Tíminn - 27.02.1988, Side 3
Laugardagur 27. febrúar 1988
Tíminn 3
Steingrímur Hermannsson, utanríkisráöherra:
Landsvirkjun
ríki í ríkinu
Steingrími Hermannssyni utan-
ríkisráðherra finnst Landsvirkjun
vera eins og ríki í ríkinu og er mjög
ósáttur við raforkuverð frá fyrirtæk-
inu, en samkvæmt lögum er Lands-
virkjun óháð stofnun sem ákveður
sjálf raforkuverð án þess að spyrja
kóng eða prest.
„Mér hefur fundist Landsvirkjun
leika lausum hala og vera nánast
eins og ríki í ríkinu. Pó ég sé mjög
hlynntur því að staða fyrirtækisins
verði traust og skuldir greiddar, þá
verður að gera það í takt við annað
sem er að gerast í okkar landi.
Raforkuverð hefur gífurleg áhrif á
verðlag í landinu og afkomu útflutn-
ingsatvinnuveganna." Þetta var svar
Steingríms Hermannssonar er Tím-
inn innti hann nánar eftir ummælum
hans á fundi í Kópavogi í gær, en þar
sagði hann að verðhækkanir Lands-
virkjunar á síðasta ári ættu þátt í
slæmri stöðu undirstöðuatvinnuvega
þjóðarinnar.
„Þegar það er orðið svo að það er
langtum ódýrara að framleiða raf-
orku með olíu heldur en að kaupa
hana frá Landsvirkjun eða þeim
fyrirtækjum sem kaupa frá Lands-
virkjun. þá sýnist mér full ástæða að
Landsvirkjun herði aðeins mittisól-
ina og stuðli að því að hlutirnir hér
verði í jafnvægi.
Ég er búinn að taka þetta upp hvað
eftir annað í ríkisstjórninni og hafi
iðnaðarráðherra tekið það upp við
Landsvirkjun hefur það ekki borið
árangur til þessa,“ sagði Steingrímur
einnig.
Sem dæmi um þann verðmun sem
er á raforkuverði Landsvirkjunar og
kostnaði við að framleiða rafmagn
með olíu má nefna að í kuldakastinu
í janúar framleiddi Rafmagnsveita
ríkisins rafmagn með dísilvélum sín-
um til að anna aukinni rafmagnsþörf
vegna húshitunar. Kostnaðurinn við
það var um 5,8 milljónir. Á sama
tíma var nægt rafmagn aflögu hjá
Landsvirkjun. Ef Rafmagnsveitan
hefði keypt það sama magn raf-,
magns og framleitt var með olíu
hefði það kostað 36,6 milljónir
króna. Þetta kom fram hjá iðnaðar-
ráðherra á Alþingi á fimmtudag.
Reyndar upplýsti iðnaðarráðherra
við það tækifæri að munnlegt sam-
komulag hefði nú náðst milli Raf-
magnsveitunnar og Landsvirkjunar
um að Rafmagnsveitan greiði ekki
hærra verð fyrir rafmagn frá Lands-
virkjun í kuldaköstum, en sem svar-
ar kostnaði við að framleiða það
með olíu.
-HM
Tíujafnir
ogefstir
Það fjölgaði í hópi efstu manna
á Reykjavíkurskákmótinu eftir 3.
umferðina sem tefld var á fimmtu-
dagskvöld. Nú eru tíu skákmenn
efstir og jafnir með 2 1/2 vinning,
þar af þrír fslendingar, þeir Karl
Þorsteins, Helgi Ólafsson og Jón
L. Árnason. Ásamt þeim verma
þau Zsuzsa Polgar, Gurevich, Pol-
ugaevski, Brown, Höi, Kotronias
og Akeson hinn tíu sæta fremsta
bekk.
Karl Þorsteins mátti þakka fyrir
yfirsjón Polugaévski í skák þeirra
sem endaði með jafntefli eftir þrá-
leik Polu. Polu hafði unnið tafl, en
sá ekki vinningsleiðina, enda í
gífurlegu tímahraki.
í gær fengu skákmennimir frí á
Reykjavíkurmótinu og voru þá
aðeins tefldar biðskákir. 4. umferð
verður tefld í dag og hefst hún
klukkan 13.00. Má búast hörku-
skákum.
Úrslit 3. umferðar urðu sem hér
segir:
PolugaevskiiKarl Þorsteins l/2:l/2
Akeson : Brown 1/2:1/2
Kotronias : Höi 1/2:1/2
Tisdal : Gurevich 0:1
Hannes Hlífar : Margeir 1/2:1/2
Adjoran . Gausel 1/2:1/2
Jón G. : Jón L. 0:1
Helgi : Sörensen 1:0
Dizdar : Lautier 1:0
Sigurður: Zsuzsa Polgar 0:1
Dolmatov : Bragi 1:0
Stefán : Schoen 0:1
Barle : Áskell Örn 0:1
Lárus : Þrösfur Þ. 0:1
Snorri : Zsofia Polgar 0:1
Arnar : Ásgeir 1:0
Dan : Bjami 1/2:1/2
Östensted : Tómas H. 1:0
Magnús : Christiansen 0:1
Sævar : Tómas B. 1:0
Þráinn : Judit Polgar 1/2:1/2
Þorsteinn : Halldór 0:1
Guðmundur : Bogi 1:0
Þröstur Á. : Benedikt 0:1
Árni : Róbert 0:1
Jóhannes : Ögmundur 1:0
Luitjen : Davíð 0:1
Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra og Sigurður Helgason,
deildarstjórí grunnskóladeildar menntamálaráðuneytisins, kynntu starfsemi
skólabúða fyrír blaðamönnum í vikunni. Tímamynd: Gunnar
Fjárhagsstjóri Stöðvar 2 segir skýringuna einfalda:
Auglýsingatekjur
lægri þetta tímabil
„Þetta á sér einfalda skýringu, en
enginn þingmanna hefur leitað upp-
lýsinga hjá okkur um auglýsingatekj-
ur Stöðvar 2. Þá hefði ekki komið til
þessarar tortryggni á þingi,“ sagði
Ólafur H. Jónsson, fjárhagsstjóri
Stöðvar 2 í gær. „Á því tímabili sem
miðað er við voru tekjur okkar lægri
en tekjur Ríkissjónvarps."
í gær birtust þær þingfréttir, eftir
svör við fyrirspurn Ólafs Þ. Þórðar-
sonar, að greiðslur Stöðvar 2 í
Menningarsjóð útvarpsstöðva væru
talsvert lægri en Ríkissjónvarps. Út-
varpsstöðvum er skylt að greiða
9,9% auglýsingatekna í Menningar-
sjóð. Svör menntamálaráðherra
byggðu á gögnum frá sjóðnum og
var miðað við fyrstu átta mánuði
ársins 1987. Stöð 2 greiddi rúmar 4,3
milljónir króna, en Ríkissjónvarpið
um 12,5 milljónir. Vegna yfirlýsinga
Jóns Óttars Ragnarsson, forstjóra
Stöðvar 2, um mikla hlutdeild stöðv-
arinnar í auglýsingamarkaðnum var
talið að ástæða væri til þess, að fara
í saumana á bókhaldi Stöðvar 2.
„Auglýsingatekjur Stöðvar 2 eru
110 milljónir króna allt árið 1987,“
sagði Ólafur H. Jónsson. „Af þeim
greiðum við 20% söluskatt og til
Menningarsjóðs af eftirstöðvunum,
sem eru um 88 milljónir króna. Mér
sýnist okkur beri að greiða sjóðnum
kr. 8.052.000 alls fyrir 1987.“
Ólafur lagði áherslu á að aðeins
væri miðað við tekjur sjónvarps-
stöðvanna fyrstu átta mánuði ársins,
en þá kæmu inn um 35% heildar-
tekna fyrir auglýsingar. Aðalauglýs-
ingatímabilið væri hins vegar þá
fjóra mánuði, sem ekki væru reikn-
aðir með. Ólafur sagði að verðskrá
Stöðvar 2 væri talsvert lægri cn
verðskrá RÚV og margir aðilar
hefðu komist að hagstæðum auglýs-
ingasamningi við þá. Ólafur taldi
þó, að árið 1987 hefði Stöð 2 stöðugt
nálgast RÚV í auglýsingatekjum og
að því marki hefði verið náð í
janúarmánuði 1988. „En við höfum
verið með stærri hlutann af auglýs-
ingamarkaðnum, samt sem áður,“
sagði Ólafur. Hann sagði, að auglýs-
ingatekjur væru um 15 til 20% af
heildartekjum stöðvarinnar. „Stöð 2
er áskriftarsjónvarp og byggist á
því,“ sagði hann.
Enginn þingmanna hafði samband
við Stöð 2 til að fá frekari upplýsing-
ar um þetta mál í gær. þj
Skólabúðir hefjast í haust:
Nemendur kynnist
öðruvísi umhverfi
Næstkomandi haust munu skóla-
búðir, þær fyrstu sinnar tegundar
hér á landi, hefja starfsemi sína í
Reykjaskóla í Hrútafirði. Markmið
skólabúða er að gefa nemendum
kost á að kynnast öðru umhverfi en
þau hafa alist upp í, náttúru þess,
sögu, atvinnuháttum, lífsháttum og
auk þess hafa slíkar búðir mikið
félagslegt gildi.
Frá þessu var skýrt á fundi í
vikunni, en sérstök skólabúðar-
nefnd, sem Sigurður Helgason,
deildarstjóri, var formaður fyrir,
lagði fram tillögur þessa efnis á
síðasta ári. Birgir ísleifur Gunnars-
son, menntamálaráðherra, tók þá
ákvörðun að þær skyldu hefja starf-
semi sína í haust.
Sem dæmi um verkefni í búðun-
um, má nefna könnun á lífríki
fjörunnar, gönguferðir, náttúru-
skoðun, ratleiki, róður, þar sem
kynntar verða öryggisreglur á sjó,
saga, að bjarga sér í slæmum
veðrum, íþróttir, skyndihjálp,
stjörnuskoðun, líf í heimavist og
heimilisfræði.
Skólabúðir eru ætlaðar fyrir
grunnskólanemendur á aldrinum 11
-15 ára og munu þær starfa frá 1.
september til 30. nóvember og 15.
febrúar til 31. maí.
-SÓL