Tíminn - 27.02.1988, Side 7

Tíminn - 27.02.1988, Side 7
Laugardagur 27. febrúar 1988 Tíminn 7 Kalaallit Nunaata Ammerivia sló í gegn á risastorri fatasyningu í Bella Center: Selskinnin enn á ný eftirsótt tískuvara Eftir hatramma baráttu umhverfíssinna í Greenpeace gegn grænlenskum selveiðimönnum mætti ætla að framleiðendur fatnaðar úr selskinni laumuðust varfærnislega inn á markaðinn á ný, - nú þegar Greenpeace hefur beðist afsökunar á framferði sínu og lýst því yfir að aðgerðir þeirra hefðu verið á misskilningi reistar. En það er öðru nær. Á stærstu tískusýningu á Norðurlönd- um, sem haldin var í sýningarhöllinni Bella Center í Kaupmanna- höfn í síðustu viku, vöktu flíkur frá Kalaallit Nunaata Ammerivia, sútunarverksmiðju í Qaqortoq (Julianehaab) í Grænlandi, fá- dæma athygli. Enda hönnuð af heimsfrægum dönskum fatahönn- uði, Lars Hillingsö. Sölustjóri fyrirtækisins er íslenskur, Edda Björnsdóttir, og sýndi hún vörurnar í kynningarbás í Bella Center. Hún sagði að selskinn frá íslandi væru góð og snotur, en verkunin ekki eins og hönnuðurinn helst kysi. Þó væri það „leyndarmál“, að íslensk skinn væru notuð við framleiðslu grænlensku þjóðbúninganna. Umboðsmaður Álafoss hafði sett upp kynningu á íslenskum ullarvörum í litlu horni á þessari geysimiklu fatasýningu í Danmörku. Sýningin, sem átti að kynna tískuna 1988, var lokuð öðrum en viðskiptavinum. Þeir, sem gengu þar um ganga, tolldu ekki síður í tískunni en gínurnar í sýningarbásunum. Hvert sem litið var mátti því sjá nýlundu og furður á tískumarkaðnum. Sútunarverksmiðjan grænlenska kynnti flíkur sem eru samkeppnis- liæfar við hvaða aðra skinnavöru sem er. Selskinnin, eins og þau sem framleidd eru hér á landi, eru þung og stíf, en hin nýja fram- leiðsla er mjúk. glæsilega skorin og frumleg. Það var krafa hönnuðar- ins, að skinnin væru valin og verk- uð með það fyrir augum, að þau yrðu léttari og meðfærilegri en selskinn voru áður. Að öðrum kosti tæki hann ekki að sér hönnun á þeim. Upp úr 1980 voru u.þ.b. 10.000 grænlenskir veiðimenn nær rúnir inn að skinni vegna áróðursher- ferðar Greenpeace gegn þeim, sem sögðu þá vera á góðri leið með að útrýma selastofninum. Ennfremur var veiðiaðferðum Grænlendinga ruglað saman við villimannleg dráp á kópum í Alaska. Selskinn féllu gífurlega í verði, úr 1800 t'sl. kr. í minna en 300 kr. Heimastjórnin í Grænlandi varð að hlaupa undir bagga og greiða veiðimönnunum mismuninn, svo þeir lentu ekki á vonarvöl. En brátt kemur betri tíð fyrir grænlenska selfangara. Neikvæð afstaða til selskinna er á hröðu undanhaldi og þau aftur að verða vinsæl. Þar kemur og til nýtísku hönnun og sútunaraðferðir. Það eru tvö ár liðin frá því að framsýnn forstjóri sútunarverk- smiðjunnar grænlensku ákvað að leita leiða til að gera grænlensk selskinn vinsæl á ný. Hann leitaði til gamals vinar úr hernum. Lars Hillingsö, sem er hönnuður og hefur búið í París undanfarin 27 ár. „Við höfðum ekki sést frá því við vorum saman í hernum, en svo hafði hann uppi á mér þegar ég kom í heimsókn til Kaupmanna- hafnar,“ er haft eftir Lars Hillingsö í danska blaðinu Politiken um síðustu helgi. „Hann vissi að ég er hönnuður og man að mér fórst betur úr hendi að teikna en hand- leika vopn. Hann hvatti mig til að hanna flíkur úr selskinni. „Það yrði að gera eitthvað,“ eins og hann sjálfur orðaði það og ég tók undir.“ Lars Hillingsö þvertók fyrir að vinna með þau skinn, sem til voru. Verkun þeirra yrði að betrumbæta, svo þau hentuðu markaðnum. Þessum kröfum tókst sútunarverk- smiðjunni að mæta og síðan eru uppgripatímar í Qaqortoq. Fjár- festingar fyrirtækisins vegna þró- unar og kynningar þessa selskinna- fatnaðar losa 240 milljónir ís- lenskra króna. Vonir framleiðenda hafa ræst og dúnmjúkar flíkurnar eru sagðar af sérfræðingum í hæsta gæðaflokki. Pelsarnir, jakkarnir, vestin, húfurnar, lúffurnar og inni- skórnir, sem hafa vakið verðskuld- aða athygli, eru framleidd úr skinni hringanóra. Hárin eru löng og fíngerð og skinnin því lungamjúk. Grænlandsselurinn er síður nýttur, en skinn hans er þá yfirleitt litað svart, brúnt eða marblátt. Hönnun Grænlensk framleiðsla sem sló í gegn á tískusýningunni miklu í Bella Center. „Sagan“ heitir þessi flík úr skinni hringanóra. flíkanna er sígild og glæsileg, en ekki eru eltar ólar við dægurtísk- una. „Tískan hefur ekki áhrif á mig,“ segir Lars Hillingsö. „Pels er eign til margra ára. Það er fáránlegt að geta bent á pels og sagt hann vera frá árinu 1972.“ Lars Hillingsö hefur unnið hjá heimsfrægum hönnuðum, s.s. Balanciaga, Jacques Griffe, Nina Ricci, Moly- neux og Jacques Godart, en þar aðstoðaði hann við að hanna veislufatnað fyrir m.a. Föru Díbu, keisaraynju. Nú starfar hann sjálf- stætt og hönnun hans hefur ætíð verið sígild. Hún verður aldrei úrelt. þj Menningarvika í fullum gangi: n Vaxtarverkir" í Kópavoginum f gær var frumsýndur sjónleikurinn Vaxtarverkir í Félagsheimili Kópa- vogs. Leikurinn er eftir Benóný Ægisson og stjórnar hann hinum efnilegu leikurum í Unglingaleikhúsi Kópavogs í þessari uppfærslu. Sjónleikurinn er í léttari kantinum og fjallar um líf unglinga í borginni á okkar tímum. Unglingaleikhúsið samanstendur af tuttugu krökkum úr Kópavogi á aldrinum 14-17 ára og sjá þeir sjálfir um gerð búninga og sviðsmyndar undir verkstjórn Benónýs. Tríó Jóns Leifssonar samdi og flytur tónlistina. í dag kl. 16:00 er önnur sýning á verkinu. Leikstjórinn og höfundur Vaxtar- verkja sést hér með nokkrum leikar- anna, f.v. þeim Gunnari Gunnars- syni.Selmu Karlsdóttur, Ásbirni Olafssyni og Benediktu Birgisdótt- ur. Tímamynd Gunnar Hafskipsmáliö í rannsókn: Ákvarðanir í sumar Rannsókn sérstaks saksóknara í Hafskipsmálinu, Jónatans Þór- mundssonar, er orðin talsvert um- fangsmeiri en búist var við f fyrstu. Rannsóknin er endurunnin að mestu og sagði Jónatan í gær, að í sumar kæmu niðurstöður hennar í ljós. „Við vinnum stöðugt í málinu og ég vona að ákvarðanir verði teknar fyrir mitt ár,“ sagði Jónatan. „Þá kemur í ljós hvort og hvernig verður ákært í málinu og hverjir verða ákærðir." Þj

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.