Tíminn - 27.02.1988, Síða 2

Tíminn - 27.02.1988, Síða 2
2 Tíminn Laugardagur 27. febrúar 1988 Kræklingaeldi Napa hf. í Hvalfirði: „Ég var búinn að ganga með þessa hugmynd í maganum í nokk- ur ár, svo hitti ég kunningja minn í fermingarveislu fyrir nokkrum árum, en hann hafði líka velt þessu fyrir sér og þannig hófst þetta,“ sagði Hákon Óskarsson, líf- fræðingur, en hann hefur, ásamt fjórum öðrum einstaklingum, stundað kræklingaeldi við Hvíta- nes í Hvalfirði í tvö og hálft ár. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt er reynt hér á landi, en nokkrir hafa tínt villta kræklinga úr fjöru, en ræktaðir eru mun bragðbetri en þeir villtu. Þá er mun meira kjöt í þeim ræktuðu. Þeir voru fimm sem stofnuðu með sér fyrirtæki um eldið, tveir líffræðingar, múrari, teiknari og markaðsfræðingur, og skýrðu það Napa hf., sem er gott og gilt íslenskt orð og þýðir efsti tindur á fjalli. Hákon fór til Færeyja sumarið 1985, að því að þangað var styst og ódýrast að fara, og ræddi við kræklingabændur og safnaði hug- myndum. Hann komst hins vegar að því að aðferðir Færeyinga henta ekki að öllu leyti hér á landi. „Við byrjuðum þá um sumarið. Okkur þótti sniðugt að fara út í þetta, því þetta er ákaflega einfalt hugmyndafræðilega, en er ekki alveg svona einfalt í veruleikanum. Þetta er dýrt, Norðmenn mæla t.d. með því að það sé skipt um reipi árlega, og við erum að tala um 20 kílómetra á hverju ári, markaðs- verð lágt og veður og vindar geta sett stór strik í reikninginn. Hins vegar er kræklingurinn harðger og þolir kuldann vel, en ísinn getur skemmt fyrir okkur ef hann sökkvir stöðvunum. Sökkvi þær nást þær að líkindum aldrei upp aftur. Það voru nokkrir sem hlógu að okkur þegar við vorum að byrja og sögðu að við myndum aldrei ná góðum vaxtahraða, en staðreyndin er hins vegar sú að hann er mun meiri en menn héldu. Við erum mjög ánægðir með útkomuna, þó að vaxtahraðinn sé ekki sambæri- legur við það sem gerist í eldinu við Miðjarðarhaf, enda er kræklingur- inn aðeins eitt ár að ná kjörstærð þar, meðan það tekur tvö ár hjá okkur,“ sagði Hákon. Meðalstærð kræklinganna eftir tvö ár, er um fimm og hálfur sentimetri og er í raun hágæðavara, því kjötinnihald íslensku krækling- anna er yfir 30%, en viðmiðun á hágæðakræklingi er 25% kjötinni- hald. Það er mjög auðvelt að matreiða krækling, og hann er „gourmet". Uppskriftin er þessi: Settu smjör á pönnu og pínulítið af hvítlauk. Settu síðan krækling- inn í skelinni á pönnuna og lok á. Eftir 3 - 4 mínútur opnar krækl- ingurinn skelina, þá hellirðu hvít- víni yfir og máltíðin er tilbúin. „Þeir vita náttúrlega ekki hver leigan er, þannig að við leigjum þeim á fölskum forsendum," sagði Hákon Óskarsson líflræðingur. Hákon er hér með kræklingaskeljar af yfirstærð úr Hvalfirðinum. Þessar skeljar eru um 10 sentimetrar, en meðalstærð kræklingsins er um 5,5 sentimetrar. Tímamyndir: Gunnar Hugmyndin við eldið er ekki síður einföld en matargerðin. Nokkrir belgir eru settur á sjóinn, neðan úr þeim eru reipi, hálfum metra fyrir neðan sjávarmál er annað reipi sem heldur hinum reipunum stöðugum, og þar fyrir neðan eru 8-10 metra löng reipi, eða lirfusafnarar. Kræklingalirf- urnar setjast á reipið, þegar þær eru ekki stærri en þessi punktur ., og festa rætur, þar til Hákon og félagar uppskera. „Við erum bara að bjarga þeim um húsnæði og svo hirðum við leiguna eftir ca. tvö ár. Þeir vita náttúrlega ekki hver leigan er, þannig að við leigjum þeim á fölskum forsendum,“ sagði Hákon. Þeir félagar settu út í fyrra 100 tonna stöð og hyggjast bæta og stækka við sig. Þeir hafa verið að rannsaka bestu aðferðir og fleira frá upphafi og meðal annars prófað sig áfram með 10 gerðir af reipum og telja sig nú loks hafa komið niður á réttu tegundina. „Þctta hefur gengið ágætlega hingað til. Við höfum náttúrlega misst eitthvað, t.d. í ísnum nýver- ið, og svo eru náttúrulegir óvinir kræklingsins, æðafuglar og kross- fiskar alltaf á ferli. Norðmenn og Svíar hafa lent í miklum vanda með þessa gesti, en við gerum ráð Klippið hér A ■ A □ ER ÁSKRIFANDI liniinn rn BEIÐNI UM MILLIFÆRSLU ImmmJ ÁSKRIFTARGJALDS • - ,, |—1|—1|—1|—1|—1|—1|—1|—1|—1|—1|—1|—1|—1|—1|—1|—| Undirritaður óskar þess að áskriftarajald Kortnr.: |_||_||_||_||_||_||_||_||_||_||_||_||_||_||_||_J Tímans verði mánaðarlega skuldfært á VISA-greiðslukort mitt Gildir út: □□□□□ Nafnnr.: □□□□-□□□□ UNDIRSKRIFT. ÁSKRIFANDI:.................................. HEIMILI:..................................... PÓSTNR. - STAÐUR:........ SÍML .............. SENDIST AFGREIÐSLU BLAÐSINS SÍÐUMULA 15, 108 REYKJAVÍK fyrir að þurfa aðallega að hafa áhyggjur að veðri og vindum," sagði Hákon. Kræklingaeldi hefur verið stund- að í Evrópu í hundruð ára og eru þar Frakkar fremstir í flokki. Auk þeirra stunda Kóreumenn, Thail- endingar, Danir, Norðmenn, Svíar, Færeyingar, Spánverjar og ítalir eldið. Heimsframleiðslan er mikil, t.d. var hún rúm 500.000 tonn árið 1978, en er nú komin yfir milljón tonn. Auk þess er markað- sverð mjög lágt. „Lausnin er því sú að rækta mikið fyrir lítinn pening. Kræk- lingurinn má ekki vera dýr í fram- leiðslu, því heimsmarkaðsverðið býður ekki upp á það, heldur vera ódýrt lostæti. Eg er viss um að það er hægt að framlciða nóg og græða á þessu. Við höfum enga löngun til að verða frægirog ríkir. Við viljum bara framleiða þannig að það verði arðbært. Kræklingaeldi kostar minna en t.d. silunga- eða laxeldi, en það gefur líka minna af sér. Líklega er þetta hlutfallslega jafn dýrt. Við höfum alið einhvern slatta og sett á markað hér, en ef þetta á að borga sig, verðum við að stækka við okkur, setja upp 500 tonna stöð og flytja út. Þá er um að ræða að flytja hann út frystan, eða þá að flytja hann út í sjótönk- um ferskan. Við erum að leita fyrir okkur úti, en það eru ekki komnar neinar niðurstöður úr þvf. En ef við getum haldið áfram að fram- leiða gæðakrækling. eins og við erum með núna, þá stöndum við vel að vígi með útflutninginn. Vendipunkturinn verður í sumar, en þá þurfum við að taka ákvörðun um hvað við ætlum okkur að gera,“ sagði Hákon. Kræklingaeldið hefur verið unnið í samráði við Hafrannsóknarstofnun og þá nýtur félagið einnig styrks frá Rannsóknarráði ríkisins annað árið í röð. „Við höfum verið með grunn- rannsóknir, fórum rólega af stað, enda allir f fullri vinnu og þetta er bara gagnlegt hobbý í mínum aug- um. Rannsóknunum er nú lokið og • útkoman er jákvæð og lofar góðu. Við erum mjög þakklátir fyrir styrkinn og starfsmenn Hafrann- sóknarstofnunar hafa verið liðlegir og hjálpsamir. Um okkar vonir er best að segja minnst, þá verða vonbrigðin minni. Við vonum bara að það líði ekki á löngu áður en íslendingar geta farið að gæða sér á íslenskum gæða kræklingi," sagði Hákon. -SÓL

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.