. Auk þess góða árangurs náðu bílstjórar á BMW M3 að öðru leyti fyrstu til þriðju verðlaunum í fjölda ; aksturskeppna. Hefur M3 reyndar | slegið svo í gegn að engin önnur útgáfa af BMW hefur nokkurn tíma náða jafn góðum árangri, á jafn skömmum tíma og af jafn miklu öryggi. Það þarf því ekki að koma mjög á óvart að BMW hefur ákveðið að tefla honum fram í nokkrum keppnum í Evrópu og víðar á þessu ári. KB BMW M3 er ættaður af 300 línunni og er hann afsprengi frekari þróunar á keppnisbfl upp úr BMW 325i, sem er það sem kallast mætti rallútgáfan af léttum BMW. Atvinnumiölun Norðurlanda: N0RDJ0BB ’88 HEFUR STÖRF Farsóttalisti Reykjavíkurumdæmis í desember: Mislingalaus jólamánuður Nordjobb 1988 hefur nú hafið störf, og er þetta þriðja árið sem þessi sumaratvinnumiðlun er starfrækt. Nordjobb er ætlað fyrir sumar- störf á Norðurlöndum fyrir fólk á aldrinum 18-26 ára og eru störfin sem boðið er upp á í öllum löndun- um, svo og í sjálfstjórnarsvæðunum, éins og Grændlandi og Færeyjum. Boðið er upp á allar tegundir starfa, t.d. á sviði þjónustu, iðnaðar, land- búnaðar og verslunar. Laun eru hin sömu og borgað er fyrir starfið hér á landi og er starfstíminn frá einum upp í þrjá mánuði. A íslandi er það Norræna félagið sem sér um atvinnumiðlunina og sér það um að taka við umsóknum og veita upplýsingar fyrir fslendinga og sjá um að útvega norrænum ung- mennum atvinnu. Nánari upplýsing- ar fást í síma 10165. -SÓL Leiðtogafundur NATO í næsta mánuði: Ráðherrar til Brussel Dagana 2. og3. mars næstkom- andi verður haldinn leiðtoga- fundur ríkja Atlantshafsbanda- lagsins í höfuðstöðvum banda- Iagsins í Brussel. Fundinn sækja af íslands hálfu, þeir Þorsteinn Pálsson, forsætis- ráðherra og Steingrímur Her- mannsson, utanríkisráðherra, og fylgja þeim aðstoðarmenn. -SÓL Samkvæmt farsóttarskýrslum sjö lækna og Læknavaktarinnar sf., fengu 877 einstaklingar kvef og aðrar veirusýkingar í efri loftvegum í des- ember sl. Sjötíu og sjö einstaklingar fengu iðrakvef, sem er veirusýking í þörmum, og 55 fengu lungnabólgu. Þá fengu 12 inflúensu, aðrir 12 skarlatssótt, einn fékk kíghósta, 16 hlaupabólu og fjórir hettusótt. Þrír fengu maurakláða, sjö flatlús, níu lekanda og 37 smitnæma þvagrásar- bólgu, betur þekkta sem clamydiu. Góðu fréttimar vom þær, að eng- inn fékk einkirningasótt, rauða hunda, matareitrun eða sárasótt. Þá var jólamánuðurinn algerlega laus við mislinga. Samtals er því um að ræða 1.110 veikindatilfelli í desember. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.