Tíminn - 27.02.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Laugardagur 27. febrúar 1988
Tímirm
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin i Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aöstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
BirgirGuðmundsson
EggertSkúlason
Steingrí.murGíslason
Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 400 prdálk-
sentimetri.
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.-
Gegn þenslu og
verðbólgu
Samningar hafa nú verið undirritaðir milli Verka-
mannasambands íslands og samtaka vinnuveitenda
eftir stranga lotu síðustu sólarhringa og langar
samningaviðræður í heild sinni.
Mestu máli skiptir í þessu sambandi að samning-
arnir eru hófsamir og Iíkjast í því Vestfjarðasamning-
unum. Er ástæða til að meta að verðleikum það
raunsæi, sem fram kemur í niðurstöðu samninganna,
bæði hvað varðar kauphækkanir og önnur efnisatriði
og lengd samningstímans, sem er eitt ár.
Með þessum samningum hafa aðilar sýnt fordæmi
sem aðrir hljóta að taka mið af. M.a. þá skynsamlegu
og ábyrgu afstöðu að ekki séu gerðir verð-
bólgusamningar, heldur samningar, sem leiða til
minnkandi verðbólgu eins og ætla má að nýgerðir
samningar Verkamannasambandsins og vinnuveit-
enda geri að öðru óbreyttu.
Pegar þessum samningum er lokið og að sjálfsögðu
í tengslum við þá, er óhjákvæmilegt að ríkisstjórnin
geri þær ráðstafanir í efnahagsmálum, sem mikil þörf
er fyrir og lengi hefur verið beðið eftir. Aðalatriði
þeirra aðgerða er að tryggja rekstrargrundvöll út-
flutningsatvinnuveganna og samkeppnisiðnaðarins.
Þar er í fremstu röð að snúa við þeim mikla
hallarekstri sem hraðfrystihúsin hafa þolað að
undanförnu vegna verðbólgu, kostnaðarhækkana og
óhagstæðrar gengisþróunar. Þær aðgerðir, sem þá
koma til greina, verða að tryggja það að orsökum
taprekstrar sé eytt. Þær verður m.a. að miða við það
að verðbólgan minnki og innlendum kostnaðarhækk-
unum sé rutt úr vegi, jafnframt því sem gengið er
lagfært. Einhliða gengislækkun upp á gamla móðinn
er skammvinnt úrræði.
Þegar horft er til verðbólguþróunar og kostnaðar-
hækkana síðustu missera, þá blasir það við að hvort
tveggja stafar af þenslu á verslunarsviðinu, í þjón-
ustugeiranum og í offjárfestingu á Reykjavíkursvæð-
inu. Aflvakinn í þessari þenslu er að verulegu leyti
sú stjórnlausa peningapólitík og vaxtastefna sem hér
hefur viðgengist. Ríkisstjórnin getur því ekki vænst
þess að ná árangri í efnahagsstjórn í þágu útflutnings-
framleiðslunnar nema með því að einbeita sér gegn
hinum þensluverkandi áhrifum allt of mikilla versl-
unarumsvifa, innflutningskapphlaups og offjárfest-
ingar. Það verður að koma í veg fyrir að þjónustu-
og verslunargreinar ásamt byggingaiðnaðinum yfir-
bjóði vinnuaflið á kostnað útflutningsgreinanna.
Ríkisstjórnin verður að koma í veg fyrir að slfkt
jafnvægisleysi í atvinnulífinu haldi áfram.
Ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir samdrætti í
framkvæmdum og fjárfestingu á sínum vegum. Hið
sama verður ekki sagt um meirihluta borgarstjórnar
Reykjavíkur. íhaldsmeirihlutinn veltir sér upp úr
skattpeningi borgaranna og eykur framkvæmdir hjá
sér um 63% milli ára. Er ekki annað sýnna en
borgarstjórinn í Reykjavík leggi sig fram um að
vinna þvert gegn stefnu ríkisstjórnar Þorsteins
Pálssonar.
JL AU HAFA orðið örlög
norðurbúa að eiga fáar minjar
ofanjarðar um mannvirki, vopn,
verkfæri og mannlíf á fyrri tíð.
Kirkjumunir, sem geymst hafa
urn langan aldur hjá flestum
þjóðum eru okkur íslendingum
horfnir að mestu, kannski helst
vegna þess, að svo hart var
gengið fram í því að ryðja guðs-
hús af allri kaþólskri villu við
siðaskiptin, að dýrgripir voru
brotnir eða þeim hent. Þeim
mun dýrmætara er okkur allt
sem fundist hefur og varðveitist
nú í Þjóðminjasafni, sem varð
125 ára nú í vikunni og því
hálfgerður forngripur í sjálfu sér
enda má segja að stofnanir okk-
ar séu enn í mótun því stutt er
síðan að við fórum að gefa því
gaum að „margt er það í koti
karls sem kóngs er ekki í ranni“.
Ræður þar auðvitað mestu, að
skammt er síðan að fsland varð
lýðveldi og fullkomlega sjálf-
ráða, og svo hitt að þjóðin hefur
staðið upp fyrir haus í margvís-
legu auravafstri, stéttastríðum
og árvissu efnahagsöngþveiti
áratugum saman, og hefur
hreinlega ekki haft tíma til mik-
ils annars. Þess vegna hefur
gleymst að við eigum arfs að
gæta þótt stundum megi heyra
það á hörðustu sóknarmönnum
í peningamálum, að arðlausustu
byggingar séu hús yfir bókasöfn,
náttúrugripi og minjar. Það er
ekki nema á afmælum sem lög-
gjafarvaldið mæðir sig upp í það
að heita fjármunum í þök yfir
menningararf sem fyrir kemst í
einni þjóðarbókhlöðu aðeins til
að gleyma því jafnharðan, eða
beinlínis hindra að fjármunir
ætlaðir bókhlöðu með sérstakri
innheimtu renni til hennar.
Heldur skal fénu steypt í hina
stóru og sísoltnu efnahagshít,
þar sem aldrei sér til botns. Þá
eru þrjár popprásir og tvær sjón-
varpsstöðvar ekki staðir þar sem
litið er um öxl, svo andrúmið er
næsta fjandsamlegt þökum yfir
menningargeymd, líka hjá þeim
scm telja sig ekki geta lifað
nema gengið verði fellt.
Hanabjálkalíf
En einmitt á þessari stundu
tekur Þjóðminjasafnið upp á því
að verða 125 ára. Það gerist á ári
þegar Þjóðarbókhlaða bíður
ófullgerð og rúin fé sínu, þótt
Háskólabókasafn og Lands-
bókasafn og sérsöfn bíði eftir
því að komast á einn stað, og
Háskólabókasafnið sé í raun að
verða eins og safn lestrarfélags í
sveit af því það getur ekki stækk-
að vegna húsleysis. Náttúrgripa-
safn bíður enn úrlausnar og
verður að lifa einskonar hana-
bjálkalífi hornrekunnar. Hin
góða hugmynd um sjóminjasafn
fær varla að sjá dagsins ljós
næstu hundrað árin. Þó er svo
að heyra að við séum að sækja
sjó og öflum jafnvel fyrir þrjátíu
milljónir í túr. Aldrei er gengið
frá fjárlögum þannig að á þeim
sjáist að fjárveitinganefnd og
Alþingi hafi neitt sérstakt að
virða við hina margvíslegu þætti
landssögunnar, minja og nátt-
úru. Að mati þeirra, sem fást við
fjárlagagerð og sitja við það
jafnt á sumartíma sem á haust-
dögum, eru viðkvæmustu þættir
verðmæta þjóðarinnar sjálf-
bjarga, uns svo er komið, að það
sem liðið er af tuttugustu öld á
nær engar minjar vegna pláss-
leysis. Það verða falleg eftirmæli
um öld lýðveldis á Islandi og
fjárveitingavald hennar.
Þjóðminjasafnið var byggt
upp úr lýðveldishátíðinni 1944
sem einskonar minnismerki um
lýðveldið. Húsið ber vitni um
stórhug þeirrar tíðar og þá virð-
ingu sem þá ríkti fyrir sögulegri
fortíð þjóðarinnar. Síðan hefur
mikið vatn runnið til sjávar og
eftir ýmsum aðstæðum nú myndi
reist popphöll ætti að minnast
lýðveldistöku á árinu 1988.
Vond húsakynni
Þótt hús Þjóðminjasafnsins,
sem lengi hefur einnig geymt
Listasafn íslands, væri myndar-
leg bygging á sinni tíð, virðist
það hafa verið byggt af miklum
vanefnum. Það heldur hvorki
vatni eða vindi, og þarf stöðugar
fjárveitingar til viðgerða svo
munir í því verði ekki fyrir
skemmdum. Á hæð listasafnsins
var þó vinda- og vatnsgangur
verri en á safnhæðunum, og
hafa verið sagðar stórar sögur
þaðan af sambýli vatns og mál-
verka. Nú hefur Listasafn ís-
lands fengið viðunandi húsnæði,
sem vonandi heldur bæði vatni
og vindi. Einhverjum kynni nú
að detta í hug að töluvert rýmk-
aðist um Þjóðminjasafnið við
brottflutning málverkanna. Og
það má vel vera. En fornminjar
eru líklega enn viðkvæmari fyrir
vondum húsakynnum en mál-
verk. Þegar húsið var byggt var
ekki gert ráð fyrir sjálfvirkum
stillingum á raka og hita, sem
gömlum munum eru nauðsyn-
legar. Og það verður heldur
ekki séð hvernig slíku hefði
mátt koma við fyrst veðurfars
gætir með fyrrgreindum hætti
innan byggingarinnar.
Enginn
étur þjóðminjar
Þegar talað er um Þjóðminja-
safn, sem meira og minna hefur
verið látið liggja utangarðs af
fjárveitingavaldinu með þeim
afleiðingum að húsið er vanhæft
til geymslu á viðkvæmum minj-
um og dýrgripum, vaknar sú
spurning hvort viðhorf fjárveit-
ingavaldsins, þ.e. fjárveitinga-
nefndar Alþingis, sem bænar-
skrár safnsins eru lagðar fyrir á
hverju ári, endurspegli ekki vilja
þjóðarinnar í þá veru að þjóð-
minjar séu ómerkilegar og
einskis nýtar. Víst er að enginn
étur þjóðminjar og þær verða
ekki notaðar í fjárfestingar eða
múrningar. Þær eru hlutlausar í
kaup og kjaramálum, og kjálka-
bein Jóns Vídalíns verða ekki
poppuð að ráði, enda búið að
margræða, að hann var talinn
hafa vísi að vígtönn í munni.
Þjóðminjar virðast því ekki
koma neinum að gagni nema
þeim sérstaka þjóðflokki ís-
lenskum, sem er að fást við að
grafa bein og muni úr moldu.
Fjárveitinganefnd Alþingis virð-
ist a.m.k. vera þessarar skoðun-
ar, enda sker hún fé við nögl,
jafnvel á húsi í eigu ríkisins, þar
sem vindar og regn leika um
forna muni. Lagfæringar á húsi
Þjóðminjasafns hafa að mestu
verið í formi skóbóta, enda
beiðnir skornar niður þindar-
laust. Ástand húss Þjóðminja-
safns er þannig að í landi veðr-
anna telst það rúmlega fokhelt.
Minjar erlendis
Satt er það, að fornminjar eru
ekki nema annar hluti þeirrar
stóru geymdar sem gerir okkur
að samfélagi mikillar sögu. Hinn
hlutinn er skrifaður á bækur á
borð við Heimskringlu og rit-
verk Sturlu Þórðarsonar. Væru
hinar fornu bækur ekki til stuðn-
ings fornminjum okkar værum
við orðin þjóð þorsks og ýsu,
sem er hið ýtrasta takmark pen-
ingavaldsins í landinu að
ógleymdu árlegu jólahaldi
kjarasamninga. En gjafir eru
yður gefnar stendur þar, og
segja má, að okkur vilji alltaf
eitthvað til í miðri eyðimerkur-
göngu muna og minja og nátt-
úrugripa. Nokkru fyrir síðustu
aldamót stóð fyrir dyrum að
efna til alheimssýningar í París-
arborg. Félagsskapur sem
nefndi sig „Selskabet for de
danske Atlantshavsöer" gerði
þá út mann frá Kaupmannahöfn
til að safna sýningargripum á
heimssýninguna. Hann ferðaðist
um hinar dönsku eyjar í Atlants-
hafi, Færeyjar, Grænland og
ísland, gróf og leitaði og varð
vel til fanga. Maður þessi hét
Daniel Bruun. Vegna sýningar-
innar voru m.a. gerð líkön af
torfkirkju á íslandi og bóndabæ,
eins og þeir gerðust reisulegast-