Tíminn - 09.02.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.02.1988, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 9. febrúar 1988 FRÉTTAYFIRLIT DES MOINES, lowa Kjósendur Demókrataflokks- ins og Repúblikanaflokksins í lowafylki í Bandaríkjunum greiddu atkvæði i nótt að ís- lenskum tíma um það hver þeim þætti vænleaasta for- setaefni flokks síns. I gær þótti nokkuð Ijóst að baráttan meðal demókrata myndi standa á milli þeirra Richard Gephardt, Paul Simon og Michael Dukakis en Robert Dole þótti líklegur til að bera sigurorð af varaforsetan- um George Bush í repúblik- anakjörinu. TEL AVIV - ísraelskir her- menn börðu skóladreng til bana I flóttamannabúðum á Gazasvæðinu og skutu annan Palestínumann til bana í þorpi á Vesturbakkanum. Ekkert lát virtist ætla að verða á ofbeldinu á herteknu svæðunum. SIDON, Líbanon -Tais- maður palestínskra skæruliða sagði að þeir sem rænt hefðu tveimur norrænum starfs- mönnum SÞ hefðu lofað að láta þá lausa. NIKÓSÍA - iranskir herir drápu og særðu um 300 (r- akska hermenn í árás á Meim- aksvæðinu. Það var útvarpið í Teheran sem skýrði frá þessu en fyrr hafði talsmaður írakska hersins sagt að herir iraks hefðu hrundið árás íranskra herja á miðvígstöðvunum. VIN - Kólumbískur formaður ráðstefnu um eiturlyfjasölu, sem haldin er á vegum Sam- einuðu þjóðanna, hvatti til þess að þjóðir heims lýstu yfir stríði gegn eiturlyfjaiðnaðinum sem hann sagoi að ógnaði mannkyninu. HÖFÐABORG - Stjórn Suður-Afríku ætlar að vísa úr landi meira en þúsund blökku- mönnum sem hafa komið frá nágrannalöndunum til að vinna í Suður-Afríku. Willie Van Ni- ekerk heilbrigðismálaráðherra landsins sagði að ástæðan væri sú að þessir menn hefðu mælstbera í séreyðniveiruna. MANILA - Skæruliðar kommúnista skutu til bana embættismann stjórnarinnar og var verknaöurinn framinn á götu í Maniluborg Ofbeldi lék lausum hala á fleiri stöðum á Filippseyjum og létust alls ell- efu manns að auki í árásum skæruliða í hinum ýmsu héruð- um landsins um helgina. KAUPMANNAHÖFN - Danska lögreglan hefur mætt niðurskurði með því að búa til gervilögregluþjóna úr pappa og koma þeim fyrir við stræti og torg. Að sögn lögreglunnar hafa ökumenn dregíð verulega ' úr hraða þar sem pappírslögg-, urnar standa á vakt. Tíminn 13 lllllllll ÚTLÖND - ^ Sovéskir hermenn í Afganistan. Heimförin gaeti verið skammt undan. Sovéskur her í Afganistan: Brottför með vorinu? Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi tilkynnti í gær að sovéskir herir í Afganistan myndu fara að halda heim á leið þann 15. maí ef sam- komulag næst í friðarviðræðunum í Genf tveimur mánuðum fyrir þann tíma. Sovétleiðtoginn sagði í yfirlýs- ingu sinni, sem Tass fréttastofan birti, að sovéskir herir yrðu að fullu á brott frá Afganistan á tíu mánuð- um. Gorbatsjov sagði að brottförin gæti hafist fyrr næðu stjórnir Pakist- an og Afganistan samkomulagi fyrir „Jú, þeir ætluðu að ráðast á Nicar- agua,“ sagði Manuel Noriega yfir- hershöfðingi í Panama og í raun æðsti valdamaður landsins í samtali við bandarísku CBS sjónvarpsstöð- ina um helgina. Ásakanir Noriega fylgdu í kjölfar niðurstöðu dómstóls í Bandaríkjunum í síðustu viku þar sem hershöfðinginn er sakaður um að hafa breytt ríki sínu í miðstöð eiturlyfjaviðskipta og hjálpað kól- umbískum . eiturlyfjasölum að smygla vöru sinni inn til Bandaríkj- anna. í gær birtu svo blöð í Panama fréttir um að æðstu sendimenn lands- ins í Bandaríkjunum hefðu verið kallaðir heim til áríðandi funda. Einnig var sagt frá því að yfirstjórn hersins hefði skipað öllum Panama- búum er nema við bandaríska her- skóla að snúa heim. 15. mars í viðræðunum sem Samein- uðu þjóðirnar standa fyrir í Genf í Sviss. Sovétmenn réðust inn í Afganist- an í desember árið 1979 ogvestrænir sérfræðingar telja að þar séu nú um 115 þúsund sovéskir hermenn. Gor- batsjov gaf í skyn í yfirlýsingu sinni að meirihluti sovéska liðsaflans gæti haldið á brott strax á fyrstu mánuð- um heimfararáætlunarinnar Najibullah forseti Afganistan hef- ur boðið andstæðingum sínum, þar á meðal skæruliðum múslima, sæti í Noriega hefur stjórnað Panama síðan árið 1983 og í viðtalinu við CBS sjónvarpsstöðina var hann víg- reifur mjög og sakaði Bandaríkja- stjórn um að standa fyrir ófrægingar- herferð gegn sér vegna stefnu sinnar gagnvart Nicaragua og Panama- skurðinum. Noriega sagði að John Poindexter fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi hefði farið þess á leit við hann árið 1985 að Panamaher aðstoðaði Banda- ríkjastjórn við að gera innrás í Nicaragua. „Þeir ætluðu að gera innrás í Nicaragua og eina ástæðan fyrir því að það var ekki gert var sú að Panama stóð í veginum fyrir því,“ sagði hershöfðinginn. Annar fulltrúi hersins frá Panama sem CBS sjónvarpsstöðin talaði við sagði að Poindexter hefði viljað að Panamaher gerði innrás fyrst og samsteypustjórn er færi með völd í landinu til að byrja mcð. Skæruliðar múslima hafa barist gegn stjórninni í Kabúl og sovéska innrásarliðinu síðustu níu ár og hafa sagt að þeir muni ekki setjast að sama borði og núverandi stjórnarflokkur. Gorbatsjov hrósaði Najibullah fyrir „dugnað og kjark" að bjóða andstæðingum sínum sæti í stjórn landsins en sagði það vera innanrík- ismál og Sovétmenn myndu ekki tengja það brottför hers síns. Hann tók hinsvegar fram að brottför Sov- síðan myndu bandarískir herir styðja við bakið á Noriega og hans mönnum. Noriega sakaði Bandaríkjastjórn einnig um að vilja koma sér frá til að geta átt meiri möguleika á að fella úr gildi sáttmálann um Panamaskurð- inn sem undirritaður var árið 1977. Samkvæmt þeim sáttmála verða Bandaríkjamenn að afhenda Pan- amastjórn full yfirráð yfir skurðinum árið 2000. Herforinginn neitaði alfarið að hafa hagnast á eiturlyfjasendingum frá Panama og Kólumbíu til Banda- ríkjanna. Dómstóllinn í Miami fann hinsvegar Noriega sekan um að hafa breytt her sínum í eitt allsherjar fyrirtæki er þrifist á eiturlyfjasmygli til Bandaríkjanna. hb étmanna yrði tengd því að utanað- komandi aðilar myndu ekki hafa afskipti af innanlandsmálum Afg- ana. Sovétleiðtoginn lét að því liggja að færu sovéskir herir á brott frá Afganistan gætt það flýtt fyrir lausn svæðisbundinna átaka víðar í heim- inum og nefndi hann Persaflóastríð- ið, Mið-Austurlönd, sunnarverða Afríku, Kampútseu og Mið-Amer- íku í þessu sambandi. hb Kína: Veðmálasjúkir kommúnistar Lögreglan í Kína hefur reynt að stöðva ólöglega veðmálastarf- semi en á brattann er að sækja í þeim efnum þar sem margir Kín- verjar eru orðnir veðmálasjúkir. Þar eru ekki undanskildir emb- ættismenn kommúnistaflokksins. Þetta kom fram í frétt dagblaðs f landinu í gær. Kínverska dagblaðið sagði að lögreglan hefði tekið að meðaltali 1.700 manns á hverjum degi á síðasta ári fyrir að taka þátt í ólöglegum veðmálum. Fólkið veðjaði á spil, spilateninga og reyndar á allt milli himins og jarðar t.d. var vinsælt að veðja um hver væri síðasta tala á núm- eraspjaldi næstu bifreiðar sem ætti leið hjá. Aðgerðir lögreglu hafa þó ekki borið þann árangur sem skyldi. Kínverjar hafa nefnilega tekið upp á því að fara meira í felur með þessa ástríðu sína og dag- blaðið sagði að nú veðjuðu menn inn á heimilum, meira að segja inn á heimilum meðlima kom- múnistaflokksins. „Upphæðirnar verða hærri og hærri..,“ sagði í blaðinu sem sagði ekki óalgengt að menn veðjuðu meira en tíu þúsund yuan eða upphæð sem samsvarar rúmum hundrað þúsund íslensk- um krónum. Allt fjárhættuspil, fyrir utan lottó sem ríkið ræður yfir, hefur verið bannað með lögum í Kína síðan árið 1949 er kommúnistar tóku völd. • 1,1, Stirð sambúð Bandaríkjastjórnar og yfirvalda í Panama: Noriega segist hafa neitað Reagan um að ráðast á Nicaragua

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.