Tíminn - 27.02.1988, Side 13
Tíminn 13
Laugardagur 27. febrúar 1988
FRÉTTAYFIRLIT
SÖÚL - Stjórnvöld í Suður-
Kóreu tilkynntu um lausn fjöl-
margra pólitískra fanga og
annarra fanga. Þetta var gert í
tilefni þess að Roh Tae- Woo
tók formlega við forsetaemb-
ættinu.
MOSKVA - Mikhail Gorbat-
sjov Sovétleiðtogi hvatti til
þess að menn héldu ró sinni í
iýðveldunum Armeníu og Az-
erbaijan, en búsundir manna í
Armeníu haia að undanförnu
tekið þátt í mótmælum og kraf-
ist þess að landamæralinunni
við Azerbaijan verði breytt.
Leiðtogar kommúnista í Arm-
eníu hafa hvatt stjórnina í
Moskvu til að setja á stofn
nefnd er kannaði deilurnar milli
þessara suðlægu Sovétlýð-
velda.
JERÚSALEM - Hersveitir
Israelsmanna skutu palest-
ínskan ungling til bana, ara-
bískur kennari var drepinn og
að minnsta kosti sjö manns
slösuðust í mótmælaaðgerð-
um vegna komu George Shultz
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna til fsraels. Shultz átti
viðræður við leiðtoga ísraels-
ríkis en í Damascus í Sýrlandi
sagði Giulio Andreotti utanrík-
isráðherra Ítalíu að hann og
Hafez Al-Assad forseti Sýr-
lands myndu reyna að fá
Shultz til að styðja tillögur um
friðarráðstefnu um málefni
Mið-Austurlanda sem Samein-
uðu þjóðirnar myndu hafa yfir-
umsjón með.
NIKÓSIA - franstjórn sagð-
ist vera að skipuleggja flota-
æfingar á Norður-lndlandshafi
og var sagt að skip, flugvélar,
þyrlur og hermenn myndu taka
þátt í æfingunum á þessu al-
þjóðlega hafsvæði. Tilgangur-
inn með æfingunum er að
auka hæfni flota írana til að
verjast árásum erlendra ríkja.
VARSJÁ - Vestræ'nirstjórn-
arerindrekar í Póllandi sögðu
að svo virtist sem rómversk-
kaþólska kirkjan hefði gefið
eftir í kröfum sínum á hendur
pólskum yfirvöldum og það
gæti flýtt fyrir því að stjórn
Póllands og Vatíkanið tækju
upp stjórnmálasamband.
Samkvæmt heimildum stjórn-
arerindrekanna hefur kirkjan
hætt að krefjast þess að hún
verði löglega viðurkennd en
það hefur hún ekki verið síðan
kommúnistar tóku völd í land-
inu árið 1944.
DACCA - Lögregla skaut á
mótmælendur í suðurhluta
Banaladesh og drap tvo og
særði að minnsta kosti fimmtíu
manns. Fólkið notaði heimatil-
búnar sprengjur í mótmælum
sínum sem beint var gegn
þingkosningunum í landinu og
Ershad forseta. Nú eru aðeins
nokkrir dagar þar til kosið
verður.
Illllllllllllll!
ÚTLÖND
Miami
Havana
HAITi
Caribbean Sea
lARAGf
COSTA
RÍCA
Panama
Vestur-Þýskaland:
Tapsárfjár-
hættuspilari
Fjárhættuspilari í Baden-Ba-
den í Vestur-Þýskaiandi tapaði
tveimur milljónum marka í rúll-
ettu í spilavíti staðarins og tók
því síður en svo vel. í gær keyrði
hann á jeppa sínum í gegnum
framdyr hússins og hélt áleiðis til
salarins þar sem fjárhættuspilið
fer fram.
Lögreglan sagði að hinn 44 ára
gamli maður hefði keyrt niður
rúllettur og önnur tæki og síðan
haldið til barsins og keyrt þar
niður stóla og borð. Þar sprakk á
jeppanum og maðurinn varð að
stöðva.
Engin slys urðu á fólki en
maðurinn vann gífurlegar
skemmdir með tiltæki sínu. Hann
sagði við lögreglu þegar hún kom
á staðinn að hann hefði orðið
ofsareiður þegar hann tapaði svo
miklu í rúllettunni.
hb
Forsetinn rak
Noriega og var
rekinn fyrir
Eric Arturo Delvalle forseti Pan-
ama sem var rekinn úr starfi á
fimmtudagskvöld sagði í gær að
hann væri ennþá forseti og fór fram
á við Bandaríkjastjórn að hún hjálp-
aði sér að halda embætti sínu.
Delvalle sagði hinsvegar í viðtali
við CBS sjónvarpsstöðina að hann
vildi ekki að Bandaríkjastjórn not-
aði her sinn til að skerast í leikinn í
Panama.
Mikið upplausnarástand ríkti í
gær í landinu. Þingið samþykkti að
vísa Delvalle úr embætti eftir að
hann hafði lýst því yfir að hann hefði
rekið Manúel Antonio Noriega úr
starfi sínu sem yfirmaður hersins.
Noriega er í raun æðsti valdamaður
landsins en hann hefur verið harka-
lega gagnrýndur að undanförnu eftir
að bandarísk yfirvöld sökuðu hann
opinberlega um að vera á mála hjá
eiturlyfjakóngum.
Fréttamenn spurðu Delvalle hvað
væri best fyrir Bandarfkjastjórn að
taka til bragðs og svaraði hann því
til að hún ætti að koma á viðskipta-
banni til að sýna að hún styddi við
bakið á lýðræðisöflum landsins.
Tveir bandarískir dómstólar kom-
ust að þeirri niðurstöðu fyrir þremur
vikum að Noriega væri flæktur í
eiturlyfjasölu og flutninga. Hann
var sakaður um að verja Medellín
kókaínhringinn í Kólumbíu og hafa
tekið við að minnsta kosti 4,6 millj-
ónum dala í mútugreiðslur fyrir það.
Noriega hefur neitað sökum sem
dómstólarnir tveir, í Miami og
Tampa f Flórídafylki, hafa borið á
hendur honum. Hann segir Banda-
ríkjastjórn standa að ófrægingarher-
ferð gegn sér til að koma í veg fyrir
að Panamastjórn fái full völd yfir
Panamaskurðinum mikilvæga en
samkvæmt samkomulagi sem undir-
ritað hefur verið á það að gerast fyrir
aldamót.
Herforinginn hefur lengi verið
grunaður um að standa í eiturlyfja-
smygli og fréttir um vafasama fortíð
hans hafa verið á kreiki alveg síðan
hann þjónaði Ómari Torrijos fyrrum
einræðisherra og stjórnaði G-2 leyni-
þjónustudeild hersins. Torrijos lést
á dularfullan hátt árið 1981 og fyrr-
um náinn samstarfsmaður Noriega
hefur sakað hann um að hafa átt þátt
í þvf dauðsfalli.
Herinn gerði byltingu árið 1968 og
hefur síðan haft töglin og hagldirnar
í stjórn landsins þótt borgaralegir
forsetar hafi reyndar farið með völd
að nafninu til. Alls hafa sex slíkir
forsetar setið síðan 1968 en þrír
þeirra hafa verið reknir síðan árið
1981. Noriega sjálfur varð yfirmaður
hersins árið 1983 og hefur verið sem
einvaldur í landinu síðan.
Samskipti Reaganstjórnarinnar
og Noriega og. hans manna hafa
kólnað mjög á síðustu vikum en
Frank Carlucci varnarmálaráðhcí ra
Bandaríkjanna sagði þó í gær að of
snemmt væri að tala um hernaðar-
lega íhlutun. Hann vildi þó ekki
segja að slíkt væri útilokað heldur
talaði um að allt væri mögulegt eins
og ástandið í Panama væri nú.
Marlin Fitzwater talsmaður Banda-
ríkjaforseta sagði aftur á móti á
blaðamannafundi í Hvíta húsinu að
hernaðarleg íhlutun væri ekki á
dagskrá. Reagan Bandaríkjaforseti
mun hafa ætlað að dveljast á sveita-
setri sínu um helgina en Fitzwater
sagði að forsetinn hefði frestað þeirri
för, meðal annars vegna atburðanna
í Panama. Að sögn Fitzwaters mun
Reaganstjórnin fylgjast náið með
framvindu mála í landinu yfir helg-
ina.
Um tíu þúsund manna bandarísk-
ur her er í Panama til að verja
Panamaskurðinn er tengir saman
Kyrrahaf og Atlantshaf og Panama
er eitt helsta vígi bandarísks hers í
Rómönsku Ameríku. hb
' 1
Rorida
1
GUBA
.IAMAJCA
DOMJNiGAN
REPUBLiG
HONDURAS
:
USA
hidftc Panamaborg
Manúel Antonio Noriega her-
foringi og i raun æðsti valda-
maður Panama (i miðið) var rek-
inn úr embætti sínu a fimmtu-
dagskvöld af forseta landsins.
Hann fór þó hvergi og let þess í
stað reka forsetann. Noriega
hefur verið mikið í sviðsljósinu
og nýlega sökuðu bandarísk yf-
irvöld hann um að vera á mála
hjá eiturlyfjakóngum í Kólumbiu
sem notuðu Panama sem milli-
stöð fyrir eiturlyfjaflutninga sína
til Bandarikjanna
Upplausnarástand í Panama:
Umsjón:
Heimir Bergsson.
Japan:
HJÁLP í PRÓFRAUNUM
Næstu vikur verða kannski mikil-
vægasti tími í lífi meira en milljón
japanskra menntaskólanemenda því
framundan eru lokapróf og innganga
í bestu háskóla landsins veltur á
útkomu þeirra.
Samkeppnin er gífurleg, fyrir
suma eru prófin eins og dvöl hjá
kölska og sjálfsmorð eru tíð hjá
þeim sem ná ekki að standast kröf-
urnar. Það veltur líka mikið á út-
komunni, bæði vinna og jafnvel
makaval geta ráðist af henni og því
er ekki skrýtið að boðið sé upp á
aðstoð í ýmiskonar formi þessa dag-
ana.
Nefna má stærsta hótel Japans,
hótel New Otani í Tokyo. Það býður
námsfólkinu upp á dvöl hjá sér og
alis konar aukaþjónusta fylgir með
sem hjálpa á til við undirbúning
prófanna. Til dæmis er boðið upp á
píanóherbergi fyrir tónlistarnema og
hægt er að notfæra sér tölvukerfi þar
sem farið er yfir próf síðustu ára og
sérstök vandamál skoðuð. Það nýj-
asta sem hótelið hefur fram að færa
er herbergi þar sem skólafólkið getur
hvílt sig á námi og setið í sérhönnuð-
um stólum er titra í takt við vinsæl
popplög.
Þjónusta þessi á New Otani er
nokkuð dýr, nóttin kostar sem svarar
um sjö þúsund íslenskum krónum.
Þá eru það vítamínin. Yoshiro
Nakamatsu uppfinningamaður í
Tokyo telur að át á vissum vítamín-
um og steinefnum leiði til þess að
heilinn starfi betur en áður. Naka-
matsu heldur sérstaklega upp á B-2
vítamín sem hann segir að bæti
minnið og selur skammt af því fyrir
dulitla upphæð.
„Lærðu japanska sögu með eyr-
anu,“ er enn eitt hjálpargagnið.
Þetta er hljóðband þar sem tönglast
er á mikilvægum ártölum og nöfnum
í japanskri sögu. „Þetta selst nokkuð
vel,“ sagði talsmaður framleiðand-
ans og bætti við að unga fólkið gengi
með vasasegulband þessa dagana og
hefði frekar sögukennsluna í heldur
en dynjandi poppslagara.
Ekki má gleyma trúnni á svolitla
heppni. Hato rútufyrirtækið í Tokyo
býður upp á ferðir til hofa í grennd-
inni en andarnir þar eiga víst að
boða mönnum heppni. Mikið er víst
um að foreldrarnir taki krakka sína
með í þessar ferðir, þau vilja allt
gera til að afkvæmin komist upp í
efri þrep þjóðfélagsstigans og hafa
fyrir löngu sætt sig við að prófkerfið,
þótt ómannúðlegt sé, sé ill nauðsyn.
hb/Newsweek