Tíminn - 27.02.1988, Qupperneq 6
6 Tíminn
Laugardagur 27. febrúar 1988
TIL SÖLU
VINNUVÉLAR OG FL
JARÐÝTA : Case 1150c 1980 m/ripper.
VEGHEFILL : Caterpillar 121965.
FRÁMOKST. VÉL : BroytX31970.
VÖRUBÍLL : Skania 111 1975.
FLATVAGN : 11 metra, með gámafestingum.
VINNUBÚÐIR : Teleskophús,ca60m2.
FÓLKSBÍLL : MitsubishiGalantTurtxiDiesel
Upplýsingar í simum 97-11611 og 97-12010
Nám í uppeldis-
greinum fyrir verk-
MNNARArmenntakennara á
-Ö^K(^Lframhaidsskó|astigi
Nám í uppeldis- og kennslufræöum til kennsluréttinda
fyrir verkmenntakennara á framhaldsskólastigi hefst
við Kennaraháskóla íslands haustiö 1988. Umsækjend-
ur skulu hafa lokið tilskildu námi í sérgrein sinni.
Námiö fullnægir ákvæöum laga nr. 48/1986 um emb-
ættisgengi kennara og skólastjóra og samsvarar eins
árs námi eöa 30 einingum.
Náminu veröur skipt á tvö ár til að auðvelda þeim sem
starfa við kennslu aö stunda námiö.
Inntaka miöast við 30 nemendur.
Námiö hefst meö námskeiði dagana 26. til 31. ágúst
1988 aö báðum dögum meðtöldum og lýkur í jún í 1990.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Kennara-
háskólans viö Stakkahlíð.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl 1988.
Rektor
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða starfsfólk til
bréfberastarfa
Um er að ræða heilsdags- eða hálfsdagsstörf fyrir
eða eftir hádegi.
Laun eftir starfsaldri fyrir fullt starf frá kr. 33.736,00
til kr. 43.916,00.
Upplýsingar á skrifstofu Póststofunnar Ármúla 25
Reykjavík í síma 687010.
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ÁRMÚLA 3 108 REYKJAVlK SlMI (91)681411
Skrifstofustarf
Óskum eftir skrifstofumanni til starfa á aðalskrif-
stofu félagsins nú þegar. Starfið er fólgið í alhliða
skrifstofustörfum hjá tryggingarfélagi.
Allarfrekari upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá
Starfsmannahaldi Ármúla 3, sími 681411.
Samvinnutryggingar g.t.
Um 500 hringingar í barna- og unglingasímann á einu ári:
Erfitt að vera
10-15 ára „kona“
Standa stúlkur fyrr og fremur frammi
fyrir vandamálum fulloröinsáranna en
bræður þeirra? Eða reyna stúlkumar
kannski fyrr og/eða fremur að takast á
við vandamálin? Þessar spurningar
vakna þegar skoðuð eru vandamál
þeirra 500 bama og unglinga sem leitað
hafa ráða í barna- og unglingasímanum
á undanförnu ári. Athygli vert er m.a.
að á aldrinum 14-15 ára eru stúlkurnar
sem hringja um fimmfalt fleiri og um
tvöfalt fleiri á aldrinum 10-13 ára.
Sömuleiðis er athygli vert að nær
fimmta hver stúka leitaði ráða vegna
vandamála sem tengjst kynlífi, en þau
virðast aftur á móti ekki íþyngja strák-
unum.
Eru margar stúlkur sviptar
áhyggjuleysi æskunnar?
Ekki síst miðað við ungan aldur
þessara stúlkna (lang flestar 11-15
ára) verður að telja vandamál þeirra
mjög alvarleg. Þannig hringdu t.d.
27 stúlkur vegna þungunar eða gruns
um þungun og ráðlegginga varðandi
fóstureyðingar. Tíu stúlkur vegna
kynferðislegrar áreitni fullorðinna,
6 til viðbótar leituðu ráða vegna
þrýstings jafnaldranna um kynlíf og
4 höfðu af sifjaspelli að segja. Þá
virðast getnaðarvarnir vera einka-
mál stúlknanna. Svipað má segja um
ástamálin sem liggja á hjarta stúlkna
allt niður í 11 ára aldur.
Samkvæmt þessu má ætla að fjöldi
barnungra stúlkna - allt frá 11 ára
aldri - þurfi að glíma við alvarleg
vandamál, sökum ofbeldis og pressu
frá ungum og gömlum “körlum“
- sem reynast mörgum þeim er eldri
eru fullerfið viðureignar?
Foreldravandamálin
mörgum þung í skauti
Miklu fleiri stúlkur en piltar leit-
uðu líka ráða vegna skilnaðar og
rifrildis foreldra sinna og einnig
vegna ósamkomulags þeirra sjálfra
við foreldrana. Fleiri stúlkur höfðu
af ofbeldi að segja og sömuleiðis
einmanaleika, söknuði, einelti eða
stríðni. Þá veldur offita fleiri stúlk-
um áhyggjum en piltum.
Strákarnir bara fleiri
í símaatinu
Símaat var raunar eina skráða
ástæðan fyrir hringingu í unglinga-
símann þar sem strákarnir voru í
miklum meirihluta, eða nær 5 sinn-
um fleiri en stúlkur.
Vandamál voru heldur ekki einu
ástæður hringinga. Þannig var tölu-
vert spurt um ýmsar staðreyndir,
m.a. um þessa símaþjónustu sem
slíka og almennar ráðleggingar.
Sömuleiðis voru nokkur símtöl
flokkuð sem gleði og þakkarsímtöl,
m.a. frá börnum sem hringt höfðu
áður og vildu síðan láta vita að
nokkuð hafi raknað úr þeirra vanda-
málum.
Vímuefni varla nefnd
Það hljóta að teljast ánægjuleg
tíðindi að vímuefnavandi kemst tæp-
ast á blað hjá umsjónarmönnum
Barna- og unglingasímans. Aðeins 7
af þessum 500 hringingum lentu í
flokkinn vímuefnaneysla - þar af 4
krakkar sem áhuga höfðu á að hætta
að reykja eða drekka og 3 sem höfðu
áhyggjur af neyslu félaga eða
foreldra.
Vantar landsbyggdar-
börnin fremur ráðgjafa?
í skýrslunni um Barna- og ungl-
ingasímann kemur fram að mikill
meirihluti þeirra sem hringja eiga
heima á landsbyggðinni, þó þar búi
hins vegar mikill minnihluti þjóðar-
innar. Sérstaklega var hátt hlutfall
hringinga frá sjávarplássum á Vest-
ur- og Austurlandi, Vestfjörðum og
Norðurlandi að Akureyri undan-
skildri. Þótt yfirgnæfandi fjöldi væri
á aldrinum 11-15 ára var nokkuð um
hringingar barna allt niður í 5 ára
aldur og ungmenni upp í 18 ára. Um
4 af hverjum 5 bjuggu hjá báðum
foreldrum. Af 500 hringingum hefur
yfirgnæfandi meirihluti eða 380
komið síðustu 4 mánuði, þar af
samtals um 250 aðeins í október og
nóvember s.l. - eftir dreifingu bækl-
ings um starfsemina til 10-15 ára
barna í grunnskólum landsins
Gera sér glögga grein
fyrir orsökum
Að sögn skýrsluhöfunda einkenn-
ir það flest símtölin hversu mikið
mörg barnanna hafa hugsað um
þann vanda sem þau eru að glíma
við og gera sér glögga grein fyrir
stöðu sinni og orsökum vandans.
Mörg tjái sig afar skýrt og séu
skilningsrík á aðstæður og umhverfi.
í sumum tilfellum hafi viðkomandi
þó ekki náð að skýra frá erindi sínu
vegna þess að eitthvað eða einhver
hafi komið í veg fyrir það. Þá gerist
það að börn hringi í mikilli örvænt-
ingu og að á bak við heyrist mikill
hávaði svo sem öskur og óhljóð.
Upp hafi komið mjög erfið og alvar-
leg mál þar sem virkilega hafi reynt
á faglega hæfni og getu starfsfólks og
sjálfboðaliða.
Þegar foreldrar eru
ekki heima
Ekki hefur þó komið til þess að
kært hafi verið til barnaverndar-
nefndar eða lögreglu, mest vegna
þess að viðkomandi barn hefur ekki
gefið upp nafn eða staðsetningu. í
þeim tilfellum hafi aðeins verið hægt
að benda börnunum á leiðir og veita
þeim stuðning. Flestar hringingarnar
eru á tímabilinu kl. 15 til 18, þ.e.
þegar ætla má að foreldrar þeirra
séu hvað síst heima.
- HEI
Tröllatunguklukkan
komin til landsins
Hin forna klukka kirkjunnar í
Tröllatungu í Steingrímsfirði er
komin til landsins og mun verða til
sýnis á Þjóðminjasafninu á næst-
unni. Klukkan, sem er þýsk að gerð
hóf að hljóma í Tröllatungu fyrir
miðja 12.öld og er því liðlega 800 ára
gömul, var síðast í eigu íslenskrar
konu búsettrar í Englandi. Bauð
hún á dögunum Þjóðminjasafni ís-
lands klukkuna til kaups fyrir 650
þúsund krónur. Þjóðminjasafnið sló
lán fyrir klukkunni og hefur leitað
eftir fjárstuðningi frá almenningi til
kaupanna. Nú þegar hafa safnast
rúmar 200 þúsund krónur. en betur
má ef duga skal. Eins og áður segir
verður klukkan til sýnis á Þjóðminja-
safninu á næstunni og getur fólk því
komið á safnið, skoðað klukkuna og
látið fé af hendi rakna. Þjóðminja-
safnið varð 125 ára nú síðastliðinn
miðvikudag svo viðeigandi er að
þjóðingefi ÞjóðminjasafninuTrölla-
tunguklukkuna í afmælisgjöf.
-HM